Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 3
Laus störf á Jafnréttisstofu Jafnréttisstofa er ný stofnun sem sett var á fót með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 96/2000. Hún tekur til starfa á Akureyri 1. september nk. en hlutverk hennar er að vinna að því að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og tryggja þannig jöfnun á stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Til að ná þessu markmiði skal stofan meðal annars sjá um fræðslu á sviði jafnréttismála og vera stjórnvöldum, stofnunum, fyrirtækjum auk einstaklingum og félögum til ráðgjafar á því sviði. Jafnframt skal Jafnréttisstofa sinna rannsóknarstörfum og annarri upplýsingaöflun er lýtur að jafnréttismálum. Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: Ráðgjafar/sérfræðingar á sviði jafnréttismála Tvær stöður ráðgjafa á sviði jafnréttismáia eru lausar frá og með 1. september nk. Ráðgjafi skal hafa háskólamenntun auk grundvallarþekkingar og skilnings á jafnréttismáium kvenna og karla. Góð mála- og tölvukunnátta er mikilvæg. Viðkomandi þarf jafnframt að hafa skapandi og gagnrýna hugsun, hæfileika til að vinna sjálfstætt og búa yfir góðum samstarfs- og samskiptahæfileikum. Starfið felst meðal annars í rannsóknarstarfi, ráðgjöf og fræðslu- og upplýsingastarfi á sviði jafnréttismála. Fulltrúi Viðkomandi þarf að hafa þekkingu og reynslu af almennum skrifstofustörfum og rekstri/bókhaldi, góða færni í íslensku máli, auk tölvu— og málakunnáttu í ensku og einu norrænu tungumáli (dönsku/sænsku/norsku). Jafnframt þarf hann/hún að hafa hæfileika til að vinna sjálfstætt og búa yfir góðum samstarfs— og samskiptahæfileikum. Við ráðningar í ofangreind störf verður m.a. tekið tillit til þess að hafa sem jafnast hlutfall kvenna og karla á Jafnréttisstofu. Unnt er að semja um stöðuhlutfall og upphafstíma starfs. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Umsóknum skal skilað til: Félagsmálaráðuneytisins, b.t. Valgerðar H. Bjarnadóttur, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu150 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Valgerður H. Bjarnadóttir í síma 862 8722, 462 7255 eða í tölvupósti: valkahb@nett.is. 240 Ktra kr. 23.995,- 3tr90a 320 Ktra kr. 28.995,- 894Í9ÍI 370 lítrakr. 31.995,- 460 Ktrakr. 35.995,- ^9^90. F ry stikistu 25-3 afsláttur af Ice-Lux frystikistum Verð frá Kr.23.995,- Skráðu þig |) / vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Stmi 460 3500 • www.husa.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.