Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 20
20 - FÖ S TUnAGUH 5 . J ANÚAR 2 0 0 1
rD^r
Ungir söngvarar í Salnum
Fyrstu TÍBRÁR tónleikarnir í Salnum á nýrri öld veröa haldnir
sunnudagskvöldið 7. janúar 2001. Við slaghörpuna er Jónas
Ingimundarson en með honum í för að þessu sinni eru fjórir
söngvarar af yngri kynslóðinni. Söngkonurnar eru tvær, Hulda
Björk Garðarsdóttir sópran og Sesselja Kristjánsdóttir mezzó-
sópran, en auk þeirra hefja uþp raust þeir GarðarThór Cortes
tenór og Ágúst Ólafsson baritón. Þetta unga fólk hefur dvalið
víða í Evrópu við söng undanfarin ár og hafa þau öll vakið veru-
lega athygli hvert á
sínum stað (Berlín,
London, Helsinki).
Efnisskrá tónleik-
anna er fjölbreytt
og glæsileg og tón-
leikagestir geta átt
von á nýbreytni
sem kemur á óvart.
Miðasala á tónleik-
ana er í Salnum,
Tónlistarhúsi Kópa-
vogs, Hamraborg
6, Kópavogi.
Sex myndlistamenn
Sex myndlistamenn, þeir Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed
Hodgkinsson, Jóhann Ludwig Torfason, Peter Lamb, Sigrið-
ur Ólafsdóttir og Þorri Hringsson opna samsýningu á verk-
um sínum í Gerðarsafni í dag, föstudagínn 5. janúar. Verkin
eiga það sameiginlegt að vera fígúratíf með sterkri samfé-
lagslegri tilvísun þótt viðfangsefni hvers og eins séu mismun-
andi. Birgir Snæbjörn sýnir myndröð af Ijóshærðum hjúkrun-
arfræðingum, Jóhann Ludwig frumgerðir af leikföngum sem
hann hefur fundið upp og Sigríður Ólafsdóttir fjölskyldu-
myndir af vinum og vandamönnum. Þorri Hringsson málar
margræð verk af mat, Peter Lamb vinnur með dæmigerð
bresk tákn, svo sem kráarskildi, skjaldarmerki og veiðiminja-
gripi og viðfangsefni Ed Hodgkinson er mannslíkaminn.
Þrettándagleði Þórs
Þrettándagleði Þórs verður haldin á Þórssvæðinu við Skarðshlíð laugardaginn 6. jan-
úar og hefst hún klukkan 17.00.
Að venju mæta jólasveinarnir til að kveðja og í fylgd þeirra verða álfakóngur og -
drottníng, púkar, Ijósálfar, tröll og aðrirvættir. Hinn ungi söngmaður Hafþór Magni
syngur. Landsþekktir skemmtikraftar skemmta. Kveikt verður á brennu og jólin
kvödd með stórglæsilegri flugeldasýningu. Aðgangseyrir er kr. 600 fyrir 6 ára og eldri.
ÞAD ER KOMIN HELGI
Hvað
ætlar þú aö
gera?
Haraldur Örn
Úlafsson.
Jóna Úsk
Vign/sdóttir.
Hrísey og skíði
Kristján L. Möller.
„Þetta getur orðið annasöm og fjölbreytt
helgi,“ segir Siglfirðingurinn, Kristján L.
