Dagur - 19.08.2000, Síða 9
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 - 25
hann vel.“
Kristín: „Það er líka mikil-
vægt að koma hvort öðru á
óvart með það sem gleðu r.“
Karl: „Já, ég verð nú að við-
urkenna að Kristín er miklu
fundvísari á slíkt en ég!“
Kristfn: „Síðan er annað sem
maður verður að hafa hugfast,
og það er að þú veist aldrei
hversu langan tíma þið hafið
saman. Þess vegna er svo mik-
ilvægt að nota allar stundir og
njóta þeirra. Við erum afskap-
lega ánægð saman, það var
míkiö lán og gæfa að við skyld-
um hittast."
Karl: „Það er engin gæfa
meiri en sú að eiga langa sam-
leið í lífinu. Foreldrar mínir
hafa verið gift í 67 ár. Þau eru
alltaf jafn ástfangin og sú
mikla virðing, gleði, hlýja og
væntumþykja sem einkennir
samlíf þeirra er yndisleg fyrir-
mynd.“
- ELJ
Kristin og Karl á brúðkaupsdeginum, 3.
janúar 1970, ásamt brúðarmeyjum. T.v.
Svava Bernharðsdóttir, Edda Kjartans-
dóttir, Signý Kjartansdóttir, Mist Þorkeis-
dóttir og Halla Kjartansdóttir.
Brúðkaupsafmæli 30 árum síðar. Brúðarmeyjarnar orðnar fullvaxta konur og
Karl og Kristín virðuleg biskupshjón. Þau segjast hafa verið ætluð hvort öðru.
Tanaó í snió
Helgi birtist Vilborgu áður en hún hitti
hann. Eftir að hafa dansað saman á
balli í Hnífsdal fyrir 23 árum hafa þau
verið óaðskiljanleg. Arabíska gyðjan í
Þúsund og einni nótt og spengilegi
söngvarinn dansa enn saman í gegn-
um lífið.
Helgi Björnsson söngvari og leikari og Vilhorg
Halldórsdóttir Ieikkona og dagskrárgerðarmaður
kynntust fyrir 23 árum og eiga saman þrjú börn.
Vilborg: „Eg sá hann áður en ég sá hann. Eg var
að ganga niður Frakkastíginn þegar ég sá sýn; há-
vaxinn ljóshærðan mann í bláum frakka að ganga
niður brekku. Síðar sáumst við á ísafirði. Margir
halda að við höfum kynnst í Leiklistarskólanum en
þangað fórum við ekki lyrr en tveimur árum eftir
að við byrjuðum að vera saman og áttum þá sex
mánaða son.“
Helgi: „Eg sá stúlku í brúnum pels og Ijósbrún-
um hnéháum Ieðurstígvélum ganga niður eftir
Hafnarstrætinu á Isafirði með áru í kringum sig
sem sagði mér að þessa stúlku ætti ég eftir að
hitta. Skömmu síðar hittumst við á balli í Hnífsdal
og dönsuðum út í nóttina.“
Ballið var rétt að byrja
Vilborg: „Ég kom mjög seint á ballið og við féll-
umst einhvern veginn í faðma. Við ákváðum að
dansa síðasta dansinn og síðan voru ljósin skyndi-
lega kveikt, ballið búið og raunveruleikinn tekinn
við.“
Helgi: „En ballið var að byrja hjá okkur og það
er ennþá í gangi. Þótt þeir kveiktu ljósin og ætluðu
að slíta þessu þá tókst það ekki í okkar ævintýri."
Vilborg: „Við hættum ekkert að dansa þótt ballið
væri búið. Fórurn út og dönsuðum tangó í snjó og
stórhríð."
- Hvað var það sem heillaði ykkur hvort við annað?
Helgi: „Mér fannst eitthvað svo framandlegt við
hana Vilborgu fyrir utan hvað hún var falleg og
kynþokkafull. Hún var eins og arabísk gyðja í Þús-
und og einni nótt.“
Vilborg: „Eg tók fyrst eftir því hvað Helgi hafði
beinar axlir og hversu grannur og spengilegur
hann var. Það var eitthvað sem togaði mig að hon-
um, ósýnilegt band. Þessi frjálsi andi sem ein-
kenndi Helga heillaði mig, hann var öðruvísi en
aðrir.“
Grettukeppni inni á klósetti
- Hvað þarf að vera til staðar ígóðu ástarsambandi?
