Dagur - 19.08.2000, Side 5
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 21
hvað svo?
Reykjavík hefur verið menn-
ingarborg Evrópu í sjö mánuði.
Á þeim tíma hefur menningar-
lífið í landinu blómstrað sem
aldrei fyrr. Skyldi þetta vera
byrjunin eða upphafið af end-
inurn?
Nú eru sjö mánuðir liðinir frá því formleg dagskrá
Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000 hófst.
Ekki er hægt að segja annað en mikið hafi verið um að
vera í menningarlífi þjóðarinnar þessa sjö mánuði og
óhætt að fullyrða að sjaldan hafi fleiri menningar-
tengdir viðburðir staðið landsmönnum til boða út um
allt land. Fjölmargir þeirra tengjast menningarborg-
inni Reykjavík og því má ætla að margir viðburðanna
hefðu tæplega komist á kopp án tilvistar menningar-
borgartitilsins. Onnur hefðu orðið minna vegleg án
hennar.
An þess að fara út í vísindalega rannsókn á þeim
áhrifum sem menningarborgin hefur haft má aðeins
velta því fyrir sér hvað mun taka við að fimm mánuð-
um liðinum og hvort þessi fjörkippur í menningar-
starfsemi Iandsins eigi eftir að hafa varnaleg áhrif.
Verður árið 2000 ekkert annað en minning á komandi
árurn eða verður þetta tímamótaár sem markar upp-
hafið að öflugra menningarlífi en áður hefur þekkst í
landinu. Slíkt væri auðvitað æskilegt, en gerist tæp-
lega alveg af sjálfu sér.
Grasrót og glæstir viðburðir
I upphafi menningarársins var haldin listahátíð kennd
við Ævintýraklúbbinn. Þessi listahátíð, sem hafði verið
haldin einu sinni eða tvisvar áður af litlum efnum en
miklum vilja, blómstraði í vetur. Veglegur styrkur frá
Reykjavík menningarborg gerði þessari einkareknu fé-
lagsmiðstöð þroskaheftra kleift að standa að metnað-
arfullri dagskrá í samvinnu við þekkta listamenn. Há-
tíðin markar kannski ekki stórt spor í listasöguna, en
sýndi samt að þegar áhugasömu og viljugu fólki eru
skapaðar kjöraðstæður verða til skemmtilegir menn-
ingarviðburðir - í þeim víða skilningi sem stjórn menn-
ingarborgarinnar hefur kosið að leggja í orðið menning
- er auðga þá er að þeim koma.
Listahátíð Ævintýraklúhbsins er eflaust eftirminni-
legust þeim sem að henni unnu og mun það eiga við
um fleira á dagskrá menningarborgarinnar. Söngur
fimm ára ieikskólabarna á Arnarhóli í vor er einn
slíkra atburða og sýning 1 1 ára barna í Korpuskóla í
tengslum við glæsilega Garðhúsabæjarsýningu á Kjar-
valsstöðum er annað. Þó gestir á Kjarvalsstöðum hafi
ekki síður haft gaman að húsum barnanna en líkönum
arkitektanna frægu, má ætla að hörnin sem tóku þátt
muni mest og bcst eftir rnargra vikna vinnu sem fékk á
sig faglegt yfirbragð undir stjórn Örnu Schram arki-
tekts. Ekki má vanmeta áhrif slíkrar þátttöku, sem
skilar sér ekki aðeins í reynslu af frumsköpun heldur í
áhugasömum njótendum lista og menningar.
Önnur verkefni, sem unnin eru heint af fagfólki á
sviði lista, er ekki síst beint til slíkra njótenda. Glæsi-
leg yfirlitssýning á verkum ítalska listamannsins
Claudio Parmiggiani í Listasafni Islands, frábærir tón-
leikar Codex Calixtinus í Hallgrímskirkju, stórkostleg
sýning San Francisco ballettsins á Svanavatnsinu, sem
jafnframt er eftirminnilegasti viðburður Listahátíðar í
ár standa upp úr hópi slíkra dagskrárliða.
