Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 9
Stefanía Sveinbjarnard áttir og Arnar Jónsson.
þáttur Artúrs í leiknum ógleggri
en efni stóðu til. Og óneitanlega
slaknar á leiknum um miðbik
lians, þar sem hann verður með
langdregnasta móti; sýningin sem
að vísu er smekkleg og álitleg í
heild rís hæst í upphafi og undir
lokin.' En skyit er að geta þess,
að sýningunni sem ég sá loks á
sunnudagskvöld var ljómandi vel
tekið af fullsetnu húsi áhorfenda;
það var stemning í leikhúsinu og
menn virtust skemmta sér mæta-
vel hvað sem leið pólitískri eða
móralskri uppbyggingu þeirra. Að
því leyti kann leikurinn að vera
tvídrægur, tvíbent reynsla — en
víst er um það að Tangó er for-
vitnileg og áhugaverð leiktilraun
og fengur að leiknum sem slíkum
á sviðinu í Iðnó sem leikmynd
Steinþórs Sigurðssonar gerir
furðulega rúmgott og vítt til
veggja. Og þýðing þeirra Þrándar
Thoroddsen og Bríetar Héðins-
dóttur virðist hið vandaðasta verk,
lipur og áheyrileg; er þó texti
Mrozeks áreiðanlega örðugur við-
viðfangsefnum. — Ó.J.
V-ÞÝZKAR
ELDHÚSSINNRÉTTINGAR
Vinsæl’ar — ha-gkvæmar og ódýrar miðað við
gæði.
Þér fáið teikningar að kostnaðarlausu.
IVSálningarvörur sf.
Bergstaðastræti 19. — Sími 15166.
I eymd
nokkuð seint að fara nú að deila
á Hitler; er þetta efni ekki öld-
ungis háð sínum tíma? Sýnishorn
in sem hernámsandstæðingar leika
í Lindarbæ benda óneitanlega til
að þættirnir séu ekki allir næsta
miklir f.vrir sér og sumir hverjir
ekki nema dæmisögur af einfald-
asta tagi. F.vrsti þátturinn lýsir
gyðingakonu, sm býst að heiman
frá sér þar sem henni er orðið
ólíft; maður hennar vill ekki að
hún^fari, reynir að telja sér og
henni trú um að fári Hitlers
liljóti að linna. En hann fær
henni loðkápuna hennar að hafa
með sér þótt hann megi vita að
slíka flík þarf hún ekki til fárra
vikna sumardvalar í öðru landi,
að kápan merkir að hún ' komi
ekki aftur; þessi eina hreýfing
segir upp alia sögu. Síðasti þátt-
urinn, Þjóðaratkvæði, er upp-
byggilegri. Hann gerist meðan
Hitler heldur innreið sína í Vín
og fagnaðarlæti múgsir.s glymja
úti fyrir; þrír verkamenn koma
saman á fund til að ræða and-
spyrnuna gegn nazistum. Er þctta
ekki vonlaust? Konan í hópnum
les upp bréf úr fangelsi, frá
dauðadæmdum' mótstöðumanni
sem stappar í þau stálinu að
halda baráttunni áfram: nei, það
er ekki vonlaust. Þetta eina oi'ð
segir upp alla sögu. Veigamestur
var þátturinn í miðið, Spæjarinn,
svipmynd úr fjölskyldulífi þriðja
ríkisins þar sem allir tortryggja
alla, enginn treystir neinum; þar
er byggð upp í örsmáu broti
heil skelfingarsaga ótta og eymd-
~. Sá þáttur, einn' í þessari sýn-
ingu, staðnæmist ekki við lær-
dómsríkt dæmi, veitir útsýn til
mannlífs án þess að segja endi-
lcga upp alla söguna. Þar varð
að vonum mest hlutskipti Bríet-
ar Héðinsdóttur og Erlings Gísla-
Framhald á 10. síðu.
Briet Héðinsdóttir og Erlingur Pálsson.
Nýjung í ostagerö
frá
Mjólknrbúi Flóamanna
Selfossi
FYRST UM SINN VERÐUR OSTUR FESSI
AÐEINS SELDUR í OSTÁ-OG SMJÖRBÚÐJNNI
________SNORRABRAUT 54
Osta og smjörsalan s.f.
23. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Q
I