Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 3
23. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Stórþjóðirnar geta lært af smáþjóðunum Reykjavík, EG — Ég er þeirrar skoðunar, að stórþjóð'irnar geti margí laert af smláþjóíjaiium, sagíii Fulbright senator í athyglis- verðri ræðu, sem liann hélt í Hátíðasal Háskóla íslands í gær í tilefni tíu ára afmælis Ful- brightstofnunarinnar á íslandi. Hvert sæti í salnum var skip- að og mikill mannfjöldi stóð og hlýddi á ræðu Fulbrights bæði í hátíðasalnum og á gang- inum fyrir framan. Meii/.ita- málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason og James K. Penfield ambassador Bandaiflkjanna á íslandi fluttu einnig ávörp við þessa athöfn, en Ármann Snæ- varr háskólarektor bauð Ful- bright og konu lians velkomin og kynnti ræðumenn. Fulbrrght og kona hans Eliza beth komu til landsins um níu leytið í gærmorgun með Loft- leiðaflugvél. X Keflavík tóku á móti þeim k m.a. ambassador Bandaríkjanna á íslandi og yf- irmaður Varnarliðsins. í gær- dag hitti senatorinn að m!áli dr. Bjarna Benediktsson forsætis- ráðherra og Emil Jónsson utan ríkisráðherra. Samkoman í hátíðasal Há- skóia íslands var í tilefni þess að tíu ár eru liðin síðan Ful- brightstofnunin eða Mennta- stofnun Bandaríkjanna á ís- landi tók til starfa. Ármann Snævarr rektor Há- skóla íslands bauð senator Ful- bright velkominn og kynnti um leið nokkrum orðum það starf, sem unnið hefur verið á veg- um Menntastofnunar Banda- ríkjanna á íslandi frá því hún tók til starfa. En alls hafa 169 íslendingar og 40 Bandaríkja- menn fengið styrki á vegum stofnunarinnar sl. 10 ár. J. William Fulbright sagði í upphafi ræðu sinnar í Háskól- anum í gær, að hann hefði einu sinni komið hér áður í seinni heimsstyrjöldinni, en þá aðeins staðið mjög stutt við. Hann kvað ísland um ýmislegt minna á það kjördæmi í Ozark- fjöllum sem hann hefði fyrst verið fulltrúi fyrir á Banda- ríkjaþingi. Mannfjöldinn væri svipaður og fjöllótt væri og hverir á báðum stöðum. Við notum að vísu ekki hverina okkar til þess að hita upp hús, sagði hann, heldur til þess að hressa upp á og endurnæra taugaveiklað fólk! Inntakið í ræðu senatorsins var alþjóðleg menntun og von- in um betri veröld. — Á sviði alþjóðlegra samskipta, sagði liann, er lilutverk menntunar- innar að gera samskipti þjóð- anna mannlegri og betri eftir því sem i mannlegu valdi stendur. Hann minnti á mörg og margvísleg vandamál, sem mannkynið á við að etja, atóm- vopnahættan vofði sífellt yfir, mannfjölgunin og fátækt hefðu margvísleg vandamál í för með sér, en það væri ekki í sam- ræmi við mannlegt eðli að ’gef- ast upp þótt mörg ljón væru á veginum. Hann minnti á hve undarlegt það væri, að er talað væri um þjóðir væri oft talað um ,,veldi“, eins og valdið væri aðalatriðið, en ekki góð stjórn. Við verðum að temja okkur að hugsa um þjóðir sem samfélög en ekki sem veldi, sagði hann, og minnti síðan á fallvaltleik stórvelda eins og Rómaveldis og brezka heimsveldisins. — Ég held að stórþjóðir eins og Bandaríkin geti mikið lært af smáþjóðum eins og íslandi, sagði senatorinn. Sjmáþjóðir telja sig ekki hafa ábyrgð eða hagsmuna að gæta um víða ver öld og geta því einbeitt kröft- um sínum að góðri stjórn til hagsbóta fyrir þegna