Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 11
 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Breska köfunartækið sem notað verður til þess að reyna að bjarga áhöfn rússneska kafbátsins Kursk. Björgimarsveitir í kappi við tímaim Bresku o g norsku bj örguuar s veitimar koma ekki á vettvang fyrr en um helgina. Enn þann dag í dag, tæpri viku eftir að óhapp varð í rússneska kjarnorkukafbátnum Kursk, virðist ríkja töluverð óvissa um það hvað gerðist í raun og veru. Þögn rússneska hersins og stjórnvalda er það mikil, að ekki er einu sinni víst hvort óhappið varð síðastliðinn laugardag, eins og haldið hefur verið fram síð- ustu daga, eða jafnvel mun fyrr. Hópur breskra björgunar- manna lagði af stað í gær og er reiknað með því að þeir komi á strandstað kafhátsins í Barents- hafi á morgun, laugardag. Norsk björgunarsveit lagði sömuleiðis af stað með skipi frá Þrándheimi í gær, en ekki er búist við að hún konti þangað fyrr en á sunnudag. Óðum dregur úr vonum um að takast megi að hjarga nokkrum lifandi úr hátnum. En það eitt að Rússar skuli þiggja aðstoð frá Norðmönnum og Bretum við að bjarga áhöfninni bendir til þess að Rússar sjálfir hafi trú á því að einhverjir geti verið á lífi. Myndir af kafbátnum sýna að hann er mikið laskaður frá toppi og niður að veltiuggum, en ekk- ert er vitað með vissu um hvað olli þessu tjóni. Flest bendir samt til þess að sprenging hafi orðið. Fullyrðingar, sem bárust frá Rússum fyrst eftir að skýrt var frá óhappinu, voru misvísandi og ósannar að hluta til. Sagt var að kafbáturinn hefði ekki sokkið, heldur farið niður að botni sjáv- ar. Sagt var að náðst hefði sam- band við áhöfnina og að súrefni og rafmagni hafi verið komið um borð í bátinn með leiðslum frá yfirborði sjávar. Sömuleiðis var sagt að áhöfnin væri öll á lífi og að slökkt hefði verið á báðum kjarnaofnum bátsins. Allar þessar yfirlýsingar eru annað hvort byggðar á getgátum eða beinlínis til þess ætlaðar að afvegaleiða. Rússar fullyrtu ennfermur að tvær ástæður gætu verið fyrir því, sem gerðist. Að kafbáturinn hefði rekist á eitthvað, eða að sprenging hafi orðið um borð. Hafi kafbáturinn rekist á annað skip eða kafbát, þá ætti mikið tjón að hafa orðið á því skipi eða þeim kafbáti. Ekkert hefur frést af slíku neins staðar. Ekki er talið líklegt að spreng- ing hafi orðið í tundurskeyta- hólfi kafbátsins, þar sem tundur- skeyti eru ckki Iengur drifin af eldsneyti heldur er þeim ýtt út úr kafbátnum með þrýstingi. Norsku umhverfissamtökin Bellona telja helst tvo möguleika koma til greina. Annað hvort að um mannleg mistök hafi verið að ræða, þannig að stjórn kafbáts- ins hafi skyndilega verið skipt úr sjálfvirkri stýringu yfir í hand- stýringu og af slysni hafi honum verið stýrt beint niður. Þá hefði báturinn sokkið til botns á nokkrum sekúndum og þrýsti- loftstankar hefðu sprungið. Hins vegar hefði getað orðið sprenging í þrýstiloftstanld, ann- að hvort vegna þess að olía hafi lekið inn í hann eða vegna sprungu sem myndast hefði af einhverjum ástæðum. Ross leitar sátta TEL AVIV - Dennis Ross, sérlegur sendimaður Clintons Bandaríkja- forseta í viðræðum um frið fyrir botni Miðjarðarhafs, hóf í gær vinnu við að meta friðarhorfur á svæðinu. Heimsókn sína, sem bú- ist er við að muni standa fram á sunnudag, hóf Ross með því að ræða við Shlomo Ben-Ami, aðal- samningamann Israelsmanna og starfandi utanríkisráðherra í Tel Aviv. Ross ætlaði svo að hitta full- trúa frá Palestínumönnum síðar í ferð sinni. „ Aðalatriðið er að fá tækifæri til að ræða við báða aðila í rólegheitum og síðan sjáum við til með hvort ekki er hægt að yfirstíga ýmis ágrciningsefni þegar fram Iíða stundir," sagði Ross við blaðamenn áður en hann fór inn á fund- inn í gær. Ben-Ami sagði að heimsókn Ross myndi skera úr um hvort einhver flötur væri á samkomulagi. Bæði ísraelar og Palestínumenn eru sammála um að lokafrestur til að ná samkomulagi sé 13. september. Ford óhress með Firestone DETROIT - Forsvarsmenn Ford bifreiðafyrirtækisins í Bandaríkjun- um eru óhressir með hversu hægt gegnur að innkalla gallaða hjól- barða frá Firestone, en forsvarsmenn hjólbarðafýTÍrtækisins hafa tal- að um að innkölluninni yrði lokið næsta vor. Astæðan fyrir óróleika Ford er að einn allra vinsælasti jeppinn frá fyrirtækinu, Ford Explor- er notar nær eingöngu dekk af þeirri gerð sem talin eru gölluð, og eru nú ýmsir farnir að velta fyrir sér hvort það séu ekki bara dekkin sem séu gölluð heldur jafnel hönnun bílsins. