Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 16
Djúpuvíkurhátíð verður haldin á Ströndum um helgina. Gamla síldar- verksmiðjan breytistí ballstað, alltiðaraflífi og að vanda gera hótel- haldaramir, Eva ogÁs- bjöm, vel viðgesti í mat og drykk. Dagursló á þráðinn til Evu í vik- unni og innti frétta úr Djúpuvík. „Við erum í óðaönn að undirbúa helgina, viða að okkur matföng- um, baka og gera fínt. Við verðum hér með hlaðborð alla dagana eins og á fyrri hátíðum. Ætlum að bregða aðeins út af vananum og höfða meira til ungu kynslóðar- innar á föstudagskvöldinu, þá verða pizzur, pastaréttir og fleira en svo verður sjávarréttahlaðborð á laugardagskvöldið og kaffihlað- borð á sunnudaginn." - Áttw von á mörgu fólki? „Já, en renni nokkuð blint í sjó- inn með hversu margt það verður. Sumir eru í útilegum hér í næstu fjörðum og taka þátt í hluta hátfð- arinnar. Aðrir dvelja á hótelinu og eru með allan tímann og svo kem- ur auðvitað heimafólk af Strönd- um. Undanfarin ár hafa það verið milli tvö og þijú hundruð manns sem hafa komið til okkar þessa há- tíðarhelgi." - Þarftu ekki að bæta við starfs- fólki þegar svona mikið er að gera? „Jú, börnin okkar þrjú taka þátt í þessu með okkur og vinir og vandamenn koma til hjálpar. Von- andi hefur það fólk eitthvað gam- ~ -------» uuu iui dU sic nliðina. Um helgina verður s/egið þar upp balii. mynd: i Eva Sigurbjörnsdóttir hótelstjóri í Djúpuvík á von á mörgum gestum um helgina an af þessu f Ieiðinni." - Hvað er til shemmtunar? „Við munum slá upp balli í verk- smiðjunni á föstudagskvöldið. Hljómsveitin Jonny and the Nort- hpool ætlar að leika þar fyrir dansi. Það í þriðja skiptið sem við höldum slíkt verksmiðjuball. Svo spilar Hörður G. Ólafsson á hótel- inu, bæði á föstudags og laugar- dagskvöld, dinnermússík meðan fólkið er að borða og verður við hljóðfærið eitthvað frameftir, að minnsta kosti á laugardagskvöldið og ég reikna alveg með að hér verði stigin dansspor. Gólfið þolir það, þótt gamalt sé. Svo verður varðeldur á Iaugardagskvöldið og flugeldasýning." - Sjdst flugeldar eitthvað t þeirri miklu birtu sem er hjá ykkur norð- ur á Ströndum? „Já, já, það er nú því miður farið að skyggja nokkuð kringum mið- nættið en svo birtir fljótlega þegar kemur fram á nóttina. Það er gott fyrir þá sem eru á ijátli frameftir.“ - Það er Itklega ekki skortur á eldiviði ígóðan bálköst? „Nei, það hefur aldrei verið vandamál. Fólk gaukar að okkur góðum spýtum til að kveikja í.“ Álfasteinn nýuppgerður - Hvemig hefur sumarið verið? „Það hefur verið gott og margir á ferðinni. Eg hef fengið til mín svissneska hópa vikulega í allt sumar, þar til í byrjun ágúst. Þeir hafa komið á miðvikudögum og verið fram á föstudaga. Keyrt um héraðið á fimmtudögunum, farið í Norðurfjörð og í sund á Krossnesi þar sem frábær laug er í fjöru- Hótel Djúpavík er notalegur áningarstaður allt arið um borðinu, með heitu kring. Það gekk undir vatni upp úr jörð- arárunum enda hýsti það þa soltunarstulkur af plan inni. Ég ráðlegg öll- ___________Djupuvikur hí_________ um að fara þang- geta hæglega gist þar með góðu móti.“ - Býstu við að vegurinn verði heflaður fyrir helgi? „Nei, hann var heflaður fyrir verslunarmannahelgina og fólk talar um að hann sé bara nokkuð góður. Annars er það þannig að eftir að hætt var skammta vegafé eftir bílafjölda sem fara um vegina og taka íbúafjöldann í sveitarfélög- unum sem viðmiðun í staðinn þá hefur viðhald veganna stórlega versnað. Þannig er ferðamönnum sem langar að fara hér um ekki gert það auðvelt og það bitnar auðvitað á okkur sem viljum þjóna þeim.“ GUN. að.“ - Hefurfólk verið í húsunum sín- um í Djúpuvík í sumar? „Já, það hefur verið búið í öllum húsunum meira og minna. Sumir hafa ekki getað komið fyrr en nú í byijun ágúst og ætla í staðinn að vera fram í septemberlok. Maður- inn minn hefur verið að gera upp eitt af gömlu húsunum. Það heitir Alfasteinn og er orðið mjög Rnt enda hefur hann eytt síðustu tveimur árum í að endurbyggja það. Við eru byijuð að Ieigja það út, bæði til einstaklinga og félaga- samtaka. Þar eru sjö rúm í fjórum herbergjum og svo er hægt að bæta við dýnum svo 10-12 manns i I L i i i í i i Hvernig er þetta hægt 6 manna. Verð aðeins kr. 1.630 þús. Fiat Multipla SX. Fjórir öryggispúðar, ABS hemlakerfi, sex hnakkapúðar, sex þriggja punkta belti, rafstýrðir bílbeltastrekkjarar, krumpusvæði framan og aftan, bjálkar í hurðum, eldvarnarkerfi á bensínlögn, galvanhúðaður með 8 ára ábyrgð á gegnumtæringu. Moldurchf. 461-3000 SMIÐSBOÐ 2 - GARÐABÆ - S í MI 5 400 800 »* % ístraktor l?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.