Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 - 7 ífo ÞJÓÐMÁL Vesöld framsóknar „tvöþúsimdvaitdinn66 INDRTOI AÐAL STEINSSON, SKJALDFÖNN, „Tvöþúsundvandinn á tölvusviðinu reyndist hugarburður. Tvöþúsundarvandinn Davíð Oddsson er hins vegar stað- reynd sem æ stærri hluti þjóðarinnar er að átta sig á, “ segir greinarhöfundur. SKRIFAR Framsóknarflokkurinn varð til 1916. Afi minn Indriði á Fjalli var einn af stofnendum hans. Ég er fæddur og uppalinn í flokkn- um en var einn hinna „ungu rót- tæku bænda“ sem Steingrímur Hermannsson segir frá í ævisögu sinni og fylgdu með þegar Stein- grímur, að fyrirmælum Olafs Jó- hannessonar, hjó af Möðruvalla- hreyfinguna, vinstri arm flokks- ins, árið 1974. Síðan hefur Maddaman verið öryrki með óviðráðanlega hægri slagsíðu. En vegna þessarar pólitísku fortíðar minnar er þessi grein skrifuð, því mig svíður núverandi niðurlæging flokksins, ekki síst ef skyggnst er til baka, en í febr- úar síðastliðnum, voru 70 ár lið- in síðan íhaldið ættlaði að losna við erfiðan andstæðing með því að varpa „Stóru bombunni" að Jónasi frá Hriflu, þáverandi dómsmálaráðherra. Hann væri ekki „normal" og best kominn á Kleppi. Fjórum árum síðar átti að leika sama leikinn við Hermann Jón- asson þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík og síðar forsætisráð- herra, nema nú voru Ijúgvitni fengin til í svonefndu „Kollu- máli“. Þessi dæmi telja margir þau pólitískt ljótustu síðan Island varð frjálst og fullvalda ríki og þau skildu eftir sig djúp ör, eins og sjá má í þessari vísu Her- manns Jónassonar: Ævi mín er eintóm leit eftir villisx’ani. En jeg er eins og alþjóð veit aðeins kollubani. Báðir þcssir merku stjórnmála- menn liggja ennþá óhættir hjá garði framsóknar. Eigiun Davíð ekki skilið Fyrir 2 árum skrifaði ég greinar- stúf í Mbl. „Hrollvekjandi for- sætisráðherra'1, minnti á fleyg orð um „að hver þjóð öðlaðist þá leiðtoga sem hún verðskuldar" en erfitt væri að kyngja því - þrátt fyrir allt - að við Islending- ar værum svo aumir að eiga skil- ið forsætisráðherra á borð við Davíð Oddsson. Og þó síðan hafi á daginn komið, samkvæmt fiýj- ustu erfðarannsóknum að við séum í meira mæli komnir af frskum þrælum en áður var talið, hef ég jafnt og þétt styrkst í ofan- greindri skoðun. Og hvað sagði ekki Jakob á Varmalæk: Islendingar Davíð dd dyggðir mannsins prísa, en þetta er eins og allir sjd öfugmælavísa. Því Davíð ]iað dæmir Öllum mun enn í fersku minni viðbrögð Davíðs við Vatneyrar- dóminum, ef hann yrði staðfest- ur af Hæstarétti. „Þjóðarskip- brot" sagði hann efnislega „loka sjoppunni, senda hyskið til Kanarí". Hnitmiðaðasta grein- ingin sem ég hef heyrt á æðiskasti forsætisráðherra er eftirfarandi limra Aðalsteins bónda á Strandseljum við Djúp: 7 mdlum að mörgu skal hyggja ef menn vilja réttlætið tryggja þvt Davíð það dæmir hvað dómstólum sæmir. Með lögum hans landið skal byggja. Migið - upp í vindiiui Og svo beit forsætisráðherra höf- uðið af skömminni með árásinni á Garðar Sverrisson formann Öryrkjabandalagsins. Framdi „Idroki“ gaman grdtt, gleymdi að vera fyndinn. Sýndi í því mestan mdtt að miga - upp í vindinn. Langvaldamesti maður tuttug- ustu aldarinnar lagðist með sín- um tröllaukna