Dagur - 21.11.2000, Síða 20
20- ÞRIDJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
Akureyr^Jorðurland
Sundlaug Akureyrar.
Fjárfestingar
Akureyrarbæjar
Á síðasta bæjarráðsfuncli á
Akureyri var lögð fram end-
urskoðuð fjárhagsáætlun
bæjarins og þar var m.a. að
finna yfirlit yfir áætlaðar íjár-
festingar bæjarins, bæði
gjaldfærða fjárfestingu og
eignfærða fjáfestinu, en sam-
tals nemur eign- og gjaldfærð
fjárfesting rúmum milljarði
króna eða 1.005.000 þús-
undum króna.
Eignfærð fjárfesting
02 Félagsmcíl
Leikskóli við Iðavöll 45.000
Nýr leikskóli 5.000
04 Fræðslumál
Síðuskóli 10.000
Oddeyrarskóli 150.000
Giljaskóli 175.000
Framhaldsskólar 25.000
05 Menningarmál
Amtsbókasafn 60.000
Gilfélag, Ketilhús 20.000
06 Iþrótta- og
tónistundamál
Sundlaug Akureyrar 40.000
Framlag til VMI 20.000
Fjölnota íþróttahús 80.000
16 Rekstur eigna
Ráðhús 25.000
19 Vélasjóður
Vélamíðstöð 4.000
Umhverfisdeild,
bifreiðar og vinnuvélar 4.000
22 Strætisvagnar 10.000
Samtals 673.000
Gjaldfærð fjárfestlng
01 Yfirstjórn bæjarins Oskipt, tölvu- og
hugbúnaður 02 Félagsmál 12.000
Oldrunarmál 15.000
Leikskólar 10.000
Leiguíbúðir 04 Fræðslumál 5.000
Grunnskólar, óskipt 70.000
Heimavistir 15.000
Tónlistarskóli 05 Menningarmál 1.000
Óskipt 06 Iþrótta- og tómstundamál Iþróttamannvirki og 3.000
by'ggingasamningar 07 Brunamál og a hnannava rn i r 10.000
Búnaður 09 Skipulags- og byggingamál Eignakaup vegna 1.000
skipulags 10 Götur, holræsi og umferðarmál 20.000
Óskipt, nettó 11 Lhnhverfismál Græn svæði, 150.000
nýframkvæmdir 13 Atvinnumál 15.000
Tjaldsvæði 5.000
Samtals 332.000
Atviramleysið
eykst heldur
Atvinnuástand á Norðurlandi
versnaði heldur á milli mánað-
anna september og október. Á
þetta bæði við um Norðurland
eystra og vestra. Atvinnuástand-
ið er þó enn mjög gott.
Á Norðurlandi vestra var með-
alfjöldi atvinnulausra í október
44 sem er um 0,9 % af mannafla
í kjördæminu en sambærileg tala
fyrir september var 0,8% af
mannafla. Atvánnuleysið hefur
þannig aukist um 6,5% milli
mánaða sem lætur nærri að vera
jafngildi þess að atvinnulausum
hafi íjölgað um 3 á milli mán-
aða. Hins vegar hefur atvinnu-
leysi minnkað mikið ef miðað er
við sama tíma í fyrra eða um
15,%. Á Norðurlandi vestra eru
nú 0,5% karla atvinnulausir en
1,5% kvenna. Atvinnulausum
konum hefur fjölgað um fimm
að meðaltali en atvinnulausum
körlum á Norðurlandi vestra
hefur hins vegar fækkað um tvo.
Norðurland eystra
Á Norðurlandi eystra var meðal-
fjöldi atvinnulausra 134 eða um
1% af mannafla en sambærileg
tala fyrir september var 0,9%.
Atvinnuleysi hefur því aukist um
4,6% milli mánaða sem þýðir að
atvinnlausum fjölgaði um 5 að
meðaltali milli mánaða. 1 sam-
anburði við ástandið eins og það
var á sama tíma í fyrra er niður-
staðan þó vel við unandi en at-
vinnuleysi hefur minnkað um
25,3% síðan þá.
Atvinnulausum körlum hefur
fjölgað um átta að meðaltali frá
september og fram í október. At-
vinnulausum konum hefur hins
vegar fækkað um þrjár að meðal-
tali á sama tíma.
JólamerM Framtíð-
arinnar koiniii út
BandaríMn
koma á óvart
Skoðanir
Brynjólfs
Segja má að
það hafi þeir
gert með frétt-
um af vandan-
um sent þeir hafa lent í með
forsetakosningarnar í landi
lýðræðisins. Þeir hafa sent af-
dankaða forseta sína til þess
að líta eftir og tryggja að rétt
væri að verki staðið í vanþró-
uðum ríkjum en eru svo sjálf-
ir í vanda vegna þess að þeir
eru með úrelt kerfi til að kjósa
eftir og eru svo sjálfir með
kosningasvik eins og tíðkast
hjá þeim vanþróuðu. Engin
veit í dag hvort réttkjörnir
menn hafa setið í þessu emb-
ætti á undanförnum árum
íýrst svona cr um hnútana
búið.
