Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 6
6 -FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 PJÓÐMÁL TCXgfiMir Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: augl@dagur.is-gestur@ff.is Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVIK)563-1615 Ániundi Ániundason (REYKJAVÍK3563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUReyri) 551 6270 creykjavíK) Ágretningiir staðfestur í fyrsta lagi Forsætisráðherra hefur ítrekað í viðtali að hann sé andvígur þeirri stefnu ýmissa áhrifamanna í þingliði Framsóknarflokks- ins að ljósleiðarinn verði áfram í þjóðareigu ef ákvörðun verð- ur tekin um að selja Landssímann. Þetta er eitt alvarlegasta ágreiningsmálið sem enn er óleyst á milli stjórnarflokkanna og varðar hugsanlega sölu þessa arðbæra ríkisfyrirtækis. Engan veginn er ljóst hvort forystumenn Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks ná samkomulagi þar um, enda málið þannig vax- ið að erfitt er að finna málamiðlun - annað hvort verður ljós- leiðarakerfið að fylgja eða ekki. í öðru lagi Framsóknarmenn hafa margsinnis ítrekað afstöðu sína. Guðni Agústsson, landbúnaðarráðherra, orðaði það svo í viðtali við Dag fyrr á árinu: „Mín skoðun á þessu máli er alveg Ijós ... breiðbandið er þjóðvegur fjarskiptanna, byggðabrúin ef svo má segja, og ég vil halda því utan við söluna ... Þess vegna finnst mér að breiðbandið verði að vera þjóðareign.“ Annar áhrifa- maður Framsóknarflokksins, Hjálmar Arnason, varaformaður samgöngunefndar alþingis, hefur verið jafn afdráttarlaus í yf- irlýsingum, en hann sagði í nýlegu viðtali: „Það sem nú er að gerast í sambandi við Landssímans er í samræmi við stjórnar- sáttmálann, þar sem segir að helja eigi undirbúning að sölu Landssímans á kjörtímabilinu. Við framsóknarmenn höfum verið harðir á því að ljósleiðaranum, grunnnetinu, eigi að halda utan við söluna og erum það enn.“ í þriðja lagi Guðni Agústsson, Hjálmar Arnason og fleiri framsóknarmenn hafa marglýst þessari afgerandi stefnu Framsóknarflokksins - stefnu sem forsætisráðherra hefur nú hafnað opinberlega. Agreiningur milli stjórnarflokkanna er því alvarlegur, enda um grundvallarmál að ræða. Engin málamiðlun virðist möguleg nema á þann veg að annar flokkanna kasti sinni stefnu fyrir borð. Nema niðurstaðan verði sú að hætt verði við áformin um sölu þessa öfluga og ábatasama ríkisfyrirtæki. Elias Snæland Jónsson Kotungar Það gladdi Garra óumræði- lega að lesa sláturtíðar- og gangnasamantekt í Degi í gær. Ekki einvörðungu vegna þess að þar kemur fram að enn eru til þónokkrar sauð- kindur í landinu, sem hægt er að slátra og smala, heldur Iíka vegna þess að þar er upplýst að heimspeki vinnuseminnar er ekki liðin undir lok. Aug- ljóst er af ummælum bænda að þeir vita að vinnan göfgar og þeir vita líka að samhliða fækkun sauðfjár í landir hefur vinnubrögð- um og vinnusemi farið hrakandi og göfginni þar af leið- andi líka. En enginn er þó eins flottur og Ágúst Guðröðarson bóndi á Sauðanesi á Langanesi. Hann er kóngurinn, sem þekkir mun á verk- mönnum og ónytj- ungum enda með allt að 1800 fjár á fjalli. Við enrni bestir I Degi gefur Ágúst lítið fyrir gagnsemi aðkomufólks í sma!amennsku.