Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 4
4 -FÖSTUDAGVR S . J ANÚ AR 2 00 1 Dagur FRÉTTIR Ragnar Sverrisson fór „sneypuför“ á fund embættísmanna. Tíu ára bið eftír svari um lóð Bæjarkerfið á Akureyri var ekkert að flýta sér í afgreiðslu á byggingarlóð í miðbænum. Formauni Kaupmannasamtakanna var ekki látt í skapi. Bæjarráð hefur tekið vel í ósk Ragnars Sverrissonar, kaupmanns á Akureyri, og Jóns M. Jónssonar um að fá að byggja á lóðinni við Gránufélagsgötu 6. Málið hefur tekið sinn tíma, þar sem Ragnar og Jón sóttu fyrst um lóðina í apríl árið 1990. Með bréfi í desember árið 1999 biðja þeir um frekari svör og vísa þá til fyrri óskar sem þá var níu ára . FRÉTTAVIÐTALIÐ gömul. Skriður komst svo á málið í gær þegar bæjarráð lýsti vilja sínum til að byggt yrði á lóðinni og vísaði erindinu til afgreiðslu umhverfisráðs. „Ekki létt í skapi“ I enn einu bréfinu sem dagsett er 13. desember í fyrra, segja Jón fyrir hönd Burkna hf. og Ragnar f.h. Ragnars Sverrissonar hf., að ekkert hafi gerst í málinu. Þar segir: „...með bréfi bæjar- stjóra til okkar dags. 07.01.00, var okk- ur bent á að hafa tal af byggingafull- trúa og skipulagsstjóra um framhald málsins. Það var gert þá strax en ofan- greindir embættismenn komu af fjöll- um og vildu ekkert tjá sig um málið þar sem þeir hefðu enga vitneskju um það frá sínu vfirvaldi. Þótti okkur þá sem farin hefði verið sneypuför og var ekki létt í skapi." Veika vonin hélt Einnig segja Ragnar og Jón: „Eins og segir í niðurlagi hins ársgamla erindis þá var vonast eftir svari. Sú von hefur þvf miður dofnað með hverjum mán- uði sem liðið hefur og er þá horft til þeirrar reynslu sem fékkst þegar sams konar erindi frá árinu 1990 var aldrei svarað. Höldum samt áfram í þeirri veiku von sem ennþá blaktir í brjóstum okkar." Samkvæmt afgreiðslu bæjarráðs f gær virðist sem langlundargeðið hafi Ioks borgað sig. - BÞ Fæstir fastagesta í lieita pottinum höfðu gainan að áramótaskaupi Sjón- varpsins en það er gömul saga og ný að skiptar skoð anir eru um grínið. Þó virðist sem afurðin liafi farið óvenju illa 1 þjóðina að þessu sinni. í skoðana- könnun á strik.is höfðu tæplega 6400 manns sagt meiningu sína á skaupinu í gær og töldu tæplega 92% þeirra að skaupið liefði verið „ömurlegt, þvílíkan endi á árinu“ sem er lægsta einkuim sem gefin er í valmöguleikum. 4,6% sögðu það hafa verið slappt, 2,6% sögðu það hafa veriö í meðallagi en gleymast fljótt. Góðu tíðindin íýrir Þórhildi Þorleifs leikstjóra eru hins vegar þau að einhverjum þótti skaupið fyndið - meira að segja tæpu prósenti þeirra sem tjáöu sig. 0,5% sögðu það hafa veriö skemmti- iegra en venjulega og 0,4% sögðu það hafa verið frábært!!... Þórhildur Þorleifsdóttír. Og úr þvl farið er að tala um at- kvæöagreiðslur á Netinu þá vakti atkvæðagreiðsla á stolpa.com, vef- síðu norðlenskra jafnaðarmanna talsverða athygli pottveija. Þar var spurt: Hvor er meiri jólasveinn, Árni Johnsen eða jólasveinninn sjálfur? Af 74 svörum hefur Árni afgerandi for- ustu, en 85% svarenda telja hann vera meiri jóla- svein en jólasveinimi sjálfan! í pottinum hafa menn þessa könnun til marks um að hin póli- tíska barátta taki á sig hinar ýmsu myndirl... Árni John- sen. í pottinum heyrast nú óvenjulegar raddir innan úr Framsóknar- flokknum. Þetta eru raddir sem gagnrýna formann flokksins en sllkt er ekki algegnt þar á bæ. Þaö eru Evrópumálin sem kalla fram þessi viðbrögð og í pottinum er nú fullyrt aö í þaö miimsta einhverjir framsóknarmenn sem máli skipta telji að það muni þýða klofning í