Draumar rætast
Við getum því sagt að menningarborgin bjóði lands-
mönnum upp á tvennt; annars vegar beina þátttöku
áhugafólks í faglega undirbúnum menningarviðburð-
um og hins vegar óvenjugott framboð Iistviðburða,
sem stenst samanburð við menningarlíf stórborga Evr-
ópu. Stærstu verkefnin hafa verið sett upp fyrir til-
stuðlan stjórnar menningarborgar eða vegna samstarfs
við aðrar menningarborgir, en einnig er að finna verk-
efni, sýningar, tónleika og uppákomur ýmiss konar
unnar að frumkvæði listafólks sem greip tækifærið
þegar nýtt fjármagn bauðst og lét drauminn rætast.
Þetta hefur marg oft komið fram í þeim samtölum sem
ég hef átt við listafólk og verkefnastjóra, að hitt eða
þetta verkefnið hefði aldrei Iitið dagsins Ijós án stuðn-
ings menningarborgarinnar. Mörg þeirra eru ekki síðri
stóru verkefnunum að gæðum og gildi.
Gróskuna virðist því að stóru leyti mega þakka því
aukna fjármagni sem streymt hefur um menningarlífið
á undanförnum mánuðum þó hún virðist einnig skila
sér til þeirra sem standa utan við verkefni hennar.
Menningarborgin sjálf veltir 630 milljónum króna og
má ætla að aðrar eins fjárhæðir séu í umferð hjá þcim
verkefnum á dagskrá menningarborgar sem ekki eru
Margrét E.
Ólafsdóttir
skrifar
skipulögð af menningarborginni. Það er þvó óhætt að
fulíyrða að aldrci áður í sögu íslands hafi jafn miklum
fjármunum verið veitt til menningarmála, ekki aðeins
af ríki og borg, sem fjármagna verkefnið ásamt Evr-
ópusambandinu heldur einnig af fyrritækjum. Þau
hafa sýnt listviðhurðum menningarborgarinnar mikinn
áhuga, sem skilar sér einnig til annarra verkefna á
borð við Listahátíð. Máttarstólpar menningarborgar-
innar hafa reyndar sýnt svo góð viðbrögð að stjórn
hennar hefur aflað 20 milljónum krónum meira en
gert var ráð fyrir að tækist í upphafi. Þá hafa
enn ekki verið taldir þeir fjármunir sem
koma hingað frá Norðurlöndunum, aðallega
í gegnum Norræna menningarsjóðinn og
Norræna fjárfestingarbankann, sem styður
Baldur.
Ekki ný samkeppni
Baldur er eitt af fáum verkefnum menningarborg-
arinnar sem stjórn hennar skipuleggur beint. Vel
mætti gagnrýna það fyrirkomulag og segja að frek-
ar hefði átt að bjóða færri stóra viðburði. Einnig
má spyrja á hvað forsendum hinn og þessi hafi
fengið stuðning menningar-
borgarinnar og hvort þetta
eða hitt verkefni hafi verið
þess virði. Við ætlum ekki
ofan í saumana á því hér,
en Þórunn Sigurðardóttir
stjórnandi M-2000 styður
þessa stefnu sína sannfærandi
rökum: „Langflest verkefnin eru
þannig að aðrir leita til okkar um stuðn-
ing og sjá sjálfir um framkvæmdina.
Helsinki valdi lfka þessa Ieið en það er fyrst
og fremst gert upp á framtíðina. Ef verkefni
menningarborgarinnar eru öll framleidd af
henni sjálfri ertu að kippa fótunum
undan menningarlífinu
með því að búa til
nýja samkeppni
við það sem
fyrir er. Við
vildum ekki
framleiða mik-
ið af verkefnum
sjálf af því það
hefur sýnt sig að þar
sem menningarborgir
velja þá leið, að framleiða
mikið af verkefnum og búa til
allskonar nýja hluti, hefur það
komið ofsalega illa út þegar verkefn-
inu lýkur. Fullt af fólki sem ráðið hefur
verið til starfa situr eftir atvinnulaust og
ef þetta er ekki einhverskonar sam-
starfsverkefni er hætta á að öll
reynslan verði eftir hér á rnínu
skrifborði sem er ekkert
spennandi.
Það er miklu meira
spennandi að verk-
efnin séu unnin
af því fólki sem
er að vinna
við menn-
inguna.
