Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 12
12- FÖSTUnAGVR S. JANÚAR 2001 FÖSTUDAGUR S. JANÚAR 2001 - 13 FRÉTTASKÝRING Dgfipir. Helniingur sýslmmar uitdir þjóðlendiir GEIRA. GUÐSTEINS SON SKRIFAR Kröfux fjármálaráð- herra um þjóðlendur í Hornafirði landvinn- ingarstefna að mati Gunnlaugs Ólafsson- ar. Réttlætismál að ekki sé gengið á eign- arréttinn. En nú sé lagið, landshyggðin standi veik gagnvart höfuðhorgarsvæðinu og hún eigi sér ekki lengur öflugan málsvara. Sorfið hefur til stáls i samskipt- um óbyggðanefndar og heima- manna í Skaftafellssýslum vegna kröfugerðar óbyggðanefndar vegna jjjóðlenda. Þetta er í annað sinn sem slíkar deilur koma upp. Obyggðanefnd var skipuð af forsætisráðhcrra þann 2. septem- ber 1998 og skulu allir nefndar- menn fullnægja skilyrðum þess að gegna embætti héraðsdómara. Aðalmenn eru Kristján Torfason, formaður, Allan V. Magnússon, héraðsdómari og Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður. Obyggða- nefnd er sjálfstæð stjórnsýslu- nefnd sem á grundvelli jtjóð- lendulaga hefur þríþætt hlutverk, |r.e. að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignar- Ianda, að skera úr um mörk jress hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber nefndinni að kveða á um hvernig |tjóðlendu sem ekki telst afréttur skuli skipað innan stað- armarka sveitarfélaga. Skal miðað við að framlengja staðarmörk aðliggjandi sveitarfélaga inn til landsins, þar með talið á jöklum, en þó þannig að fylgt sé náttúru- legum mörkum eða mörkum sem byggjast á sérstökum heimildum, þar sem nefndin telur það eiga betur við. Obyggðanefnd getur í þessu tilviki breytt inörkum frá því sem kann að hafa verið samið um milli sveitarfélaga eða þau ákveöin með öðrum hætti. Nefndin sker úr ágreiningi um skipan afrétta innan staðarmarka sveitarfélaga þegar íbúar fleiri en eins sv'eitarfélags eiga upprekstr- arrétt í afrétt og einnig úr ágrein- ingi um skipan eignarlands innan staðarmarka sveitarfélaga. I’ign- arlandi skal skipað innan staðar- marka sama sveitarfélags og sú jörð sem það hefur áður tilheyrt nema fyrir liggi sérstakar heim- ildir um annað. Hvað er þjóðlenda? Þjóðlenda er skilgreind í þjóð- lendulögum sem „landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi." Eign- arland er hins vegar „landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fcr með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma." Fram að gildistöku jvjóðlendulaga voru til Iandsvæði á íslandi sem enginn eigandi var að. Með lögunum er íslenska ríkið lýst eigandi jiessara svæða auk þeirra landsréttinda og hlunninda jvar sem aðrir eiga ekki, og þau nefnd þjóðlendur. Tilgangur Iaganna er einnig að leysa úr þeirri óvissu sem lengi hefur verið uppi um eignarhald á ýmsum hálendissvæðum lands- ins. Mörktn á miUi þjóðlendna og eignarlanda I Jtjóðlendulögum er ekki að finna sérstakar reglur um jiað hvernig óbyggðanefnd skuli leysa úr málum, þ.e. hvaða land skuli teljast eignarland og hvað þjóð- lenda. Niðurstaðan ræðst af al- mennum sönnunarreglum og þeim réttarheimildum sem færð- ar eru fram í hverju einstöku til- viki. Það eru því grundvallarregl- ur íslensks eignarréttar sem gilda. Enda |)ótt land í jíjóðlendum sé eign ríkisins getur verið að ein- staklingar, sveitarfélög eða aörir lögaðilar, eigi þar svokölluð