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 62 dauðsföll orðið sem tengjast hjólbörðunum og yfir 100 manns hafa slasast. Kvartanirnar eru þó mun fleiri eða um 800 talsins. Fordmönnum þykir slæmt að þeirra framleiðsla skuli alltaf dregin fram í tengslum við rannsókn á dekkjunum og fullyrðir for- stjóri Ford, Jac Nasser að ekkert sé að hönnun Ford Explorer jeppans. Hann segir hins vegar þörf á að hraða framleiðslu á dekkjum sem komi í stað hinna sem innkölluð eru og ef það verði ekki gert muni Ford þurfa að skoða aðra kosti. Tutu heiui að „sofa6t CAPE TOWN -Desmound Tutu erkibiskup sem varð heimsfrægur fyrir gagnrýni sína á aðskiln- aðarstefnu fyrrum stjórnvalda í Suður Afríku sagðist í gær vera á leiðinni „heim að sofa.“ Hann hefur verið í tvö ár í Bandaríkjunum að reyna að fá lækningu við krabbameini sem hann er með. „Eg vil koma heim til að hvíla mig, að sofa“ sagði Tutu við blaðamenn þegar hann fór upp í flugvél á Atlantaflugvelli í gær, en i þeirri borg hafði hann unnið við kennslu samhliða krabbameinsmeðferðinni. En þrátt fyrir að Tutu biskup væri augljóslega máttfarinn og hrumur af veikindum sínum sáu fréttamenn enn gamal- kunnan baráttuneista í honum þegar hann min- nti á að nú væri mikil þörf á því að ná sáttum í S-Afríku og við yrðum öll að vera þátttakendur i því ferli. „Við verðum að læra að kunna að meta fjölbreytileika okkar," sagði hann. „Það er minn draumur. Það er mín sýn - það er eitthvað sem er þess virði að sækjast eftir.“ Tutu biskup - kveðst vera að fara heim að sofa, en vill að við metum fjölbreytni mannkynsins. Dennis Ross er kominn til ísrael að leita sátta. Hér ræðir hann við Shlomo Ben-Ami aðalsamninga- mann ísraelsmanna og starfandi utanríkisráðherra. FRÁ DEGI TIL DAGS FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 231. dagur ársins, 135 dagar eftir. Sólris kl. 5.28, sólarlag kl. 21.32. Þau fæddust 18. ágúst • 1892 Loftur Guðmundsson ljósmynd- ari. •1921 Shelley Winters, leikkona. • 1922 Alain Robbe-Grillet, franskur rit- höfundur. • 1933 Roman Polanski, pólskur kvik- myndaleikstjóri. • 1938 Robert Redford, bandarískur leik- ari. • 1953 Patrick Swayze, bandarískur leik- ari. Þetta gerðist 18. ágúst • 1227 lést Genghis Khan, mongólahöfð- ingi. • 1786 fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi. •1914 lýsti Woodrow Wilson ýfir hlut- leysi Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrj- öldinni. • 1920 fcngu bandarískar konur kosn- ingarétt. • 1958 kom út skáldsagan Lolita eftir Vla- dimir Nabokov. •1961 var Grasagarðurinn í Laugardal í Reykjavík opnaður. • 1966 tók Jóhannes S. Kjarval fyrstu skóflustungu að myndlistarhúsinu á Klambratúni í Reykjavík, en húsið var síðar nefnt Kjarvalsstaðir. • 1990 var listaverkið Sólfar cftir Jón Gunnar Árnason afhjúpað við Sæbraut í Reykjavík. • 1991 reyndu sovéskir harðlínumenn að ræna völdum af Mikhail Gorbatsjev, sem var í fríi á Krímskaga. Afmælisbam dagsins I dag eru 250 ár liðin frá því ítalska tón- skáldið Antonio Salieri fæddist. Salieri fluttist sextán ára gamall til Vínarborg- ar í Austurríki og var á sínum tíma með- al virtustu og þekktustu tónskálda Evr- ópu. Síðar meir hefur hans þó einkum verið minnst vegna sambands hans og Mozarts, og miklar vangaveltur hafa verið um andúð Salieris á Mozart. Margt bendir þó til þess að þær hug- myndir eigi við lítil rök að styðjast, hvað þá sagan um að Salieri hafa verið vald- ur að dauða Mozarts. Salieri var enn- fremur góður vinur bæði Beethovens og Haydns. Salieri lést árið 1825. Verið nú snögg, berið mér bikar víns svo ég geti vætt huga minn og sagt eitthvað af viti. Aristófanes Heilabrot Hann Þórður er staddur í gömlu húsi, þar sem svo háttar til að ljós í herbergi niðri f kjallara er kveikt með rofa uppi á þriðju hæð. Þar eru þrír rofar, tveir þeirra eru óvirkir en sá þriðji stjórnar ljósinu í kjall- araherberginu. Engin leið er að sjá frá þriðju hæð hvort ljósið er kveikt í kjallara- herberginu. Hvernig getur Þórður komist: að því hver af rofunum þremur kveikir ljós ið í kjallaraherberginu, ef það skilyrði fylg- ir að hann megi aðeins gera sér eina ferð niður í kjallara? Lausn á síðustu gátu: Klukkan er níu að kvöldi, því klukkan sjö að kvöldi var jafn langt frá því klukkan var eitt eftir hádegi og þar til hún verður eitt að nóttu. Veffang dagsins Myndir af svokölluoum pin-up stúlkum frá fimmta og sjötta áratug aldarinnar er að finna á veffangi dagsins: freespace.virg- in.net/b.mercer/Pinup 1 .html Vísa dagsins Golþorsk sd ég grnfa staf köngulóna skrifa bréf svínið sttfa tárhreint traf taka úr bauk í nefið ref Ofugmælavísa eignuð Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.