Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 11

Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. JANVAR 2001 - 11 T>Mptr. ERLENDAR FRETTIR Palestínskir drengir hylja andiit sín tii að verjast táragasi sem ísraeiskir hermenn beittu i átökum við flóttamanna búðir á Gaza. Örbirgðin er vatn á myllu öfgamanna Efnahagur Palestínu- manna er hruninn eftir tveggja mánaða óeirðir Á Gazasvæðinu og Vesturbakkan- um búa þrjár milljónir Palestínu- manna. Ein milljón þeirra lifir undir fátækramörkum, sem á þessum slóðum eru miðaðar við tekjur sem er undir 176 krónum á dag. Á jreim tveirn mánuðum sem liðnir eru síðan óeirðirnar bófust hefur allur efnahagsávinningur síðustu Jrriggja ára farið í súginn og ríflega |iaö. En hagur lands- manna batnaði ört eftir að þeir fengu takmarkaða heimastjórn. Þegar óöldin hófst lokuðu Isra- elsmenn öllum landamærum Gaza og Vesturbakkans. Afleiðingarnar eru að fjöldi smáfyrirtækja varð gjaldþrota og tveir af hverjum fimm Palestínumönnum eru at- vinnulausir. Meðal þeirra eru um 100 þúsund manns sem störfuðu í Israel, en geta ekki sótt vinnu þar sem þeint er ekki hleypt yfir landa- mærin. Störfvið byggingavinnu og og fleirir framkvæmdir liggja niðri og útflutningur er enginn. Við þetta bætist mikið eignatjón |>ar sem hundruð hcktara af ávaxtaökrum eru ónýtir vegna þess að ísraelski herinn hefur farið yfir J)á með jarðýtum og öðrum jarð- vegsskemmandi tækjum. Þá hafa byggingar verið jafnaðar við jörðu og kerfi orkuveitna og samgangna orðið fyrir skemmdum. Fjöldi fjöl- skyldna eru eignalausar og bænd- ur landalausir. En sultur sverfur sem ekki að því búvörur, svo sem kjúldingar, egg og fiskur er á boðstólum og er verðlag á þessum tegundum mjög lágt. En skortur er á hveiti og olíu til matargerðar. Ferða- og viðskiptabannið kem- ur mjög illa við milljón manns á Gaza og tvær milljónir sem búa á dreifbýli Vesturbald<ans. Israelsmenn neita harðlega að það sé markmið þeirra að skaða efnahag Palestínumanna sem mest með því að loka landamær- um og leyfa enga flutninga á fólki, vörum né peningum yfir ])au. Það sé einvörðungu gert í öryggisskvni. Þeir segjast hvorki treysta leiðtog- um þeirra né almenningi. Á með- an óvissuástandið varir ])ykir ekki óhætt að hleypa 100 ])úsund Palestínúmönnum daglega inn í lsrael til starfa þar. Aldrei er hægt að vita hverjir eru hermdarverka- rnenn og hverjir nauðsynlegur vinnukraftur. En Palestínumenn geta að nokkru leyti kennt sjálfum sér hvernig komið er. I upphafi óeirð- anna lyrir tveim mánuðum lokuðu þeir sjálfir helstu flutningsleiðum milli Israels og Gaza. Hermdar- verkamenn kveiktu einnig í nokkrum verksmiðjum í eigu Isra- elsmanna nærri bænum Tulkarm og ])ar með missti fjöldi Palestínu- manna vinnu sína. Síversnandi efnahagsástand á Vesturbakkanum og Gaza stafar samt að mestu leyti af aðgerðum lsraela. Áður en óeirðirnar hófust voru daglega flutt 3,000 tonn af sementi til Gaza vegna mikilla byggingalramkvæmda. Nú fæst ekki sementspoki