Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 í}&fptr FRÉTTIR Náttúmvemdarfólk gegn kísilgúmámi Umhverfisrádherra býður erfitt verkefni að úrskurða imi kísil- gúrvinnslu í Mývatni segir Kolbrún Hall dórsddttir Eins og skýrt var frá í Degi í gær hefur Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn kært úrskurð skipu- Iagsstjóra um kísilgúrvinnslu í Mývatni. Nú hafa Náttúruvernd- arsamtök Islands líka sent inn stjórnsýslukæru vegna sama máls. Umhverfisverndarsinnar eru mjög andvígir því að haldið verði áfram að dæla kísilgúr úr Mývatni. Dagur hefur heimildir fyrir því að áhugi sé hjá mörgum þeirra að bindast samtökum til að berjast gegn áframhaldandi kísilgúrtöku úr vatninu. Kolbrún Halldórsdóttir, al- þingismaður og harðasti tals- maður umhverfissinna á alþingi, sagði í samtali við Dag í gær að hún hefði séð stjórnsýslukær- urnar sem sendar hefðu verið umhverfisráðuneytinu vegna úr- skurðar skipulagsstjóra um kísil- gúrtöku í Mývatni. Hún segir þær efnismiklar og ákaflega vel og faglega unnar. Bíða eftír tunhverfisráð- herra „Það verður mjög erfitt fyrir Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra að ganga fram hjá þessum kærum, svo rökfastar sem þær eru. Eg hygg að umhverfisvernd- arsinnar bíði með ákvarðanir um framhaldið þar til umhverfisráð- herra hefur fellt úrskurð sinn varðandi kærurnar," sagði Kol- brún Halldórsdóttir. I stjórnsýslukæru Náttúru- verndarsamtaka Islands er gerð krafa um að úrskurður skipu- lagsstjóra verði felldur úr gildi. Annars vegar vegna þess sam- komulags sem gert var 7. apríl 1993 um að frekara kísilgúrnám yrði ekki leyft eftir að núgildandi námsleyfi rennur út. Þetta sam- komulag var gert á milli Náttúru- verndarráðs, sem nú heitir Nátt- úruvernd ríkisins, umhverfis- ráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Þar sagði að kísilgúrtöku skyldi hætt í Mývatni eftir að námaleyfi í Ytriflóa rynni út eða í síðasta lagi árið 2010. Samkomulagið byggðist á niðurstöðum vísinda- manna um að áhrif námuvinnslu á undirstöðu lífríkis Mývatns væri of mikið til að hægt væri að taka þá áhættu að leyfa frekari kísilgúrvinnslu. Hitt atriðið sem bent er á og kært er útaf er að úrskurður skipulagsstjóra taki ekki nægjan- legt mið af varúðarreglum, sem lögbundnar eru hér á Islandi og var það með EES samningnum og er ein af meginreglum um- hverfisréttar og ein mikilvægasta samþykkt Río ráðstefnu SÞ um umhverfi og þróun 1992. - S.DÓR Frétt Dags um málið. Vonirvið bíólogin Einar Þór Gunnlaugsson kvik- myndaframleiðandi tekur undir með Friðrik Þór Friðrikssyni um að nauðsynlegt sé að eyða þeirri óvissu sem upp er komin í ís- lenskum kvikmyndaiðnaði. Nýju lögin sem ESA hefur hafnað í óbreyttri mynd hafa sett samn- inga í uppnám og gert kvik- myndafólki erfitt fyrir. „Eg er núna með verkefni sem bíður þess að verða unnið. Eina ástæðan fyrir því að það er ekki komið heim til Islands er hve allt er óljóst í þessum efnum sem stendur," segir Einar sem starfar í Lundúnum. „Mig langar að þakka blaðinu fyrir að taka þetta upp því þarna eru miklir hags- munir í húfi. Þið fáið 10 stjörn- ur fyrir þetta átak,“ segir Einar. „Fyrirgreiðslan í Iögunum skiptir öllu máli hvað varðar framtíð Islands í kvikmyndagerð. Ég er með bæði breska og bandaríska framleiðendur og það eina sem menn hugsa um þegar þeir eru að skoða ísland, er hvernig búið er að mönnum íjárhagslega," segir Einar. bþ VG hafinar úthoði á fjarskiptiun Engin eining um út- boð í j arskipt a rílds- ins. Jón Bjamason al- þingismaður segir samkeppnina bara veraí noKkrumgöt- um í Reykjavík. Jón Kristjánsson al- þingismaður segir út- boð hjá ríkinu fara vaxandi. Ossur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, hefur boð- að að það verði eitt af fyrstu þingmálum Samfylkingarinnar að leggja til að fram fari útboð á allri fjarskiptaþjónustu og gagna- flutningum á vegum ríkisins. Kemur þessi yfirlýsing hans í kjölfar þeirra átaka sem verið hafa á milli meirihluta R-listans í Reykjavík og Landssímans um þessi mál að undanförnu. Jón Bjarnason, þingmaður VG og fulltrúi í samgöngunefnd, hafnar þessari hugmynd. Hann segir að með þessu væri verið að hygla höfuðborgarsvæðinu á kostnað landsbyggðarinnar. Samkeppnin myndi snúast um nokkrar götur í Reykjavík og búið. