Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 18.08.2000, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 - S FRÉTTIR Flestar félagslegar íbúdir hafa verið innleystar á höfuðborgarsvæðinu. Eigendux félagslegra íbúða á höfuðborgar- svæðiuu sem vildu losna og fara á frjálsa markaðiuu verða margir að hætta við það að sinni. Sveitarfélögin innleystu um 140 félagslegar íbúðir í fyrra og seldu aftur á markaðsverði, þar af hátt í 90 á höfuðborgarsvæðinu. Söluhagnaður á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. mismunur inn- lausnarverði íbúðanna (eignar- hluti eigenda og áhvílandi lán) og söluverði þeirra rann í Vara- sjóð viðbótarlána, sem dekkaði sfðan það sem á vantaði úti á landi að söluverð þar nægði ekki fyrir innlausnarverði. En algengt var að sveitarfélög á landsbyggð- inni þyrftu að selja íbúðirnar með um 2 milljóna, tapi, sem þau þá fengu bætt úr varasjóðn- um. Fastir í kerfmu En blikur virðast nú á lofti. Því flest bendir til að tekjur sjóðsins af söluhagnaði íbúða fari þverr- andi, þar sem eigendur félags- legra íbúða á höfuðborgarsvæð- inu dragi nú við sig að óska inn- lausnar. Astæðan er sú að hlutur eiganda í innlausnarverðinu (kannski oft milli 1 og 2 milljón- ir) sem í mörgum tilvikum hefði nægt upp í útborgun á frjálsum markaði fyrir hálfu öðru til tveim árum dugar nú engan veginn lengur. Þar sem innlausnarverð félagslegra íbúða miðast við verðvísitölur vantar mikið á að það hafi haldist í hendur við verðhækkanir á fasteignamark- aðnum að undanförnu. Þykir því sýnt að fólk sem vildi losa sig út úr félagslega kerfinu og fara á frjálsan markað muni fresta því og bíða verðlækkunar á frjálsa markaðnum. RiMð „gleymt“ að borga Þar við bætist að „þrátt fyrir heimildarákvæði í fjárlögum rík- isins 1999 og 2000 hafa engar greiðslur borist sjóðnum frá rík- issjóði," segir Þórður Skúlason framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga í Sveitarstjórnar- málum. Verði þetta viðvarandi ástand í einhvern tíma verður ekki séð hvernig lítil sveitarfélög ráða við það að standa undir skuldbindingum sínum vegna fjölda félagslegra íbúða sem þau hafi innleyst en engin eftirspurn sé eftir og standi jafnvel auðar. Sums taðar stefnir í þrot „Grfðarleg óf\'rirséð fækkun íbúa hefur leitt til þess að mörg sveit- arfélög geta aldrei að óbreyttu staðið við þær skuldbindingar sem alþingi hefur á þau lagt vegna félagslega íbúðakerfisins. Að því kann að koma, fyrr en seinna, að þau geti ekki staðið í skilum geð greiðslur af yfirtekn- um Iánum sem hvíla á íbúðun- um.“ Með nýjum húsnæðislög- um hafi verið búið til tæki, Vara- sjóður viðbótarlána, til að fást við þennan vanda. „Ríkisvaldið verður að gangast við ábyrgð sinni á þeim vanda með árlegum greiðslum á framlögum ríkisins til Varasjóðs," segir Þórður. Það hljóti að vera sameiginlegur vandi sjóðanna og sveitarfélag- anna að reyna að greiða úr þess- um vanda með einhverjum hætti. — HEI Flugleiðir hafa nú kynnt nýja skip- an í Skandinavíu. ílugleiðir hagræða Flugleiðir hafa hrint af stað hag- ræðingu á starfsemi sinni á Norðurlöndum með því að sam- eina skrifstofur sínar þar í eina öfluga markaðs- og söluskrif- stofu í Danmörku sem á að þjóna allri Skandinavíu. Sölu- fulltrúi verður síðan í hverju landi sem þjóna ferðaskrifstof- um og fyrirtækjum sem kaupa og nóta þjónustu félagsins. Sím- sölustöð sem þjónar Danmörku, Noregi og Svíþjóð verður einnig þjónað frá Danmörku. Hannes Hilmarsson, sem er nú svæðis- stjóri Flugleiða í Bretlandi, verð- ur svæðisstjóri yfir allri Skand- inavíu með aðsetri í Kaup- mannahöfn. Steinn Logi Björns- son, framkvæmdastjóri mark- aðs- og sölusviðs Flugleiða, seg- ir að tilgangurinn sé að auka tekjur með sókn á nýjum sviðum og jafnframt að nýta tækifæri til ítrustu hagkvæmni. Breyting- arnar hafa í för með sér fækkun starfa í Osló og Stokkhólmi en fjölgun starfa í Kaupmanna- höfn. Tilkynning um þetta kem- ur í kjölfar miliuppgjörs félags- ins sem sýndi um 1200 milljóna króna tap. - GG Spilavíti í Valholl? Fréttir af sölu á Hótel Valhöll til bresks auðkýfings af gyðingaætt- um, Howard Krúgers í London, hefur vakið mikla athygli. Meðal annars hafa verið fluttar fréttir af hugsanlegum áhuga Krúgers á að setja upp spilavíti (casino) á Þingvöllum og sú hugmynd hans sé ekki