Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 - 17 LÍFIÐ í LANDINU Tími Opalka Roman Opalka: „Af hverju má blaðamaðurinn ekki vera með á myndinni? Hann er hluti afþessu viðtali. Mér finnst al- veg óþarfi að ég sé að stilla mér upp alveg sérstaklega." mynd: einar j. Sýningin Tími -fresta flugi þínu verðuropn- uð íListasafni Reykja- víkur - Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag- inn 19. ágústkl. 15. Sýningin erá dagskrá menningarborgarinnar og kemurhingað frá Listasafni Bergen. Fjölmargar þekktir listamenn eiga verk á sýningunni og ereinn þeirra, Roman Opalka, staddurhérá landi. Megininntak sýningarinnar Tt'rni - frestci flugi þínu er viðhorf list- arinnar til tímahugtaksins. Það kemur fram á ólíkan hátt í verk- um Dieter Roth, Kristjáns Guð- mundssonar, Errós, Felix Gonzales-Torres, Lawrence Weiner, Jospeh Kosuth, Christ- ans Boltanski, On Kawara, Pers Kirkeby, Yoko Ono, Dennis Opp- enheim, Andreas Serrano, Chri- stos og Claudes Rutault, en þeir eru meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni. En það er Roman Opalka sem er hingað kominn til að setja upp sín verk. Hann segist ekki treysta öðrunt til þess en það er okkar heppni, því Opalka hefur undanfarin 35 ár fengist við að skapa tímann í málverkum sínum. Nálgast hvíta flötinn Hann ákvað eftir vandlega íhug- un að mála töluna einn með hvítum lit á svartan grunn. Síð- an málaði hann tvo og þannig áfram í átt að hinu óendanlega. Málverk Opalka eru öll jafn stór, þakin litlum tölustöfum. Þegar hann byrjar á nýju málverki, bætir hann 1% hvítum lit við grunnlitinn. Þegar hann byrjar á nýrri tölu klárar hann hana áður en hann dýfir penslinum aftur í málninguna. Þessi vinnuferð leggur áherslu á tölurnar en gef- ur verkunum jafnframt ákveðið sjónrænt yfirbragð án þess að það sé markmiðið. Nýjustu verk Opalka nálgast að vera hvítar tölur á hvítum fleti, en á verkunum fimm sem sýnd eru á Kjarvalsstöðum má enn greina gráan lit. Tölurnar í kringum fjórðu milljónina eru læsilegar. Á móti verkunum hanga ljósmyndir sem Opalka tekur af sjálfum sér á hverjum degi fyrir framan málverkið sem hann er að vinna að. Þá vantar aðeins upptökur af rödd Opalka, sem telur á pólsku um leið og hann málar. Hún mun koma úr hátölurum sem ekld var búið að setja upp í gær. Hætti aö hlaupa Verk Romans Opalka vekja furðu, áhuga og spurningar sem brenna á vörum þess sem kemst í návígi við listamanninn. Hvernig datt þér þetta í hugr Hvernig hefurðu þetta úthald? Færðu aldrei leið? Langar þig aldrei til að hætta? Opalka svar- ar öllum slíkum spurningum greiðlega. Ymislegt í fari hans minnir á franskan menntamann, en þó hann hal'i fæðst í Frakk- landi íýrir 69 árum ólst hann upp í Póllandi og lítur á sjálfan sig sem Pólverja. Undanfarin 25 ár hefur Opalka búið í Frakk- landi en líklega er lengra síðan hann lærði tungumálið því hann talar hrcimlausa frönsku. „Sjáðu allt þetta fólk sem hleypur og hefur ekki lengur tíma fyrir gönguferðir,“ byrjar hann um leið og ég hef kynnt mig. „Mitt starf Iíkist meira gönguferð innan tíma og rúms einnar ævi en hlaupi. Tutt- ugusta öldin hefur einkennst af hlaupum á eftir nýjungum, ekki aðeins í tækni heldur líka í myndlist. „ - Og þér hafið misst áhuga á að hlaupa? „Einmitt. Eg var búin að skapa mér nafn, ekki aðeins í Póllandi heldur líka í Evrópu, en langaði ekki til að fá áfram klapp á bakið fyrir að gera hluti sem ganga í augun á fólki. Eg fékk líka nóg því mér finnst listamenn á 20. öld ekki fá svig- rúm til að eldast í myndlist. Það á reyndar ekki aðeins við um listina. Samfélagið éinblínir á æskuna í allri sköpun svo þeir sem hafa ekki fengið sín tæki- færi fyrir fertugt, missa af þeirn." Stefniunót við sjálflð „Auðvitað eru eldri myndlistar- menn viðurkenndir í heimi list- arinnar, en viðurkenningin er byggð á fortíðinni ekki nútíð- inni. Myndlistamaður ætti að fá að lifa með tímanum og dýpka verk sitt, en kannski hefur sam- félagið glatað hæfileikanum til þess og þar með hann líka. Eg sé ferðamenn á hótelinu mínu, eldra fólk sem er hingað komið til að sjá enn einn