Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 4
 Ritstjórar: Gylfi Gröndai (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — Ritstjórnarfuli-., trúi: EiSur Guönason — Simar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906, Aðsetur AlþýSuhúsið við Hverfisgötu, Seykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. Varnir Islands í UMRÆÐUM um varnir íslands, sem fram hafa farið síðustu vikur, hefur mátt heyra bollaleggingar um það, hvort ameríska ivarnarliðið sé hér á landi til þ»ess eins að verja ísland, eða sem hluti af vörnum Bandaríkjanna. Slíkar vangaveltur byggjast á miklum misskilningi. ísland er aðili að sameiginlegum vörnum allra Atlantshafsbandalagsríkjanna og gagnkvæmri varnar ábyrgð þeirra. Ef ráðizt er á eitt bandalagsríki jafn- gildir það árás á öll. í þessu felst máttur bandalagsins til að hindra hugsanlegar árásir eins og bezt mátti sjá á fyrstu árum þess í Vestur - Evrópu. Öllum er ljóst, að einstök -ríki innan bandalagsins gætu ekki varizt árás, þótt þau hafi allmiklar varnir. Grikkland, Danmörk eða Noregur gætu ekki varizt e'in, og varnarliðið gæti ekki einangrað varið ísland. En sem hlutar af heild tryggja varnir þessara ríkja ekki aðeins þau sjálf, heldur hvert annað. Þess vegna 'veitir hið fámenna varnarlið á íslandi ekki aðeins okk ur vörn, ekki aðeins Bandaríkjunum og Kanada auk- ið öryggi, heldur hefur það meginþýðingu fyrir varn ir Bretlands, Danmerkur og Noregs og raunar fleiri bandalagsríkja. íslendngar geta sagt sig úr þessu varnarkerfi, ef meiri hluti þjóðarinnar vill. Aðeins lítið brot landsmanna fylgir þeirri stefnu — jafnvel ungir framsóknarmenn slyðja hana ekki lengur. Á hinn bóginn er matsatriði, þegar friðvænlegar horfir í þessum hluta heims, hvort eða hve mikið varnarlið þurfi hér að vera, eða hvers- konar viðbúnaður með eða án erlendra hermanna. Það mál er að sjálfsögðu sífellt íhugað og endurskoð- að, rétt eins og stórveldin sjálf eru sífellt að endur- skoða varnarkerfi sín, breyta þeim, leggja niður stöðv ar eða taka upp nýjar. En það er ekki farsælt að rjúka til í þessum málum eingöngu af því að kosningar eru framundan. Öryggis- og utanríkismál eru áframhald sjálfstæðisbaráttunnar. Þau megum við ekki hafa að pólitískum leiksoppi. Fulbright J. WILLIAM FULBRIGHT öldungadeildarþing- maður er til íslands kominn í tilefni af afmæli þess námsstyrkjakerfis, sem við hann er kennt. Hefur þetta kerfi gert okkur mikið gagn, því íslendingum er nauð- .synlegt að eiga jafnan nokkurn hóp námsmanna í Bandaríkjunum til að fylgjast með tækni og annarri þróun þar. Hins vegar er nám vestra dýrt og því hefur Fulbright-stofnunin gengt mikilvægu hlutverki. Nauð synlegt er og að styrkja hinn íslenzka hluta þessara skipta og bjóða hingað fleiri amerískum náms- og fræðimönnum. 4 23. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ skólar — Skrifstof ur Verzlanir — Vinnustaðir SUPA-MAT HANDKLÆÐASKÁPAR MEÐ RÚLLUHANDKLÆÐIN eru nauðsyn á hverju snyrtiherbergi. HVER NOTANDI FÆR HREINT HAND- KLÆÐI í HVERT SINN. Ný sending — mikil vesðlækkun Kaupið handklæðaskáp hjá okkur strax í dag. Borgarþvottahúsið h.f. Borgartúni 3. — Sími 10125. ★ UNGLINGAVANDAMÁLIÐ. Unglingavandamálið svokallaða hefur borið talsvert á góma undanfarið, eins og oft áður. Tilefnið að þessu sinni er skrílslæti og óeirðir unglinga í Miðbænum tvívegis með stuttu millibili ekki alls fyrir löngu. Það er segin saga, að í hvert skipti, sem eitthvað ber út af með hegðun ungl- ínganna, hvort heldur það er nú í Þórsmörk, á Laugarvatni eða þá hér í bænum, upp rís heill hópur siðgæðissérfræðinga og afsakar ósómann með þyí, að hinir fullorðnu hafi gefið fordæm- ið, því hafi farið sem fór. í raun og veru séu unglingarnir sýknir saka. Eldri kynslóðin beri á- byrgðina. Á þessu er búið að tönglast svo oft og lengi, að ístöðulitlir unglingar eru farnir að trúa þessy og tyggja þetta jafnvel upp sjálfir í við- tölum og skrifum. Þó hef ég heyrt ungt fólk and- mæla þessari kenningu og bendir það til þess, að ekki séu allir hrifnir af utanínuddinu, þótt þægiiegt geti verið að skjóta sér bak við þá, sem eldri eru, þegar í óefni er konjið. ★ AFSÖRUNARKENNINGIN FÆR ERKI STAÐIZT. Hér skal á engan hátt gert lítið úr fordæmi hinna fullorðnu, en afsökunai-postul- arnir hafa þó rangt fyrir sér í öllum aðalatriðum. Öll mannkynssagan vitnar á móti þeim. Sjálf fram* þróunin afsannar kenninguna fullkomlega. Slæmt fordæmi hefur alltaf verið firmanlegt og alls stað- ar. Samt hefur hver ný kynslóð tekið fram þeirri, sem á undan var, þegar á heildina er litið. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að hið betra fordæmið er líka einatt fyrir hendi og má sín meira, þótt ein- stök dæmi virðist benda til hins gagnstæða. Til- hneigingin til að sækja fram á við og upp á við er okkur öllum í blóð borin, annars gengjum við sjálf- sagt ennþá á fjórum fótum og bitum gras. Hitt er svo annað mál, að þetta kann að ganga dálítið mis- jafnlega, enda þúsund ljón á veginum. Eigi að síður er það skylda hverrar nýrrar kynslóðar að gera betur en næsta .kynslóð á undan, ungling- anna að gera betur en þeir fullorðnu, Og þá kröfu ber skilyröislaust að setja á oddinn, þegar ungu fólki er vísað til vegar. Það eitt er þvi samboðið. Allt tal um, að ungu fólki sé eðlileg- ast að sækja fyrirmyndina í ræsið eða rennu- steininn, er rangt og mannskemmandi. Þess vegna er afsökunarkenningin hvort tveggja í senn, ó- sæmileg og móðgandi fyrir æskulýðinn í land- inu. — S t e i n n . svciií! VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MEBBÆ, I. og II. HVERIISGÖXU EFRI OG NEÐRI ESKIIILÍÐ RAUBARÁRHOLT LÖNGUHLÍB GNOÐARVOG LAUGAVEG, EFRI LAUGAVEG, NEBRI FRAMNESVEG LAUFÁSVEG S I Ml 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.