Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 6
6 -FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2000 ÞJÓÐMÁL| íteMT Útgáfufélag oagsprent Útgáfustjóri eyjólfur sveinsson Rilstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: í.ooo kr. á mánuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dogur.is-gestur@ff.ís Simar auglýsingadeildar: (reykjav(K)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYR1) 551 6270 (REYKJAVÍK) Hver er áranguriim? í fyrsta lagi Ekki er ýkja langt síðan sú kenning var harla vinsæl að lítil fyr- irtæki ættu mikla framtíð fyrir sér, það er að smátt væri fallegt. Og margir hafa sýnt í verki að hægt er að reka ábatasamt lítið fyrirtæki sem skilar eigendum sínum atvinnu og ágóða. En hin síðari ár hefur önnur tíska verið allsráðandi; trúarbrögð sam- runans. Fjármálamenn, forstjórar og stórir hluthafar hafa lagt áherslu á að sameina fyrirtæki sín og búa þannig til stærri og stærri heildir. Þessi tíska er ekki íslensk að uppruna, heldur alþjóðleg eins og flest annað nú til dags. En hún hefur notið mikillar hylli hér sem erlendis. Samt virðist full ástæða til að efast um að samrunastefnan skili tilætluðum árangri nema í fáeinum tilvikum. í öðru lagi Auðvitað er hægt að meta árangur af samruna fyrirtækja með ýmsum hætti. Eigendurnir líta væntanlega fyrst til þess hvort hjónabandið skili þeim sjálfum meiri arði en þeir hefðu ella fengið. Erlendis hafa verið gerðar ítarlegar athuganir á því hvort sameining fyrirtækja hafi skilað slíkum árangri. Hið virta enska tímarit Economist fullyrðir að svo sé ekki. Þvert á móti mistakist samruni fyrirtækja jafnvel oftar en hjónabönd í Hollywood. Blaðið vísar til nýlegrar skýrslu sem sýni að í meira en helmingi þeirra tilvika sem könnuð voru hafi hluthafar beinlínis tapað á samrunanum, en í þriðjungi tilfella hafi sam- runinn engu breytt. Samkvæmt því hefur vel innan við einn þriðji sameinaðra fyrirtækja skilað eigendum sínum auknum arði. Það er afar slakur árangur. í þriöja lagi Neytendur líta hins vegar til þess hvort sameining fyrirtækja hafi skilað þeim beinum hagnaði í vöruúrvali eða verðlagi. Það er skoðun margra að neytendur hér á landi hafi tapað á mik- illi samþjöppun eignarhalds sem átt hefur sér stað vegna sam- runa í matvöruversluninni. Brýnt er að Samkeppnisstofnun leggi staðreyndir þeirra mála sem fyrst upp á borðið til opin- berrar umræðu. Elias Snæland Jónsson Lengi framan af ævi langaði Garra til að verða taugalífeðlis- efnarannsóknarstofustjóri. Þessi löngun átti þó ekkert skylt við áhuga á líffræði eða tauga- líffræði eða lífeðlisfræði. Því síður hafði þetta með áhuga á rannsóknarstofum að gera því Garri hefur alla tíð verið hálfsmeykur á slíkum stöðum. Það sem skipti aðalmáli í þessu sambandi, auk þess að starfstit- illinn var einfaldlega flottur, var að titillinn er svo langur að hann myndi taka tvær línur í símaskránni. Það hefur nefnilega alltaf blundað í Garra þrá eftir því að eiga það mikið undir sér að nafnið hans og titill tækju tvær eða þrjár lín- ur í símaskránni. Slíkt væri eins konar stað- festing á því að hann væri eitthvað, að eitt- hvað hefði orðið úr honum í þessu lífi. En hins vegar hefur það þó ekki tekist, enda tekur „Garri, pistlahöfundur" aðeins eina iínu og tæplega það. Þess vegna flettir Garri stundum í Skránni þegar hann er angur- vær á kvöldin og skoðar þá sem hafa „meikað það“ og taka tvær eða jafnvel fleiri línur í þessari merkilegu bók. Maimdómsvígsla En í öllu falli er Garri þó í síma- skránni og það voru vissulega ákveðin tímamót þegar hann komst í hana. Eins konar manndómsvígsla og