Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 16
rja [MKStSD Víöar pottur brotinn Það er víðar pottur brotinn en í henni Reykjavík, og það er oft ótrúlega margt líkt með skyldum. Þessum málsháttum skaut upp í hugann, þegar Baksíðan fyrir nokkru rak augun í lýsingu á veitingahúsasiðum, — ekki hér á landi, heldur alla leið austast í austurheimi, í Síberíu. Eftirfar- andi frásögn um veitingahúsalíf- ið þar birtist nýlega í austrænu vikublaði: — Klukkan er sex að kvöldi. Ég er staddur í Novosibirsk miðri. Hvert á ég að fara til að fá eitt- hvað að borða? Hér í miðborg- inni eru þrír veitingastaðir. Löng biðröð er við dyrnar á því fyrsta. Sama á sér stað utan við annað veitingahúsið. Mér tekst að troð- Oft má af máli þekkja manninn, svo Hallgrímur kvað. Einn kann auðtrúan blekkja, eru dæmin um það. Frómheit til orðs og æðis annar tileinkar sér, ávöxt hins illa sæðis uppslítur hvar sem fer. Emil í tölu og tali temur sér skikkelsismál, fráhverfur skrumi og skjali. Skyldu svo fleiri, mín sál. Mörgum mótgang og ama mjög fékk pólitík veitt. Æ fylgir veraldarframa slíkt föruneyti leitt. Emil Jónsson N s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ast inn í það þriðja og sezt við laust borð. Þjónustustúlkan kem- ur undir eins. — Góða kvöldið. Það er auð- vitað ég sem segi þetta). — Hvað eruð þið margir? (Það er auðvitað hún sem segir þetta). Hún grannskoðaði mig með augunum og virtist vera að velta einhverju fyrir sér. Síðan sagði hún. . — Færðu þig yfir á annað borð, þetta er upptekið. Borðið við liliðina var laust. Ég settist þar. Ný þjónustustúlka kom og tók flöskur burt af borð- inu. Hún sagði ekkert við mig, en talaði hástöfum við sjálfa sig. — Merkilegt að fólk skuli setj- ast við borð, sem ekki er búið að hreinsa. Og ekki nóg með það. Heldur kemur það líka eitt og eitt. Við mig sagði hún. — Ég skal afgreiða þig þegar allir eru komnir. Þrír ölvaðir menn komu inn og settust við borðið hjá mér. Þjónustustúlkan kom eins og skot og tók við pöntun hjá þeim. Þeir fengu flösku af vodka, sem þeir tæmdu á skömmum tíma. Þegar hún var tóm vildu borðfélagar mínir fara að koma á kynnum við mig. Sá sem var fyllstur sagði: — Kalli, ég ætla að kyssa þig. — Ég heiti ekki Kalli, svar- aði ég og vék mér undan svo að kossinn hitti ekki. — Þá er enn meiri ástæða til að kyssa þig, sagði sá drukkni og hallaði sér fram á borðið og velti sósuskálinni um, svo að sós- an fór yfir mig. Þjónustustúlkan kom undireins og ávítaði mig fyr- ir þetta. Sá, sem segir frá þessu, og fleiri raunum sínum í sambandi við matsölur í Novosibir.sk, bætir við að endingu: „Ástandið í mat- sölumálum í borginni er alls ekki slgsmt. ÞáU yfirvöld, sem sjá um þessi mál, hafa skýrt mér frá eft- irfarandi: „Við höfum farið ná- kvæmlega eftir áætlun, nema síð- ustu tvo mánuðina að kaloríufjöld inn hefur lækkað um 2%. í öllu umdæminu eru 15 veitingahús, 401 matsalur, 16 brauðstofur, 24 heimaeldhús, 12 kaffihús. Við höf um fengið 3500 þakkir frá ánægð- um matargestum, en aðeins 190 kvartanir." Segi menn svo að tölfræðin hafi ekki sitt gildi. W. Þetta kvöld var hinum ýmsu sendinefndum haldið samsæti á Hótel Astoria. Var þar mik- il veizla í mat og di-ykk. Ætl- azt var til að einn frá hverri sendinefnd flytíi stutta tölu, upp úr sér, ogr kom það í minn hlut fyrir okkur félagana. Guðrúnu þótti ræðan ekki merkileg hjá mér, en égr hélt að ekki skipti máli hvað ég segði á íslenzku, þar sem hún átti eftir að breyta því í þýzku. Svo vorum við tekin þarna á filmu, og á þeirri mynd reyndist Guðrún svo fögur, að hún trúði ekki sín- um eigin augrum . . . Ferðasaga í Þjóðviljanum. Bæði Kínverjar og Rússar verja kommúnismann — með því að ráðast hverjir á aðra. Þegar Hanna gamla bragðaði áfengi í fyrsta skipti á æv- inni, þá smjattaði hún lengi og sagði svo: — Þetta er und- arlegt. Þetta er nákvæmlega eins á bragðið og meðalið, sem maðurinn minn hefur tekið í tuttugu ár . . . Kröfur nútímans vaxa stöð- ugt. Allir beygja sig fyrir peningum, en enginn nennir að beygja sig eftir fimmeyr-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.