Dagur - 19.08.2000, Side 10
26 - LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
^LÍfJÐ í LAjJDJjJU j
Þennan glæsilega fornbil flutti Andre inn frá Belígu í fyrra. Hann er nú til
sölu og segjast þau sjá eftir bílnum.
Saman eiga þau Andre og Ásta Ruben, 8 ára, og Aron, 10 ára. Myndin er
tekin í sumarfríi í Belgíu.
Andre stoitur aö pakka fyrstu sendingar af
.iramleiðslu Purity Herbs.
Rík af íslenskri náttúru
Hjónin Ásta Sýmsdóttir og
Andre Raes reka fyrirtækið
Purity Herbs. Náttúrulegar
snyrtivörur þeirra hafa nú þegar
slegið rækilega í gegn hér
heima og nú er svo komið að
þau anna ekki eftirspurn enda
komin með samning við erlent
dreifingarfyrirtæki. Þau hafa því
ákveðið að flytja til Belgíu og er
ætlunin að reka fýrirtækið bæði
í Belgíu og á Akureyri.
Það eru afslöppuð og brosmild hjón sem
blaðamaður hittir fyrir á kaffistofu fyrir-
tækis þeirra. Búslóðin er farin af stað til
Belgíu og sjálf fara þau út 24. ágúst. Allt er
tif reiðu og þau eru bjartsýn á að Evrópu-
búar falli fyrir vörum þeirra. „Þessi samn-
ingur við Omega Pharma er árangur þrot-
lausrar vinnu frá okkar hendi og nú er
komið að því að fylgja henni eftir. Hingað
til höfum við handunnið alla okkar vöru en
eftir að hafa fengið þetta stóra pöntun er
það ekki lengur arðbært. Við höfum því
stofnað dótturfyrirtæki Purity Herbs í Belg-
íu og við ætlum að fylgja því úr hlaði þar.
Starfsemin hér heima mun vera óbreytt en
Anna Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri, og
Rannveig Hrafnskelsdóttir, ffamleiðslu-
stjóri, munu sjá um fyrirtækið hér heirna,"
segir Ásta. „Það að geta flutt úr landi og
skilið fyrirtæki sitt eftir í höndum vanda-
lausra er að ég held eitthvað sem lýsir ís-
lendingum. Uti hefði þetta ekki verið hægt
svo það er með blendnum tiifinningum
sem við förum héðan,“ bætir Andre við.
Vildu ekki vera böm í dag
Ásta er fædd og uppalin í Kópavogi. „Eg
held að ég hafí verið lífsglaður krakki sem
naut þess að alast upp í öruggri nálægð við
foreldra mína. Eg hlaut gott uppeldi og
umhverfíð sem ég ólst upp í var mjög heil-
brigt. Eg er ekki viss um að ég vildi vera
krakki í Kópavogi í dag.“
Andre er aftur á móti frá Belgíu en hann
var öllu órólegri krakki en Ásta. „Ég er al-
inn upp í flæmska hluta Belgíu. Eg átti
yndislega foreldra og eins og Ásta var ég al-
inn upp við gott og heilbrigt fjölskyldulíf.
Ef ég ætti að lýsa sjálfum mér sem persónu
þá held ég að ég hafí verið óþekkur og upp-
reisnargjarn sem strákur serr var á kafi í
íþróttum og jurtum.“
Leiðir Ástu og Andre lágu saman þegar
Ásta fór til Belgíu ásamt fyrri eignmanni
sínum sem var Iíkt og Andre atvinnumaður
í knattspyrnu. „Ég veit að þegar maður seg-
ir þetta svona þá fer fólk að hugsa sitt en
það var ekki neitt svoleiðis við okkar
kynni,“ segir Andre og heldur áffam: „Við
vorum lengi vel bara vinir í gegn um mann-
inn hennar. Svo liðu nokkur ár Ásta var
flutt í burtu frá Belgíu og hún og maðurinn
skildu. Það var svo þegar hún kom í heim-
sókn til Belgíu og við hittumst að með okk-
ur kviknuðu ástir.“ Andre og Ásta hafa ver-
ið saman í 14 ár og eiga tvo syni. Fyrir átti
Ásta 1 son og Andre þrjú. Til samans eiga
þau því sex börn og eitt bamabarn.
Ung og atvinnulaus
Á þessum tíma var atvinnuástand f Belgíu
ekki gott og unga parið ákvað að koma til
Islands. „Við héldum að með þann bak-
grunn sem Andre hafði sem fyrrverandi at-
vinnumaður í knattspymu ætti hann ekki
erfitt með að fá vinnu hér heima. Það
reyndist hins vegar ekki vera og hann fékk
ekkert að gera,“ segir Ásta og Andre tekur
við. „Það að vinna eftir stimpilklukku er
eitthvað sem aldrei hefur hentað mér svo
ég sótti um stöðu þjálfara á Fáskrúðsfirði
og í aukavinnu var ég með æskulýðsstarf á
staðnum og var ég þar með sérstakan jurta-
hóp þar sem ég kenndi krökkunum að búa
til krem og olíur úrjurtum."
