Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 11
r KR vann IBK og Þróttur ÍR í 2. deild í handbolta Einar Jónsson og ungur Skoti sigruðu í Firmakeppni T.B.R. Þeir kepptu fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar Firmakeppni Tennis- og bad- mintonfélags Reykjavikur lauk sl. laugardag í íþróttahúsi Vals. Þau 16 fyrirtæki, sem ósigruð voru, kepptu þá til úrslita, en alls tóku þátt í keppninni um 190 fyrir- tæki. Að venju var eingöngu keppt í tvíliðaleik karla í úrslitamótinu, og var keppendum raðað saman með það fyrir augum, að liðin yrðu sem jöfnust að styrkleika. Virðist það hafa tekizt vel, þar sem flestir leikir voru mjög jafn- ir og þurfti oft að leika aukalot- ur til að útkljá þá. Úrslitakeppnin fór fram með útsláttarsniði, og eftir tvær um- ferðir stóðu því uppi 4 fyrirtæki ósigruð. Þau voru: Trygging h.f., Tré- smiðja Birgis Ágústssonar, Skó- salan Laugavegi 1 og Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f. Höfðu þá þrjú hin fyrst töldu orðið að leika aukalotur í flestum sínum leikjum, svo hörð var keppnin. í næstu 'umferð sigraði Trygg- ing h.f. Trésmiðju Birgis Ágústs- sonar, en Ölgerðin sigraði Skó- söluna. Var þá komið að úrslita- leiknum og erfitt að spá fyrir um það, hvor sigra mundi í þeim á- tökum. Fyrir Tryggingu h.f. léku þeir Matthías Guðmundsson og Ragnar Haraldsson, báðir slag- harðir og sókndjarfir meistara- flokksmenn, en óvanir sem sam- herjar, en það gilti raunar um alla þá, er saman léku í þessu móti. Fyrir Ölgerðina léku þeir Einar Jónsson, hinn trausti og gamalreyndi badmintonmeistari, og ungur Glasgow-búi, sem hér starfar. Robert Turton að nafni, að er félagi í T.B.R. Fljótt kom í ljós, að þeir Ein- ar og Robert féllu betur saman, þótt aldrei hefðu þeir áður sézt, enda hefur það löngum verið einn af mörgum hæfileikum Einars í íþróttinni, að eiga létt með að samstilla leik sinn og samherjans. Þeir Einar komust í 6:1 í upphafi en þeim Matthíasi og Ragnari tókst með miklum sóknarþunga að snúa taílinu naumlega sér í hag, 7:6. Einar fann þó brótt nýj- ar sóknarleiðir, og skoruðu þeir félagar 6 síðustu stigin í lotunni. Vann Öigerðin þar með fyrri lot- una 15:9. Síðari lotan var mun jafnari. Trygging h.f. skoraði 4 fyrstu stigin. Þá komst Ölgerðin í 6:4, 7:5 og 10:8 og munaði loks ekki nema hársbreidd, að leika þyrfti aukalotu, en leiknum lauk með sigri Ölgerðarinnar 15:14. Mótið fór allt hið bezta fram undir stjórn Lárusar Guðmunds- sonar formanns keppnisráðs. Að keppni lokinni efndi T.B.R. til kvöldskemmtunar í félags- heimili Kópavogs, þar sem verð- laun voru afhnt bæði fyrirtækj- um og keppendum. En þau 4 fyr- irtæki sem lengst náðu í keppn- inni fengu fagra farandgripi að verðlaunum. Þá afhenti formaður T.B.R., Kristján Benediktsson, 3 félags- mönnum gullmerki T.B.R. fyrir farsæl störf í þágu félagsins og góðan árangur í keppnum. Að þessu sinni hlutu gullmerkið þeir Emil Ágústsson, Guðmundur Jóns son og Kolbeinn Kristinsson. Hafa þá alls 34 félagar T.B.R. verið heiðraðir á þennan hátt. Myndin er tekin í leik Þróttar og Vals í haust. llaukur Þorvalds- son, Þrótti cr með boltann, en hann var bezti maður Þróttar í leikn ^um við ÍR í fyrrakvöld. Björn Olsen, KR meistari í svigi og stórsvigi Um helgina var haldið Reykjavík- urmót í stórsvigi og svigi við skíða skála KR í Skálafelli. Gott skíðafæri er þar nú og þarf ekki að kvarta um snjóleysi. Á sunnudagsmorgun kl. 11 hófst stórsvig í öllum flokkum. Ásgeir Eyjólfsson úr Ármanni lagði braut ina sem var mjög skemmtileg. Brautin var um 1300 m. löng með 38 hliðum, fallhæð var um 200 m. Kristinn Benediktsson fór braut- ina sem undanfari og náði bezta brautartíma 82,2 sek. Björn Olsen KR varð Reykjavíkurmeistari í stórsvigi kai’la A-fl. á 84,3 sek. Hrafnhildur Helgadóttir Ár- manni varð Reykjavíkurmeistari í stórsvigi kvenna. Reykjavíkurmót í stórsvigi: A. fl. karla: sek. 1. Björn Olsen KR 84,3 2. Guðni Sigfússon ÍR 89,4 3.-4. Leifur Gíslason KR 89,9 3.-4. Hinrik Hermannsson KR 89,9 5. Bjarni Einarsson Á 90,4 6. Sigurður Einarsson ÍR 91,1 .Sveit KR númer 1. Framhald á 10. síðu. Ölgerðin Egill Skallagrímsson varð hlutskörpust í fi -makeppni T.B.R. Fyrir hana kepptu Einar Jónsson og Róbert Turton. Með' þeim á myndinni er Adolf Karlsson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, er veitti viðtöku hinum veglega bikar, er um var keppt sem fyrstu verðlaun. Tveir leikir voru háðir í 2. deild íslandsmótsins í handknatt- leik í fyrrakvöld. KR vann Kefla- vík nokkuð örugglega 25:20 og Þróttur ÍR með 22:19. KR-ingar höfðu allan tímann yf- irliöndina í leiknum við Keflavík og í hléi var staðan 12:6. í seinni hálfleik sóttu Keflvíkingar sig mjög og um tíma munaði aðeins einu marki 18:19. En KR-ingar áttu betri endasprett og unnu verðskuldað. Gunnlaugur Hjálm- arsson dæmdi leikinn. Til að byrja með var leikur ÍR og Þróttar jafn, liðin höfðu yfir á víxl og ÍR komst í 5:3. En þá var eins og ÍR-liðið félli í dvala og Þróttarar fengu næstum óáreittir að skora hvað eftir ann- að og í hléi var staðan 14:6 fyrir Þrótt. í síðari hálfleik sóttu ÍR- í ingar sig mjög, en það dugði ekki, i forskot Þróttar var of mikið og þeir sigruðu verðskuldað 22:19. Sveinn Kristjánsson clæmdi leikinn og átti í erfiðleikum. 23. febrúar 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.