Möller þingmaður Samfylkingar. „Sjálfsagt
koma vinir í heimsókn hingað á föstudags-
kvöldið eða ég fari til þeirra, svona úr því ég
er hér heima á Sigló. A laugardag þarf ég að
fara til Iíríseyjar, þar sem ég verð við jarðar-
för, en ferðina ætla ég líka að nota til að hitta
fólk á staðnum. Um kvöldmatarleytið ætla ég
að vera aftur kominn heim og þá vonumst við
hjónin til að strákarnir okkar verði búnir að
mathúa míkla villigæs sem við eigum - en um
kvöldið verður venju samkvæmt þrettánda-
gleði hér í bænum sem Kiwanismenn standa
að. Sunnurdagurinn ætla ég að vona að bjóði
uppá blíðviðri og skíðafæri, en um kvöldið
liggur svo fyrir að keyra til Reykjavíkur þar
sem skvldan kallar.“
Bíó og ísklifur
„Ég lagðist í kvef og veikindi, en að ég nái
mér úr þeim stjórnar því hvað ég geri um
helgina," segir Haraldur Orn Olafsson, Norð-
urpólsfari og lögfræðingur. „Ætlunin var sú
að fara í ísklifur í Esjunni með félaga mínum
úr islenska alpaklúbbnum, en þá mundum
við klffa upp áttatíu metra hátt ísstálið með
reipum, öxum og broddum. En þessi ferð er
annars undir heilsunni komin. Síðan mun ég
sjálfsagt líta eitthvað í hók um helgina og
jafnvel fara í bíó, og þar hlýtur efst á blaði
mínu og konu minnar að verða myndin Unbr-
eakble með Bruce Willis sem nú er sýnd í
Sambíóunum."
Litið í Dís
,Ætli ég verði ekki bara að vinna um helg-
ina,“ segir Jóna Osk Vignisdóttir, kaupmaður
í versluninni Esju við Strandgötu á Akureyri.
„Einhverjar stundir koma þó sjálfsagt inn á
milli stríða og þá verður gott að komast heim
ti! þess að sinna því sem þar bíður, börnum
og húi, en einnig hreinlega til þess að slappa
af. Það geri ég til dæmis með því að líta í hók,
þessa dagana er ég að lesa bókina Dís, sem
kom út fyrir jólin. Er að vísu ekki langt komin
í bókinni, en það litla sem er þá finnst mér
hún lofa góðu og vera raunsönn."
■ HVAD ER Á SEYDI?
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
TÓNLIST
Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar Islands
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar
íslands verða í Laugardalshöllinni í
kvöld kl. 19.30 og endurteknir á
morgun laugardag kl. 17.00. Stjórn-
andi á tónleikunum er Peter Guth og
einsöngvari Arndís Halla Asgeirsdótt-
ir. Að þessu sinni verða númeruð sæti
í Laugardalshöllinni. Skálað í kampa-
víni áður en ballið byrjar.
Jónas Sen.
Kórtónleikar í Kópavogskirkju
Kórtónleikar verða í Kópavogskirkju á
þrettándanum, laugardaginn 6. des-
ember kl. 16. Kór Kópavogskirkju og
Samkór Kópavogs flytja fjölbreytta
dagskrá ásamt einsöngvurunum Hall-
dóri Björnssyni og Ian Wilkinsson
baritónsöngvurum og Onnu Þ. Haf-
berg sópransöngkonu. Undirleikarar
eru Jónas Sen og Julian Hewlett, sem
einnig er stjórnandi á tónleikunum.
Aðgangseyrir er kr. 500.
Fyrstu TÍBRÁR tónleikarnir
á nýrri öld
Sunnudagskvöldið 7. janiiar verða
haldnir fyrstu TIBRAR tónleikarnir á
nýju ári 2001. Við slaghörpuna er
Jónas Ingimundarson en með honum
í för að þessu sinni eru fjórir söngvar-
ar af yngstu kynslóðinni. Söngkon-
urnar eru tvær, Hulda Björk Garðars-
dóttir sópran og Sesselja Kristjáns-
dóttir mezzósópran, en auk þeirra
hefja upp raust þeir Garðar Thór
Cortes tenór og Ágúst Ólafsson
baritón.
SÝNINGAR
Helgi Þorgils
- afrakstur 2000
Helgi Þorgils Friðjónsson er einn af
kunnustu myndlistarmönnum okkar
Islendinga. Ilann opnar málverkasýn-
ingu í galleríi Sævars Karls laugar-
daginn 6. janúar kl. 14.00. Við opn-
unina verður boðið upp á veitingar og
gestir fá að kynnast listamanninum
og sjá afrakstur hans ársins 2000.
