Dagur - 21.11.2000, Qupperneq 5
ÞRIÐJUD AGll R 21. NÓVEMBER 2000 - 5
Thyptr.
FRÉTTASKÝRING
L
Ofstopum er
aUtundykjandi
Um nýliðna helgi mátti lögregla hörfa undan æstum múg við Ingólfstorg og voru laganna verðir þó vopnaðir
maze-brúsum. Annars staðar gekk óaldalýður um með hafnaboltakylfur.
Ilrikaleg alda morða og
grófra ofbeldisverka á
síðustu mánuðum og
örfáu misserum hefur
valdið vaxaudi ugg í
þjóðfélaginu og endau-
lega feikt burt ímynd-
inni af íslandi sem
samfélagi þar sem fólk
getur gengið óhult um.
Framundir síðustu ár var hægt að
afgreiða flest manndráp sem ölæð-
isverk, en það er að breytast;
dópistar hafa leyst fýllibyttur af
hólmi og í hinum harða heimi
fíkniefnadólganna tíðkast gróf of-
beldistól. Nú getur venjulegur
þegn á suðvesturhorni landsins
ekki lengur talist óhultur vegna
lausagangs siðblindra manna, sem
sökum ofneyslu örvandi eiturlyfja,
gjarnan ofan í áfengi, hafa misst
alla dómgreind og þurfa með öll-
um ráðum að ijármagna neysluna.
Morð eru ekki lengur þetta 1 -2 á
ári. Samkvæmt opinberum tölum
hafa 20 morðmál verið rannsökuð
síðustu tíu ár. Skiptingin milli ára
er eftirfarandi: ijögur mál 1991,
þrjú mál 1992, eitt mál 1993, ekk-
ert mál 1994 og 1995, tvö mál
bæði 1996 og 1997, ekkert mál
1998, tvö mál 1999 og fimm mál
það sem af er þessa árs.
I ár hefur þjóðin upplifað dráp
sonar á föður sínum að Blá-
hvammi nálægt Húsavík, dráp of-
stopamanns í Keflavík á vitni í
nauðgunarmáli gegn honum, dráp
ungs manns sem varpaði ungri
stúlku ofan af 10. hæð fjölbýlis-
húss við Engihjalia í Kópavogi,
dráp drykkjukonu á tæplega fimm-
tugum húsráðanda við Leifsgötu
og nú síðast dráp lögfræðings á
viðskiptafélaga sínum. í desember
1999 myrti síðan dópisti aldraða
konu í íjölbýlishúsi við Espigerði í
Reykjavík.
Lögregla varðist
með úðabrúsum
En það er ekki bara að fólk er
myrt. Tilgangslaust ofbeldi fer ein-
nig vaxandi. Urn þessa helgi var
ráðist á mann við Ingólfstorg og
þegar lögreglumenn komu við-
komandi til aðstoðar og handtóku
þann óðasta var gerður aðsúgur að
lögreglunni, sem varð að beita
varnarúða til að forðast líkams-
meiðingar. I öðru ofbeldismáli
helgarinnar veittu ofstopamenn
húsráðanda cinum ávcrka á höfði
með kúbeini sem þeir höfðu með-
ferðis. Þá voru þrfr menn hand-
teknir cftir að hafa ráðist að manni
á heimili hans í miðbænum síð-
degis á sunnudag. Húsráðandi var
fluttur á slysadeild með áverka á
hrygg og höfði. Meðal annars var
notuð hafnarboltakvlfa við árás-
ina. í bíl árásarmanna var síðan
óskráð haglabyssa og skotfæri sem
var haldlagt.
Þegar dagbók lögreglunnar allra
síðustu mánuðina er skoðuð sjást
mörg dæmi tryllingsins: Dyravörð-
ur á veitingastað bitinn í fingur.
Tvennt handtekið eftir að það réð-
ist að lögreglumönnum sem voru
að stöðva handalögmál. Maður
lluttur illa skorinn á hálsi á slysa-
deild eftir að hafa verið sleginn
með bjórflösku á veitingastað í
miðborginni. Þrír handteknir eftir
að hafa ógnað hússráðendum með
Helgi Gunnlaugsson:
Á vissan hátt má segja
að útlöndin séu komin
til íslands og einangrun landsins
hafi verið rofin.
járnbút. Stúlku hrint utan í ljósa-
staur á Laugavegi. Maður skallað-
ur í andlitið og laminn með flösku.
Maður handtekinn eftir að hafa
ógnað fólki með hníf á Lækjar-
torgi. Ráðist á ölvaðan og sykur-
sjúkan rnann innandyra á Hlemm-
torgi. Lögreglumaður við störf í
miðborginni bitinn í eyra af manni
sem hafði verið færður inn í lög-
reglubifreiðina vegna óláta. Ráðist
að manni og hann úðaður með
gasúða. Þannig mætti áfram telja.
Aftur syrtir í álúm
„Það er skiljanlegt að það setji ugg
að okkur þegar við heyrum af ýms-
um óhæfuverkum í kringum okk-
ur. íslendingar eru fámenn þjóð og
alvarlegir atburðir setja því meira
mark á okkur en marga aðra. Og
þegar margir slíkir atburðir verða á
stuttum tíma er eðlilegt að staldr-
að sé \dð og spurt hvað valdi,“ seg-
Þórarinn Tyrfingsson:
í miðborginni geta um hverja helgi
verið nokkrir menn, órólegir af
amfetaminneyslu, tortryggnir, síta-
landi um ofbeldi og berandi vopn -
og al/ur hópurinn verður tortrygg-
inn og órólegur.
ir Helgi Gunnlaugsson afbrota-fé-
lagsfræðingur í samtali við Dag
um þessi mál. „Manndrápsmál
virðist koma í bylgjum. Við höfum
farið í gegnum hrinur af þessu tagi
á undanförnum áratugum og feng-
ið síðan á milli tímabil með tiltölu-
lega fáum málum í jafnvel áravís.
