Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 19
LEIKHUS
KVIKMYNDIR
ítarkvintetta-
veisían á íslandi
Þau halda gítarkvintettaveislu i Hafnarborg um helgina: Arnaldur Arnarson,
gítar, Sif Tulinius, fiðla, Júlíana Elín Kjartansdóttir, fiðla, Margrét Theodóra
Hjaltested, lágfiðla og Ásdís Arnardóttir, selló.
Einstakir tónleikar
verða haldniríHafnar-
borg um helginaþegar
fimm strengjahljóð-
færaleikarar stíga á svið
ogflytjagítarkvintetta í
fyrsta sinn á íslandi.
„Menn hafa ekki ilutt gítarkvin-
tetta hér á Islandi áður, ætli
ástæðan sé ekki aðallega sú að
gítarinn er oft mikill einfari og
tekur ekki rnikinn þátt í kamm-
ermúsík. Til eru mörg verk fyrir
gítar og strengjakvartett og ég hef
lengi haft hug á að flytja þau á Is-
landi og nú ákvað ég að láta verða
af því. En hugmyndin er ekki ein-
ungis mín, við höfum oft rætt um
að gera eitthvað saman Asdís
systir mín og Margrét sem er bú-
sett í New York. Sjálfur er ég bú-
settur í Barcelona og við höfum
gengið með það lengi í maganum
að spila saman á íslandi. Og nú
loks náðum við öll saman og þar
sem allir eru enn í jólaskapi
ákváðum við að halda veislu og f
staðinn íyrir að flytja bara eitt
verk þá iíytjum heilt prógramm,
eða þrjú verk. Þetta eru bæði fal-
leg og skenuntileg verk, gítarkvin-
tettar eftir Boccherini, Giuliani
og Castelnuovo-Tedesco, sann-
kölluð gítarkvintettaveisla, segir
Arnaldur Arnarson, gítarleikari
einn af strengjahljóðfæraleikur-
unum fimrn sem bjóða til gítar-
kvintettaveislunnar í I ialnarborg
menningar- og listamiðstöð Hafn-
arfjarðar, sunnudaginn 7. janúar
kl. 17.00.
Um flytjendur
Arnaldur Arnarson hefur búið í
Barcelona undanfarin sextán ár
og er nú einn virtasti gítarkennari
á Spáni. Hann leikur einleik og
kammertónlist jöfnum höndum
og er meðlimur í nútímatónlistar-
hópnum Ensemble Barcelona
Nova Musica. Hljómdiskur með
leik hans sem út kom árið 1999
hefur hlotið einróma lof gagn-
rýnenda á fslandi og erlendis.
SifTulinius lauk einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
1991 og var síðan við nám í
Bandaríkjunum. Hún hefur
komið þar frarn á mörgum tón-
listarhátíðuni og starfað við flutn-
ing kantmer- og nútímatónlistar
austan hafs og vestan. Hún tók
við starfi annars konsertmeistara
við Sinfóníuhljómsveit Islands í
nóvember síðastliðnum.
Júlíana Elín Kjartansdóttir hef-
ur verið fastráðin í Sinfóníu-
hljómsveit Islands frá árinu 1981.
Þá hafði hún nýlokið framhalds-
námi í Osló og London hjá Lcif
Jörgensen, Bela Katona og
Manough Parikian. Auk starfa í
Sinfóníuhljómsveitinni hefur Júlí-
ana tekið þátt í íjölda kammer-
tónleika, m.a. á vegum Kamrner-
sveitar Reykjavíkur og verið
konsertmeistari í Kammersveit
Langholtskirkju.
Margrét Theodóra Hjaltested
stundaði nám við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík, The Juilliard
School og The Mannes College
of Music í New York. Hún hefur
kontið frant með ýmsum hljóm-
sveitum og kammerhópum,
þ.á.m. The Gotham City Baroque
Orchestra, The New Jersey
Symphony og The Opera
Orchestra of New York. Margrét
kennir við tónlistardeild Queens
College í New York.
Ásdís Arnardóttir lauk masters-
gráðu í selióleik frá Boston Uni-
versity árið 1995. Hún hefur
haldið tónleika á Islandi, í Banda-
ríkjunum og á Spáni. Ásdís
starfar sem sellókennari við Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinsson-
ar. Hún hefur einnig starfað hjá
Sinfóníuhljómsveit íslands og
leikur í dúói með Jóni Sigurðssyni
píanóleikara.
Um tónskáldin
Árið 1770 var ítalska tónskáldið
og sellósnillingurinn Luigi
Boccherini (1743-1805) ráðinn
að hirðinni í Madrid sem virtuoso
di camera e compositor di
musica. Þar samdi hann m.a.
mikinn ijölda kammerverka,
þ.á.m. strengjakvintetta fyrstur
manna. Trúlega samdi Boccerini
tíu gítarkvintetta og eru tveir
þeirra glataðir.
Mauro Giuliani (1781-1829)
var afburðagítarleikari og afkasta-
mikið tónskáld. Hann samdi
fjölda einleiksverka fyrir gítar,
þijá konserta auk samleiksverka.
Gran Quintetto op. 65 hefst með
inngangi fyrir strengina. Þá eru
tilbrigði um Nel cuor piú non mi
sento úr óperunni La Molinara
eftir Paisiello og verkinu lýkur á
glæsilegum Polonaiseþætti með
gítarinn í aðalhlutverki.
ítalinn Mario Castelnuovo-
Tedesco (1895-1968) fæddist í
Flórens. Hann var af ættum gyð-
inga af spænskum uppruna og
flúði til Bandaríkjanna árið 1939
með konu sinni og tveimur ung-
um sonum. Hann settist að í
Hollyvvood og santdi tónlist við
fjölda kvikmynda auk annarra
verka.
