Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 20
20 - FÖSTUnAGUR 18. ÁGÚST 2000______________________ _________________________________________1 Liff/V g I l 1 í* I V J ^ Snerting og Ijósmyndir Laugardaginn 19. ágúst kl. 16 verða opnaðar tvær myndlistar- sýningar í galleri@hlemmur.is, Þverholti 5, Reykjavík. I hefðbundna sýningarsalnum sýnir Þorbjörg Þorvaldsdóttir verk sín. Þetta er fjórða einkasýning Þorbjargar, sem hefur aðallega sýnt Ijósmyndir af uppstillingum frá því hún útskrifaðist úr Listaskólanum í Cergy-Pointoise í Frakklandi fyrir fjórum árum (sjá mynd). Verk Guðnýjar Rósu eru hins vegar samansett af endurteknum snertingum, sem eru sýnilegar á myndbandi og viðloðand á tveimur tejuverkum eftir meðhöndlum. Galleri@hlemmur.is verður opið fram á nótt á Menningarnótt. Grafíklist Ragnheiðar Ragnheiður Jónsdóttir grafíklistakona opnar sýningu á verk- um sínum í boði félagsins íslensk grafík, í sýningarsal þess að Tryggvagötu 17, laugardaginn 19. ágúst kl. 16. Ragn- heiður stiklar á stóru á þessari sýningu, þar sem hún sýnir verk úr nokkrum myndröðum unnum á árunum 1976-1998. Einnig sýnir nokkur verk unnin með nýrri tækni. Ragnheiður hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir verk sín, síðast í Egyptalandi fyrr á þessu ári. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Hún stendur til 10. september. ! Þýsk myndlist frá aldamótum Laugardaginn 19. ágúst kl. 15 verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi sýning á grafíkverkum og skissum eftir sex þýska myndlisatrmenn sem lifðu allir sitt blómaskeið í kringum alda- mótin 1900. Otto Modersohn, Paula Modersohn-Becker, Fritz Mackensen, Hans am Ende, Fritz Overbeck og Heinrich Vogeler voru öll við störf á þeim tíma þegar þýskur listheimur stóð tvístígandi á milli akademískrar málarlistar og þess módernisma sem braust fram með Brucke málurunum á þriðja áratug 20. aldarinnar. Til- raunir þýsku framvarðasveitar- innar í leit að nýju viðfangsefni urðu til þess að þeir yfirgáfu akademíuna. Sýningin er far- andsýningin, unnin í samvinnu við Goethe-Zentrum í Reykjavík og styrkt af IFA. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudaga frákl. 11 til 18. AKUREYRI2000 Dagskrá LLstasumars á Akureyri 22. - 29. ágúst • 22. ágúst kl. 20.00 í Deiglunni. Fagurtónleikar mcð Sigur- björgu Hv. Magnúsdóttur falla niður af óviðráðanlegum or- sökum. • 23. ágúst kl. 20.00 í Kompaníinu. Danssýning. Asako Ichi- hashi og dansflokkur frá Dansskólanum á Akureyri. Undir- leikur með Iifandi tónlist. Aðgangur kr. 1000. • 24. ágúst kl. 20.00 í Samkomuhúsinu. Frumsýning á Barnaópcrunni „Slangan Sæmi sem langaði að Iæra að syngja". Aðgangur kr. 1000 fyrir 12 ára og yngri og kr 1200 fyrir fullorðna. Hópafsláttur (10 stk) kr. 800. Onnur sýn- ing 25. ágúst kl. 20:00, 3ja sýning 26. ágúst kl. 14:00 og 4ða sýning kl. 17:00 sama dag. Miðasala í Samkomuhús- inu/Leikhúsinu frá og með þriðjudeginum 22. ágúst. • 24. ágúst kl. 22:00 í Deiglunni. Heitur fimmtudagur: Zen- kcr kvartcttinn frá Hollandi: Gulli Guðmundsson - kontra- bassi, Florian Zenker - gítar, Christian Kappe - trompett og Florian Lammerding - trommur. Aðgangur ókeypis. • 25. ágúst kl. 20:30 í Deiglunni. Bókmenntavaka. Ljóða- dagskrá um Þorstein frá Hamri. Þorsteinn frá Hamri les. • 26. ágúst kl. 21.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Klassískir tónleikar. Bergcnensemble. Tone Hagerup- klar- ínett, Jörg Berning- selló, Signe Bakke- píanó. Aðgangur kr. 1000 • 29.ágúst kl. 20.00 í Deiglunni. Fagurtónleikar. Ólöf Sigríð- ur Valsdóttir syngur við undirleik Helgu Bryndísar Magnús- dóttur. Aðgangur kr. 1000. Þessir tónleikar eru jafnframt lokatónleikar Listasumars og verður Listasumri slitið að tónleikunum loknum. Myndlist • ágúst kl 16:00 í Kompunni opnun myndlistasýningar Hen- riettu Van Egten. • 29. ágúst kl. 16.00 í Ketilhúsinu. Opnun sýningar Heimis Freys Fllöðverssonar á Audio-visual list. Ketilhúsið efri hæð. „Tímans rás“ Rúrí sýnir verk unnin út frá gömlum ljósmyndum og rennandi vatni. