Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 6
SærSur á fæti eftir horn naulsins heldur E1 Cordobes áfram bar- daganum. Hann gefst ekki upp, en bíðar eftir að hefna sín á nautinu. Hann hafði dreymt, að hann ætti eftir að bíða bana í hringnum. Þess vegna hætti hann. En nýlega skrifaði hann und’r nýjan samning og áhorfendur munu enn um sinn fá að sjá E1 Cordobes nautrbana, sem hætti lífi sínu í hvert skipti sem hann fór móti nautinu. Hann er nú einn af auðugustu mönnum heims, en var áður flakkari og hænsnaþjófur. Tvisvar sinnum hefur hann verið lífshættu- lega slasaður í hringnum. Hann segist vera ógiftur, til að missa ekki frelsið til að deyja. Einn mesti samningur sem um getur í sögu íþróttanna, ef hægt er að segja svo, var nýlega undir- ritaður. Sá, sem þar reit nafn sitt, sem hann varla kann að stafa, var hinn 30 ára gamli Spánverji E1 Cordobes, hinn heimsfrægi nautabani. Fyrir samninginn fær hann 120 mill- jónir fyrir að berjast við nautin í eitt ár. Aðdáendur E1 Cordobes fögn_ uðu því mjög, að hann skyldi snúa aftur í hringinn, en það var ekki með vilja hans sjálfs sem hann undiritaði samninginn. Hann var eiginlega neyddur til þess. Hinir gömlu vinir hans, sem ; höfðu komið honum áfram báðu' I hann þess svo ákaft og honum j fannst hann ekki geta svikið þá. S Þeir hefðu orðið gjaldþrota, ef hann þefði hætt, þar eða þeir hafa ekki fundið arftaka hans. 1. febrúar s.l. kom E1 Cordo- bes öllum á óva^t með því að segjast ekki ætla að berjast leng ur. Hann hafði dreymt draum, þar sem hærri máttarvöld hefðu beðið hann að hætta í hringnum að öðrum kosti ætti hann á hættu að láta lífið í hringnum. Og hinn trúaði nautabani ákvað þá strax að hætta 2. febrúar lét hann svo klippa lokk úr hári sínu og tóku ljósmyndarar margra stórblaða heims myndir af því. Hann fór 'síðan á einn af búgörðum sínum í Villalobillos utan við fæðingarstað sinn Cordo ba, en nafnið tók hann sér eftir honum, hans rétta nafn er Man- uel Benitez. I næsta mánuði byrjar spánska nautatímabilið og forstjórar hringj anna urðu skelfingu lostnir, þeir áttu engan annan frægan nauta- bana. Þeir hópuðust til Villalo- billos, þar sem þeir reyndu að hóta E1 Cordobes með málaferl- um og greiðslu 120 milljón króna skaðabóta og einn lofaði honum sömu upphæð í árslaun, ef hann vildi koma aftur í hringinn. E1 Cordobes lét þetta þó sem vind um eyru þjóta, en þá tóku for- stjóramir að bera sig upp við hann og sögðust myndu verða gjaidþrota, þeir hefðu komið hon um áfram frá því að vera at- vinnulaus landshornaflakkari í það að vera þjóðhetja og einn af ríkustu mönnum heims. Og þetta þoldi E1 Cordobes ekki. Hann skrifaði undir. E1 Cordobes missti foreldra sína barn að aldri og flúði seinna frá barnaheimili, þar sem honum hafði verið komið fyrir. Hann var því landshornaflakkari í mörg ár og stal hænsnum til að fá sér að borða. Hann hefur aldrei lært íesa eða skrifa (þó að hann bafi lært heilmikið undanfarin ár> og eins og margir fleiri leit- aði hann til stórborganna um vinnu Eitt sinn var liann við- staddur nautaat og stóð alveg við hringinn. Einn af nautabönunum hafði ekki heppnina með sér og E1 Cordobes stökk inn í hring- inn og otaði benim hnefunum að nautinu. Hann barðist djarf- lega, en var borinn af leikvell- inum. Þá vissi enginn, að þessi ungi maður yrði seinna einn f>-æaasti nautabani heims. ‘íumir segja þó, að liann sé uviri góður nautabani og geti ekk ert á móti við t.d. Manolete, cn-dene og Oominquin, sem voru sérlega rólegir og virðuleg ir á leikvellinum. E1 Cordobes er Framhald á 10. síðu. Oft hefur E1 Cordobcs lent í lífshættu í hringnum. Þarna sést hann á hornum nautsins. £ 23. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.