Alþýðublaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 13
Þreyttur
eigingfia$ur
ítölsk-frönsk djörf gamanmynd.
Sýnd kl. 7 off 9
Bönnuð börnum.
morðmgjarnir
(Ladykillers).
Heimsfræg brezk litmynd,
skemmtilegasta sakamálamynd,
sem tekin hefur veri*.
Alec Guinness
Peter Sellers.
Sýnd kl. 7 og 9.
Koparpípur og
Rennilokar.
Fittings.
Ofnkranar,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byfígingavöruverzlun
Réttarholtsvegi 3.
Sími 3 88 40.
SMURI BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐSTOFAN
Vesturgötu 25.
Sími 16012.
Opið frá kl. 9—23.30.
Áugiýssð í áSþýðublaðinu
Framhaldssaga eftir Molly Lillis:
GILDRAN ÖSÝNILEGA
Síðan gekk hann aftur inn í l)úð
ina, slökkti ljósin og læsti.
— Þetta var nú það, sagði
hann um leið og hann stakk
lyklakippunni í jakkavasann
áður en hann lagði af stað. Þok
an hafði þétzt og hann varð að
aka mjög hægt.
— Ég vil ekki nota' mér gest
risni móður þinnar, sagði Sara
rámri röddu — og alls ekki á
jólunum.
— Þú átt ekki að hugsa um
það Sara. Ég hringdi til
mömmu. Hún veit að ég kem
með þig.
9. kafli.
— Hálsbólga! Keith leit upp
þegar Poster læknir kom hlaup
andi niður stigann. — Ég bjóst
við því eftir lýsingunni sem
þér gáfuð mér í símann. Ég tók
nokkrar töflur með mér sem
ættu að lækna hana á fáeinum
dögum.
Hann rétti Keith litla flösku
áður en hann fór í frakkann.
Keith fylgdi honum til dyra
og þakkaði honum fyrir hve
skjótt hann hafði brugðið við.
Helen var kornin hálfa leið
upp stigann með glas á bakka
þegar Keith kom aftur eftir að
hafa fylgt lækninum út.
>— Er þetta handa Söru?
spurði hann.
— Já, heitt toddý. Ég hélt að
hún myndi frekar sofna ef hún
fengi það.
— Ég get farið upp með það
svo þú getir farið niður til vina
þinna. Keith stökk upp stig-
ann til að taka við bakkanum.
— Vipirnir svokölluðu eru
skólastjórinn og kona hans og
Black systurnar frá póstinum.
Við fimm hittumst einu sinni
í viku og ræðum um listir. Hún
brosti til hans yfir öxl sér
Hann barði að dyrum á her-
bergi Söru. Þegar hann fékk
ekkert svar opnaði hann dym-
ar. — Ertu vakandi? Hvíslaði
hann.
— Já, komdu inn. Nei, ekki
kveikja ljósið. Ljósið frá arn-
inum er nóg, hvíslaði hún hás.
Hann gekk yfir að rúminu og
stóð þar augnablik og horfði á
hana. Hún hvarf næstum í
stórt rúmið.
— Mamma hélt að þú mvndir
sofna ef þú drykkir þetta. Hann
lagði bakkann á náttborðið og
setti koddana við bak hennar.
— Mamma þín er afar elsku-
leg. Hún sendi Gladys upp til
að kveikja í arninum því hún
sagði að viðareldur væri
skemmtilegri en rafmagnshiti,
Sara þagnaði og hóstaði.
— Þú talar of mikið, sagði
Keith og studdi hana meðan
hann héit glasinu upp að vör-
um hennar.
—• Ég get það sjálf þakka
þér fyrir! sagði hún og tók yið
glasinu af honum.
— Þú ert alltof sjálfstæð.
—• Mér leiðist að láta stjana
við mig, sagði hún og brosti.
—• Það er bara af því að þú
ert ekki vön því. Hann dró stól
að rúminu.
Sara rétti honum tómt glasið
og breiddi aftur ofan á sig.
Hún virti hann fyrir sér með-
an hann setti glasið á bakkann
en leit feimnislega undan þeg-
ar hann leit á hana Hann snart
silkimjúkt hár hennar, sem lá
á koddanum.
— Ég er svo feginn að þú ert
hér Sara, sagði hann.
10
— Það er ég líka, sagði hún
sannleikanum samkvæmt. — En
ég vildi að mér væri ekki svona
illt í hálsinum. Við verðum að
gæta þess að ég smiti þig
ekki.