Uppúr 1990 gengum við eins og
nú í gegnum mörg mál m.a. hið
skelfilega ránmorð á bensínstöð
hér í Reykjavík. Þá hefði mátt ætla
að við væruni að fara inn í um-
hverfi þar sem mál af þessu tagi
væru að verða árviss. Svo varð þó
ekki og í kjölfarið kom tímabil með
fáum manndrápsmálum og jafnvel
ár þar sem engin mál komu upp,
en á síðari hluta áratugarins hefur
aftur syrt í álinn."
Hclgi segir þrjá síðustu áratugi
aldarinnar skera sig þar úr en at-
hyglisvert sé að fjöldinn milli þeir-
ra þriggja er tiltölulega áþekkur
Örn Clausen:
Ég hefsagt í mörg ár,
að i um 90% tilfella þar
sem ég er að verja menn vegna
ofbeldisverka hafa þeir framið
verknaðinn í dóp- eða
áfengisrugli.
þcgar tillit hefur verið tekið til
manntjöldaþróunar. En hvað veld-
ur þessari aukningu á síðari hluta
aldarinnar? „Skýringar eru ekki
einhlítar en ýmislegt varpar Ijósi á
þróunina. Samfélagslegar forsend-
ur hafa gerbreyst og umhverfi okk-
ar er allt annað og lausbeislaðra en
það var fyrr á öldinni. Mikil mann-
fjöldaaukning, þéttbýlismyndun,
aukin samkeppni og vaxandi óper-
sónuleg samskipti m\Tida baksvið
þessarar þróunar auk þess sem
ljölskyldan hefur átt undir högg að
sækja. Samfélagið hefur einnig
galopnast gagnvart hinu alþjóðlega
umhverfi og erlend áhrif hafa
streymt hingað mcð t.d. fíkniefn-
um, fjölmiðlum, tísku, klámi og
fleiru. A vissan hátt má segja að
útlöndin séu komin til Islands og
einangrun landsins hafi verið rof-
in. Þó megum við ekki gleyma því
að tíðni alvarlegra afbrota er enn
a.m.k. fátíðari hjá okkur en víðast
hvar í Vestur-Evrópu þó einstakir
toppar hjá okkur slagi stundum
upp í tíðnina í nágrannalöndun-
um,“ segir Helgi og bætir við að
við megum þó aldrei sætta okkur
við mál af þessu tagi og getum gert
miklu betur.
Örvandi efjiin eru verst
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á
Vogi segir, aðspurður um þátt
örvandi fíkniefna í þessari þróun,
að rannsóknir og reynsla segi okk-
ur að neysla á t.d. kókaíni og am-
fetamfni, valdi meira ofbeldi.
„Frægt er hvernig blómasumarið í
San Francisco breyttist þegar
neytendurnir færðu sig yfir í am-
fetamín - það reis upp ofbeldisalda
og menn sögðu: Speed kills.
On'andi efnin eru talin hættuleg-
ust hvað þetta varðar, með áfengið
skammt undan. Við vitum að am-
fetamínfaraldur hefur verið í gangi
hér á landi í Iangan tíma. Það kom
kippur 1983 og síðan annar veru-
lega stór uppúr 1995 þegar tilfell-
um á Vogi fjölgaði úr 200 í 400 á
fjórum árurn. Um leið er kókaín-
vandinn að aukast og í raun þarf
engar mannvitsbrekkur til að teng-
ja þetta saman við aukið ofbeldi.
Þetta er kristaltært."
Þórarinn segir að aukið ofbeldi
og múgæsingur þurfi ekki að koma
á óvart, þótt ekki séu allir á örvan-
di lyfjum. „Það er velþekkt í til-
raunum með t.d. mýs, að þær eru
friðsamar í búrum sínum og eru
ekki að áreita hvor aðra. En ef
þremur af 10 er gefið amfetamín
verður allt vitlaust í búrinu. I mið-
borginni geta um hverja helgi ver-
ið nokkrir menn, órólegir af am-
fetamínneyslu, tortryggnir, sítalan-
di um ofbeldi og berandi vopn - og
allur hópurinn verður tortrygginn
og órólegur. Þetta hefur miklu víð-
tækari félagsleg áhrif en menn
gera sér grein fyrir,“ segir Þórar-
inn.
Ofbeldi í dóp- og
áfengisrugli
Örn Clausen lögfræðingur hefur
varið margan ofbeldismanninn í
dómssölum. „Eg tel að ástandið
fari versnandi og að því sem um að
kenna aukinni óreglu, með bæði
dóp og áfengi. Ég hef sagt í mörg
ár, að í um 90% tilfella þar sem ég
er að verja menn vegna ofbeldis-
verka hafa þeir framið verknaðinn
í dóp- eða áfengisrugli," segir Örn.
En hvað er þá að breytast sem
eykur ofbeldið? „Þetta er einfald-
lega að breytast eftir því sem meira
er um „útilíf' á fólki og búllur
opna út um hvippinn og hvapp-
inn,“ segir Örn.