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14.00-18.00. Lokað mánu- daga. Aðgangur er ókeypis. Ketilhúsið neðri hæð. List- og handverkssýningin „Val Höddu“. Samsýning 8 list- og handverkskvenna. Sýningin stendur til 27.ágúst. Opið daglega frá kl. 14.00-18.00. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. Deiglan myndlistasýning EIvu Jónsdóttur. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14.00-18.00. Lokað mánu- daga. Aðgangur er ókeypis. Audio visual art gallery Listasumars, Deiglan neðri hæð. 2 Videoverk eftir John Hopkins. „Book of one thousand Budd- has“ og „John Hopkins neoscenes: a sclection of video works - 1989-99“. Sýningin stendur til 27. ágúst. Opið daglega frá kl. 14.00-18.00. Lokað mánudaga. Aðgangur er ókeypis. www.visir.is FYRSTUR MED FRÉTTIRNAR HVAD ER A SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SÝNINGAR Sigfus Halldórsson Sýningin Listmálarinn Sigfus Halldórs- son verður opnuð í Gerðarsafni, Lista- safni Kópavogs í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tilefnið er að þann 7. september næst- komandi eru liðin 80 ár frá fæðingu Sig- fúsar Halldórssonar listmálara og tón- skálds. Þekktastur er Sigfús fyrir vatns- litamyndir af litríkum húsum og götum í Reykjavík. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11 til 17. Henni lýkur 17. september. Edward Fuglö og Heinesen Sýning á myndskreytingum færeyska listamannsins Edward Fuglö við smá- sögu WiIIiams Heinesens, Vængjað myrkur, verður opnuð í anddyri Nor- ræna hússins í dag, föstudaginn 18. ágúst. Fuglö er 35 ára Iistamaður, sviðs- og búningahönnuður, sem einnig hefur myndskreytt bækur. Ilann hefur m.a. unnið með íslenskum leikstjórum við uppsetningu á íslenskum og erlendum leikverkum í Færeyjum og á Akureyri. Sýningin er sett upp í tenglsum við Bók- menntahátíð í Reykjavík í september og til að minnast stórkálds Færeyinga, Williams Heinesens. Verðlaunaljóð Vesturbæjar Verðlaunaljóð í Ijóðasamkeppni fbúa- samtaka Vesturbæjar verða hengd upp við höfnina laugardaginn 19. ágúst kl. 14. Ljóðin hafa verið færð í hátíðarbún- ing, en úrslit í keppninni voru tilkynnt þann 1. maí sl. Allir velkomnir. Logandi list Iæirlistafélagið stendur fyrir sýn- f^"” ingu á brennslu listmuna við Reykjavíkurhöfn í dag frá ld. 14 til 24. Fylgst með einstöku sjónarspili elds, lofts, vatns og reyks og fræðst um leir- Iistina. Leirlistafólkið verður einnig að störfum laugardag og sunnudag við Reykjavíkurhöfn. Eldur í afli Eldsmiðir verða að störfum á Mið- bakka Reykjavfkurhaíhar í dag og á morgun frá kl. 16 til 22, á hátíð eldsins. Eldsmíði hefur lítið breyst frá upphafí járnaldar fyrir 2500 árum og enn eru sömu verkfæri undirstaða smiðsins. Vatnspósturinn í Perlunni Sýning á þremur tillögum sem bár- f^~ ust 1 hugmyndasamkeppni stjórn- ar Vatnsveitu Reykjavíkur um gerð vatnspósta í Reykjavík af tilefni 90 ára afmæli Vatnsveitunnar verður opnuð í i Perlunni í dag kk 15: Tíllaga Önnu Lísu Sigmarsdóttur og Matthew Rohrbach verður selt upp á afmælisdegi borgar- Goethe og Sorpa í Gula húsinu A morgun laugardag kl. 20 verða opnað- ar tvær sýningar í Gula húsinu á homi Lindargötu og Frakkastígs. Önnur sýn- ingin er í samvinnu við Góða hirðinn, nytjamarkað Sorpu og nokkur líknarfé- lög og hin er samvinnuverkefni Gula hússins og hinnar nýju Goethe-stofnun- ar á Islandi. Listaverk borðuð í Gallerí Reykjavík Gallerí Reykjavík heldur upp á eins árs afmæli sitt á menningarnótt Reykjavíkur 2000. Meðal þess sem galleríið býður upp á að þessu sinni er stuttsýning Þor- gerðar Sigurðardóttur þar sem gestum gefst kostur á að bragða á listaverkun- um. Verkin verða á boðstólum á laugar- daginn á milli kl. 17 og 18. TÓNLIST Heimsfrumsýning á Baldri Astríðufullur og ögrandi ballett sem lýsir á áhrifamikinn hátt þeim hamförum sem Loki kemur af stað með því að verða valdur að dauða hins bjarta áss Baldurs. Baldur er