Kvenfélagið Fram-
tíðin á Akureyri hef-
ur gefið út hið ár-
Iega jólamerki fé-
lagsins. Merkið
teiknaði myndlistar-
maðurinn Sigurveig
Sigurðardóttir. Jóla-
merkið er tekjuöflun
félagsins en tekjum
sínum verja Fram-
tíðarkonur til Iíknar-
mála, sérstaklega til
styrktar öldruðum.
Merkið er til sölu
hjá Islandspósti á
Akureyri, í Frí-
merkjahúsinu og
Frfmerkjamiðstöð-
inni í Reykjavík auk
þess sem félagskon-
ur sjá um sölu merk-
isins. — GG
Jólamerkið.
Þjófavöm í skólana?
Skólanefnd Akureyrarbæjar vill að
kannað verði hvort ekki sé hægt að
setja upp þjófavarnarkerfi í skól-
um bæjarins. I sérstakri bókun
nefndarinnar sem gerð var fyrr í
mánuðinum kemur fram að vegna
síendurtekinna innbrota í skóla og
Ieikskóla síðastliðið ár, leggi skóla-
nefndin til við framkvæmdaráð
bæjarins að kannaðir verði mögu-
leikarnir á því að koma upp þjófa-
varnar - eða viðvörunarkerfum í
skólum og leikskólum bæjarins.
Ekki liggur fyrir á þessari stundu
hvort orðið verður við tillögu
skólanefndar.
Nýstárlegt námskeið Tölvufræðslmmar
Tölvufræðslan á Akureyri mun
síðar í mánuðinum standa fyrir
námskeiði í XML og ASP forrit-
un. Það er að ýmsu leyti nýstár-
legt, bæði sjálft námsefnið en
ekki síður þær aðferðir sem beitt
er. Kennari verður Sigvaldi Osk-
ar Jónsson, verkfræðingur hjá
Prím ehf. Byggt er á námskeiði
sem hann hefur kennt á vegum
Háskólans í Reykjavík en sam-
bærilegt nám hefur ekki áður
staðið til boða norðan heiða.
Námskeiðið er kennt í tveimur
hlutum, 23. til 25. nóvember og
30. nóvember til 2. desember,
samtals 40 klukkustundir.
„Ég þykist vita að skammstaf-
anirnar XML og ASP einar og
sér segi þorra fólks ekki sérlega
mikið enda er það svo að nám-
skeiðinu er einkum beint til
þeirra sem hafa reynslu af vef-
lausnum. Margir þekkja til
HTML-málsins sem notað hefur
verið við að búa til vel flestar vef-
síður á Netinu. Hins vegar hefur
HTML verulega galla og hentar
að ýmsu leyti illa fyrir nútíma
upplýsingavinnslu og samskipti á
milli tölvukerfa. Það er oflosara-
Iegt, ef við getum sagt sem svo.
Hér kemur XML til sög-
unnar en það er mun
fastmótaðra. XML er í
raun það sem allir eru
að tala um í dag en til-
tölulega fáir þekkja.
Þessu viljum við bæta úr
með námskeiðinu," segir
Sigvaldi. ASP-forritun-
armálið er að hans sögn
betur þekkt en það hent-
ar vel til að gera vefsíður
sveigjanlegri, tengja þær
við gagnagrunna o.fl.
Nýjtun aðferðum
beitt
Sem fyrr segir er nýstár-
legum aðferðum beitt
við námið og nýjasta
tækni notuð til að útbúa
námsefnið. Sem dæmi
um þetta þá býðst þeim
sem hafa áhuga á nám-
skeiðinu að fara inn á
sérstaka vefslóö. Þar
getur fólk tekið þátt í
könnun og fær sam-
stundis svör þar sem
metið er hversu vel nám-
skeiðið hentar þvf. „Við
erum í raun að byggja á
Helgi Kristinsson, skólastjóri Tölvufræðslunnar.
verkefna- og próftökukerfinu
Salómon, sem er nýr íslenskur
hugbúnaður til stjórnunar á öll-
um þáttum í gagnvirku náms-
ferli,“ segir Sigvaldi. Slóðin er
http://wwvv.prim.is/kennsla/tfak_
xml_asp/
Námskeið flutt norður
„Tölvufræðslan hefur að undan-
förnu verið að auka námsfram-
boð sitt, m.a. með því að flytja
norður námskeið sem fólk hefur
til þessa þurft að sækja til
Reykjavíkur. Þetta námskeið er
jafnframt liður f þeirri viðleitni
okkar að standa iý'rir sérhæfðum
námskeiðum sem ekki hafa verið
í boði áður fyrir almenning. M.a.
gengumst við á dögunum fyrir
námskeiði í verkefnastjórnun
sem mæltist vel fyrir. Fyrirtæki
og einstaklingar hér fyrir norðan
hafa tekið þessu vel og einnig
eru dæmi um að fólk komi að
sunnan til að sitja námskeiðin,
enda tilvalið að sameina í eitt,
fræðslu og afslappandi heim-
sókn til höfuðstaðar Norður-
lands," segir Helgi Kristinsson,
skólastjóri Tölvufræðslunnar.