-w
Myndin er tekin á samlestri i LA fyrir skömmu.
Námskeiðfyriralmenn-
ing um það hvemig vin-
sælli skáldsögu ersnúið
í leikbúning. Faríð á æf-
ingarhjá LA og rætt við
leikara og stjómendur.
Ein söluhæsta og vinsælasta
skáldsaga á tslandi frá upphafi
„Sniglaveislan" eftir Ólaf Jóhann
Ölafsson, verður frumsýnd í nýrri
Ieikgerð hjá Leikfélagi Akureyrar
þann 26. janúar næstkomandi.
Leikstjóri er Sigurður Sigurjóns-
son og með aðalhlutverkið fer
Gunnar Eyjólfsson. Sigurður
Hróarsson leikhússtjóri LA hefur
búið söguna í leikbúning í sam-
ráði við höf’und. BoðiÖ verður
upp á námskeið fyrir almenning í
tengslum við sýninguna og hefst
það á mánudagskvöldið næst-
komandi.
Á námskeiði í leikhúsinu
Sagan segir frá örlagaríku kvöldi í
lífi stórkaupsmannsins og at-
hafnamannsins Gils Thordarsen.
Gils sem er ekkjumaður og býr
einn í glæsilegu búsi, heldur sjálf-
um sér reglulega heilmikla át-
veislu þar sent ekkert er til spar-
að. Sagan hefst þegar óvæntan
gest ber að garði á heimili Gils
saina dag og ein slík veisla stend-
ur (ýrír dy'rum. Gils býður gestin-
um til veislunnar grunlaus um er-
indið, en fljólega kemur i Ijós að
gesturinn er ekki allur þar sem
hann er séður. Átök vaxa og upp-
gjör er óumflýjanlegt.
Á námskeiðinu sem boðið er
upp á í tengslum við sýninguna,
verður fjallað unt söguna og
hvernig skáldsögu er snúið í leik-
búning. Þátttakendur koma á æf-
ingu í leikhúsinu og sjá einnig
sýninguna fullbúna rétt fyrir
frumsýningu. Námskeiðinu lýkur
með untræðum með þátttöku
leikara og listrænna stjórnenda
sýningarinnar.
Untsjón með námskéiðinu sem
haldið er í samvinnu viö Símennt-
unarsvið Rannsóknastofnunar Há-
skólans á Akureyri hefur Sigurður
Hróarsson, leikhússtjóri Leikfélags
Akureyrar. Námskeiðið verður
haldið þrjú næstu mánudagskvöld
og hefst eins og fyrr segir mánu-
daginn 8. janúar, en auk þessara
þriggja k\'ölda fara þátttakendur á
kvöld- og lokaæfingu í Samkomu-
húsinu, auk þess sem umræður
verða í lokin, eða alls sex skipti.
Námskeiðið fer fram í húskynnum
Háskólans á Akureyri við Þing-
vallastræti. Skráning stendur ylir í
sírna 463-0570. Þátttökugjald er
krónur 8.400.
■UM HELGINA
Strætin syngja
Borgarbókasafnið og Mál og
menning standa fyrir dagskrá
um Tómas Guðmundsson,
borgarskáld laugardaginn 6.
janúar í tilefni af því að þann
dag eru
hundrað
ár liðin
frá fæð-
ingu
hans. Þar
mun Ey-
steinn
Þor-
valdsson flytja erindi um
Tómas og Reykjavíkurljóðlist
á 20.öld, ljóðskáldin Didda,
Sigurbjörg Þrastardóttir, Ein-
ar Ólafsson og Ósk Dagsdótt-
ir lesa og syngja Reykjavíkur-
ljóð, núverandi og fyrrverandi
borgarstjórar, þau Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri, Markús Örn Antons-
son útvarpsstjóri og Davíð
Oddsson forsætisráðherra,
lesa eftirlætisljóð sín eftir
Tómas og Margrét Eir Hjart-
ardóttir syngur gömul og ný
lög við Ijóð Tómasar við und-
irleik djasstríós skipuðu þeim
Eðvarð Lárussyni, gítarleik-
ara, Jóni Ingólfssyni, bassa-
leikara og Jóni Björgvinssyni,
slagverksleikara.
Dagskráin hefst kl. 14 í
Borgarbókasafninu í Grófar-
húsi, Tryggvagötu 15, og er
öllum heimill aðgangur.
Einnig verður í safninu
sýning þar sem handritum og
bókuin Tómasar og fleiri
Reykjavíkurbókum verður
stillt út svo og útprentuðum
borgarljóðum og hægt verður
að hlusta á lestur Tómasar af
bandi. Sýningin opnar 6. jan-
úar og stendur í þrjár vikur.
I tilefni af aldarafmæli
Tómasar gefur Mál og menn-
ing úl bókina Síðbúin kveðja
sem geymir fjölbreytt efni,
Ijóð, sendibréf, ritgerðir og
tækifærisræður en fæst af því
hefur áður birst á prenti. Ei-
ríkur Hreinn Finnbogason
valdi efnið og bjó bókina til
prentunar.
Þrettándakvöld í MÍR
Kvikmyndasýningar MIR á
sunnudögum hefjast að nýju
eftir jólahlé
í bíósalnum
að Vatnsstíg
10, sunnu-
daginn 7.
janúar kl.
15.00. Þá
verður sýnd
gömul
rússnesk
Shakespearre. kvikmynd
frá árinu
1955
„Þrettándakvöld" byggð á
samnefndu ieikriti W.
Shakespearres. Leikstjóri er
Júrí Fried. Enskur texti. Að-
gangur ókeypis og öllum
heimill.
V_________________________)