Dagur - 21.11.2000, Síða 21
~Dagur
ÞRIDJUD A G U R 21. NÓVEMBER 2000 - 21
Hræringar hiá fót-
boltaliði Darvíkur
Miklar hræringar eru íyr
irsjáanlegar í knatt-
spymuliði Dalvíkinga fyr-
ir keppnistímabilid 2001
sem hefst í maímánuði að
venju.
Pétur Ólafsson, sem þjálfaði lið Nökkva
á Akureyri og kom þeim upp í 2. deild,
hefur verið ráðinn þjálfari liðsins í stað
Jónasar Baldurssonar, sem ekki vildi
halda áfram þjálfun liðsins eftir þrjú
sumur auk þess sem það var skoðun
margra innan og utan knattspvrnu-
deildarinnar að það væri tímabært f\ rir
liðið að skipta um þjálfara. Jónas var
einnig leikmaður og átti sinn stóra þátt
í að binda saman vörn liðsins. Dalvíkur-
liðið átti afleita vertíð eftir verslunar-
mannahelgina og tapaði 6 síðustu leikj-
unum en fram að því var liðið f topp-
báráttunni í 1. deild. Það kann að hafa
haft áhrif á þessa ákvörðun. Vonir
stóðu til að Jónas yrði áfram leikmaður
með liðinu, en ljóst er að af því verður
ekki því hann hefur tekið að sér þjálfun
2. flokks Þórs á Akureyri.
Fleiri breytingar eru í farvatninu hjá
Dalvíkingum. Marínó Ólason, sem ieik-
ið hefur með liðinu allan sinn knatt-
spyrnuferil, fer til nágrannanna í
Leiftri, Atli Björnsson fer til FH, Atli
Már Rúnarsson, markvörður, fer til
Þórs, og óvíst er hvort annar tveggja
Valsara sem Iéku sem Iánsmenn með
Iiðinu, Sigurður Flosason, verði með
næsta sumar en frágengið er að Jóhann
Hreiðarsson verður áfram með Dalvík-
ingum. Vestmannaeyingarnir tveir
koma ekki aftur. Þorleifur Arnason,
sem lék með liðinu um tíma, en fór síð-
an til KA og síðan Nökkva, kernur aftur
og Sigurjón Egilsson, sem lék með
Þrótti Neskaupstað hefur tilkynnt fé-
lagsskipti til Dalvíkur, en hann var einn
burðarása Norðfjarðar-Þróttara.
Sex lið leika í 1. deildinni næsta sum-
ar. Fjögur þeirra mætast í fvrstu um-
ferðinni. Dalvtk fær KA í heimsókn,
Þór fær Leiftur í heimsókn, en Tinda-
stóll tekur á móti Stjörnunni og Sigl-
firðingar leika úti gegn IR. Fyrsti
heimaleikur KS er í 2. umferð gegn
Stjörnunni, heimaleikur Leifurs er
gegn Þrótti og KA fær Tindastól í heim-
sókn.
GG
Pétur Úlafsson, nýr þjálfari Dalvíkinga
Vignir Þormóðsson.
Vignir
formaður
Vignir Þormóðsson, veitingamað-
ur, var kjörinn formaður knatt-
spyrnudeildar KA á aðalfundi
deildarinnar sl. föstudag. Hann
tekur við af Stefáni Gunnlaugs-
s\tií, sem gegnt hefur því starl’i sl.
tvö ár. Vignir hefur áður átt sæti í
stjórn deildarinnar. Aðrir stjórnar-
menn hafa verið í stjórn deildar-
innar, þeir Gunnar Gunnarsson,
Magnús Sigurólason, Bjarni Jóns-
son, Guðbjartur Guðjónsson.
Þórarinn Egill Sveinsson og Sig-
urður Lárusson.
Ekki er vitað mikið um breyt-
ingar á leikmannahópinum. Pét-
ur Björn Jónsson hefur gengið í
raðir Fylkismanna en frá Leiftri
kemur Hlynur Jóhannsson. Ann-
að hefur ekki verið staðfest, en
ljóst er að einhverjar fleiri breyt-
ingar verða. T.d. er óljóst hvort sá
breski Colin Pluck verður áfram
með KA sem og Svíinn Patrik.
GG
Fyrsti úti-
sigurKA
S/I sýndi góðan leik
gegn Birninum.