fluttur yfir landamærin. Alls kyns hráefni og vefnaðarvara sem unnið var úr í tiitölulega smáum fyrirtækum á Gaza er bannvara. Af sjálfu leiðir atvinnuleysi og ekld bætir úr skák að útflutningur er enginn og tekj- ur alls þorra Palestínumanna sára- litlar eða engar. Auk hryðjuverka á báða bóga kyndir fátæktin og bjargarleysið undir tortry'ggni og hatur á báða bóga og örvinglan fólks á Vestur- bakkanum og Gaza er síst lil þess fallin að unnt verði að semja um frið og er vant á myliu öfga- mannna sem ekki kæra sig um friðsanilega sambúð. Skattalækkun flýtt? AUSTIN, Texas - Verðandi forseti Bandaríkj- anna, George Bush íhugar nú að fara þess á leit við þingið að hraða afgreiðslu sinni á þeim áformum að lækka skatta um 1.3 milljarða dollara. Þetta myndi forsetinn gera sem ákveð- na tryggingu gagnvart þvf að efnahagsástandið sé að versna, að sögn eins aðalefnahagsráðgjafa hans í gær. Þessar hugmyndir komu fram hjá Bush í gær þar sem hann var á fundi með ýms- um forkólfum úr bandarísku atvinnulífi og var umræðuefnið hvernig mætti hjálpa „nýja hag- keríinu" að komast á flug í Bandaríkjunum. Þar var eitt aðalþemað að skattalækkanir myndu gera mikið gagn. Arafat ræðir tillögur Clintons KAIRO (Reuters) - Yasser Arafat, forseti Palest- ínumanna ráðfærði sig í gær við ýmsa leiðtoga Arabaríkjanna á fundi í Kaíró í F.gyptalandi um það hvernig meta bæri tillögur Clintons Banda- ríkjaforseta. Hann gaf hins vegar ekkert út á það opinberlega hvort hann teldi þær vera ásættanlegar eða eldei. Fundahöld Arafats byrj- uðu í gær með því að hann hitti Hosni Mubarak, forseta Fgyptalands strax og hann kom ti! landsins. Það sem málið snýst um eru tillögur Clintons um að koma á friði milli Palestínumanna og ísraela áður en Clinton lætur af embætti, þann 20. janúar næstkom- andi. Þó enginn deiluaðila hafi beinlínis útilok- að að slíkt gæti gerst, virðast flestir sammála um að kraftaverk þyrfti til að ná því fram í tæka tíð, en hins vegar er góður gangur í þessu friðar frumkvæði Bandaríkjaforseta. Kjæmaflaugar við Eystrasalt? VARSJÁ - Pólverjar og stjórnvöld annarra ríkja sem liggja að Kalingrad- héraði í Rússlandi brugðust í gær af varfærni við fréttum um að Rússar hefðu flutt meðal - og skammdræg kjarnorkuvopn inn á svæðið við Eystrasalt. Hernaðarsérfræðingar í Washington sögðu í fyrradag að „ein- hverjir flutningar skammdrægra kjarnaflauga hafi átt sér stað til Kal- ingrad,“ en Kalingrad liggur á milli Póllands og Litháen. Stjórnvöld í Moskvu vísuðu þessum fréttum hins vegar alfarið á bug og sögðu engan fót fyrir þeim. Bæði stjórnmálamenn og hernaðarsérfræðingar á svæð- inu segja að ef eitthvað er til í þessum tilfærslum vopna hjá Rússum, þýði það að stöðugleikanum í öryggismálum sem búið sé að byggja upp á þessu svæði sé verulega ógnað. Yasser Arafat. Tígrar drepa 7 inaims KHULNA, Banglaoesh - Tígrisdýr hafa drepið sjö manns í Sundarban í Bangladesh á síðustu 10 dögum að sögn skógarvarða. Fórnarlömb tígranna hafa ýmist verið