hút af heim- inum í stað þess að fara á stefnumóti við eigið sjálf. Mín verk miða öll að stefnumóti við mig sjálfan. Það má líta á það sem sjálfselsku, en þó hugmynd- in byggi á minni eigin tilvist og tíma hennar, er hún algild. Hún minnir okkur á að láta ekki l’or- heimskast af sjónvarpinu, inter- netinu og öllu því sem tilheyrir nútímanum. Ég byrjaði mcð svartan grunn og hef síðan stefnt að hvíta litn- um. Nýjustu málverkin mín eru næstum því alveg hvft, en sem listamaður hef ég eytt lífi mínu í að ná þessum lit. Eg kalla þenn- an hvíta lit ýmist andlega hvítt eða verðleika hvítt. Ég læt mála veggina sem ég hengi málverkin á í þessum hvíta Iit svo fólk geti áttað sig á því hve langt ég er kominn. Það er ákveðin fórn fólgin í Jjví að byggja upp hvíta litinn. Ég reyni ckki að stytta mér leið eins flestir myndlistar- menn 20. aldarinnar sem mála einlitt, en ég á samt ekki við að þeir hafi rangt fýrir sér. Þeir hafa sínar ástæður, ég mínar. Og mín aðferð þýðir að þegar ég hef náð hvíta litnum mun hann fela í sér öll málverkin sem ég gerði á undan því. - Alveg eins og ég og þú berum með okkur allan þann tíma sem við höfum lifað á þeirri stundum sem við erum núna.“ Klora mér ekki „Ég hef því komið mér í þá að- stöðu að geta verið alveg rólegur á meðan starfsbræður mínir hlaupa á eftir nýjungunum. Ég auðga jjekkingu mína á við- fangsefni mínu og þarf ekki flýta mér. Verkið er líf mitt en það er Iíka algilt því hver og einn getur lært að hugleiða tímann á þenn- an hátt.“ - Það hvernig þér lýsið tíman- um, að hver stund feli í sér allar stundirnar á undan, minnir á heimspeki Bergsons. Ertu undir áhrifum frá honum? „Það er heilmikil heimspeki í þessari nálgun. Ég er örugglega ekki einn um að hugsa á Jjennan hátt, en kannski legg ég meira upp úr hugsuninni en margir aðrir. Ég tek niynd af sjálfum mér á meðan ég mála til að leggja áherslu á að upprétt staða mín frammi fyrir striganum minnir á upprétta stöðu mannsins frammi fyrir heiminum. Verkið felur í sér þá hugmynd að mála umheiminn og í þeim skilningi vekja vinnan mig og vonandi aðra líka til umhugsunar. Ég Jrarf ekki að klóra mér í höfðinu eins og svo margir myndlistar- menn yfir Jjví hvað ég eigi nú að gera því ég veit það. En ég veit ekki hvaða skilning á heiminum ég á eftir að öðlast, en það er önnur saga.“ - Lhn hvað hugsið þér á meðan þér eru að mála? „Um allt og ckkert." Sátt við aðstæður Roman Opalka fullyrðir að hann sé þurfi ekkert endilega að mála á hverjum degi, en þar grípur konan hans inni og segir að það sé ekki rétt. Hann sé alltaf að. „Já, af því ég hef alltaf jafn mik- inn áhuga á Jjví sem ég er að gera. Tilhugsunin um að ég muni einhvern daginn ná Jress- um fullkomna hvíta lit, Jiar sem tölurnar og grunninn verða eins á litinn, hvetur mig áfram. Það eina sem mun aðgreina Jiær er tegund litarins svo þeir sem ef- ast geta leitað svara með hjálp röntgengeisla." Spurningin hvort hann sjái eftir að hafa byijað og hvort hann langi aldrei til að hætta er fallinn upp sjálfa sig. „Við fæð- umst inn í aðstæðurnar sem við lifum við á sama hátt og við fæðumst með ákveðin gen. Ann- að hvort sættum við okkur við þessar aðstæður eða ekki; Það er alltaf hægt að fremja sjálfsmorð. En ég vil reyna að skapa með því sem ég hef. Til að geta gert það þarf ég að byrja á því að spyrja hvað ég sem málari geti gert við Iíf mitt. Get ég fundið því sannleika sem ég geri og sætt mig við starf mitt sem myndlistarmaður? Ég geri það með því að skapa einfald- leika í þeim skilningi sem Pascal leggur í hann. Það er að segja þvf sem ég hef en ekki með því að skapa stórbrotið listaverk. Mitt markmið er ekki að breiða yfir heiminn enda mun það aldrei takast. Ég reyni heldur að gera sem mest úr Jreim takmörk- unura sem mér eru sett í tíma og rúmi sem listamaður og manneskja." MEÓ Á hverjum degi tekur Opalka mynd af sjálfum sér við málverkið sem hann vinnur að. Til að þær nái að túlka tímann sem best klippir hann hárið á sér sjáifur, er alltaf í sömu skyrtunni og með sama hálsmenið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.