— Hafðu ekki áhyggjur af
því elskan mín. Hugsaðu um
það eitt að láta þér batna sem
fyrst. Talaðu ekki meira. Lok-
aðu augunum og reyndu að
sofna.
Þegar hann laut niður til að
kyssa hana á ennið lyfti hún
hendinni syfjulega og snart
kinn hans með fingurbroddun-
um.
Hann lagði höfuðið við kinn
hennar á koddanum.
—• Góða nótt elskan mín,
hvíslaði hann en þrátt fyrir
það að augnauok hennar titr-
uðu svaraði hún engu.
10. kafli.
Þrem dögum seinna fór Sara
á fætur.
— Mér finnst hræðilegt að
troða mér svona á ykkur og
það um jóíin, sagði hún við
Helen.
En Helen lét sem hún heyrði
þetta ekki.
— Ég verð að segja að það
hefur glatt mig að hafa yður
og þér hafið verið einstaklega
rólegur sjúklingur. Er það ekki
satt Keith?
Hann kinkaði kolli og settist
hjá Söru.
—• Ég get gefið ykkur hálf-
tíma svo verð ég að fara að
vinna, sagði hann.
— En hvað það ' er göfuð-
mannlegt af þér Keith, sagði
Helen stríðnislega. — Ég held
að við Sara getum nú lifað án
þín. Er það ekki Sara?
— Með erfiðismunum, brosti
Sara. Svo andvarpaði hún. —
Fyrst einhver er að tala um
vinnu man ég eftir því að ég
verð að fara að vinna.
— Þér særið mig, sagði Hel-
en og lézt verða móðguð — Ég
hélt að ég hefði verið afburðar-
góður gestgjafi og þér hrfðuð
alveg gleymt búðinni.
— Ég hef haft það mjög gott
hérna, svaraði Sara alvarlega.
— En búðin er búðin mín og
að vissu leyti allt mitt líf.
Keith sat og reykti og
teygði langa leggina að eldin-
um. Hann hlustaði um stund
meðan Sara sagði Helenu frá
búðinni en svo reis hann á
fætur: — Ég held að ég skilji
ykkur eftir, sagði hann og fór
út. Helen varð undrandi á svip_
inn en hún minntist ekkert á
skyndilega brottför sonar síns.
Eftir matinn um kvöldið
sagðist Helen ætla að sofna.
— Það var leitt, sagði Keith.
— Ég ætlaði að ganga frá skjöl
um í kvöld og láta þig um að
tala við Söru.
Helen dokaði ögn við með
höndina á húninum. —• Vinna!
Því reynirðu ekki að gleyma
vinnunni í kvöld og hafa það
gott við hlið Söru fyrir fram-
an arúneldinn? Svo sigldi hún
virðulega út úr stofunni.
— Þetta er mömmu líkt!
Hún vill alltaf fresta öllu, taut-
aði Keith.
— Get ég aðstoðað þig?
spurði Sara, Ég er vön að sjá
um heilmikið af bókhaldinu
sjálf þó svo að Alan geri meiri
hlutann.
— Ég þarf ekki aðstoð en ég
get ekki farið inn á skrifstof-
una og skilið þig h.ér eftir.
— Þú þarft ekki að vera
svona óvingjarnlegur. Ég get
farið að fordæmi móður þjnnar
og háttað snemma, sagði hún
hvasst og vonaðist til að hann
sæi ekki að hendur hennar titr-
uðu.
Hún starði inn í eldinn og
vonaði að hann færi en hann
stóð við hlið hennar með hönd-
ina á arinhillunni og hún spurði:
— Af hverju ertu svona leið-
ur? Viltu losna við mig?
Hann leit á hana og strauk
seinlega gegnum hár sitt.
— Ég vil ógjarnan vera ó-
vingjarnlegur Sara, en ég verð
feginn þegar þú ferð.
Vonbrigðin skinu úr svip
hennar.
—• Ég. .. mér finnst leitt að
hafa gert þér þetta ómak. En
ég ætlaði hvort eð er að fara
á morgun, sagði hún og född
hennar brast af æsingí.
— Ég meinti það ekki þann-
ig Sara. Hann tók um höndt
hennar með bóðum sínum. —«
Það er bara þetta að mér finnst
návist þín óþolandi. Að sjá þig
Massey
Ferguson
DRÁTTARVÉLA
og GRÖFUEIGENDUR
Nú er rétti tíminn tO að
láta yfirfara og gera við
vélarnar fyrir vorið.
Massey Ferguson-við-
gerðaþjónustu annast
Vélsmiðja
Eysteins Leifssonar
hf.
Síðumúla 17.
sími 30662.
23. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