Dagur - 21.11.2000, Page 13

Dagur - 21.11.2000, Page 13
12- ÞRIDJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 I’RIDJUDA G UR 21. NÓVEMBER 2000 - 13 FRÉTTASKÝRING Þögnin getur verið hávær SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Stjdmarandstaðan segir ríMsstjómina vera að plægja akurinn fyrir einka- skóla með því að semja ekki við fram- haldsskólakennara. Aðrir henda á að ríkis- stjóminni sé vorkun, bæti hán kjör kenn- ara, opnist samningar og allar aðrar stéttir fylgi á eftir. Kennaraverkfallið hefur nú stað- ið í tvaer vikur án þess að neitt hafi þokast í samkomulagsátt. Samningamenn kennara halda því fram að enginn vilji sé hjá rík- isvaldinu til að semja og fulltrúar stjórnarandstöðunnar. halda því fram að Björn Bjarnason menntamálaráðherra, studdur af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, sé að nota kennaraverkfallið til að sýna fram á veikleika ríkisrekinna skóla samanhorið við einkaskól- anna, sem þeir hafa dálæti á. Að vísu kom óvænt hliðarspor þar í með verkfalli kennara í Verslun- arskólanum. Aðrir benda á að hendur ríkis- stjórnarinnar séu hundnar vegna kjarasamninganna við Flóa- handalagið og lleiri félög innan ASI frá því í vor er Ieið. Hækki laun kennara umfram það sem samið var um í almennu samn- ingunum, opnist hinir almennu kjarasamningar með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Einar Oddur Kristjánsson segir að ríkisstjórnin hafi til þcssa útilokað að leysa verkföll með lagasetningu. Sjálf- ur segist hann aldrei hafa útilok- að slíkt en hann sé bara fót- gönguliði hjá rfkisstjórninni. Kæruleysi og hroki „Það er eflaust fleira en eitt sem veldur þessari kyrrstöðu. Þar kemur lil samhland af kæruleysi og hroka ríkisstjórnarinnar. Það er eins og ráðherrunum linnist þeir yfir það hafnir að þurfa að vera að tala við „þessa kennara." Birni Bjarnasyni virðist ekki koma málið við frekar en hann vill. Eg er eiginlega mest hissa á Geir H. Haarde. Eg hefði haldið að hann tæki svona mál alvarlega og sinnti því af alúð,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG. Hann segir ríkisstjórnina líka hrædda við efnahagsástandið og þora í hvorugan fótinn að stfga. Oðrum þræði víðurkenni allir að kennararnir hafi mikið til síns máls. Þeir hafi dregist aftur úr f launum. Ef ástand efnahagsmála hefði verið eðliiegt og stöðugt hefði ekki átt að vera svo erfitt að koma til móts við þá. „En ástandið er hara allt svo viðkvæmt og vakurt og menn taugaveiklaðir og þora ekki að koma til móts við kennara. Við megum svo ekki glcyma því að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra á sér gæluverkelni sem eru einkaskólar. Honum þætti það sjálfsagt ekkert verra að ástandið nú skrifaðist á hið opinbera skólakerfi. Verslunarskólinn fer að vísu dálítið illa með hann í þessu máli. Þar átti ekki að koma til verkfalls en gerði það nú samt. Ein afleiðing þessa íills verður sú að kennarar Ilýja úr stéttinni og þá verður auðveldara fyrir einka- skólana sem taka skólagjöld að ná til sín mannskap,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon. Ótrúlega lítil umræða „Það sem virðist erfitt fyrir ríkið í þessu máli eru kjarasamningarnir við ASI frá liðnu vori, sem binda hendur ríkisstjórnarinnar. Fái aðrar stéttir meira opnast þeir samningar aftur. En þá skulum við líka skoða hvað er erfitt á hin- um vængnum en það eru 20 þús- und nemendur sem eru utan skóla. Þess vegna liggur kaleikur- inn hjá þeim tveimur ágætu ráð- herrum mennta- og íjármála. En það sem mig undrar einna mest, miðað við þá prcssu sem er á að leysa deiluna og þá hagsmuni sem eru í húfi fýrir allan þennan fjölda nemenda, er hvað umræð- an í þjóðfélaginu er lítil,“ segir Jónína Bjartmar/, alþingismaður og