sína. ís- land er !gott dæmi um slíkt land, þar sem ríkir velmegun og góð stjórn. Stóru löndin hafa hlutfallslega of mikil völd, og litlu löndin of lítil, þótt svo leiðtogar þeirra séu e.t.v. í engu síðri en leiðtogar stór- veldanna. Það er ef til vill ó- hjákvæmilegt að meira beri á stórum löndum, en það er alls ekki óhjákvæmilegt áð þau ráði öllu. Oft er það að smáríkin skelfast ýmsar aðgerðir, sem stóru rikin kynnu áð grípa til ef smáríkin létu að sér kveða, en samt er það svo áð allmörg lítil lönd hafa boðið stór- veldum byrginn á síðustu árum og komizt upp með það. Má þar t.d. nefna Kúbu, Mexíkó og Júgóslavíu. En það er ekki endilega þetta, sem smárikin eiga að gera heldur eiga þau Fulbriffht á fundi með íslenzkum blaðamönnum. Ilvert sæti var skipað, þegar Fulbright flutti fyr irlestur sinn. að hjálph til að ííndurlífga ýmsar alþjóöa stofnanir og vera ófeimin við að láta í ljós skoð- anir sínar á alþjóðavettvangi. Þá geta smáríkin líka, sagði Fulbright, með þátttöku í menningar- og menntasam- skiptum komið miklu góðu til leiðar. Senatorinn ræddi um heims; samfélag cg sagði að smáríkin gætu lagt skerf af mörkum til þess með því að komast yfir vanmáttarkennd sína en stóru löndin með þvi að kasta burt hrokanum. Síðan rakti Fulbright til- koinu laganna um Fulbright- námsstyrkina, sem í fyrstu voru byggðir á fé, sem Banda- ríkjastjórn átti inni í öðrum löndum vegna sölu á hergögn- um og setuliðseignum, en nú væri starfsemin orðin víðtæk- ari og byggðist yfirleitt á tví- hliða samningum við þau 49 lönd, sem Bandaríkjamenn ættu slík skipti við. Alls kvað hann 509 milljónum dala hgfa verið varið til námsstyrkja á vegum Fulbrightstofnana og væri það minna en hálft pró- sent þeirrar upphæðar, sem Johnson forseti hefði farið fram á U1 varnarmála fyrir næsta fjárhagsár í Bandaríkj- unum, sem hefst 1. júlí næst- komandi. Mjög góður rómur var gerð- ur að ræðunni í gær í hátíða- sal Háskóla íslands þar sem hvert sæti var skipað sem fyrr segir. Viðstaddir þar voru m.a. forsætisráðherra, utanríkisráð- herra og menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem hélt stutta ræðu við athöfnina. Gylfi minnti á það hve mikil- væg menntunin hefði ávallt verið okkur íslendingum. Þótt hér hefði verið eymd og fá- tækt hefði þjóðin ævinlega kunnað skil á gildi menntunar og menningar. Hann kvað sen- ator Fulbright og konu hans sérstaklega velkomin hingað af tveim ástæðum. Fyrst og fremst væri Fulbright brautryðjandi á sviði menntunar og menning- ar, ekki aðeins í heimalandi sínu heldur og einnig í álþjóð- legum menningarskiptum. Að hinu leytinu er hann velkom- inn hingað, sagði Gylfi, vegna þess að hann er einn af for- ystumönnum utanríkisstefnu Bandarikjanna, en íslending- ar ættu ekki jafn náin sam- skipti við neina aðra þjóð og Bandaríkjamenn. Kvaðst hann vona, að af hálfu íslendinga mætti þetta samstarf ævinlega vera í þeim anda, að eina ráð- ið til að eiga vin væri að reyn- ást vinur. James K. Penfield ambassa- dor Bandaríkjanna á íslandi flutti einnig stutt ávarp í hár tíðasal Háskólans í gærdág. Hann sagði í upphafi máls síns, að Fulbright starfsemin væri svo vel þekkt og mikils metin hvarvetna. að þar þyrfti engin Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.