Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 10
Llfshætta Framhald af 6. síðu. hugrakkur, en hefur ekki stjórn á skapi sínu. Hann hefur líka orð ið að stinga nautið 16 sinnum, áður en það lá, en slíkt væri ó- hugsandi að hinir fyrrnefndu hefðu gert, pínt nautið þannig. En hvað er það þá, sem gerir E1 Cordobes svo vinsælan? Þjálf ári hans hefur séð í honum alla sína drauma rætast. Og Cordobes sýnist fyrirlíta dauðann. Hann sezt stundum á hækjur sér fyrir framan nautið og spjallar við það, hann togar í halann á því og sparkar í það, ef hann er reiður við það. Og ef nautinu heppnast að velta honum um koll, gefur hann því einn á hann. E1 Cordobes hefur þegar sýnt leik við nautið, sem sjaldan hef- ur sézt. Það gerðist í júlí í fyrra, þegar hann var fjórði nautaban. inn á þessari öld, sem hefur fengið leyfi til að láta nautið lifa fyrir hetjulega baráttu þess. Slikt gerist aðeins nokkrum sinn um á öld. Og frægð sína á hann því ekki sízt að þakka, að hann hefur verið stangaður í 35 skipti og í 13 skipti lífshættulega. Tvisv ar sinnum hefur hann fengið síð ustu smurningu — en honum tókst að ná bata og komast í hringinn aftur. Ég er hræddur í hvert skipti, sem ég berst og ég hugsa að ég deyi af hræðslu, en ekki af meiðslum. E1 Cordobes segist þjást -er hann veit að dýrin þjást. í hvert skiþti,-sem hann drap hænu, sagðist hann hafa grátið. Cordob es er mikið kvennagull og það er ekki undarlegt. Hann er glæsi legur og vellauðugur og kann sig vel, þar sem hann hefur margt lært undanfarin ár í góðum sið- um. En hann er hvorki kvæntur né trúlofaður. Og ástæðan fyrir því segir hann að sé, að kvæntur maður missi frelsið til að deyja. Og það er hætta á því með undir skrift samningsins, að hann ein- hvem tíma á djörfu augnabliki noti sér þetta frelsi. Ótti og eymd Framhald úr opnu. sonar sem fóru með aðalhlutverk- in í öllum þáttunum með aðstoð Jens Einarssonar, Hélgu Kristínar Hjörvar og Sigurðar Karlssonar í minni hlutverkum; lýsing þeirra á hinum umkomulausu kennara- hjónum, gagnrýnin og samúðar- full í senn, varð verulega minnis- verð, meira en skilríki um liðinn tíma. Auk leikþáttanna lásu Erlingur Gíslason og Helga Kristín Hjör- var upp kvæði eftir Brecht í þýð- ingu Sigfúsar Daðasonar og Er- lings Halldórssonar, en litla hug- mynd munu þau hafa véitt um mælskulist skáldsins, þýðing Sig- fúsar á sléttum og felldum, Erlings á heldur en ekki krambúleruðum prósa; þýðing Þorsteins Þor- steinssonar á leikþáttunum virtist hins vegar þjál í munni. Hefði að vísu verið meira um vert að fá í stað kvæðanna fleiri þætti sem e.t.v. veittu þá gleggri hug- mynd um verkið í heild. Og svið- setning Erlings Halldórssonar vekur óneitanlega forvitni um hversu hann megnaði veigameiri viðfangsefnum. — Ó.J. íþróttir Framhald af 11. síðu. Kvennaflokkur sek. 1. Hrafnh. Helgad. Á 72,0 2. Marta B. Guðm.d. KR 75,1 3. Jóna Jónsdóttir KR 80,3 1. B-fl. karla l.Sigfús Guðmundss. KR 74,5 2. Öm Kjæmested Á 76,3 3. Ágúst Friðrikss. VÍK. 77,7 C. fl. karla sek. 1. Jó'hann