staðfesting á því að Garri væri meðlimur í samfélaginu. Enda eru það fyrstu viðbrögð Garra þegar ný símaskrá kemur út, að fletta upp á nafninu sínu og skoða hvort ekki sé nú allt í lagi með það. Þess vegna hljóta það að teljast stórtíðindi þegar köttur verður þeirrar upphefðar að- njótandi að vera skráður í síma- V skrána, jafnvel þótt hann taki aðeins eina línu. Dagur greindi frá því í gær að kötturinn Dropi Blöndal væri skráður með númer í Skránni og er þetta trúlega fyrsta dýrið - fyrir utan manninn - sem nær þessum áfanga í lífinu. Og það er ekki nóg með að kötturinn sé kom- inn í Skránna eins og hver ann- ar herramaður, heldur hefur hann líka ættarnafn, sem er nú meira en við getum státað af! í pólitík Hin hraða og óvænta upphefð Dropa Blön- dal gefur tilefni til vangaveltna um hvort hans bíði ekld merki- Iegt brautryðjanda- hlutverk í íslensku samfélagi. Nafnið bendir til þess. Þannig eru t.d. tveir Blöndalar á Al- þingi - Pétur Blöndal og Hall- dór Blöndal. Þeir eru frændur sem kunnugt er og ekki óeðli- legt að álykta sem svo að Dropi sé í ættinni líka og sé þá vænt- anlega sjálfstæðisköttur. Miðað við Iréttir má reikna með að a.m.k. annar Blöndalanna á þingi muni draga sig í hlé í næstu kosningum ef þeir gera það ekki báðir. Spurningin sem vaknar er þá sú hvort Dropi muni ekki koma og fylla í skarð- ið, hann hefur metnaðinn og hann hefur rétta nafnið og síð- ast en ekki síst hetur hann m'u líf sem getur komið sér vel í ís- lenskri pólitík. Garra sýnist málið rakið, og það eina sem gæti í raun komið í veg týrir að Dropi fari á þing að hann ákveddi frekar að snúa sér að borgarmálum og vinna gegn þeirri kattastefnu sem núver- andi meirihluti hefur fylgt. Það væri vissulega skiljanleg ákvörðun hjá Dropa. GARRI Embætti á uppleið Ábyrgðarlitlir ritstjórar eru farnir að leggja til að embætti forseta íslands verði lagt niður, segja það tímaskekkju sem ekki þjóni nein- um tilgangi. Hér gætir mikils misskilnings því embættið er mikilvægara en nokkru sinni fyrr í sögu Iýðveldisins. Aldrei hefur forsetinn verið eins störfum hlað- inn og nú, hann er sameiningar- tákn inn á við og ötull að kynna þjóð sína út á við og hera hróður ættjarðarinnar vítt um veröld. Hugvit og menningarsöguleg af- rek okkar merka kynstofns eru nú á allra vitorði og viðskiptasam- bönd eru treyst með markaðs- starfsemi sem vart á sínn líka meðal háþróaðra þjóða. Að leggja til að embættið verði lagt niður þegar það er atorku- meira og mikilvægara en nokkru sinni fyrr er fásinna. Það er cins og að stinga upp á að skrúfa fyrir Gullfoss eða sctja tappa í Geysi, nú þegar hann er orðinn virkari en nokkru sinni fyrr og sprænir hærra í loft upp en elstu menn muna. Nær væri að hlynna betur að embættinu og gæta þess að sá sem gegnir því fái svigrúm til að þjóna þjóð sinni með þeim glæsi- brag sem henni hæf- ir. Flott fyrirmynd Það er til að mynda ekki skammlaust að forsetinn þurfi að ganga í jakkafötum eða vindjökkum inn- an um eðalborið kóngafólk, sem skrýð- ist flottum einkennis- húningum. Meira að segja makar Ilottra þjóðhöfðingja eru dubbað- ir upp í flotaforingja og flugmar- skálka og spóka sig í skínandi ún- íformum fyrir f’raman myndavél- arnar, sem ávallt eru til staðar við opinberar athafnir. Hér heima eru meira að segja sýslumennirn- ir mun fínni í tauinu en forsetinn þegar hann fer í opinberar heim- sóknir um byggðir landsins. Athugandi er hvort ekki ætti að hanna einkenningsbúning sem hæfir embættinu, svo að allir megi sjá að forseti vor er fremst- ur meðal jafningja í hópi konungbor- inna. Það er smekksatriði hvort búningurinn dregur dám af skipherra