samstarfsverkefni norrænu menningarborganna, Reykja- víkur, Bergen og Helsinki. Kyngimögnuð tónlistin er eftir Jón Leifs en einn fremsti danshöfundur Evrópu, Finninn Jorma Uotinen sér um sviðssetningu og hefur stillt saman strengi íslenska dans- flokksins og Finnska þjóðarballettsins. Sinfóníuhljómsveit Islans leikur undir stjórn Iæif Segstram og Schola Cantor- um syngur undir stjórn Harðar Askels- sonar. Aðeins tvær sýningar eru í Laug- ardalshöllinni í dag, föstudaginn 18. ágúst, kl. 17 og 21. Miðasala í Upplýs- ingamiðstöð ferðamála v/Bankastræti. Tékld tvisvar við orgelið Tékkneski orgelleikarinn Jaroslav f^" Túma leikur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju Iaugardaginn 19. ágúst kl. 12. Túma er fulltrúi menning- arborgarinnar Prag á tónleikum Sumar- kvölds við orgelið sunnudaginn 20. ágúst kl. 20. A efnisskrá hádegistónleik- anna eru þijú verk, Passacaglía í d-moll eftir Bach, Konsert fantasía úr Heima- landið mitt eftir Smetana sem Josef Klicka skrifaði og Postludium úr Glacolitísku messunni eftir Iæoc Janácek. Sunnudagstónleikarnir hefjast á Prelfdú og fúgu í C-dúr eftir Bach, en Túma mun einnig leika verk eftir tékk- nesk tónskáld. Bandarískur kór í Hallgrímskirkju Við messu í Hallgrímskirkju næstkom- andi sunnudag, 20. ágúst mun banda- ríski kórinn Woodbury Chorale and Bell Ringers syngja undir stjóm Gerrit "W. Laniáin. Kórinn mun einnig syngja í hálfa klukkustund fyrir messu, eða frá kl. 10:30 (ókeypis aðgangur) en messan hefst að venju kl. 11:00. Þá mun kórinn taka lagið í safnaðarsalnum eftir messu þar sem kirkjugestum er boðinn mola- sopi. 4tet-tónleikar I tilefni fimm ára afmælis 4tets Hol- lendinganna Florians Zenkers og Christ- ians Kappe ætlar þeir félagar að halda röð tónleika í heimalandi bassaleikara bandsins Gunnlaugs Guðmundssonar en fjórði félagi kvartettsins er Eddy Lammerding. Fyrstu tónleikarnir eru í Kaffileikhúsinu, Vesturgötu 3, miðviku- daginn 23. ágúst kl. 21. A efnisskrá 4tets er sígildur djass, suður-amerískur riþmi, funk og popp, sem leikin eru á trompet, rafmagnsgítar með notkun raf- hljóða, bassa og trommum. Miðasala á staðnum og í síma 551 9030. OG SVO HITT... Borgarbóksafriið vígt Grófarhúsið við Tryggvagötu 15 f ^ verður formlega opnað í dag ld. 15, en það hýsir aðalsafn Borgarbóka- safnsins, Borgarskjalsafn og Ljósmynda- safn Reykjavíkur. Við sama tækifæri verða bókmenntaverðlaun 'Fómasar Guðmundssonar árið 2000 afhent og starfslaun til listamanna og tónlistar- hóps úthlutað. Athöfnin fer fram í fjöl- notasal Listasafns ReykjavTkur - Hafnar- húsinu. Fjölskyldudagur iðnaðarmanna Fjölskyldudagur iðnaðarmanna er hald- inn í Arbæjarsafni Iaugardaginn 19. ágúst. Tónleikar Guitar Islancio kl. 14. Kassabílarallí kl. 13. Bamadagskrá \ið Komhús frá kl. 14 til 15.30. Leiðsögu- menn kynna gullastokkinn og leiki með leggi og skeljar. Leiðsögn um leikfagna- sýninguna. Farið í gamla útileiki. Teymt undir bömum við Arbæ kl. 15 til 16. Handverk fyrri tíma, útskurður og stein- högg. Fornbílasýning. Kaffihlaðborð í Dillonshúsi. Islensk grös og lækningjajurtir Fræðsla og spjall um íslenskar lækninga- jurtir verður frá kl. 13 til 16 í Arbæjar- safni sunnudaginn 20. ágúst. K)mntar afurðir úr íslenskum jurtum, t.d. te. smyrsl, sápur og seyði. Asthildur Einars- dóttir grasalæknir og fegrunarsérfræð- ingur spjallar um lækningarmátt ís- lenskra jurta ld. 14. Fjallagrasamjólk verður soðin í gamla Arbænum og Guð- rún Jónsdóttir sýnir handtökin við jurta- litun. Snæbjörg Ólafsdóttir saumar roðskó og Agústa Eiríksdóttir pijónar úr ull. Islenskt listhandverk er til sölu í Líkn. Kaffihlaðborð í Dillonshúsi. NýjárT! sýningar í safninu. fr i Torfudagur Torfudagur er haldinq, til að vekja at- hygli á húsvemd á Islandi og þætti Torfusamtakanna í sögu húsvcrndar frá því þau voru stofnuð 1. desember 1972. Hátíðin fer fram í Bcrnhöftstorfunni við Lækjargötu og hefst kl. 14 með því að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.