Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 2
SUKARNO m ið. Herforingjastjórnin hefur eru mjög öflugir í Mið-Jövu og lengi hikað við að víkja Sukamoiþaðan hafa borizt fréttir um frá völdum af ótta við borgara- skæruhernað og mótmæiaaðgerð- styrjöld. Stuðningsmenn Sukamos) ir til stuðnings Sukarno. V-þýzku jafnaðarmanna- foringinn Erler látinn DJAKARTA 22. febr. (NTB-Reuter). Sukarno forseti, „hinn mikli leiðtogi indónesísku byltingarinnar, faðir þjóð arinnar og forseti til lífs- tíðar“, lagði hávaðalaust niður völd í dag og fékk þau í hendur Suharto hershöfðingja, sem er fjandsamlegur kommúnist um. Sukarno lagði niður vöid við hátíðlega athöfn í frelsishöllinni j í Djakarta, en er þó ennþá for- j seti að nafninu tíl. En sennilega ! verður hann einnig sviptur for- setatitlinum innan skamms. Það verður að öllum líkindum gert þegar hið ráðgefandi alþýðuþing kemur saman 7. marz. Suharto forseti verður væntanlega kjör- inn forseti Það versta sem getur hent Su- karno nú er að verða auðmýktur í réttarhöldum. Alþýðuþingið á að ákveða, hvort Sukarno skuli leiddur fyrir rétt, en góðar heim ildir herma, að Sukarno verði leyft að fara í útlegð til Japans, þar sem þriðja kona hans. Ratna Sari Dewi dvelst nú. Enginn vafi leikur á því, að stjórnmálaferli Sukarnos er lok- BONN, 22. febrúar (NTB-Reuter) — Fritz Erler, •formaður þing- flokks vestur-þýzkra jafnaðar- manna, lézt í dag af blóðsjúkdómi 53 ára að aldri. Form. Jafnaðarmannaflokksins, Willy Brandt, sagði í dag, að Er- ler hefði gegnt veigamiklu hlut- verki í sögu vestur-þýzka jafn- aðarmannaflokksins. Á nazista- tímanum var Fritz Erler einn af leiðtogum andspyrnuhreyfingar- innar gegn nazistastjórninni. Hann átti sæti á þingi fyrir valda töku nazista, var handtekinn 1938 og dæmdur í níu iára fangelsi 1939. Árið 1945 flúði Erler úr faniga- lest þegar flytja átti hann til Daehau-fangabúðanna og faldi sig þar til honum tókst að flýja gegn- um víglínur bandamanna. Skömmu síðar varð hann embættismaður hernámsstjórnar bandamanna. Stjórnmálafréttaritarar telja, að Fritz Erler hefði komið til greina sem utanrílsjisráðherra ef Willy Brandt hefði orðið kanzlari. Auk þess sem Erler var formaður þing flokksins var hann varaformaður Jafnaðarmannaflokksins. Fritz Erler SUHARTO hershöfðinsri hef- ur verið valdamesti maður í Indónesíu síðan hann bældi niður byltingartilraun komm- únista I október 1965 Eftir víðtækar mótmælaaðgerðir, þar sem þess var krafizt að vinstrisinnaðir ráðherrar yrðu sviptir embættum, veitti Su_ karno honum sérstök völd til að koma á lögum og reglu í landinu. Hann fyrirskipaði handtökur 14 ráðherra, þeirra á meðal Subandrio utanríkis- ráðherra, sem seinnar var dæmdur til dauða. Suharto er fæddur 1921, gerðist hermaður 19 ára gam- all og varð liðsforingi í indó nesíska hernum, sem Japanir stjórnuðu, 1943. Eftir heims- styrjöldina barðist hann gegn Hollendingum, og þegar Indó nesía lilaut sjálfstæði var Fyrir hádegi í gær kviknaði í húsi í Flatey í Skjálfanda og urðu skemmdir mjög miklar af völd- um eldsins, t.d. brann geymslu- skúr, sem var áfastur húsinu til kaldra kola. í þessu húsi héldu til hafnar- gerðamenn frá Vitamálum og Suharto liann yfirmaður Djakarta-her- stjórnarumdæmisins. Árið '1960 varð hann hershöfðingi og næst æðsti yfirmaður hersins. voru þeir nýlega farnir frá Flat- ey á