SA vaimuii
Bimina9-
KA-liðið hefur ekki verið að leika
sannfærandi í vetur í útileikjun-
um ef frá er talin Ieikur liðsins
gegn Gróttu/KR sem hefði getað
unnist með smá heppni, en sá
leikur fór í framlengingu. Annað
var uppi á teningunum gegn FH
sl. föstudag. Leikmenn IG\
mættu grimmir til leiks, stað-
ráðnir að bæta árangurinn á úti-
velli, og það tókst. Halldór Sig-
fússon stjórnaði leik liðsins eins
og herforingi og var bestur leik-
manna KA auk þess að vera
markahæstur með 9 mörk, 3 úr
vítum. Það munar einnig miklu
að Litháarnir í liðinu eru nú sem
óðast að falla inn í leik liðsins en
Andreas Stelmokas átti góðan
leik á línunni, skoraði 6 mörk, og
var sóknarmönnum mjög hjálp-
legur með því að halda varnar-
mönnum uppteknum. Giederius
Cerniauskas átti góðan leik í
horninu og var virkur í sóknar-
leiknum og skoraði 4 mörk en
þeir félagar skoruðu þau þrjú
rnörk sem liðið gerði í hraðaupp-
hlaupum.
Hörður Flóki Olafsson varði
13 skot í leiknum og naut að-
stoðar mjög hreyfanlegrar varnar
sem auk þess lék mjög framar-
lega sem sóknarmenn FFl áttu
lengst af ekkert svar við. Helst að
ógnun væri af gamla brýninu
Héðni Gilssyni sem skoraði 8
mörk í leiknum.
Staðan í leikhléi var 15-14 fyr-
ir KA og lokatölur 29-26. Gamall
draugur virðist vera að láta á sér
kræla í KA-liðinu, þ.e. meiðsli
leikmanna. Jónatan Magnússon
er meiddur og er til rannsóknar
fyrir sunnan og þeir Heimir Orn
Arnarson og Guðjón Valur Sig-
urðsson ganga ekki heilir til
skógar. Næsti leikur KA er gegn
Islandsmeisturum Hauka í KA-
heimilinu á fimmtudag. GG
Skautafélag Akureyrar lék gegn
Birninum á Islandsmótinu í ís-
hokkí í Skautahöllinni á Akureyri
sl. laugardagskvöld. Akureyringar
áttu harrna að hefna en fyrirfram
vrar búist við sigri þeirra sunn-
lensku sem leiklu hafa við hvern
sinn fingur sem al er íslandsmót-
inu, unnið bæði lið SA og SR. SA-
menn komu grimmir til leiks og
raunar völtuðu yl’ir „Bjarnarhún-
anna" en meðalaldur liðsmanna
Bjarnarins er ekki mjög hár.
Jafnt var á með liðunum í upp-
hafi leiks og skoruðu Bjarnar-
menn fyrsta markið eftir aðeins
rúmar tvær mfnútur af Ieiknum og
náðu SA-ingar ekki að jafna metin
fyrr en hálf mínúta var eftir af
fyrstu lotu. Staðan 1-1 þegar lið-
in gengu til búningsklefa eftir
fvTstu lotu. 1 annarri lotu færðist
meiri harka í leikinn en SA seig
fram úr og sigraði lotuna 4-1.
Staðan var því 5-2 þegar síðasta
lotan hófst og nú var að duga eða
drepast lyrir leikmenn Bjarnarins.
Þcir bv rjuðu af krafti og skoruðu
tvö fvrstu mörk lotunnar og nú
munaði einungis einu marki á lið-
unum. En nú var allur vindur úr
ungu og órcyndu liði Bjarnárins
og á meðan sýndu lirnasterkir Ak-
urevringar mátt sinn og meginn og
bættu við fjórum mörkum. Loka-
staðan varð því 9-4 fyrir SA.
1 liði Skautafélags Akureyrar var
Ingvar Jónsson langbestur en hjá
Birninum var Jónas Breki at-
kvæðamestur. Mörk og stoðsend-
ingar Ingv'ars Jónssonar var 3/2,
en hjá öðrum leikmönnum var
Guðni Helgason með 2/0, Sveinn
Björnsson 1/1, Sigurður Sigurðs-
son 1/1. Rúnar Rúnarsson 1/1,
Eggert Hannesson 1/0, Stefán
Hrafnsson 0/2, Haraldur \’il-
hjálmsson 0/1. Hjá Birninum var
Jónas Breki með 2/2, Sergei Zak
0/3 og Glenn Hammer 2/0.
GG