Þegar Andre og Ásta höfðu búið um tíma
fyrir austan stóð til að hann fengi þjálfara-
stöðu á Akureyri. Þau fluttu því norður en
þegar þangað kom var engin staða fyrir
hendi og þau stóðu uppi atvinnulaus. „Ég
fór að vinna á leikskóla en á minni deild
þar var barn sem þjáðist af húðexemi. Ég
fékk leyfi til að bera kremin hans Andre á
barnið og þau báru góðan árangur. I fram-
haldi af þvf kom afi barnsins, Böðvar Jóns-
son apótekari í Akureyrarapóteki, að máli
við okkur og bauð okkur að hafa aðstöðu
hjá sér til að búa til og selja svona krem,“
segir Ásta.
Vinsæl krem
Eftir að Purity Herbs fór af stað árið 1994
fór boltinn að rúlla hratt. Ekki leið á löngu
þar til húsnæðið í Akureyrarapóteki var
orðið of lítið og því fóru þau í samráði við
Elínu Antonsdóttir, hjá Iðnþróunarfélagi
Akureyrar, af stað að Ieita sér að húsnæði.
„Elín hefur hjálpað okkur alveg ótrúiega
mikið. Þegar við fórum af stað vissum við
ekki mikið um hvernig átti að reka fyrirtæki
og þegar ég lít til baka sé ég hversu mikill
byijendabragur hefur verið á þessu öllu hjá
okkur. Ég tók knattspyrnuna á sínum tíma
fram yfir skólann og er það hlutur sem ég
hef alltaf séð eftir. Eg hef lært heilmikið á
þessum fímm árum sem við höfum átt fyr-
irtækið og hefur það í raun verið minn
skóli," segir Andre. „Hann kann orðið
meira í sínu fagi en hann hefði nokkurn
tíma getað lært í skóla. Hann hefur verið
fenginn til að tala á ráðstefnum snyrtivöru-
framleiðenda bæði í Lúxemborg og Frakk-
landi og það er heilmikil viðurkenning lyrir
Iítið fyrirtæki eins og okkar," segir Ásta sem
greinilega er stolt af sínum manni
Saman allan sólarhringinn
Hvað með önnur áhugamáI?“Þau eru öll
sameiginleg. Við gerum allt saman og okk-
ar áhugamál utan vinnunar snúast í kring
um börnin, náttúruna og trúna. Andre er
reyndar mikið fyrir íþróttir og ef hann gæfi
sér tfma þá gæti hann setið yfír íþróttum
allan daginn. Og þá meina ég öllum íþrótt-
um alveg sama hvað þær heita,“ segir Ásta
um Ieið og hún lítur stríðnislega á eigin-
mann sinn.Er aldrei erfitt að vera saman
öllum stundum eins og þið gerið?“Það var
það í fýrstu. Eða á meðan við vorum að
íæra hvort inn á annað. Nú er það hins
vegar þannig að ég er eins og leir í höndun-
um á Ástu og við kunnum því fyrirkomu-
lagi bæði mjög vel.“
Mikill áhugi á kynlífi
Ástareldur og unaðsolía eru með vinsæl-
ustu ffamleiðsluvörum Purity Herbs en
framleiðsla á þeirri línu tafðist um tvö ár
vegna ósamkomulags um hana. „Ég stóð
Iengi vel í vegi fyrir því að varan færi í sölu
og var það aðallega vegna þess að ég treysti
mér ekki til að standa og kynna hana úti í
bæ. Andre gaf sig ekki og fór að útdeila
henni milli vina okkar. Þeir voru svo hrifnir
af vörunni að þeir voru farnir að koma og
biðja um meira Það varð til þess að ég gaf
mig og unaðsolían fór á markað. Hún hef-
ur verið gífurlega vinsæl og fólk er að biðja
um hana í lítra tali. I mig hringdi sjó-
mannskona um daginn og pantaði olíu og
hún sagði mér að maðurinn sinn hringdi
alltaf í hana þegar skipið nálgaðist land til
að athuga hvort hún væri búin að kaupa
olíuna," segir Ásta. Ástareldur kom á mark-
að nokkru síðar og er hann ekki síður vin-
sæl vara. En hvað kom til Andre fór að
prófa sig áffam með vöruna?“Einlægur
áhugi minn á kynlífi," segir Andre og skellir
uppúr. „Ég hafði lesið um jurtir sem væru
kynörvandi og mig hreinlega langaði til
þess að vita hvort að þær virkuðu." - GJ
Ásta og Andre em á leið tii Belgíu og ætla þau að kynna Puríty Herbs fyrir Evrópu. Þau segjast kveðja Akureyri
með söknuði.