forsætisráðherra- þunga á M.S. sjúkling, sem er að reyna að þoka umbjóðendum sfnum úr gleymsku og örbirgðar- skugganum og aðeins inn í góð- ærissólskinið. Enginn bundahreinsun, karakúlböðun eða alfataskipti duga til að losa Davíð Oddsson við ódauninn af þessari fram- göngu sinni. Rammagreinar í Mbl. því síð- ur. Olafur Ólafsson fyrrv. Land- læknir og núv. forsvarsmaður samtaka aldraðra á höfuðborgar- svæðinu sagði í hádegisfréttum ríkisútvarpsins nýlega „Það virðist vera stefna ríkisstjórnarinnar að breikka bilið milli örbirgðar og allsnægta". Og enn spyr hann í grein í Mbl lýrir skömmu „Hvers vegna er eftirlaunafólki sýnd lít- ilsvirðing og yfirgangurr Svarið liggur í augum uppi og vísast til uinmæla forseta okkar á sínum tíma um „eðli" forsætisráð- herra.Aldraðir, sjúkir, fatlaðir og þeir sem hafa með einhverjum hætti orðið undir í lífsbaráttunni eru ekki á landakorti hans, því er kenningagrundvöllur þjóðkirkj- unnar um samhjálp og náunga- kærleik úreltur að mati Davíðs og biskup klisjukarl. Það myndi enginn kveinka sér við slíkum ummælum ef þorps- fíflið ætti í hlut en hér talar for- sætisráðherra, sem raunar hefur verið að nugga sér utan í Krist með sálmahnoði sem jafnvel Æri- Tobbi hefði á sinni tíð skammast sín fyrir að ljá höfundarnafn. TvöJjúsimdvandiim D.O. Tvöþúsundvandinn á tölvusvið- inu reyndist hugarburður. Tvö- þúsundarvandinn Davíð Odds- son er hins vegar staðreynd sem æ stærri hluti þjóðarinnar er að átta sig á. Það er afrek út af fyrir sig, að góðærisforsætisráðherra með mikinn þingmeirihluta að baki, skuli samkvæmt skoðanakönn- unum, vera langóvinsælasti stjórnmálamaður landsins. En ástæðurnar blasa við: Forsætisráðherra sem hefur ekki stjórn á skapi sínu og hagar sér á köflum eins og versti götu- strákur, hann er vandamál. Forsætisráðherra sem fer með fleypur og ósannindi, hann er vandamál. Forsætisráðherra sem er ein- sýnn, hrokafullur og hefnigjarn, hann ervandamál. Forsætisráðherra sem traðkar á „smælingjum", en hleður und- ir sægreifa og gróðapunga, hann er vandamál. Forsætisráðherra sem gert hef- ur járnfrúna í Bretlandi og Hel- móð hinn þýska að leiðtogum lífs síns og hlustar á frjálshyggjuór- ana í Hannesi Hólmsteini, hann er vandamál. Forsætisráðherra sem tclur sig vera orðinn svo ósnertanlegan að hann leggst á réttarkerfið og seg- ir æðsta dómstóli landsins fyrir verkum, hann er hrikalegt vandamál. Og forsætisráðherra sem hafn- ar kristnum gildum, en vill í þess stað, að Mammon ríki einn, hann er þjóðarböl. Framsókn í úlfakreppu Fyrir 70 árum var Framsóknar- (lokkurinn með um 35% fylgi og brjóstvörnfélagshyggjufólks gegn auðvaldinu. Nú er flokkurinn hægra megin við miðju, fcitur þjónn hjá íhaldinu og fæstir sjá nokkurn mun á honum og því, enda fýlgið komið niður í 12%. Haldi Framsóknarflokkurinn áfram út kjörtímabilið að bera ábyrgð á Davfð Oddssyni sem flestir flokksmenn hafa ímugust á eru dagar hans taldir. Formaður Framsóknarflokks- ins er að molna niður í almenn- ingsálitinu, líkt og Kolbeinsey, m.a. vegna mislukkaðrar virkj- ana- og stóriðjustefnu , eigin- bagsmunavafsturs á Höfn og þar af leiddri vanhæfni til að fjalla umfiskveiðistjórnunarkerfið á al- þingi, kerfi sem 75% þjóðarinnar eru á