Vilborg: „Húmor og umburðarlyndi. Fólk þarf
Helgi segir samband þeirra Vilborgar lítið sem ekkert
hafa breyst á síðastliðnum 20 árum. „Við getum ennþá
farið í grettukeppni inni á klósetti fyrir framan spegilinn"
mynd: ingó
Helgi og Vilborg á tvítugsaldri í leiklistarskólanum. „Mér
fannst eitthvað svo framandlegt við hana Vilborgu fyrir
utan hvað hún var falleg og kynþokkafull. Hún var eins
og arabísk gyðja í Þúsund og einni nótt, “ segir Helgi.
heldur ekki að vera saman öllum stundum. Maður
á ekki að vera á tauginni yfir því hvort makinn sé
alltaf nákvæmlega við hliðina á sér.“
Helgi: „Það þarf að vera ákveðið öryggi og traust
cn um leið þarf ákveðin spenna að vera til staðar,
að fólk taki ekki hvort öðru sem sjálfsögðum hlut.“
Vilborg: „Það \arðist oft vera algengt á íslandi að
fólk missi sjálfstæði sitt í samböndum eftir að
börnin eru kornin inn í spilið. Það má gleymast að
makinn varð ekki ástfanginn af móðurinni þér eða
föðurnum þér, heldur manneskjunni sjálfri."
Aðpurð hvort sambandið hafi breyst á sl. 20
árum scgir Vilborg og skellir upp úr: „Já, hann
hætti að þvo.“
Helgi: „Það hefur breyst en samt ekki. Við get-
um ennþá farið í grettukeppni inni á klósetti fyrir
framan spegilinn."
- ELJ
Hann var búinn að elska hana lengi án
þess að hún hafi tekið eftir honum. Ástin
kviknaði á dimisjón í MR og hefur haldist
heit síðan þá. Össur og Árný hafa verið
gift í 25 ár og segja að mikilvægt sé að
halda sjálfstæði sínu og lifa ekki í gegnum
hvort annað.
Össur Skarphéðinsson alþingisþingmaður og Arný Erla
Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur kynntust í Menntaskólan-
um í Reykjavík.
„Ég sat alltaf aftast, stelpurnar voru fremst og Arný leit
stöku sinnum við þegar hún fann strauminn frá mér,“ segir
Össur. Hann segir að það hafi tekið tvö ár að vinna hjarta
Arnýjar en þau byrjuðu að vera saman á dimisjón í 6. bekk.
„Ég mundi alltaf eftir henni síðan í 3. bekk en þá var ég í
strákabekk. Hópur föngulegra kvenna braust inn í stofuna
og heimtaði að fá lánaðar ritvélarnar okkar. Þar á meðal
var falleg stúlka sem mér varð mjög starsýnt á. Hún var
ballerína og aðalskvísan og það tók mig íangan tíma að
herða upp hugann og gera atlögur. Ég var búinn að elska
Árnýju ákaflega lengi án þess að hún hafi nokkru sinni tek-
ið eftir mér. „
Harka og fylgni í gönguslag
Árný segist hafa tekið fyrst eftir Össuri í gangaslag í 3.
bekk: „Eg tók eftir Össuri lýrir góðan framgang í þeim slag,
mikla hörku og fýlgni."
- Hvað var það sem heillaði ykkur hvort við annaðr
Össur: „Það var hið ytra og innra atgervi hennar. Mér
þótti Árný mjög falleg, hún var skemmtileg og alltaf til í
aHt."
Árný: „Það sem heillaði mig við Össur var gleðin og
kátinan sem var í kringum hann. Það var gaman að vera
nálægt honum og hann var ekkert að víla fýrir sér hlutina.“
Össur og Árný giftu sig í febrúar 1975 og áttu því silfur-
brúðkaup sl. vetur. „Þetta hefur lukkast vel, rosalegt úthald
í þessu hjónabandi," segir Össur sposkur á svip og Árný
bætir við: „Já, og barnlaust í 20 ár.“ Árný og Össur eiga nú
tvær dætur, Birtu Marsilíu fimm ára og Ingveldi Esper-
önsu eins árs sem þau ættleiddu frá Kólumbíu.
Sjálfstæð saman
Aðspurð hvort sambandið haB breyst í áranna rás segir
Árný að vitaskuld hafi þau þroskast og Össur bætir við:
„Þetta er hjónaband sem aldrei hefur gengið í gegnum
neinar vcrulegar krísur. Ég hef stundum sagt að lykillinn
„Sérstaklega er mikilvægt í barnlausu hjónabandi að geta verið
sjálfstæð saman," segir Árný. mynd: þúk
að góðu hjónabandi sé gagnkvæmar Ijarvistir og þær voru
ansi miklar stóran hluta þessa hjónabands því að við höfð-
um ekki börn til þess að binda okkur saman. Árný var oft
víðs fjarri í jarðfræðirannsóknum og kannski það hafi hald-
ið þessari glóð svona heitri í öll þessi ár.“
- Hvað þarf að vera til staðar í góðu ástarsambandi?
Árný: „Traust, virðing og svo auðvitað ástin.“
Össur: „Einnig gagnkvæmt tillit. Árný hefur til dæmis
ekki mikinn áhuga á stjórnmálum en hefur leyft mér að
bardúsa í þeim nánast alla okkar samvist."
Árný: „Sérstaldega er mikilvægt í barnlausu hjónabandi
að geta verið sjálfstæð saman. Ég hafði rnína vinnu sem ég
hafði gaman af og Össur hafði sitt. Við lifðum ekki í gegn-
um hvort annað.“ - ELJ