formaður Heimilis og skóla. Hún segir foreldra leita nú mjög til samtakanna unt aðstoð við að koma á fót foreldrafélög- um. Hún segir foreldra vilja fá vettvang til að koma saman og stilla saman strengi sína. Jónína segir að foreldrar tali um að þótt eitt og eitt þeirra skrifi í blöð eða tjái sig opinberlega, hafi það ekk- ert vægi, því það sé ekkert eftir þvf hlustað. Skólasamfélagið er auðvitað kennarar, nemendur og foreldrar og foreldrar og nemend- ur eru ekki í verkfalli. Þeir séu frekar eins og í gíslingu. Það sé óskapleg blinda að telja það eins og sjálfsagðan hlut að 20 þúsund börn séu vikum saman utan síns starfs og að menn geti síðan Ieyst allt sem þau missa niður eins og eitthvert átaksverkefni. Það geng- ur aldrei upp lyrir svo utan lang- tíma tjónið sem leiðir af þessu fyrir skóla, skólahald og mennta- kerfið í heild sinni. „Miðað við hvað ástandið er al- varlegt finnst manni einkennilegt að ekkert skuli vera að frétta af samningaviðræðunum og mér finnst einkcnnilegt hve iítil um- ræðan er í þjóðféiaginu. Maður spyr líka hvernig fara allar for- varnaráætlanir þegar svona staða kemur upp. Við fréttum af börn- um sem Ijóst er að fara ekki aftur í skóla, sitja bara heima og snúa sólarhringnum við og eru í ein- hverjum allt öðrum hugleiðing- um. Þetta er ægilegt ástand og mig furðar dag frá degi þessi al- gera þögn um málið. Getum við ef til vill tengt þetta ástandinu í miðborginni um síðustu helgi? Og samt er engin umræða um stöðuna," segir Jónína Bjartmarz. Fyrir einkaskólana „A sama tíma og ríkisstjórnin virðist ekki hreyfa sig hætis hót í allt við þá og vonumst til þess að þær viðmiðanir haldist. Við eigum óskplega mikið undir því. Kennar- ar efna til verkfalls aðgerða. Bæði BSRB og BHM eru með Iausa samninga. Ég tel og hef sagt það opinberlega að samkvæmt mínum skilningi hvorki mætti ríkisvaldið né ætti að semja við einn né neinn öðru vísi en á grundvelli sem samið var við Alþýðusambandið," segir Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og fyrrverandi for- maður VSÍ. Hann segist ekki fá séð að það sé hægt að semja í þessu verkfalli á öðrum forsendum en ASÍ samn- ingsins. Það komi kennurum ekk- ert sérstaklega við heldur sé alveg sama hvaða stéttarfélag á í hlut, ASI samningurinn verði að gilda. Aðstæður í þjóðfélaginu séu þan- nig um þessar mundir. Einar Oddur var spurður hvort þá yrði ekki að leysa verkfallið mcð lögum? „Ríkisstjórnin er mjög hörð á því að levsa ekki vinnudeilur með lög- um. Ég á von á því að sú afstaða sé óbrevtt, í það minnsta í einhvern tfma. Ég hef hins vegar aldrei úti- lokað þann möguleika að leysa kjaradeilur með lögum ef allt er í hlindgötu. Ríkisstjórnin gerir það og ég er bara fótgönguliði þar í sveit," segir Einar Oddur Krist- jánsson. Spauglaust að fara í verkfaU „Ég var um 1 5 ára skeið formaður verslunarmanna og ég lærði þá að það er spauglaust að framkvæma verkfall ef menn hafa ekki samúð almennings með sér. Það er líka erfitt að dæma svona mál úr fjar- lægð, en ég get ekki neitað því að mér finnst ríkisstjórnin afskaplega svifasein og stöð í málinu. En að því er aðgætandi að það kom fram hjá framkvæmdastjóra Alþýðu- sambandsins á þingi þess á dög- unum að ef séð yrði af einhverju til handa illa launuðum kennur- um, þá væri það skilmálalaust að það gengi yfir alla aðra líka,“ segir Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslyndaflokksins. Hann segir að það sé skelfilegt ástand hjá kennarastéttinni og bendir á dæmi um hvað kennarar hafi dregist mikið aftur úr frá fyrri tfð. Sverrir segir að þegar hann var í Menntaskólanum á Akureyri, hafi kennarar verið í efsta lagi í kjörum Opinberra starfsmanna. „Nú eru þeir með hörmuleg sultarlaun og stéttinni