móti. 1 því svartnætti urðu þeir „Heródcs" Oddsson og „Pílatus" Asgrímsson óaðskiljanlegir vinir enda báðir tilbúnir að fitla við stjórnarskrána ef þjófapakkið þeirra fengi ekki áfram í friði fyr- ir dómstólum að fénýta „sameign þjóðarinnar". Halldór er fyrsti formaðurinn á framsóknarheimilinu sem er svo metnaðarlaus og brjósknefj- aður, að hafna ríkisstjórnarfor- ustu vorið 1999 en hana gat hann auðveldlega hreppt, bæði í núverandi samstarfi og til vin- stri. Framsóknarmenn eiga því varla annan kost til framhalds- lífs, en láta Halldór við fyrsta tækifæri taka pokann sinn, enda ekki óvanir að sparka forustu- mönnum sínum samanber Tryggva Þórhallsson, Jónas frá Hriflu og Ólaf Ragnar Grímsson. Að vísu er ekki feitan gölt að flá í forustusveitinni því Sif varð úti á Eyjabökkum, Valgerður í fimmtugsafmælinu, að enginn minnist nú á farandþingmann- inn Kristinn H. Gunnarsson. En Guðni Agústsson er eins og gróðursæl vin í framsóknareyði- mörkinni, vex af verkurn sínum með degi hverjum, öruggur málsvari landsbyggðar, nú síðast í þjóðlendumálinu, vel að sér í sögu lands, þjóðar og flokks og fullhugi ekki síðri en Gunnar á Hlíðarenda. Honum væri vel treystandi til að losa þjóðina úr núverandi vansæmd og áþján, með því að ganga úr vistinni hjá forsætisráð- herra sem ekki er „normal". Skólamál í dreifliýli Skagafjarðar VALGEIR BJARNASON FYRRVERANDI ODDVITI HÓLAHREPPS, SKRIFAR Góðir grunnskólar eru grund- völlur sérhvers samfélags. Það er mikilvægt að börn geti sótt skóla sem næst heimilum sínum, þurfi ekki að fara um langan veg og geti notið samvista við foreldra, systkini og aðra fjölskyldumeð- limi utan skólatímans. Sveitarfélögin gömlu í Skaga- firði Iögðu verulegan metnað í að hlúa að grunnskólum sínum enda höfðu þau skilning á, að það er megingrundvöllur byggð- arinnar. Umræður um niður- skurð í starfi grunnskóla veldur þess vegna verulegum óróa með- al íbúanna og kcmur niður á allri starfsemi á viðkomandi svæði. Þannig hefur sú skólamálaum- ræða sem sveitarstjórn Sveitarfé- lagsins Skagaljarðar hefur komið af stað valdið verulegu umróti í hugum fólks. A það einkum við um þá íbúa sem standa að Sól- garðaskóla, Grunnskólanum á Hólum og Steinsstaðaskóla, en í sparnaðartillögum sveitarstjórn- arinnar cr gert ráð lýrir að skerða verulega eða leggja niður starf þeirra. Gert var ráð fyrir í tillögum sameiningarnefndar, heiðurs- mannasamkomulagi sem réði úr- slitum í sameiningakosningunum, að ekki verði gerðar breytingar á starfi grunnskólanna, nema að vandlega athuguðu máli og í nánu samráði við starfsfólk og íbúa við- komandi skólahverfis. A Steins- stöðum og á Hólum var þá kennsla upp í 9. bekk og þeir sjálf- stæðir með eigin skólastjóra. Þetta var eitt veigamesta atriðið sem kosið var um og réði úrslitum þegar samþykkt var að sameina sveitarfélögin. Skólamál eru mikilvægustu byggðamálin. Skerðing á starfi grunnskólanna laðar ekki að fólk heldur Ieiðir til fólksfækkunnar. Því vil ég hvetja íbúa þessara skólahverfa til að standa vörð um grunnskólana sína og styrkja þar með byggðirnar. Sýn sveitarstjórn- ar verður að vera björt á framtíð byggðarinnar en ekki að afskrifa einstök svæði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.