tak- mörkuð eignarréttindi. Þjóð- lendulög raska ekki slíkum rétt- indum. Þannig skulu jjeir scm hafa nýtt land innan þjóðlendna sem afrétt fýrir búfénað eða haft þar önnur hefðbundin not sem afréttareign fylgja halda þeim rétti í samræmi við ákvæði laga þar um. Afréttur er landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. Hið sama gildir um önnur réttindi sem menn færa sönnur á að þeir eigi. Þjóð- lendulög veita ekki heimild til að svipta menn eign sinni, hvorki eignarlöndum né öðrum réttind- um. Urlausnir óbyggðanefndar geta síðan komið til endurskoð- unar dómstóla. Rannsóknarskylda óbyggðanefndar Málsmeðferð óbyggðanefndar einskorðast ekki við þær kröfur og gögn sem aðilar leggja fram heldur ber nefndin einnig sjálf- stæða rannsóknarskyldu. I henni felst skylda til að hafa frumkvæöi að því að afla heimilda og gagna um eignar- og afnotaréttindi yl’ir í þjódlendulögum er ekki að finna sérstak- ar reglur um það hvemig óbyggðanefnd skuli leysa úr máluin, þ.e. hvaða land skuli teljast eignarland og hvað þjóðlenda. Nið- urstaðan ræðst af al- mennum sönnunar- reglum og þeim rétt- arheimildum sem færðar eru fram í hverju einstöku til- viki. því landsvæði sem til meðferðar er og framkvæma rannsóknir og athuganir um staðreyndir og lagaatriði sem þýðingu hafa fyrir niðurstöðu í einstökum málum. Markmiðið er að tryggja sem best að rétt niðurstaða fáist um cin- stök álitaefni. Obyggðanefnd hefur áður tekið til meðferðar landsvæði sent af- markast við austurmörk Þjórsár að vestan mörk Arnessýslu og Borgarfjarðarsýslu og vestur- og suðurmörk Þingvallalands. Norð- urmörk eru suðurmörk Hofsjök- uls og Langjökuls og á milli jökl- anna mörk milli afréttar Biskups- tungnahrepps í Arnessýslu og Auðkúluheiðar í Húnavatnssýslu, og suðurmörk eru suðurmörk þeirra jarða, sem Iiggja að hálend- inu eða afréttum. Nefnd hefur nú tekið til með- ferðar svæði sem afmarkast að vestan af vesturmörkum jarðar- innar Skaflafells í Öræfuni, að austan af austurmörkum jarð- anna Hvalsnes, Víkur, Svínhóla, Reyðarár, Bæjar, Hlíðar og Stafa- fells, að sunnan af hafinu og að norðan af línu jieirri sem sam- vinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis íslands liefur notað við vinnu sína. Kröfur fjármála- ráðherra um |)jóðlendur í sveitar- félaginu Hornafirði Iiggja nú fyr- ir. Kröfulína fjármálaráðherra um jijóðlendumörk í Lóni byrjar við landamerki Hvalsness, sem jafn- framt cru sveitarmörk og sýslu- mörk við sjó í austri. Síðan fylgir lína þessi sýslumörkum meðfram efri landamerkjum jarðanna Vík- ur, Svínhóla og Reyðarár, allt þar til landamerkjalína Reyðarár kemur að landamerkjalínu jarðar- innar Bæjar á milli Svartagils- heiðar og Hvítamelsbotna. Hin Alhert Eymimdsson segir kröfu fjármála- ráðherra koma á óvart, þar sem öH samskipti mairna gagnvart þessum land- svæðum hafi verið inidir formerkjum þess að þetta séu eign- arlönd. „Enda hefur hver einasta spHda í sýslunni verið álitin í einkaeign. eiginlega kröfulína fjármálaráð- herra byrjar þannig við ströndina við sýslumörkin milli Austur Skaftafellssýslu og Suður Múla- sýslu. Kemur á óvart Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Hornafirði, segir sveitarstjórnin muni ekki álykta neitt á jtessu stigi, en þetta séu kröfur frá fjár- málaráðherra sem mótmælt verði í