Þar fyrir
utan
verða
verkefn-
in miklu
betri þar
sem fólk
fær allt í
einu tækifæri til
að sækja um fjár-
magn til að gera eitthvað sem það hefur lang-
að til að gera kannski alla tíð en aldrei fengið
tækifæri til. Það væri fáránlegt ef ég myndi byrja
á að pródúsera og ráða fólk í öll þessi verkefni -
Fyrir samfélag eins og Island væri það eins og taka
menningarlífið í sundur. Þess vegna erum við með mjög
fá verkefni sem við framleiðum sjálf, en þau eru líka stór
og þannig að enginn annar gæti gert það.“
En til að þetta fólk geti haldið áfram að starfa og fái
ekki aðeins þetta eina tækfæri, er nauðsynlegt að bæði
þeir missi ekki kjarkinn og að ráðamenn og fyrirtæki loki
ekki kassanum.“Við getum auðvitað bara reynt að ýta
eins mikið á menn með að þeir átti sig á því að þetta er
íjárfesting í menningunni,11 segir Þórunn. „Menn geta
Iíka velt því fyrir sér hvort það hafi ekki verið of mikið á
einu ári að hafa allt í einu, kristnihátíð, landafunda-
nefnd og menningarborg, en þetta er um leið þrefalt
afl fyrir lítið land sem ætlar að láta heyra í sér. Við
komum til dæmis sums staðar inn í það sem er að gerast
í Ameríku núna og það er enginn vafi á að þetta virkar
ótrúlega vel saman. Þeir kynna það sem við gerum og við
það sem þeir gera.“
Vilja menningu
Þórunn telur að sú kynning sem menning lslands hef-
ur fengið erlendis í tengslum við menningarborgina og
landafundahátíðina vestanhafs veki meiri athygli á
landinu en nokkur ferðamennska. „Þú selur hvorki
ódýr hótel né ódýrar pakkaferðir til íslands og því
skiptir máli að menn hafi hingað eitthvað að
sækja. Ferðamenn eru enginn sérstakur
þjóðflokkur heldur fók eins og þú og ég
sem vill ekki aðeins sjá fallega náttúru
heldur líka mannlíf."
Við þessi orð Þórunnar rifjast upp orð er-
lendra ferðamanna sem sagst hafa komið
hingað vegna þess að þeir sáu kvikmynd eftir
Friðrik Þór Friðriksson eða vegna þess að þeir hríf-
ast af tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur. Enn aðrir
koma hingað og ákveða síðan að búa til
kvikmyndir um Islendinga. Eða eins og
Þórunn segir, þá „vilja þeir sem hingað
koma skoða menningu og sögu. Þannig
að þetta er auðvitað fjárfesting sem
skiptir miklu máli. En menn verða líka
að átta sig á því það er mjög dýrt að láta
þetta deyja út.“ Og þar sem vel hefur gengið
er hún bjartsýn á framhaldið. „Eg held ekki að Is-
lendingar séu svo vitlausir að þeir hafi ekki vit á
því að halda áfram þessari fjárfestingu. Það hvarflar
ekki að mér að það verði ekki gert.“
Frumkvæði
„Fyrir fimm til tíu árum voru menn ofsalega hræddir
við samstarf við fýrirtæki eins og þetta væru ein-
hver skrímsli," segir Þórunn jafnframt. „Auð-
vitað reka fyrirtækin viðskipti og vilja
eins og aðrir vita hvað þau fá. En
ef þú ert með góða menning-
arviðburði, góða kynn-
ingu á þeim og vel
unna, sem tekur í
þeirra ímynd,
finnst þeim það
mjög spennandi.
En ef þú hins vegar
veist ekki hvað þú ætl-
ar að gera og hvernig þú
ætlar að gera það, geturðu
auðvitað lent í því að menn vilji hafa skoð-
anir á því. Eg hef hins vegar aldrei orðið
vör við að fyrirtækin væru að skipta sér af
listamönnum."
Það eru því ekki aðeins ríki, borg og fyrirtæk-
in sem þurfa að halda
vöku sinni þegar
menningarárinu
líkur heldur einnig þeir sem
starfa við listir og menningu. Það
er jafnmikið þeirra að hafa frum-
kvæðið og halda faglegum vinnu-
brögðum áfram þannig að ekki aðeins
hið opinbera heldur líka fyrirtæki hafi
áhuga á áframhaldandi samstarfi. Og það
yrði ekki aðeins gert fyrir útlendinga, heldur
líka fyrir okkur sem eigum hér heima.
Verk Sigurðar Árna Sigurðssonar myndlistarmanns
prýða allar auglýsingar frá Reykjavík menningarborg
Evrópu árið 2000.