Dagur - 21.11.2000, Page 11
Dj&flT
ÞKIDJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Monaco hótar slit-
um írá Frakklandi
Rainier III veifar til þegna sinna á þjóðahátíðardaginn, sem var si sunnu-
dag. Með honum eru Albert prins og prinsessurnar Carolina og
Stephanie.
Franska stjómin
ásakar furstadæmið
u ni að halda vemdar-
hendi yfir skattsvik-
urum og eiturlyfjasöl-
Ulll
Samband furstadæmisins
Monaco og Frakklands hefur
kólnað mjög undanfarnar vikur.
Stjórnendur furstadæmisins
hafa tekið mjög illa upp ásakan-
ir frá París, en ráðamenn þar
ásaka hið örsmáa verndarrfki sitt
um að halda verndarhendi yfir
skattsvikurum og að þar sé
stundað peningaþvætti og mið-
stöð fíkniefnasala sé í ríkinu.
Furstinn Rainier 111, sem verið
hefur við völd síðan 1949, segir
fráleitt að Iýst verði yfir stríði á
hendur Frökkum, en vel geti svo
farið að ríkið heimti aðskilnað
frá Frakklandi og að lýst verði
yfir fullu sjálfstæði. Furstinn er
bæði sár og reiður vegna þeirra
grófu ásakana sem franskir ráða-
menn beina að ríki hans.
Þetta smáríki við Miðjarðar-
hafsströnd Frakldands er 2,5 fer-
kílómetrar að stærð. Það er tengt
Frakklandi með mörgum
vinsamlegum milliríkjasamning-
um. Frakkar ábyrgjast varnir
landsins og annast utanríkismál-
in. Sjálfstæði furstadæmisins var
skert mjög 1963 með því að
sjálfstæði Iagasetningar og dóm-
stóla var takmarkað, pólitískt
frelsi sömuleiðis og Frakkar hafa
hönd í bagga með fjárlagagerð.
Franski sendiherrann í
Monaco hefur hönd í bagga með
stjórnarathöfnum furstans og
franskir embættismenn eru
æðstu menn dómsmála og efna-
hagsmála.
Stjórn sósíalista í Frakklandi
er ekki sérlega hrifinn af þessu
verndarsvæði sínu, sem furstinn
ver með oddi og egg og hóta nú
að segja upp öllum samningum
við Frakldand og lýsa yfir sjálf-
stæði. Mónakó er stórveldi á
sína vi'su, því þar eru miklir pen-
ingar samankomir. Tekjur af
spilavítinu nægja fyrir útgjöldum
furstadæmisins og þurfa inn-
fæddir því ekki að greiða skatta.
Tveir þriðju hlutar íbúanna eru
sterkrfkir útlendingar, sem njóta
skattfrelsisins og veðurblíðunnar
á Riveriunni.
1 síðasta mánuði skilaði þing-
skipuð rannsóknarnefnd skýrslu
um miður þokkalega starfsemi í
Monaco. Stjórnin í París gerir
nú kröfu um endurbætur og sið-
væðingu á fjármálabrallinu sem
viðgengst í furstadæminu. Kraf-
ist er að 12 þúsund franskir
borgarar sem flúið hafa á náðir
skattfrelsisins verði látnir greiða
það sem þeim ber og að háir
skattar verði lagðir á einstak-
linga og fy'rirtæki sem komast
hjá því að greiða opinber gjöld í
skjóli þess að fá inni í fursta-
dæminu nteð starfsemi sína eða
eignir.
Þá krefjast Frakkar skýringar á
þeim um mælum Rainiers furs-
ta, sem hann viðhafði í blaðavið-
tali: „Eg ætla ekki að lýsa yfir
stríði á hendur Frakklandi, en
París verður að sýna oss virð-
ingu, en það hefur stjórnin ekki
gert svo mánuðum skiptir.
Ásakanirnar á hendur oss eiga
ekki við nein rök að styðjast.