sportveiðimenn sem höfðu hugs- að sér að eiga náðuga stund við árbakkann eða þá skógarhöggsmenn. I Sundarban eru heimaslóðir hins konunglega Bengaltígurs, en þarna er víð- áttumikið skógarsvæði sem teygir sig þvert yfir suður Bangladesh og inn í indverska héraðið Vest- ur-Bengal. Talið er að um 3.S00 tígrar séu eftir á Bengaltígur. þessu svæði og hefur þá fækkað um næstum þús- und á aðeins 10 árum, einkum vegna veiðiþjófnaðar og auk þess hefur landiými fyrir dýrin minnkað. Dýraverndunarmenn telja að á milli 200 - 300 tígrisdýr séu drepin ólöglega á hveiju ári. ■ FRÁ DEGI FÖSTUDAGUR5. JANÚAR 5. dagur ársins, 360 dagar eftir Sólris kl. 11:16 og sólarlag kl. 15:49 Þau fæddust 5. jauúar • 1914 - George Reeves leikari. • 1925 - Hulda Jensdóttir ljósmóðir. • 1931 - Robert Duvall, leikari. • 1940 - Iðunn Steinsdóttir rithöfundur. •1941 -JónOddsson hæstaréttarlögmað- ur. • 1946 - Diane Keaton, leikkona. Þetta gerðist 5. jauúar • 1643 - Fyrsti skráði hjónaskilnaðurinn í Ameríku sem þá var nýlenda. Anne Cl- arke í Massachusetts Bay fékk skilnað frá Denis Clarke, drykkfelldum og fjar- verandi manni sínum. •1931 - Fyrsta barnið fæddist á Lands- spítalanum, sem tekin var í notkun tveimur vikum áður. TIL DAGS • 1945 - Fyrstu kamikazes árásir jap- anskra flugmanna fyrirskipaðar. Þetta voru sjálfsmorðsárásir flugmanna sem flugu vélum sínum á skotmörkin. kamikazes þýðir „guðlegur vindur". • 1946 - Kvikmynd um lýðveldishátíðina á Þingvöllum frumsýnd, en þetta var fyrs- ta íslenska kvikmyndin í eðlilegum litum og með tónum og tali. • 1968 - Alexander Dubcek komst til valda í Tékkóslóvakíu og markar þar með upphaf vorsins í Prag með endur- bótastefnu sinni. Vísa dagsins Yfir kaldan eyðisand, einn ég suður skálma. Nú er horfið Norðurland, nú er ég laus við Pálma. (Orl í orðastað EyjóIFs Konr. jónssonar eftir að hann flutti sig um kjördæmi fyrir Sjðlfslæðisfl., frá Norðurlandi vestra og til Reykjavíkur.) I —— J Afmælisbam dagsins Davíð Þór Jónsson, ritstjóri og skemmtimaður, er fæddur á þessum degi árið 1965. Hann Iagði stund á guð- fræðinám við Háskóla Islands, en hefur aldrei tekið vígslu né hlotið kjól eða kall. Það er einkum í skemmtiiðnaðin- um sem Davíð Þór hefur starfað, best er hann þekktur sem annar af tveimur f tvíeykinu Radíusbræðrum þar seni hitt hjólið undir vagninum var Steinn Ar- mann Magnússon. Síðustu ár hefur Davíð Þór starfað sem ritstjóri Bleiks og blás. Heilabrot Hvað er það sem hefur verið dautt í þús- undir ára en þó ekki verið grafið ennþá? Lausn á síðustu heilabrotum: Tíminn Veffang dagsins Nýlega opnaði Hrafn Sæmundsson fv. al- vinnumálafulltrúi í Kópavogi heimasíðu á Netinu og í tilkynningu frá Hrafni segir að þessi síða sé rekin af. nýbökuðum eft- irlaunamanni sem telur að „áhy'ggjulaust" ævikvöld séu ekki eftirsóknarverð lífsgæði. Segir að á síðunni verði myndefni, sináljóð og fleira slfkt, en ekki venjulegt dægurdras. Slóðin að síðunni er www.kuml.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.