Jóhannss. Á 68,3 2. Jóhann Reynisson KR 74,2 3. Þorsteinn Ásgeirss. Á 76,8 Drengjaflokkur sek. 1. Tómas Jónsson Á 32,4 2. Haraldur Haraldss. ÍR 37,3 3. Guðjón L. Sverriss. Á 39,4 4. Þorvaldur Þorsteinss. Á 41,4 Telpnaflokkur sek. 1. Martgrét Eyfells ÍR '41,2 2. Jóna Bjarnadóttir Á 48,2 3. Áslaug Sigurðard. Á 49,3 Reýkjavíkurmót svig Vegna þess ‘hve stórsvigið gekk seint var ekki hægt að halda svig- mótíð nema í A-flokki karla og kvennaflokki. Valdimar Örnólfs- son ÍR lagði brautina sem var um 300 m. löng með 45 portum og fallhæðin um 150 m. í A-flokki karla var skráður 21 keppandi, en 13 mættu og þar af luku 3 keppni. Kristinn Bene- diktsson var undanfari og náði aftur bezta brautartíma 40,1 sek. Eftir fyrri ferð hafði Bjöm Ol- sen KR bezta brautartíma 40,2 sek. 2. var Guðni Sigfusson ÍR með 40,3 sek. 3. var Leifur Gíslason KR 42,9 sek. í seinni umferð keyrir Guðni út úr brautinni og fær tímann 47,5 sek. Birni gekk betur, keyrði braut- ina af miklu öryggi og fékk tím- ann 40;8 og tryggði sér meistara- titilinn. Leifur keyrði einnig seinni ferð af miklu öryggi og tryggði sér 2,- sæti. í kvennaflokki voru skráðar 10 og mættu allar. Eftir fyrri umferð hafði Hrafnhildur Helgadóttir beztan tíma 26,2. 2. Marta B. Guð- mundsdóttir 26,5. 3. Jóna Jóns- dóttir 28,6. í seinni umferð fékk Hrafnhildur 26,5, Marta 27,2, en Jóna 27,4. Mótstjóm dæmdi Hrafnhildi úr leik, hún sleppti porti. Marta verð Reykjavíkurmeistari í svigi kvenna. 2, Jóna Jónsdóttir KR. Svig í A-fl. karla. 1. Björn Olsen KR 40,2 40,8 81,0 sek. 2. Leifur Gíslason KR 42,9 43,5 86,4 sek. 3.-4. Gúðni Sigfússon ÍR 40,5 47,3 87,8 sek. 3.-4. Georg Guðjónsson Á. 44,0 43;8 87,8 sek. 5. Bjarni Einarsson Á 45,7 45,2 '96,9 sek. 6. Haraldur Pálsson ÍR 48,1 49.3 97,4 sek. Sveit KR númer 1. Kvennaflokkur 1. Marta B. Guðmundsdótt ir KR 26,5 27,2 53,7 sek. 2. Jóna Jónsdóttir KR 28,6 27,4 56,0 sek. 3. Auður B. Sigurjónsdóttir ÍR 33.3 34,0 67,3 sék. Á myndinni sjáum við leikkonuna frægu Raquel Welsh í brúð- arkjólnum sínum, sem vakti athygli, enda var varla um kjól að ræða, heldur gegnsæja flík úr efni, sem minnti á fiskinet Ljós- myndararnir þyrptust, um brúðhjónin, þegar þau komu út á ráð- húströppurnar eftir hjónavígsluna. TOYOTA CROWN STATION TRAUSTUR og ÓDÝR stationbíll. BURÐARÞOL kg. 825. TRYGGIÐ YÐUR T O Y O T A Japanska bifreiðasalan hf, Ármúla 7 — Sími 34470. Áætfunarfiug með Boeing 727 hefst 1. júlí Tryggið far í tínrsa Áætlunarflug Boeing 727 þotu Flugfélags íslands hefst 1. júlí. Fíugfélagið vill vekja athygli væntanlegra viðskiptavina á, að þeir geta tryggt sér far nú þegar með -Boeing 727 hjá Flugfélagi Islands ög öllum IATA ferðaskrifstofum. Boeing 727 mun halda uppi áætlunarflugi á flugleiðum félagsins milli ianda. Aukinn hraði og þægindi. Flugtímí: Reykjavík —Kaupmannahöfn 2 klst. 40 mín, Reykjavík — London 2 klst. 30 mín. Reykjavík —Oslo 2 klst. 10 mín. Reykjavík — Glasgow 1 klst. 50 mín, FLVCFÉLAG ÍSLANDS ICJEJLAJVJDAIJFl 10 23. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.