ný, hann hafi fyrir all- noklirum árum reynt að fá Hótel Holyday lnn í Reykjavík, en samningar tókust ekki, enda óleyfilegt að starfrækja spilavíti á íslandi. Ljóst er að a.m.k. einn lánar- drottna Vallhallar, Lánasýsla rík- isins, mun krefjast þess að skuld- ir við stofnunina verði greiddar, komi til sölu á hótelinu. Björn Friðfinnsson, ráðuneyt- isstjóri dómsmálaráðuneytisins, segir að ef að af til sölu Hótels Vallhallar á Þingvöllum kemur muni málið berast dómsmála- ráðuneytinu. Björn segist van- trúaður á að ef til sölu komi að Howard Krúger sé að kaupa Val- höll sem sumardvalarstað og draga sig með þeim hætti út úr skarkala alheimsins, eins og nú- verandi hóteleigandi, Jón Ragn- arsson, hafi sagt. Björn segist ekki hafa heyrt um að ríkis- stjórnin hafi tekið afstöðu til þessa máls. „Verði gerður kaupsamningur verður farið með hann til sýslu- mannsins á Selfossi til þinglýs- ingar. Þá mun hann óska eftir samþykki eða synjun ráðuneytis- ins og við munun þá svara því enda má þinglýsingarstjóri ekki ganga frá þinglýsingu án okkar samþykkis þar sem um er að ræða erlendan borgara. Sé um ESB-borgara að ræða þarf hann að hafa lögheimili hérlendis. Það vekur undrun mína ef fasteigna- salar vita ekki hvernig á að stan- da að sölu fasteigna þegar út- lendingar eiga í hlut,“ segir Björn. — GG Gæsaveiði á sunnudag Umhverfisráðurneytið, Skotveiði- félag Islands og Olís boðuðu til blaðamannafundar í gær. Astæða fundarins var nýtt átak undir heitinu Láttu ekki þitt eftir liggja. Atakið beinist að skotveiðimönnum en með því er verið að skora á þá að safna tómum skothylkjum saman í stað þess að skilja þau eftir úti í náttúrinni. „Hægt verður að nálgast poka undir hylldn á bensínstöðvum Olís og þeir sem skila þeim inn lenda í potti sem dregið verð- ur úr 23. desember. „Það eru vegleg verðlaun í boði en lýrstu verðlaun er ársútekt á eldsneyti hjá Olís og önnur verðlaun eru 75 þúsund króna vöruútekt frá Ellingsen," segir Sig- mar B. Hauksson. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, Sigmar B. Hauksson og Tómas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís kynna fyrir fjölmiðlafólki nýtt átak gegn sóðaskap skotveiðimanna. Að sögn Sigmars tókst gæsavarp vel þetta sumarið og er fuglinn vel á sig kominn. „Það lítur því bara vel út með gæsaveiði þetta haustið. Gæsin er komin óvenju mikið niður miðað við árstíma en hún er snjöll og það er aldrei að vita nema hún láti sig hverfa eftir að veiði- tímabilið hefst,“ segir Sigmar sem sjálfur ætlar að veiða um helgina. „Fg fer oft að veiða og reyni þá að veiða lítið í einu. Það er svo gott að vera bara úti og njóta náttúrunar. Eg er ætt- aður af Ströndum og hef mik- ið dálæti á því svæði. Fjöl- skyldan á þar jörð og ég geri ráð fyrir að fara eitthvað þang- að að veiða." — GJ Hafnarfjarðarbær veitti I gær árlegar viðurkenningar fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun. Tíu einstaklingar og fyrirtæki hlutu að þessu sinni viðurkenningu auk þess sem gatan Víðivangur var valin stjörnugata ársins. í vali dómnefndar er ekki farin sú leið að velja fegursta garðinn heldur eru valdir úr nokkrir garðar, mismunandi að gerð og uppbyggingu, bæði gamlir og nýir. Á þessari mynd má sjá garðinn að Þrúðvangi 2 en hann fékk verðlaun fyrir að vera fjölbreyttur, vel hirtur og rótgróin. Eig- endur eru Ægir Bessason og Guðný Sigríður Arnbergsdóttir. Erótík bönnuð eftir fjögur Á fundi bæjarráðs Akureyrar sem fram fór í gær tók ráðið fyrir bréf frá Einari Gunnlaugssyni og Bernharði Steingrímssyni. Einar og Bern- harð eru eigendur skemmtistaðanna Venus, við Ráðhústorg, og Set- ursins, í Sunnuhlíð. Þar sem staðirnir bjóða upp á erótískan dans óska þeir Einar og Bernharð eftir því að þeir verði flokkaöir sem næturklúbbar og fái því undanþágu gegn styttingu opnunartíma. En bæjarráð stytti eins og kunnugt er opnunartíma öldurhúsa á Akureyri á síðasta fundi sínum. Þeir félagar mega því frá og með 15. septem- ber aðeins leyfa stúlkum sínum að dansa til fjögur á nóttunni. Við það eru þeir félagar ósáttir og verða að vera áfram því þeir höfðu ekki er- indi sem erfiði. Hjá hæjarráði var litla samúð að finna og sá ráðið ekki ástæðu til að brcyta lögum sínum eingöngu fyrir þessa tvo staði. — GJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.