málsferðinni. Aðkoma sveitarfé- lagsins vcrði í samráði við Búnað- arfélagið til ])css að auðvelda mönnum kynningu á þessu og hvernig eigi að standa að málinu. „Lögin gera ráð fyrir að menn sameinist um gagnaðgerðir, m.a. með ráðningu lögfræðinga. Ef þetta verður niðurstaðan skerðir það þann rétt sem bændur telja sig hafa haft til þessa með ráð- stöfun á nýtingu landsins. Réttur um upprekstur breytist varla þó land fari í eigu hins opinbera. A Lónsöræfum eru t.d. skálabygg- ingar sem hafa verið háðar leyfi landeigenda og verða háðar leyfi ríkisvaldsins ef |)ctta verður nið- urstaðan. Það er farið í sjó bæði austan og vestan Jökulsárlóns cn þar hafa menn verið að leigja og selja Iand til nýtingar í ferðaþjón- ustu. Skáli Jöklaferða verður ein- nig á þjóðlendu, en ég held að það breyti í engu um reksturinn nema settar verði aukareglur um friðlönd o.fl.,“ segir Albert. Hann segir kröfu fjármálaráð- herra koma á óvart, þar sem öll samskipti manna gagnvart þess- um landsvæðum hafi verið undir formerkjum þess að þetta séu eignarlönd. „Enda hefur hver ein- asta spilda í sýslunni verið álitin í einkaeign. Ég hef persónulega kynnst þessu þar sem ég varð fjallskilastjóri sl. haust þar sem enginn fékkst í starfið. Nú kann þetta að breytast, en ])að kæmi Giumlaugur Ólafsson segir aö ríkisvaldið vHji nú ná undir sig meira en helmingnum af þinglýstu eignar- landi í sýslunni, og því sé eðlilegt að margir séu óánægðir. mér mjög á óvart ef þetta gengi óbreytt eftir. Eg ætla ekki að fella dóma, hef engar forsendur til þess. Þótt bændur séu almennt andsnúnir þessu eru aðrir sem fagna þessu, s.s. útivistarfólk," segir bæjarstjórinn á Hornafirði. Rikið stundar landvinnmgarstefiiu Gunnlaugur Olafsson. lílfræðing- ur býr í Mosfellsbæ cn er fæddur og uppalinn að Staðarfelli í Lóni og er talsmaður heimafólks þar. Hann segir að ríkisvaldið vilji nú ná undir sig meira en helmingn- um af þinglýstu eignarlandi í sýsl- unni, og því sé eðlilegt að margir séu óánægðir. Gunnlaugur kveðst reikna með að allir sem málið varðar leggi fram kröfur íý'rir lok frests, sem er þann 3. maí nk. Menn vilji stækka sín lönd miðað við þessa kröfu enda sýni ríkið af sér hreina landvinningarstefnu. „Það er réttlætismál að ekki sé gengið á eignarréttinn," segir Gunnlaugur. „En nú er lagið“, segir liann, „landsbyggðin stendur veik gagnvart höfuðborgarsvæð- inu og hún á sér ekki lengur öfl- uga málsvara. Sú lína sem dregin er af nefndinni sem útlína þjóð- lendanna er nijög órökræn," því á sambærilegum fjaligörðum Iín- an ekki dregin með sambærileg- um hætti. Engir afréttir séu í Austur-Skaftafellssýslu, og þar sé grundvallarmunur á Arnessýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Gunn- laugur segir umhverfisráðuneytið hafa sýnt áhuga á Vatnajökuls- þjóðgarði og vilji f’á úrskurð unt hvort og hvar eignarhald á jökli væri, og því hafi Austur-Skafta- fellssýsla, þ.e. sveitarfélagið Hornafjörður, fengið vissan for- gang. „Miðað við landnám, afréttar- not og gróðurvíðáttu er þetta enn vitlausara. Frásagnir frá því um árið 1000 segja frá Þórði skeggja sem hafi numið land austan Jök- ulsár í Lóni, en ekki nákvæmlega hvar. Ég er ekki viss um að sá sem söguna reit hafi gert ráð fyrir að vera aðalheimild þúsund árum síðar. Ég held að það væri skyn- samlegra að byggja á sölu