hrakar, þessari einna þýðingarmestu vinnustétt þessa þjóðfélags. Henni hrakar vegna þess að það er ekki Icngur eftirsóknarvert að stunda þessa erfiðu vinnu. Það er okkur lífsspursmál að bæta kjör kennara ef menn vilja á annað horð leggja áherslu á aukna menntun. Þótt ég sé ekki kennari þykist ég hafa séð þess dæmi að þetta sé, ef alúð er lögð í verkið og það unnið eins og nauðsyn ber til, þrældóms vinna. Og nú ber mönnum saman um að við séum að dragast aftur úr sam- bærilegum þjóðurn. Sá vandi verð- ur ekki leystur nema að bæta kjör kennara. Hins vegar er ríkisstjórn- inni vorkun ef hún á á hættu að allir aðrir sigli í kjölfarið ef hún lætur kennara njóta sannmælis og bætir kjör þeirra. Það er spauglaus staða," segir Sverrir Hermanns- son. - S.Don Frá mótmælasetu framhaldskólanema í fjármálaráðuneytinu í síðustu viku. svo til þess að afar lítil nýliðun sé í stéttinni. „Ungt fólk scm kemur til starfa í framhaldsskólunum nær ekki að afla sér tekna til framfærslu nema með því að vinna tvöfaldan vinnudag. Það verður svo til þess að það brennur út á skömmum tíma og yfirgefur stéttina. Þetta er í hnotskurn vandi framhalds- skólans í dag. Þetta mun hafa óheillavænleg áhrif á atvinnulíf- Össur Skarphéðinsson: Stjórnvöld reyna að beina reiði nemenda og for- eldra frá sjálfum sér. Síðan á lausnar- orðið í framtiðinni að vera einkaskólar. að ná samningum við kennara kemur menntamálaráðherra fram með tillögur inn í fjárlög um að koma á fót einkaskóla. Eg tel að þctta tvennt sé tengt. Nú þcgar er maður farinn að heyra það á mál- flutningi sjálfstæðismanna að best sé að leysa það sem þeir kalla „vanda framhaldsskólakerf- isins“ til frambúðar með því að lyfta upp einkaskólum. Þannig sé hægt að bæta kjör kennara. Þeir Steingrímur J. Sigfússon: Það er eins og ráðherrunum finnist þeiryfir það hafnir að þurfa að vera að tala við „þessa kennara." vilja sum sé í framtíðinni velta þessum vanda yfir á foreldra nemenda. A sínum tíma tókst ri'k- isstjórninni að koma launavanda grunnskólakennara yfir á sveitar- félögin," segir Össur Skarphéð- insson. Hann segir að Iaunastefna rík- isstjórnarinnar sé búin að gera framhaldsskólastéttina að annars flokks stétt með því að halda þeim niðri f laúnum. Það verður Jónína Bjartmarz: Þetta er ægilegt ástand og mig furðar dag frá degi þessi algera þögn um málið. ið í framtíðinni. Það hefur verið sýnt fram á að það er beint sam- band á milli fjölda þeirra sem ljúka framhaldsskólaprófi og efna- hagslegrar velsældar í þjóðfélag- inu. Ég held, því miður, að stjórn- völd ætli sér ekki að leysa þessa deilu. Þau ætla að láta þjóðina standa frammi fyrir því að önnin evðileggist og reyna að beina reiði nemenda og foreldra frá sjálfum sér og gegn kennurum. Síðan á lausnarorðið í framtíðinni að vera einkaskólar," segir Ossur Skarp- héðinsson. ASÍ samninguriim ráðandi „Ég fór ylir þessi mál með Elnu Katrínu, formanni Félags fram- haldsskólakennara, rétt áður en til þessa verkfalls kom. Frá mínum sjónarhóli er málið þannig vaxið að Alþýðusamband íslands gerði kjarasamninga sl. vor. Við miðum Einar Oddur Kristjánsson: Það er ekki hægt að semja í þessu verkfalli á öðrum forsendum en ASÍ samn- ingsins. Sverrir Hermannsson: Það er okkur lífsspursmál að bæta kjör kennara ef menn vilja á annað borð leggja áherslu á aukna menntun. RAUTT LJOS þýðir að stöðva skuli ökutæki skilyrðislaust. MUNUM EFTIR IUMFERÐAR RÁÐ LOGGÆSLU- MYNDAVÉLUNUM ff Ég efast stórlega um að ég lesi betri bók í bráð ## Jóhanna Kristjónsdóttir/strik.is J;jó JPV FORLAG ## ...bráðsmellnar smásögur" Súsanna Svavarsdóttir/Mbl „Persónurnar eru af holdi og blóði og því hafa sögurnar erótískan blæ' SS/Mbl J;jo JPV FORLAG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.