Dagur - 19.08.2000, Síða 17

Dagur - 19.08.2000, Síða 17
 „Maður hefur lært að ekki er hægt að ganga að öllu sjálfgefnu ílífinu, til dæmis þeim daglegu þægindum sem maður hefur hér heima, “ segir Jón Kr. Valdimars- son meðal annars hér í viðtalinu. mynd: -sbs. Götuóeirðir, skotbar- dagar, og skriðdrekar voru hluti af daglegu lífi Jóns Kr. Valdimarsson lögreglu- varðstjóra á Akureyri sem var við störf í friðar- gæslusveitum Samein- uðu þjóðanna í Kosovo. Hann segir dvölina hafa þroskað sig mikið og hann hefur áhuga á því að fara aftur utan. „Það var undarlegt að venjast því að byssur og skriðdrekar væru bluti af þeim daglega veru- leika sem maður bjó við. En auðvitað lærir maður afar mikið á því að lifa og starfa við svona aðstæður og kann bctur að meta það sem maður hefur hér heima,“ segir Jón Kr. Valdimars- son lögregluvarðstjóri á Akur- eyri. Um hálfs árs skeið, frá þvf í október á síðasta ári og fram í apríl var Jón meðal Iiðsmanna í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna á borginni Mitrovica í Kosovó. bar einsog annarsstaðar á Balkanskaga hafa friðargæslu- sveitirnar tekið yfir löggæslu og verður svo álram, að svo komnu máli. Fjöldi lögreglumanna er innan vébanda þessrra sveita og koma þeir víðsvegar frá úr heim- inum. Valdir úr Víkingasveitinni Jón og félagi hans, Guðmundur Asgeirsson, sem er lögreglumaður í Rcykjavík, héldu utan til Kosovó þann 11. október. Aður höfðu þeir verið á tveggja vikna undir- búningsnámskeiði í Danmörku, en hér heima voru þeir valdir til þessa verkefnis af Ríkislögreglu- stjóra eftir að hafa farið í próf þar scm þrek þeirra og enskukunn- átta var könnuð. Einnig hafði talsvert að segja að þeir félagar hafa í gegnum árin báðir verið viðloða Víkingasveitina svonefndu og tekið þátt í ýmsum verkefnum á hennar vegum. „Eftir að námskeiðinu í Dan- mörku lauk flugum við til Makedóníu og þaðan vorum við svo keyrðir til Pristina í Kosovó, þar sem við tók vikunámskeið með enskuprófi og skotprófi og einnig vorum við fræddir um landsvæðið þarna og stöðu mála,“ segir Jón, sem fór til starfa í lög- regluliði sem var undir stjórn Dana. Valdi hann sér að starfa úti á götunni, í hinni daglegu bar- áttu, í stað þess að vera skrif- borðslögga á stöðinni. Áin íbar var átakalínan Segja má að borgin Mitrovica sé tvískipt og áin Ibar, sem rennur þvert f gegnum borgina, er markalínan. Sunnan árinnar búa nær eingöngu Albanir, um hund- rað þúsund talsins, en norðan ár- innar eru íbúarnir mun færri; í þeim borgarhluta eiga um þrjú til fjögur þúsund Albanir sinn sama- stað í tilverunni og um 20 þús- und Serbar. Það er einmitt milli þessarar tveggja þjóðabrota sem styrjöldin í Kosovó hefur verið háð, enda þótt leikmönnum reyn- ist ekki alltaf auðvelt að átta sig á því hverjir séu í raun að berjast við hvern. Og hvers vegna. „Ain mikla Ibar var greinilega átakalínan, það sá maður strax,“ segir Jón. „Yfir ána eru tvær brýr og þeirra var gætt allan sólar- hringinn af friðargæsluliði Frakka. Engir fengu að fara yfir aðalbrúna nema börn, konur og gamalt fólk, svo sem börn Albana í norðurhluta borgarinnar sem sóttu skóla í suðurhlutanum. Þau fengu ekki að sækja skóla þá sem Serbar starfræktu í norðurhluta borgarinnar. Hins vegar sóttu Serbar skiljanlega aldrei í suöur- hlutann." Verið að skjóta sitt á hvað „Spennan lá alltaf í loftinu," heldur Jón áfram í frásögn sinni. „Klukkan þrjú var kannski allt með ró og spekt en á tveimur mínútum gat allt verið komið í háa loft. Hclsta átakasvæðið var við brýrnar yfir íbar og það þurfti ekki nema að Serbi þar á ferð bæri kennsl á Albana og þá gat slegið í brýnu. Þá kom það i hlut okkar í friðargæslusveitun- um að róa íólk, það er að segja ef við Ientum ekki inni í þessari múgæsingu og að okkur var gerður aðsúgur.