“Mér hefur alltaf gefist best a gera sem mest sjálfur en panta ekki lið til smölunar upp úr þjóð- skránni. Það fólk í hreppnuni sem ckki er karlægt verður í gangi að smala. Það er jafn- framt fólkið sem kann þetta og vinnur verkin best,“ segir Ágúst í Degi. Augljóst er að Bjartur í Sumarhúsum á sér andlega ættingja norður á Langanesi. En þótt þeir ís- lensku í þjóðskránni séu e.t.v. ekki brúklegir nefnir Ágúst þó að einhverju sinni hafi fengist danskur skrákur sem stóð sig mjög vel, enda var hann „hestvanur og ekki mikill vandi að segja honum til“. Svipað er að segja um Græn- lendinga sem sumir hafi kom- ið vel út í smalamennskunni, „enda margir þeirra alvanir að hlaupa, þótt aðallega sé smal- að á hestum". Eyfirsk græðgi En það er ekki bara í smala- mennskunni sem Islendingar og þá væntanlega einkum fólk úr nálægum héruðum eru orðnir óttalega linir og til lítils nýtir. Varðandi sláturiðnaðinn seg- ir Ágúst augljóst hvað sé að gerast með stofnun Norð- lenska maborðsins sem er sameinað fyrirtæki KEA og Kjötiðjunnar á Húsavík. Þar er á Sauðfé. ferðinni yfirgangur og græðgi Eyfirð- inga en það hafi lengst af verið svæði kotunga. „Ef þú hefur ræktað kotunga í 1000 ár þá gegnur ekki að breyta því á einum manns- aldri. Þá halda þcir áfram að vera kotungar sem sækjast eftr auknu yfirráðasvæði," segir Ágúst. Garri fagnar því að enn skuli vera til menn sem ekki eru sífellt að smjaðra fyrir nágrönnum sín- um en eru tilbúnir að benda á yfirburði sinnar heimabyggð- ar og síns hrepps, jafnvel þótt það kunni að styggja ein- hverja. Það er jú leiðin fram á við, að hver striti í sveita síns andlits á sínu búi og í sínum hreppi og láti ekki hagræðing- ar- eða samstarfstal trufla sig við vinnuna þótt það kunni að gefa eitthvað meira af sér. Veraldlegu gæðin eru nú ekki allt! GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Hin hörmulegu slys sumarsins hafa verið mjög í umræðunni að undanförnu, bílslys á þjóðveg- um, flugslysið og tíð rútuslys á hálendinu. Mönnum verður auðvitað tíðrætt um ástæður þessara slysa, hverjir beri á þeim ábyrgð og hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir slysin eða draga úr fjölda þeirra. Þetta er auðvitað lífsnauðsynlegt. Þó hljóta flestir að viðurkenna að aldrei verður með öllu hægt að koma í veg fyrir slys. Mannleg mistök verða alltaf til staðar, rangar ákvarðanir teknar undir miklu álagi, óblíð náttúruöflin verða aldrei hamin og tæknin og önnur sköpunarverk manna verða aldrei fullkomin og óbrigðul. Þess vegna munu slys- in halda áfram að gerast, en það er hlutverk okkar allrar að reyna að fækka þeim með öllum tiltæk- um ráðum. Fyrirbyggjandi að- gerðir sem sagt. Lífverdir til sjávar og sveita Miskiumsamir Samverjar En það er Ileira sem vert er að ræða í tengslum við hin hörmu- legu slys. Til dæmis allt það fólk sem með einum eða öðrum hætti kemur að því að bjarga því sem bjargað verður þegar slysin gerast og hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda á eft- ir. Lögreglumenn, sjúkrabílstjórar, þyrluflugmenn, læknar, hjúkrunar- fólk, fólk sem veitir áfallahjálp og svo óbreyttir miskunn- samir Samverjar um allt land sem leggja sitt lóð á vogarskál- arnar. I síðasta hópnum cru m.a. landverðirnir tveir sem lögðu í mikla tvísýnu á bátkænu til að bjarga ferðamönnum úr Jökulsá og voru hætt komnir sjálfir. Og bílstjóri rútunnar, sem |iegar skaðinn var skeður, fleygði sér í fljótið og synti til lands til að ná í hjálp. En síðast en ekki síst ber að nefna björgunarsveitarmennina. Flestir sem kom að þessum málum eru auðvitað að vinna vinnuna sína og eru á launum við það, þó ekki sé að