Iands öldum saman, sölum sem þinglýst hefur verið og engin gert athuga- semdir við. Það hlýtur að vega jivngra en óljósar lýsingar fornra rita,“ segir Gunnlaugur. - Margir telja að löngu sé tíma- bærl að setja lög um þjóðlendur þar sem tbúum fjölgar mjög og margir vilji skoða landið og vilja ekki vera háðir leyfi bænda til þess? „Það mun alltaf einhver eiga iandið. Eg veit ekki hvort það er nokkuð verra að vera háður því sem bændur levfa eða jtví scm misvitrir ríkisstarfsmenn vilja. En það þarf að skera úr um eignar- hald þar sem það er óljóst. Það eru ekki hagsmunir almennings að hver sem er megi gera hvað sem er. Það |)arf alltaf að vera ein- hver stjórnum, s.s varðandi veiði- skap. Ég bendi á að þá fyrst er far- ið að loka eignarlöndum þegar þéttbýlisbúinn hefur keypt land, s.s. undir sumarbústað og sjá má skilti merkt einkavegur. Það er eðlilegt að bóndinn hafi áhyggjur af því þegar tugir manna eru með skotvopn á hans landi á sama tíma og smalamennska er í gangi. Svo er togstreita milli útivistar- hópa því göngufólk vill ekld hafa mikið af skotveiðimönnum í kringum sig, eða hestamenn. Gagnrýnt hefur verið að margir bændur hafa tekið gjald af þeim sem veiða rjúpu og tína ber |)ar sem bændur hafi hvorugt ræktað. En er ekki tekið himinhátt gjald fý'rir að veiða laxr Það er áratuga hefð að hafa tekjur af hlunnind- um til að koma stoðum undir bú- skap sem stendur höllum fæti víð- ast hvar á landinu, segir Gunn- laugur Ólalsson." Ferðaþjónustan áhugasamari um þjóðgarða en þjóðlendur Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunn- ar, segir umræðuna um jtjóðlend- ur ekki hafa rist djúpt í röðum ferðaj)jónustufólks, mun nteiri umræða sé um þjóðgarða. „Það hafa borist kvartanir vegna sam- skipta við landeigendur, en þær „Ég held að það væri skynsamlegra að byggja á sölu lands öldunt saman, sölum sem þinglýst hefur verið og engin gert at- hugasemdir við. Það hlýtur að vega þyngra en óljósar lýsingar Þórðar skeggja,“ segir Gunnlaugur. raddir hafa ekki verið háværar. 1 slíkum tilfellum væri kannski hentugra að J)jóðlendur væru lil staðar svo umgengni um landið væri hnökralaus en ekki byggð á gcðþóttaákvörðun. En þá vaknar spurning um hvort betra sé að eiga við geðþóttaákvörðun ein- hverra annarra eins og ríkisstarfs- manna," segir Erna Hauksdóttir. Árni Steinar Jóhannsson, alþingismaður. Hætta á sölu- banui er liðin Ráðherranefnd ESB ákvað skömmu fyrir jól að það yrðu fram- kvæmdar meiri díoxín- mælingar að kröfu þar að lútandi. Málið er nú í einhverri biðstöðu. 1 utandagskráruniræðum á Alþingi fýrir jól komu fram áhyggjur mar- gra þingmanna vegna væntanlegra umræðna innan Evrópusam- bandsins um bann við notkun fiskimjöls vegna of hás díoxín- magns í sjávarfangi. Niðurstaðan kynni jafnvel að leggja efnahag ís- lendinga í rúst. Díoxíninnihald í íslensku sjávarfangi er mun minna en í sjávarfangi frá öðrum svæð- um, s.s. úr Norðursjó og víðar, en óvíst að |)að mundi nægja Islend- ingum. Ástæða er talin f\TÍr ís- Icnsk stjórnvöld að auka rann- sóknir og sýnatöku á díoxíni en það gæti orðið forsenda markaðs- setningar fiskimjöls og lýsis frá Is- landi í framtíðinni. Hér eru starf- andi um 20 fiskimjölsverksmiðjur og mörg stærri útgerðarfyrirtækj- anna eru aðilar að rekstri þeirra eða eiga sínar verksmiðjur. Sýna- tökur