Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 21

Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 21
FÖSTVDAGÍIR 2 8 JÚLÍ 2000 - 21 i D&tr------------------------------ _________________________utík_____ Frímerki á Kjarvalsstöðum Við uppsetningu frimerkja- sýninganna Nordjunex og Diex, sem nú standa yfir á Kjarvalsstöðum, kom fram nafnið „Ingibjörg 8 ára", á frímerki frá Búlgaríu. Upp- lýsingar vantaði um hver þessi Ingibjörg væri og af hverju þetta íslenska nafn og aldursákvörðun væri á frímerki frá Búlgaríu, út- gefnu 1982. Ingibjörg kom fram eftir að auglýst var eftir henni. Hún teiknaði árið 1978 mynd í sam- keþþni um þarnateikning- ar, sem síðan birtist í bók er menntamálaráðuneytið gaf út árið 1980 á alþjóða- ári barnsins. Ingibjörg segist ekki hafa séð myndina síðan fyrr en nú. Frímerkjasýningarnar á Kjarvalsstöðum eru oþnar frá kl. 10,00-18,00 á föstudag og laugardag, en kl. 10,00 - 16,00 á sunnudag. Kurankompaní fyrir frí Kuran Kompaní heldur tónleika á Sólon íslandus við Banka- stræti miðvikudaginn 2. ágúst kl. 21. Þetta verða að öllum líkindum næst síðustu tónleikar Kompanísins í sumar, en þeir síðustu verða 12. ágúst í Kaffileikhúsinu. Kuran Kompaní er dúett skipaður Szymoni Kuran fiðluleikara og Hafdísi Bjarnadóttur rafgítaríeikara. Tónlist Kompanísins er hrærigratutur af djassi, klassík, þjóðlagatónlist og rokki I bland við suður-ameríska tónlist. Aðaluppistaða efnisskrár- innar er þó spuni. Á tónleikunum á Sólon fær Kompaníið til liðs við sig gestaspilara, Steingrim Guðmundsson slagverks- leikara. Miðaverð kr. 500. Kíkt á Richard Serra í helgargöngunni í Viðey, sem hefst klukkan 14.15 á laugardaginn, verður farið framhjá Klausturhól, um Klifið yfir Eiðið og síðan með suðurströnd Vestureyjar. Áfangar listaverk bandaríska listamannsins Richard Serra verður skoðað, sem og tveir steinar, annar með áletrun frá 1810 og hinn frá 1842 og gömul ból lunda- veiðimanna. Reynt verður að draga fram í dagsljósið skemmtilega sögu og fróðleik um Viðey. Gangan tekur tvo tíma og er fólk beðið að búa sig eftir veðri, einkum til fótanna. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku, annað en ferjutollurinn, sem er 400 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir börn. Staðarskoðun á sunnudag kl. 14.15. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Kl. 17.00 sama dag leikur Sigurður Halldórsson svítur nr. III, IV og V fyrir barokkselló eftir Jóhann Sebsastían Bach. Á sunnudaginn kl. 15 verða sellósvíturnar endurfluttar. Kl. 16:40 sama dag verða fluttir þættir úr Skál- holtsmessu Hróðmars lnga Sigur- björnssonar. Messað verður í Skál- holtskirkju kl. 17 þar sem Margrét Bó- asdóttir sópran flytur stólvers. Skuggabaldur á faraldsfæti Reykur, þoka, sviti, ljósadýrð og skemmtilegasta tónlist síðustu 50 ára. Diskótekið og plötusnúðurinn Skugga- haldur verður með skuggalegt stuð á Kaffi Knudsen í Stykkishólmi í kvöld og í Rabbabaranum á Patreksfirði á laugardagskvöldið. Miðaverð 500 kr. SÝNINGAR Myndlist og tónlist Laugardaginn, 29. Júlí, kl. 16.00, verður opnuð myndlistasýning í Ketilhúsinu, neðri hæð. Sýnendur: Konráð Sigur- steinsson og Sólborg Gunnarsdótlir. Sólhorg sýnir ljósmyndir og fimm sögur eða mannlýsingar. Konráð mun flytja tónlist í tengslum við sýninguna, ásamt því að sýna myndverk. Aðgangur ókeyp- is. Sýningin stendur lil og með 7. Agúst. Opið daglega, ld. 14.00-18.00, lokað þó á mánudögum. Bronsskúlptúrar í Safnasafriinu Laugardaginn 29. júlí kl. 14.00 verður opnuð sýning á hronsskúlptúrum eftir 1 lörpu Björnsdóttur í Safnasafninu á Svalbarðsströnd, mynda þeir eina heild sem ber heitið Liðsmenn og eru lákn- myndir einstaklings, listamannsins. Einnig eru í safninu margbreytilegar sýningar fjölda fólks á öllum aldri. Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10.00 til 18.00. Hægt að taka á móti hópum með fyrirvara. Uppl. í síma 461- 4066. Handverk í Vík Samband Vestur-Skaftfellskra kvenna stendur fyrir sýningu í fé- lagsheimilinu Leikskálum í Vík ' á nýju og gömlu handverki úr Mýr- dalshreppi. Heimamenn standa fyrir fjölbreyttri dagskrá með tónlist og töl- uðu orði í sambandi við sýninguna. Hún er opin í dag frá kl. 16 til 22 og frá ld. 10 til 22 á morgun og sunnudag. Hvað ungur nemur gamall temur Sýning verður að Hólum í Hjaltadal, laugardaginn 29. júlí, kl. 14-16. Um er að ræða dagskrá þar sem sýnd verða gömul vinnubrögð sem öll tengjast hestum á cinhvern hátt. Smíðaðar verða hagldir, unnið úr hrosshári, gert ! við klyfbera, smíðaðar skeifur, jámaður hestur og lagfærð hestakerra. Kristján Eiríksson íslenskufræðingur mun benda á málnotkun og hvemig orðtök em sprottin upp úr þessum gömlu vinnu- brögðum og notkun áhaldanna. Sögusetrið - Leikþátturinn „Engin homkerling vjl ég vera“ og söngdagskráinn r „Fögur er hlíðin“ em hluti af Söguveislu Sögusetursins á Hvolsvelli. Veislan hefst í Söguskálanum kl. 19 í kvöld. Borinn verður fram þríréttaður málsverður í veislunni. Boðið er upp á ferðir með leiðsögn á sýninguna ,Á Njáluslóð'' kl. 14 og 15, en ferðin tekur um fjórar ldukkustundir. Söguveislan er haldin öll föstudagskvöld lil 1. septem- ber. OG SVO HITT- Ljóðakvöld í Deiglunni Bókmenntavaka verður haldin í Deigl- unni, Listagili, í kvöld kl. 20.30 á veg- um Listasumars á Akureyri. Yfirskrift bókmenntavökunnar er „Ljóðakvöld". Geirlaugur Magnússon les eigin Ijóð, Jón Erlendsson Ies eigin ljóðaþýðingar, Haraldur Ingi Haraldsson les eigin Ijóð . Aðalsteinn Svanur Sigfússon les Ijóð Sigfúsar Þorsteinssonar frá Rauðuvík á Árskógsströnd, Sigurður Jónsson les smásögu eftir Jón Erlendsson. Athugið! aðgangur ókeypis. Söguganga um Oddeyrina Næstkomandi sunnudag, 30. júlí, býður Minjasafnið á Akureyri upp á sögu- göngu um Oddeyri undir leiðsögn Guð- rúnar Kristinsdóttur safnstjóra. Gengið verður um elstu hverfin og byggingar- sagan rifjuð upp. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsunum, Strandgötu 49, kl. 14. Þátttaka er ókeypis, allir vel- komnir. Jeppa- og gönguferð Laugardaginn 29. júlí verða famar tvær ferðir á vegum Ferðafélags Akureyrar, annars vegar jeppaferð í Laugafell og niður Skagafjörð og hins vegar göngu- ferð úr Öxnadal um Kiðlingasdal og niður í Hörgárdal. Brottfarir í báðar ferðimar kl. 09.00. Sunnudaginn 30. júlí verður gengið á Blástakk, brottför kl. 09.00. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 16.00 til 19.00, s. 462- 2720. Draugarölt að Hólum Að kvöldi 29. júlí kl. 22 verður haldið á vit drauga að Hólum. Ef að líkum lætur verða ýmsar sögufrægar persónur á veg- inum; biskupar, Galdra-Loftur, bam vinnukonunnar, Otti og fleiri og fleiri. AUir sem þora em hvattir til að koma! Jaðarhátíð (y Endurvinnslu og uppgræðuverk- efnið Skil 21 heldur sérslaka Jað- arhátíð til að fagna þeim árangri er náðst hefur af uppgræðslu lands í landnámi Ingólfs. Hátíðin verður haldin við Úlfarsfell frá kl. 13 til 17 á laugar- dag. Fjöllistahópur Menningarborgar, Heimsreisa HöIIu og fleira gleðja þá sem Iíta við. Stafkirkjan vígð Stafkirkjan, gjöf Norðmanna til ís- yAy lendinga í tilefni af 1000 ára af- 1 mæli kristnitöku á Islandi, verður vígð í Vestmannaeyjum á sunnudag, að viðstöddum forseta Islands og Ólafi Nor- egskonungi. Skilti í Eyrasveit Söguskiltum verður komið upp við sögufræga staði í Eyrasveit í ^ Grundarfirði á sunnudag. Á Önd- ' verðareyri er að finna vísi að kirkju frá 11. öld og rústir sem raktar hafa verið til Sturlungaaldar. við auslanverðan Grundarfjörð em minjar um Grundar- fjarðarkaupstað. sem átti að byggja sam- vkæmt tilskipun Danakonungs frá 1786. Þetta er allt saman ágætis fólk Sérstæð mannanöfn - Ágúst Einarsson formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar í helgarviðtali Kynlíf, bækur, bíó, heilsa, fluguveiði og fleira skemmtilegt Áskriftarsíminn er800-7080 Spila saman í landsliðinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.