efa að þetta sama fólk myndi upp til hópa líkna og hjálpa með sama hætti þó ekk- ert væri fyrir greitt. En félagar björg- unarsveitanna eru áhugamenn, sem oft á tíðum leggja líf sitt í hættu við að bjarga öðrum, án þess að fá aðra umbun en ánægjuna yfir því að geta orðið að liði og jafn- vel bjargað mannslífum. Þessir menn eru aðdáunarverðir. Þákkir Nú síðast lögðu þingeyskir björg- unarsveitarmenn sig í hættu við að bjarga fólki úr helgreipum Jökulsár á Fjöllum. Það tókst giftusamlega. Þessir og aðrir slíkir á landinu verja miklum tíma í æfingar við öll hugsanleg skilyrði. Og stundum er það gagnrýnt þegar þeir eru taldir tefla á tæpasta vað á æfingum og þurfa jafnvel sjálfir á björgun að halda. En ef þessir ágætu menn æfðu aðeins „við bestu“ hugsanleg skilyrði, í rjómalogni á lygnum pollum, þá væru þeir ekki í stakk búnir til að vinna sín óeigin- gjörnu störf þegar til alvörunnar kemur. Æfingar á spegilsléttu Mývatni hefðu ekki verið heppi- Iegur undirbúningur fyrir björg- unaraðgerðir í straumbeljanda Jökulsár. Félagar björgunarsveitanna eru lífverðir landsmanna og þeir- ra sem sækja Island heim. Þeim sé þökk og þeir skulu virðir vel. Á að afnema hátekju- shatt? (Geir H. Haarde fjármálarád- herra er þeirri skoðun fylgjandi en Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra er þessu mótfallinn.) Össixr Skarphéðmsson formaðurSamfylkiu0arimiar. “Eg er ekki á þeirri skoðun. Hins vegar má skoða þau mörk sem hann miðast við. Almennt held ég þó að velta megi fyrir sér skattalækkunum í árferði sem einkennist af bull- andi ofþenslu. Sá vilji Sjálfstæð- isflokksins til þess að lækka þess tegund skatts er því í mótsögn við þær yfirlýsingar forystu- manna flokksins um að draga beri úr þenslu í efnahagslífinu." Steingrímur J. Sigfússon formaðurVG. “Það á miklu frekar að skoða hið gagnstæða, að taka upp fleiri þrep í tekju- skattskerfinu til að ná fram meiri tekjujöfnun. Á þessum tíma- punkti finnast mér engin rök fyr- ir því að lækka tekjuskatt og hin- ar flötu prósentulækkanir und- angenginna ára sýnir sig að voru eínahagslega óhagkvæmar og hafa aukið ójöfnuð. Einnig minni ég á að skattleysismörk hafa alls ekki fylgt verðlagsþróun þannig að í raun hefur lágtekju- fólkið í gegnum lægri skattleysis- mörk borið uppi kostnaðinn af skattalækkunum til þeirra sem hærri hafa launin. Sérstaklega hrakleg í þessum breytingum er auðvitað útkoma barnafjöl- skyldna." Ólafur Öm Haraldsson þiiigmaðurFraiiisiílaiarflohks. “Ef jafna á lífs- kjör í Iandinu svo sem kostur er þá væri alls ekki skynsamlegt að afnema hátekju- skatt, eins og nú heyrast raddir um. Hins vegar verður að gæta þess að þessi skattur skerði ekki óhóflega tekj- ur til dæmis ungs fólks sem legg- ur hart að sér við að koma undir sig fótunum, byggja hús og borga námslán." Kristján Pálsson þ ingmaður Sjálfstxðisfloklts. “Mér finnst þetta ekki vera neitt stórmál og myndi ekki gera neinn ágreining úr því þó þessi skattur yrði áfram við lýði. Meginmálið er að í dag höf- um við skattkerfi sem er einfalt og jafnar vel Iífskjörin í landinu. Eg minni á að í dag er það aðeins þriðjungur landsmanna sem greiðir einhvern tekjuskatt og síð- an hefur komið á daginn að þeir sem mestar eiga eignirnar greiða ofl minnstu skattana, enda taka þeir laun sín í gegnum þær. Við þessu þarf að bregðast með ein- hverjum lagabreytingum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.