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í samgöngunefnd, segir að þetta mál hafi ekkert verið rætt hjá framsóknarmönnum og því geti hann ekki sagt til um hvað þeir Jón Bjarnason. muni leggja til í málinu, til þess hafi hann ekki nægar forsendur. Útboðin fara vaxandi „Hins vegar er rétt að benda á að almenna reglan hjá ríkinu sú að fara í útboð. Aðstæður í þessum málum, sem svo mörgum öðrum, eru að breytast og útboð hafa aukist mjög hjá ríkinu síðustu misserin," sagði Jón Kristjáns- son. „Gagnvart landsmönnum öll- um snýr þetta þannig að um er að ræða ákveðnar stofnanir og ákveðna þjónustu á höfuðborgar- svæðinu. Eiginleg samkeppni í þessari þjónustu er ekki annars staðar en þar. Og sú samkeppni sem virðist vera að fara í gang á höfuðborgarsvæðinu er bara að fleyta ijómann ofan af könnunni fyrir þá sem við hana sitja. Hinir sem fjær eru fá ekki neitt af þessu. Þess vegna yrði svona Jón Kristjánsson. samkeppni bara á kostnað Iands- byggðarinnar," segir Jón Bjarna- son. Tryggja ber jöfnuð í verði Hann segir að það geti ekki verið að menn hafi hugsað þetta dæmi til enda, Hér hljóti að vera um misskilning að ræða. „Það væri nær að brýna ríkið sem eiganda Landssímans til að beita sér í því að styrkja dreifi- kerfi Landssímans um landið og tryggja um Ieið jöfnuð í verði. Þess vegna þarf að hugsa þetta mál til enda áður en farið verður út í að taka nokkrar stórar stofn- anir í Reykjavík og hygla þeim á kostnað landsbyggðarinnar. Menn mega ekki gleyma því að öll þjóðin er einn markaður og þess vegna má samkeppnin ekki bara snúast um nokkrar götur í Reykjavík,“ segir Jón Bjarnason. - S.DÓR Þingvallaprestakall enn í biðskúffu Ákvörðun um þao hvort Þingvallaprestakall verður auglýst laust til umsóknar liggur enn til afgreiðslu í forsætisráðuneytinu. Beiðni kom frá ráðuncytinu um það að auglýsingu yrði frestað meðan framtíð embættis þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum yrði til lykta leitt, en Þing- vallaprestur hefur sinnt því meðfram öðrum störfum. „Starfsmenn Biskupsstofu voru tilbúnir að ræða framtíð þcssara starfa á Þingvöllum, en við bíðum nú eftir svari ráðuneytis um það hvenær þær viðræður geti hafist. Oskað hefur verið eftir umræðu um breytingar, en mér er ekki kunnugt um í hverju þær felast. Sóknar- börn Þingvallaprestakalls eru ekki nema liðlega 40 og væri þetta eitt- hvað annað prestakall væri löngu búið að hefja umræður um að leysa þjónustuna á annan hátt, t.d. með sameiningii við nágrannapresta- kall. En vegna sérstöðu Þingvalla er það ekki gert,“ segir sr. Þorvald- ur Karl Helgason, biskupsritari. - GG Annar hver fær endurgreiðslu Um 102 þúsund einstaklingar fengu glaðning frá skattinum í formi endurgreiðslu við álagningu í ár, eða hátt í helmingur allra framtelj- enda, samkvæmt upplýsingum í Tíund blaði RSK. En um 210 þús- und álagningarseðlar voru sendir út að þessu sinni, til allra þeirra sem orðnir eru 16 ára og eldri. Alls námu endurgreiðslurnar ríflega 7 milljörðum króna, sem samsvarar um 70 þús.króna „glaðningi" að meðaltali. Þar af námu greiðslur vegna vaxtabóta rúmlega 3 milljörð- um og vegna barnabóta 1,6 milljörðum. Aðrar algengar inneignir voru vegna ofgreiddra skatta; fyrirframgreiðslu, hátekjuskatts, stað- greiðslu (m.a. vegna fjárfestingar í hlutabréfum) og fjármagnstekju- skatts. - HEl Stuðningur við þjáða æsku Alþjóða Sam-Frímúrarareglan, LE Droit Humain, hefur nýlega kom- ið á fót hjálparstofnun með nafninu SPES, sem er skammstöfun fyr- ir Soutien Pour I’Enfance en Souffrance, sem útleggst: Stuðningur við þjáða æsku, en SPES er latnest orð sem þýðir von. Stjórnarfor- maður SPES er dr. Njörður P. Njarðvík prófessor en aðalstöðvarnar eru í París. Tilgangur þessarar hjálparstofnunar er að koma á fót og reka heim- ili fyrir foreldralaus börn, og er fyrsta verkefnið í Lomé, höfuðborg Togo í Vestur-Afríku. Þegar hefur fengist lóð fyrir heimilið og er ver- ið að teikna húsið. Fullt samráð er haft við borgaryfirvöld og stjórn- völd landsins, og hefur Eugene Koffi Adoboli, forsætisráðherra Togo, stutt þessar fyrirætlanir. A heimilinu eiga að geta dvalið 100 börn og verður þeim séð fyrir fæði, fatnaði, lyfjum, læknishjálp, umönnun og fræðslu. Þeim sem vilja styrkja þetta verkefni er bent á útibú SPRON á Seltjarnarnesi. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.