“ Jón var mest við störf í norð- urhluta borgarinnar og framan af tíma hans þar kom það oft og tíðum í hlut friðargæslujiða að aðstoða Albana í norðurhluta borgarinnar sem vildu flytja á brott yfir í öruggara umhverfi, í suðurhlutanum - þar sem hjálp- arstofnanir tóku váð fólkinu og greiddu leið þess. „Síðan var þcssari aðstoð við fólk hætt og þess í stað reynt að efla gæslu og halda Serbunum í skefjum," segir Jón, sem allan sinn tírna í Kosovó gekk um vopnaður níu millimetra skammbyssu. „Þarna var verið að skjóta sitt á hvað og því var nauðsynlegt fyrir okkur lögreglumenn að vera við öllu búnir, þó við þyrftum sjaldan að beita vopnum." Vopnaleit skilaði ótrúlegu magni A því sex mánaða tfmabili sem Jón var í Kosovó segir hann að mestu átökin hafi orðið snemma í febrúar sl. Þá bárust fréttir af því að í norðurhluta borgarinnar hefðu sjö Albanir hefðu verið myrtir af Serbum. „Eftir að fréttir af þessu bárust liðu aðeins örfáar mfnútur þar til allar götur voru orðnar fullar af Albönum og Serbum, hamslausum af bræði. Við Iögreglumennirnir ætluðum að reyna að stilla til friðar, en auðvitað var það tilgangslaust og við fórum inn á stöð og héldum okkar þar meðan þetta gckk yfir.“ I framhaldi al' þessum óróa var ákveðið að efla alla friðargæslu- sveitirnar eins og hægt var og á hverri vakt var gæsluliðum fjölgað úr tíu í þrjátfu. „Einnig ákvað franski herinn, sem fór fyrir þess- um gæslusveitum, að fara í hús- lcitir í hverfum Serba í æ ríkari mæli. Heilu hverfunum var lokað og sfðan leitað að vopnum í hverri einustu íbúð. Þessi leit skilaði ótrúlegu magni af vopnum og það kom á daginn að á nánast á hverj- heimili voru rifflar, sprengjur eða sprengjuvörpur. Fólk leit á það nánast sem öryggisatriði að eiga vopn,“ segir Jón. Mannshvörfin það átakanlegasta „Sennilega voru mannshvörf það átakanlegasta sem ég kynntist í þessari veru minni í Kosovó. Þó þær tölur um fjölda fólks sem á að hafa horfið séu sennilega stór- um ofauknar þá er það alltaf jafn sárt að koma til fólks sem á um sárt að binda, en geta ekkert hjálpað því. Það tekur á mann,“ segir Jón. Hann hefur frá því hann kom heim verið í tölvusamskiptum við lögreglumenn sem eru f friðar- gæslusveitunum ytra. „Þeir segja aö lítið rórra sé í Mitrovica en var og erfiðlega gangi að greiða úr flækjunum. Það er líka erfitt að átta sig á því hvetjar átakalínurn- ar raunverulega eru; þarna bland- ast saman stjórnmál, trúarbrögð, gamlar erjur - cn líka hagsmunir vegna náma sem eru skammt frá borginni þar sem er að finna góð- málma - sem margir ásælast.11 Hef öðlast reynslu og víðsýni Um þessar mundir eru tveir lög- reglumenn úr Reykjavík við frið- argæslustörf í Kosovo, þcir Þórir Sigurðsson og Asgeir Þór Ásgeirs- son sem lögreglumenn í Reykja- vfk. Líldegt má og telja að enn fieiri lögreglumenn héðan fari utan á næstu árum því Samein- uðu þjóðirnar hafa búið sig undir að gæslusveitir á þeirra vegum verði f Kosvo um ófyrirséða fram- tíð. „Eg gæti vel hugsað mér að fara aftur utan. Það sem mér finnst ég hafa grætt á þessu er reynsla og víðsýni. Einnig hefur maður lært að ekki er hægt að ganga að öllu sjálfgefnu í lífinu, til dæmis þeim daglegu þægindum sem maður hefur hér heima. Hér heima höf- um við til dæmis sjálfrennandi heitt og kalt vatn og rafmagn - en í Mitrovica kom þetta allt eftir dúk og disk. Stundum kom vatn- lögg úr kerfinu í kannski klukku- tíma og þá varð maður að sæta lagi og safna vatninu á tveggja lítra kókfiöskur og hita vatnið sfð- an upp á gasi og fara þannig í sturtu. Það var mesta furða hvað manni tókst að komast upp á lag með þetta og maður lærði að bjarga sér - sem var auðvitað ágætt.“ Siguröup Bogi skrifar Götubardagi. Þessi mynd var tekin í október á síðasta ári þegar kom til götubardaga þegar fjöldi Albana sem voru að koma úr jarðarför rédist að rússneskum friðargæsluliðum sem voru að fylgja tveimur Serbum sem þarna áttu leið um.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.