Listasafn Reykjavíkup
- Kjarvalsstaðir
Sunnudaginn 7. janúar lýkur áhrifa-
mikilli sýningu á samtímalist frá Suð-
ur-Afríku. Yfirskrift sýningarinnar er
A.r.e.a.2000(Art Region End of Af-
rica) og endurspeglar hún á
raunsannan hátt þær afleiðingar sem
nýlendustefnan hefur haft á listsköp-
un samtímalistamanna. Á sýningunni
gefur að líta verk ólíkra miðla; mál-
verk, höggmyndir, innsetningar og
videoverk. Listamenn sem eiga verk
á sýningunni hafa verið valdir af
Gavin Young, prófessor við Listadeild
Háskólans í Cape Town í Suður-Afr-
íku og Eiríki Þorlákssyni, forstöðu-
manni Listasafns Reykjavíkur. Boðið
cr upp á leiðsögn um sýninguna kl.
1 5:00 sunndaginn 7. janúar.
Listasafn Reykjavíkur
- Hafnarhús
Sunnudaginn 7. janúar lýkur Ijós-
myndasýningunni Undir bárujárns-
boga - Braggalíf í Reykjavík 1940-
1970. Sýningin er sett upp í tengsl-
um við samnefnda metsölubók eftir
Eggert Þór Bernharðsson sagnfræð-
ing og hefur vakið gríðarlega athygli.
Myndunum á sýningunni er það sam-
merkt að fanga á áhrifamikinn hátt
hversdagslegt líf Reykvíkinga á eftir-
stríðsárunum og allt til 1970 þegar
búseta í bröggum var hverfandi. Ljós-
myndirnar á sýningunni eru eftir
Helgu Hansen (1916-1987) bragga-
búa, Jón Bjarnason frá Laugum
(1909-1967) og Pál Sigurðsson, en
myndir hins síðastnefnda þykja mikl-
ar gersemar og hafa margar hverjar
ekki komið fyrir augu almennings
áður. Leiðsögn verður um sýninguna
sunnudaginn 7. janúar kl. 16:00.
Listhús Ófeigs
Nú stendur yfir í listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5, sýning Sígríðar
Ólafsdóttur á textílhönnun og colla-
gemyndum. Sýningin stendur til 16.
janúar.
OG SVO HITT...
Er skynsamlegt að vera
dyggur, trúr og tryggur?
Laugardaginn 6. janúar kl. 14.00
flytur Logi Gunnarsson, fyrirlestur á
vegum Heimspekistofnunar Háskóla
Islands og ReykjavíkurAkademíunnar,
í húsakynnum akademíunnar við
Hringbraut 121. Fundarstjóri verður
Salvör Nordal. I fyrirlestrinum mun
Logi fjalla almennt um efni nýtúkom-
innar bókar sinnar Making Moral
Sense. I þessari bók er tekist á við
spurningar eins og Er skynsamlegt að
hegða sér siðlega? Getur skynsemin
ein leyst siðferðileg ágreiningsefni?
Hvað greinir á milli skynsamlegra og
óskynsamlegra athafna? Logi er lekt-
or í heimspeki við Humboldt-háskól-
ann í Berlín.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Baldvin Tryggvason verður til viðtals
um fjármál og leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn
11. janúar kl. 11-12. Panta þarf tíma.
Hananú-gönguhópur Félags eldri
borgara í Kópavogi mætir í Ásgarð
Glæsibæ í boði Göngu-Hrólfa laug-
ardaginn 13. janúar kl. 10.00, hóp-
arnir ætla að eiga notalega og
skemmtilega samverustund. Upplýs-
ingar á skrifstofu FEB í síma 588-
2111 frá kl. 10.00 til 16.00.
Sannleiksgildi heimilda
Þriðjudaginn 9. janúar heldur Anna
Agnarsdóttir, dósent í sagnfræði við
Háskóla Islands, fyrirlestur í hádegis-
fundaröð Sagnfræðingafélags Islands
sem hún ncfnir „Sannleiksgildi heim-
ilda“. Fundurinn fer fram í stóra sal
Norræna hússins, hann hefst