í Gæslunni eða ein- hverju öðru. En fín- ast væri að taka klæðaburð ríkislög- reglusjóra til fyrir- myndar. Aðeins þarf að breikka strípurnar og bæta einni eða tveimur við, ef þær komast fyrir á erminni. Ein stjar- na til viðbótar nægir. Kaskeiti rík- islögreglustjóra tekur ekki við meiri gyllingu en orðin er, svo að best fer á því að hafa það allt logagyllí á nýja einkenningsbún- ingnum. Heiðursvörður á hrossiun Úrvalssveitir hrossaeigenda ráð- gera að mynda heiðursvörð hvar sem hátignir fara um. Við Leifs- stöð munu hestamenn, Idæddir eins og breski aðallinn spókar sig til sveita, sitja gæðinga þcgar fyr- irfólk ber að garði. Sömuleiðis munu kloflangir reiðmenn hafa smávöxnu og fótvissu íslensku hestana á milli fóta sér á heim- reiðinni til Bessastaða þegar skar- ta þarf því besta og glæsilegasta sem land og þjóð hefur upp á að bjóða. Forsetaembættið á eftir að ná enn mciri glæsihrag en þegnarnir hafa kynnst til þessa. Því eru það nánast föðurlandssvik að minnast á að leggja beri embættið niður þegar vegur þess er hvað mestur. Fólkið í landinu mun örugglega standa vörð um sameiningartákn sitt þegar skillitlir strákar veitast að því með ótímabæru niildri, og frægð okkar og færni niun endur- óma í höllum þjóðanna. Islenski hesturinn veröur glæsilegur heiðursvörður. -Efyfywr spurt m svanrað Hafa stjómvöld bmgðist vardandi útvegun verk- efna til fjarvinnslu á landsbyggðinni? Birna Lárusdóttir forsetibæj'arstjómarísafjarikirbæjar. “Tregðulögmál virðast valda því að erfitt virðist vera að byggja upp atvinnustarf- semi þannig að byggð geti blómg- ast um landið allt. Ástæður þessa geta meðal annars verið tregðu- lögmál í embættismannakerfinu, að minnsta kosti virðist mér sem ekki hafi vantað vilja fulltrúa okkar Vestfirðinga á Alþingi í þessum efnum. Hvað varðar fjar- vinnsluna þá voru forsvarsmenn íslenskrar miðlunar afar bjart- sýnir um að fá verkefni þegar þeir voru að hefja starfsemi hér fyrir um ári síðan, en það hefur því miður ekki gengið eftir, hvað sem veldur." Kristínn H. Giumarsson þ iiigmadurFramsókiiarflokits. “Eg vil nú ekki segja að stjórn- völd hafi brugð- ist, en hinsvegar hafa málin gengið mun hægar fyrir sig en vonir stóðu til. Augljóst er að verulegrar tregðu gætir í stjórnkerfinu og hjá embættismönnum og stjórn- málamenn þurfa að beita meiri ákveðni en verið hefur. Nú er það eina sem gildir að kerfinu séu gefin ákveðin skilaboð sem fylgja verður eftir, svo árangur náist." Ámi Sigfússon framkvamidastjóriTæknivals. “Það sem ég hef talið sldpta sköp- um við uppbygg- ingu fjarvinnslu- stöðva er virk þát- taka heima- manna á hverjum stað og góður undirbúningstími við að koma starfseminni af stað. Þátttaka stjórnvalda skiptir aldrei sköpum og bagalegt er ef menn taka orð stjórnmálamanna sem loforð um framkvæmdir strax í næstu viku. Fjandnnsla hér á landi á þó mikla framtíð fyrir sér, samanber dæmi frá írlandi, og mega Vestfirðingar ekki gefast upp heldur verða þeir að endur- skoða málin og takast á við þann veruleika sem þar blasir nú við.“ Ámi Steinar Jóhanasson þingmaótirVG. “Stjórnvöld hafa algjörlega brugð- ist í þessum efn- um og veldur þar mestu tregða ým- issa embættis- manna. Þeir vilja halda í sínar stofnanir og deila út verkefnum með því að hafa allt undir sér í einu stóru húsi. Hins- vegar er hægt að gera marga sniðuga hluti með fjarvánnslu, til dæmis annast Islensk miðlun í Hrísey og Olafsfirði nú símsvör- un fyrir Sæplast á Dalvík og Kaupþing er með starfsemi á Siglufirði. Einkamarkaðurinn er sem sagt fljótari að taka við sér en ríkið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.