suðurleið og voru staddir á Akureyri, er þetta gerðist. Ráðskonan í húsinu, Hildur Hermannsdóttir, hafði nýlega gengið út úr húsinu, er það varð allt í einu alelda á svipstundu. Er talið liklegt að kviknað hafi í kapli og sprenging orðið. Geymsluskúr við hliðina á húsinu brann alveg eins og áður segir og misstu hafnargerðarmennirnir þar eitthvað dót, sem þeir áttu. Einnig glataði ráðskonan miklu af eignum sínum í eldinum. Hús þetta hét Uppibær og var eitt af fjórum húsum í eigu rík- isins á Flatey. PEKING, 22. febrúar (NTB-Reu- ter) — Þúsundir manna fordæmdu starfsmenn menningarmálaráðu- neytisins á fundi á íþróttaleik- vanginum í Peking í dag. Vegg- blöð í Peking herma, að mannfjöldi inn hafi fordæmt Lu Ting-yi fv. menningarmálaráðherra, Hsiaa Wang-tung núverandi menningar- málaráðherra og marga aðstoðar- ráðherra. Ekki er vitað hvort rauð ir varðliðar liafi handtekið þá. Annar fjöldafundur var haldinn fyrr í vikunni til að fordæma Tao Chu, sem tók við af Lu Ting-yi sem áróðursstjóri kommúnista- Framhald á 15. síðu. Sukarno SUKARNO hefur að lokum, eftir 22 ára valdaskeið afsalað sér titlinum ..forseti til lífs- tíðar. Hann hefur orðið að beygja sig fyrir heraum og öðrum sterkum öflum í Indó nesíu sem haldið hafa uppi sterkri andstöðu gegn honum síðan kommúnistar gerðu hina misheppnuðu byltingartil- raun sína, haustið 1965. Su- karno vissi, að kommúnistar ætluðu að gera byltingu, en lét það afskiptalaust. í marz 1966 tók Suharto hershöfð- ingi við völdunum, en Sukarno varð áfram þjóðhöfðingi að nafninu til. Vitað var, að Su karno yrði vikið frá völdum, þegar þjóðarþingið kæmi sam an í næsta mánuði Sukarno fáeddist á Austur- Jövu 1901 og var faðir hans skólakennari. Hann er verk- fræðingur að mennt. Árið 1927 stofnaði hann þjóðernis- sinnaflokk Indónesíu, sem barð ist gegn nýiendustjórn Hollend inga, og á næstu árum sat hann oft í fangelsi ' fyrir stjórnmálastarfsemi. Þégar heimsstyrjöldinni lauk lýsti Su kamo yfir sjálfstæði Indónes- íu. Árið 1949 viðurkenndu Hol lendingar sjálfstæði Indónes- íu. Stjórn Sukamos aðhylltist vestrænt lýðræði í fyrstu, en þetta stjórnarform átti erfitt uppdráttar vegna trúarbragða- og þjóðemiságreinings, og eft ir 1957, þegar Múhameðstrúar maður reyndi að ráða Sukarno af dögum, varð stjóm hans æ einræðiskenndari. Sukarno inn leiddi nýtt- stjórnarform, sem hann kallaði „stýrt lýðræði", sem aldrei var skilgreint, en átti að „koma reglu á flokka- pólitíkina". Árið 1960 voru all ir stjórnmálaflokkar bannaðir, en ári síðar var starfsemi þeirra leyfð á ný. Afskipti Sukarnos af heims- málum hófst fyrir alvöru, þeg ar hann setti ráðstefnu Af- ríku- og Asíuríkja í Bandung 1955 og tók að berjast gegn því sem hann kallaði nvlendu- og lieimsveldisstefnu, aðallega gegn Hollendingum á Vestur- Guineu og Malaysíu-sambands ríkinu, sem hann kallaði brezkt leppríki. Hollendingar afsöluðu sér Vestur-Nýju-Gu- ineu við Indónesíu 1962, og í júlí árið eftir hóf Sukamo barátíuna fyrir því að „kné setja Malaysíu“_ Árið 1964 hófu Indónesar skæruhernað gegn Malaysíu, og leiddi þessi barátta til þess að Sukarno hallaðist æ meir að Kínverj um, sem lýstu yfir stuðningi við hana. í ágúst 1964 cndurskipulagði Sukarno stjórn sína og fengu Framhald á 15. síðu. ÍÍL Briini í Flatey á Skjálfanda £ 23. febrúar 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.