Hvernig franska ríkisstjórnin
notar fjölmiðla til að opinbera
kæruefnin, og tóninn í orðsend-
ingunum, sýnir að það er viljandi
gert að sverta ímynd furstadæm-
isins."
Furstinn hótar að farið verði
að dusta rykið af gömlum sátt-
málum og að fullur vilji sér fyrir
að furstadæmið fái fyrri stöðu
sína og sjálfstæði um málefni
sín.
Hann segir, að það sé enginn
ástæða fyrir ríkisstjórn Frakk-
lands að fara að hlutast svo frek-
lega um innri málefni Monaco,
eins og gert hefur við undan-
farnar vikur. Hann ítrekar ein-
nig, að engir erlendir aðilar né
stofnanir hafi séð ástæðu til að
ráðst að furstadæminu með
ásökunum um peningaþvætti,
eða fyrir að halda verndarhendi
yfir skattsvikurum. „Vér erum
orðnir þreyttir á að vera úthróp-
aðir fíkniefnasalar," segir Raini-
er og er farinn að gefa út
stórpólitískar yfirlýsingar.
Tveir fórust í sprengingu
ÍSRAEL. - Tveir menn létu lífið þegar sprengja sprakk við strætis-
vagn sem flutti ísraelsk börn og kennara þeirra f skóla á Gaza-svæð-
inu í gær. Meðal þeirra níu sem slösuðust voru þrjú börn; þau mis-
stu hluta af fótum og handleggjum. Síðdegis í gær gerði i'sraelski her-
inn eldflaugaárásir á skotmörk í Gaz.a í hefndarskyni.
Heimsókn Clintons lokið
BANDARÍKIN. - Heimsókn Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, til
Víetnams lauk í gær. I ferðinni Iagði forsetinn áherslu á að þjóðirnar
ættu að taka upp nánara samstarf, en aldarfjórðungur er liðinn síð-
an Bandaríkjamenn áttu í hatrammri styrjöld við Víetnama.
Þingið undirbýr málshöfðun gegn
Estrada
FILIPPSEYJAR. - Josef Estrada, forseti Filippseyja, lýsti því yfir í gær
að hann myndi sætta sig við niðurstöðu réttarhalda þjóðþingsins
gegn honum - en þing landsins hefur ákært forsetann fyrir að hafa
þegið gífurlegar fjárhæðir í mútur frá glæpamönnum og stórfy'rir-
tækjum.
Fujimori boðar afsögn
PERU. - Alberto Fujimori, forseti Perú, hefur boðað afsögn sína, en
hann er nú staddur í Japan. Mikil ólga hefur verið í landinu síðustu
vikur og mánuði og háværar kröfur um að forsetinn fari frá völdum
vegna margháttaðar spillingar og að landsmenn fái aukið frelsi. Fu-
jimori hefur setið á forsetastóli í heilan áratug.
Vopnahléi hafnað
KASHMIR. - Skæruliðar sem berjast fyrir sjálfstæði Kashmír vísuðu
í gær á bug yfirlýsingu indverskra stjórnvalda um tímabundið vopna-
hlé í héraðinu. Skæruliðarnir sögðu vopnahléstilboðið blekkingu og
hétu því að berjast áfram íyrir sjálfstæði landsins.
Enn morð í Suður-Afríku.
SUÐUR-AFRIKA. - Að undanförnu hafa verið framin rnörg morð í
Suður-Afríku þar sem kynþáttahatur er talin helsta orsökin. Um
helgina féllu tveir til viðbótar fy'rir morðingjahendi, annar hvítur en
hinn svartur.
Mannréttindasamningur við Kína
KÍNA. - Mary Robinson undirritaði í gær fyrir hönd Sameinuðu
þjóðanna samning við Kína um mannréttindi. Samningurinn felur í
sér, að hennar sögn, aðgerðir til að takmarka svokallaðar vinnubúðir
sem nú hýsa mikinn fjölda pólitískra andófsmanna.