eru hins vegar mjög dýrar, hver sýnataka gæti kostað allt að 100 þúsundum króna. Mikilvæg- ara er því en oft áður að vanda til framleiðsluferlis íslensks hráefnis. Glæpir í Evrópu Árni Steinar Jóhannsson, þing- rnaður Vg, sagði þá að j)að hafi verið framdir glæpir í Evrópu, s.s. í Belgíu þar sem blandað var í dýrafóður bæði saur og smurolíu og því sé fremur verið að kljást við pólitískan þrýsting en á vísindaleg- unt grunni þegar um leyfi til sölu fiskimjöls er að ræða. Eðlilega fyll- ist neytandinn viðbjóði. „Ráðherranefnd ESB ákvað að |)að \tÖu framkvæmdar fleiri dí- oxínmælingar að kröfu þar að lút- andi. Málið er nú í einhverri bið- stöðu en er auðvitað alltaf á dag- skrá. Það er j)\í nauðsynlegt fyrir okkur að auka mælingar og eftirlit og vera með allan uppruna hráefn- is á hreinu og geta lagt fram papp- íra þar að lútandi. Það sem er al- varlegl fvrir okkur íslcndinga er að því hefur vcrið beint til fóðurfram- leiðanda að þeir snúi sér frekar að framleiðendum i Perú og Chile þar sem mengun er þar minni en í Evrópu. Það er mikilvægt fvrir okkur að benda á að við erum ekki á sama báti og Evrópu|)jóðirnar sem framleiða t.d. úr afurðum úr Norðursjó. Við ættum að vera í Ilokki með Chile og Perú," segir Árni Steinar Jóhannsson, alþingis- maður. Díoxín? En hvað er díoxín? Díoxín eru tal- in til eilruðustu efna sem finna má í umhverfinu. Til eru 75 gerð- ir af díoxíni og er eitun'irkni þeir- ra mismikil. Díoxín mvndast \ið ófullkominn bruna ef klór er til staðar í eldsnevtinu. Sem dæmi um þetta má nefna sorpbrennslu þar sem P\;C eða önnur klórheld- in efni koma lýrir. Til ])ess að ná fullkomnum bruna \'ið brennslu á sorpi þarf að uppfýlla nolvkur skil- yrði. þar má nefna, hátt hitastig, langa viðveru gass í brunahólfi, góða blöndun úrgangs og gnægð súrefnis. Díoxínmyndun í soq)- brennslu á sér stað á yfirborði sviföskunnar lýrir tilstuðlan málma (hvata) sem í henni er að finna. Efnahvarfið er hvað virkast við lágt hitastig u.þ.b. 250-700°C. Hröð kæling á útblásturslofti er j)ví mikilvæg í j)essu samhengi. Bæði í Evrópu og í Bandaríkjun- um hafa umhverfisyfirvöld hert losunarmörk verulega hjá sorp- brennslum til j)ess að sporna við útblæstri á díoxíni. Sorpbrennsla Brennsla á sorpi við opinn eld uppfyllir engin af þeim skilyrðum sem upp voru talin hér að ofan. Einkennandi fýrir opinn eld er lágt hitastig, léleg blöndun, staðbund- in súrefhisskortur og mikil svifa- ska. Því má telja að sú opna brennsla á sorpi sem tíðkast hefur á íslandi um langt skeið sé ein af helstu uppsprettum efnisins hér á landi. — GG Dregid í KEA leik I síðustu KEA-Fregnum varkynnt- ur Áramótaleikur félagsmanna KEA. Leikurinn l’ólst í j)\'í að fé- lagsmenn svöruðu 5 spurningum og var svarið að finna einhvers staðar í blaðinu. Þátttaka í leikn- um var mjög góð og bárust rúm- lega 900 svör. Nú hefur verið dreg- ið í Iciknunt og voru það eftirtaldir félagsmenn KEA sem duttu í lukkupottinn: Kolbrún Pálsdóttir, Dalvík; Snjólaug Kristindóttir, Olafsfirði; Lilja Guðlaugsdóttir, Húsavík; Guðmundur St. Jacob- sen, Akureyri og Anna S. Helga- dóttir, Vöglum I, Fnjóskadal. Vinn- ingshafar hafa fengið send gjafa- bréf upp á 15.000 krónur hver og er um að ræða vöruúttekt að eigin vali í Nettó, Strax eða Úrvali. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.