Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 1

Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 1
Braut í Skerj afír ði sögð óraunhæf Andstaða í Kópavogi. „Bölvuð vitleysa“ seg- ir íormaður bæjar- ráðs. Skoðað eftir 20 - 30 ár. Umhverfismat og samráð. Gunnar i. Birgisson alþingis- maður og formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar segir að það sé „bölvuð vitleysa allt saman“ að huga að gerð nýrrar A-S flug- brautar á fyllingu í Skerjafirði. Hann telur að slík framkvæmd muni ekki ganga upp gagnvart Kópavogsbúum og trúlega hafa einhver áhrif á hafnaraðstöðu þeirra. Hann bendir einnig á að borgaryfirvöld bafa ekkert sam- band haft við bæjaryfirvöld um málið. Hann telur einsýnt að bærinn muni krefjast aðkomu að þessu máli. Þess utan telur hann að þetta verði nijög dýrt og þurfi að fara í umhverfismat. Fylling losar land Sem kunnugt er þá ætla borgaryf- irvöld að taka ákvörðun það í næstu viku hvenær borgar- búum gefst kost- ur á að greiða at- kvæði um fram- tíð Reykjavíkur- flugvallar og hvaða valkostir verða í boði. Þetta var ákveðið eftir að í Ijós kom að á vegum sam- vinnunefndar um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins er verið að skoða kosti þess að byggja nýja A- V flugbraut á fyllingum í Skerja- firði. Sú braut mundi tengjast núverandi N-S braut sem þá yrði styttri og með minni umferð. Ef þetta yrði reyndin mundi töluvert landrými í Vatnsmýrinni nýtast til annarra nota. Eftir 20 - 30 ár Formaður bæjar- ráðs Kópavogs- bæjar segir þessa hugmynd vera með öllu óraun- hæfa en hægt sé að skoða þennan möguleika eftir kannski 20 - 30 ár. A þeim tíma telur hann að búið verði að nýta obbann af því ný- byggingalandi sem er næst höf- uðborgarsvæð- inu. Þá verða menn að annað hvort að byggja langt frá svæðinu eða á landfyllingum út í sjó. Sjállur telur hann að ef völlurinn yrði fluttur til Keflavfkur muni landsbyggðin eiga undir högg að sækja svo ekki sé minnst á þau áhrif sem það mundi hafa á þá fjölmörgu sem hafa atvinnu af vellinum í Vatnsmýrinni. Umhverfismat Hrannar B. Arnarsson formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur segir sjálfgefið að þessi framkvæmd fari í umhverf- ismat ef af henni verður, enda ekki vitað til fulls hver áhrifin yrðu á lífríki Skerjafjarðar. Hins vegar mun einhver athugun hafa verið gerð á straumum í firöin- um. Hann segir að gengið sé út frá þeirri forsendu að f læði sjáv- ar út og inn fjörðinn geti verið óhindrað. Ef það verður reyndin er talið að lífríkinu stafi ekki hætta af þessari framkv'æmd. Hann segist einnig einnig líta svo á að samstarf v'erði haft bæði við ríki og nærliggjandi sveitarfélög ef þetta mál fer lengra en vera aðeins á hugmyndastigi. - GRH Þolinmæð- in á þrotum „Hvað svo sem það er þá er borin von að til sé aukaskammtur af þolinmæði nemenda. Þeir hafa langflestir kastað af sér þungu fargi óvissu og sjálfsnáms. Við sem enn erum með hugann við deiluna krefjumst því þess að hvað svo sem þarf að bæta verði bætt. Við viljum að samningsaðil- ar brjóti framan af oflæti sínu og geri það sem til þarf svo endar nái saman, leysi deiluna," segir í yfirlýsingu frá Steinunni Völu Sigfúsdóttur lormanns Félags framhaJdsskólanema fyrir hönd samtaka sinna. Yfirlýsing Stein- unnar kemur í kjölfar frétta um að fjármálaráðherra telji að Iítið þurfi á að bæta til að ljúka verk- fallsdeilu framhaldsskólakennara á næstu dögum. I yfirlýsingunni segir ennfremur: „Við viljum að báðum önnum skólaársins 2000- 2001 verði lokið með þeim hætti að þeir lramhaldsskólanemar sem líta um öxl á ævintýraferð sinni sjái hag sinn í því að snúa til baka og kjósi þá leið.“ Krakkarnir á Akureyri voru, eins og jafnaldrar þeirra um allt land, Ijólafrfi frá skólanum í gær. Þau gátu því leikið sér og lesið I snjóinn í staðinnn fyrir að sitja yfir skólabókunum. En jólafríið styttist nú í annan endann og skólar byrja ýmist í dag eða strax eftir helgina. mynd brink Lesið í snjóinn „Laimalögg- an“ á vakl Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASI segir að þegar kjarasamn- ingar framhalds- og grunnskóla- kennara liggja fyrir verði þeir skoðaðir í beild með tilliti til gerðra samninga á almennum vinnumarkaði. Flann segir að sambandið hafi fengið margar áskoranir frá aðildarfélögum um að það eigi að segja launalið kjarasamninga upp vegna verð- lags- og kjaraþróunar. Það sé því viðbúið að einhver átök verði þegar sameiginleg nefnd aðila vinnumarkaðarins hefur lagt mat á það í næsta mánuði hvort forsendur samninga standast eða ekki. Meta forsendur Hann segir að það sé í sjálfu sér ekki hlutverk þessarar sameigin- legu nefndar að taka ákvörðun um það hvort launalið samninga sé sagt upp heldur einvörðungu að meta hvort forsendur séu til þess eða ekki. Síðan sé það að- ildarfélaga að taka ákvörðun um um framhaldið enda séu þau hvert fyrir sig með sjálfstæð samningsumboð. Ari segist ekki eiga von á því að félög muni segja upp samningum ef nefnd- in kemst að þeirri niðurstöðu að forscndurnar baldi. Umræðan eftir l lins vegar má gera ráð fyrir því að félögin segi launaliðnum upp ef fulltrúar ASI telja að forsend- ur hafi brugðist en fulltrúar at- vinnulífsins ekki. Það sé for- dæmi fyrir því frá árinu 1987. Hann áréttar þó að umræða um þetta eigi enn eftir að fara fram innan nefndarinnar. Auk hans eiga sæti í þessari endurskoðun- arnefnd þau Rannveig Sigurðar- dóttir hagfræðingur ASÍ, Ari Ed- wald framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins og Hannes G. Sigurðsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri. - GRH Gefðu ekki tomitiu eftir -taktu þær allar ....^. 28" B6KQ kr. tþ.qoo,- og sparaðu krónurnar RdDiOiy&ys? J J ' Qalslagötu 14 • Slml 482 1300

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.