Saksóknari lýkur máli sínu
FIOLLAND. - Saksóknarar í Lockerbie-málinu hafa lokið málflutn-
ingi fyrir dómstólnum í Hollandi, en þar eru tveir menn frá Líbýu
ákærðir fyrir að hafa komið fyrir sprengju í farþegaþotu sem sprakk í
loft upp yfir bænum Lockerbie í Skotlandi árið 1998. Verjendur
hinna ákærðu leggja til að málið verði látið niður falla.
Pólitískum föngum sleppt.
SÝRLAND. - Hinn nýi forseti Sýrlands, Bashar Al-Assad, hefur fyr-
irskipað að um 600 pólitískum föngum verði sleppt, og eru þeir
fýrstu þegar lausir.
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER
326. dagur ársins, 40 dagar eftir.
Sólris kl. 10.16, sólarlag kl. 16.10.
Þau fæddust 21. nóvem-
her
• 1694 Voltaire, franskur heimspeldngur og
rithöfundur.
• 1768 Friedrich Schleiermacher, þýskur
guðfræðingur.
• 1898 René Magritte, franskur Iistmálari.
• 1900 Bjarni Böðvarsson tónlistarmaður.
• 1904 Coleman Hawkins, bandarískur
djasstónlistarmaður.
• 1940 Dr. John, bandarískur tónlistarmað-
ur.
• 1945 Goldie Hawn, bandarísk leikkona.
• 1953 Áskell Másson tónskáld.
Þetta gerðist 21. nóvem-
her
• 1783 flugu tveir Frakkar, þeir Jean
Francois Pilatre de Roz.ier uppfinninga-
maður og Francois-Laurent d’Arlandes
markgreifi, fyrstir manna í loftbelg.
• 1929 hélt „hinn guðdómlegi" Salvador
Dali fyrstu málverkasýningu sína.
•1931 flutti Ríkisútvarpið í fyrsta sinn leik-
rit.
• 1973 komst upp að átján og hálfrar mín-
útu löng eyða var í hljóðupptökum af sam-
tali þeirra Richards Nixons Bandaríkjafor-
seta og H.R. Haldemans, starfsmanns
Hvfta hússins, sem notað var í Watergate-
réttarhöldunum.
Vísa dagsins
Gengi er vatt, þarfé erfalt,
fagna skolt í hljóði.
Hitt varð olltaf hundraðfalt
sem hjartað galt úr sjóði.
Einar Benediktsson
Afmælisham dagsins
Björk Guðmundsdóttir söngkona og
nýbakaður Edduverðlaunahafi fyrir
leik sinn í Myrkradansaranum á af-
mæli í dag, fædd 21. nóvember árið
1965 og mun því teljast 35 ára. Glæsi-
Iegur söngferill hennar spannar nú
þegar meira en tvo áratugi, því fyrstu
plötuna sendi hún frá sér meðan hún
var enn í barnaskóla. Nýlega sagðist
hún samt vera rétt að byrja, svo það
má eiga von frá ýmsum glaðningi frá
henni næstu áratugina.
Vitrir menn tala vegna þess að þeir
hafa eitthvað að segja; fávitarnir
vegna þess að þeir þurfa að segja eitt-
hvað.
Platón
Heilahrot
Á Rakarastofu Runólfs eru glerdyr, og
þar stendur nafn rakarastofunnar letrað
fögrurn stöfum. Þegar maður stendur
fyrir utan dyrnar snúa stafirnir rétt. En
hvernig snúa stafirnir ef maður horfir ;
þá í spegli innandyra þar sem þeir end-
urspeglast af öðrum spegli?
Lausn á síðustu gátu: Lykill.
Vefur dagsins
Liberace hét einhver skrautlegasti glam-
úrsöngvari allra tíma, og að sjálfsögðu er
nú komin á netið síða helguð þessum
puntfugli: www.bobsliberace.com