flokknum ef Halldór Ás- grímsson knýr fram uppgjör í Evrópumálunum á_ flokksþinginu í mars... Halldór As- grímsson. Oiiðimandi daggjold Guðmundur Hall- varðsson alþingismaðurogfomiaðurstjóniar Hrafnistu Daggjöld á Hrafnistu nægja ekki til rekstursins og því er stofnunin rekin með tapi. - Þið luiftðfariðfrcnn ú cið grunnur dcigg- jcilcla þurfi cið hækkcc svo rekstnrinn sé ekki tneð tapi. Hafiði farið bónleið til biíð- ar? „Daggjaldagrunnurinn sem við höfum fengið greitt eftir er rangur. Kerfið er tví- þætt. Annars vegar hjúkrunarheimili sem eru á föstum fjárlögum og fá greidda út eina upphæð sem miðast við fjölda hjúkrunar- sjúklinga og út frá því reiknast daggjald. Þessi hjúkrunarheimili hafa heimild til þess, ef vantar fólk eða breytingar á hús- næði standa yfir, að fækka rýmum en fá samt umsamda upphæð. Hins vegar eru það hjúkurnarheimili sem eru á daggjöldum, eins og t.d. Hrafnista, og þá er barningur við það að ná helst 99,9% nýtingu til þess að fá þá greiðslu sem þarf til þess að halda rekstrinum gangandi. Þar eru engin ákvæði um frávik eins og hjá hjúkrunarheimilum á föstum fjárlögum. Hjúkrunarheimili á föst- um fjárlögum hafa fcngið inn í sinn daggjaldagrunn hækkanir og breytingar sem hafa orðið á rekstrarumhverfi þeirra allt frá árinu 1991. Það hefur vantað inn í grunn- inn hjá okkur 7 til 8% til þess að reksturinn væri á núlli, eða i járnum." - Haftði rætt við rúherra um þetlct tncíl? „Við höfum m.a. rætt við heilbrigðisráð- herra og fulltrúa fjármálaráðuneytisins og það viðurkennt aö það vantaði þessi 7 til 8% á grunninn. Sú niðurstaða var þegar augljós árið 1997. Siðan hefur ekkert gerst í málinu. Við sendum bréf í ráðuneytið í febrúar sl. þar sem daggjaldatextanum er mótmælt og för- um fram á tölulegan rökstuðning fyrir ákvörðuninni. I mars var rekið á eftir málinu bréílega þar sem ekkert hafði gerst þá og þar segir að ef ráðuneytið hafi ekki endurskoðað daggjöld fyrir árið 2000 fyrir 21. apríl sjáum við okkur ekki annað fært en að fela Iögfræð- ingi Hrafnistu og Sjómannadagsráðs málið með ósk um gerðardóm samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þrátt fyrir það gerist ekkert. Fjárlaganefnd var send athugasemd í haust þar sem ljóst var að ekkí var tekið tillit, að fulíu til okkar krafna, og nefndinni gerð grein lýrir stöðu Hrafnistu. Höfði á Akranesi fékk þar mestu hækkunina, eða um 30% en hjúkrunarheimili á föstum fjárlögum fengu frá 8% hækkun allt upp í 40% hækkun. Ekk- ert kom frekar út úr okkar athugasemdum við fjárlaganefnd Alþingis og heilbrigðisráðu- neytið hefur í engu svarað okkur.“ - Ef dómstólaleiðin þcí einafæra leiðin í dctg? „Við höfum sent bréf til Hæstaréttar þar sem óskað er eftir því að aðili verði skipað- ur í gerðardóm, spm og til heilbrigðísráðu- neytis, en þcir eiga einnig að skipafulltrúa í gerðardóminn. Þetta er eina úthlaupið sem við höfum, en það þekkist ekki á byggðu bóli að sá sem er að selja þjónustu verði ein- hliða að taka á móti og sæta einhliða ákvörðun kaupandans. I 39. grein almanna- tryggingalaga segir að daggjöld skuli ákveð- in að höfðu samráði milli ráðuneytis og við- komandi hjúkrunarheimilis. Það hefur ekki verið gert í mörg, mörg ár." - Ertu bjcirtsýnn cí ctð gerðardómttrinn komi samati fljótlegci? „Stjórn Hrafnístu má ekki vinna svona lögum samkvæmt árum saman því ef ekkert gerist verður eigið fé Hrafnistu búið innan 7 ára. Það er algjörlega óásættanlegt og kom- ið á enda í þessu má!i,“ segir Guðmundur I lallvarðsson. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.