Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 ÍÞRÓTTIR ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÖN: SIGURDÓR SIGURDORSSON sigurdor@ff.is Puiiktiiris Mönnum er sennilega enn í fersku minni uppistandið sem varð á Jökuldal þegar þar fannst hreindýrakjöt sem menn gátu ekki gert grein fyrir. Kjöt- ið var sett í frystigám og hann innsiglaður af lögreglu. Þegar svo löggan ætlaði að sækja kjötið (sönnunargagnið) var búið að rjúfa innsiglið og kjöt- ið horfið. Hákon Aðalsteinsson bjó til eftirfarandi: Auglýsing af Jökuldal: Auglýst skal núna með örfdum línum alls konar heillandi matarval. Hákon Aðalsteinsson. Almennings freista með ofurðum sínum —----------- dræðnir hændur af Jökuldal. llafirðu dhuga d hreindýraketinu í hútíðarveislu til ábætis, réttasl er þá að reyna á netinu rudolf app gámur punktur is. Úldin íslandspóstux „Mér fannst skaupið frábært, en hins vegar virðist mér Is- lendingar ekki vera í stakk búnir til að skilja það þegar hlutirnir eru settir í spaugilegt Ijós með tvíræðum hætti.“ Flosi Ólafsson í samtali við Dag um áramótaskaupið. Það gat varla hjá því farið að hagyrðingur sætu aðgerðarlausir eftir hneyk- sliö sem kom upp hjá Islandspósti um jólin. Sá snjalli þingeyski hagyrð- ingur, Friðrik Steingrímsson sendi mér þessa vísu: llafist gæti röfl og róstur, ryskingar og hvað sem er, þegar úldinn Islandspóstur eftir jólin skilar sér. Sáttaumleitun Þeir hafa kveðist á hér í þættinum undanfarið Konráð Erlendsson kenn- ari að Laugum og fyrrverandi nemandi hans Friðrik Steingrímsson. Kon- ráð sendi mér eftirfarandi: „Ekki átti ég von á að þér yrði svona mikill matur úr þessum Ieirburði okkar Friðriks! Nú held ég að sé mál að Iinni og því vil ég fara hæfilega vel að honum og vita hvort hann þagnar ekki.“ A/öðrum sveinum æ þú harst hvað iðni og gáfur snerti og orðheppinn þú alltaf varst en óttalegt merkikerli. Við þig semja vil nú frið vísur eru á þrotum kennari vill kaupa grið kominn að niðurlotum. FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Spielberg ástamt elskunni sinni og eiginkonu, Kate Capshaw Spielberg hyggst byggja reiðhöH fyrir konuna sína. Reiðholl fyrir firúna Leikstjórinn heimskunni er ekki hvað síst frægur fyrir að setja upp nýjar við- miðanir um hvað er hægt að gera í kvik- myndum. Nú hefur hann sett fram nýj- ar viðmiðanir um það hvað góðir eigin- mcnn gera fyrir eiginkonurnar sem þeir elska. Hann sætir nú mikilli gagnrýni meðal nágranna sinna í Los Angeles fyr- ir að ætla að byggja reiðhöll með tilheyr- andi reiðhringjum og færanlegu hvolf- þaki og fimm hæða hús við hliðina með sérstakri fbúð, bara fyrir elskuna sína, eiginkonuna og leikkonuna Kate Capshaw. Reiðhöllin á að kosta litlar 7 milljónir dollara eða hátt í 700 milljónir ís- lenskra króna. Raunar hefur Spielberg orðið að fresta áformum sfnum um byggingu hallarinnar vegna andstöðu við þessar áætlanir. Talsmaður leikstjórans hefur hins vegar sagt það af og frá að búið sé að leggja þessi áform á hilluna, þvert á móti muni teikningar af mannvirkinu verða lögð fyr- ir skipulagsyfirvöld í LA þegar búið væri að taka tillit til at- hugasemda sem borist hafa. Ðuqur lafé de /jlombi [lotnbia ’b £ y r Janica Kostelic frá Króatíu, fagnar sigri i síðasta heimsbikarmóti ársins 2000 í svigi, sem fram fór í Semmering í Austurríki milli jóla og nýárs. Sonja Nef frá Sviss Ct.v.J varð í öðru sætinu og Trine Bakke frá Noregi [t.h.J í því þriðja. Kostelic á toppinn í heimsbikamujn Króatíska skíðastelpan, Janica Kostelic, komst í toppsætið í stiga- keppni heimsbikars kvenna í samanlögðu, eftir góðan árangur á síð- asta heimsbikarmóti ársins 2000, sem fram fór í Semmering í Aust- urríki milli jóla og nýárs. Kostelic gerði sér lítið fyrir og vann þar sinn fimmta heimsbikarsigur í svigi á jafnmörgum mótum vetrarins og náði síðan sjöunda sætinu í stórsvigi sem fleytti henni upp í toppsæti stigalistans, upp fyrir Martinu Ertl, sem varð að hætta keppni á mót- inu vegna meiðsla. Sonja Nef, frá Sviss, sem nú tók þátt í sinni fyrstu svigkeppni í vetur varð í öðru sæli og Trine Bakke, l’rá Noregi í því þriðja. Sonja Nef sigraði síðan í stórsvigskeppni mótsins, sem fram fór á laugardaginn og var það hennar þriðji heimsbikarsigur í greininni í vetur. Landa hennar Corinne Rcy-bellet varð í öðru sætinu og Sarah Schleper frá Bandaríkjunum í því þriðja. Staðan 1 stigakeppni heimsbLkarsins Karlar B run: 1. Stefan Eberharter, Austurríki 240 2. Hermann Maier, Austurríki 231 3. Lasse Kjus, Noregi 140 4. Silvano Beltrametti, Sviss 132 5. Fritz Strobl, Austurríki 131 6. Alessantlro Fattori, Ítalíu i 26 7. Bruno Kernen, Sviss 119 8. Andreas Schifferer, Austurríki 108 9. Hannes Trinld, Austurríki 99 10. Josef Strobl, Austurríki 97 Svig: 1. Heinz Schilchegger, Austurr. 180 2. Mario Matt, Austurrílá 180 3. Hans-Petter Buraas, Noregi 150 4. Kjetil-André Aamodt, Noregi 146 5. Pierrick Bourgeat, Frakklandi 96 6. Florian Seer, Austurr. 89 7. Kilian Albrecht, Austurr. 80 8. Jure Kosir, Slóv. 80 9. Matjaz Vrhovnik, Slóv. 80 10. Bainer Schönfelder, Austurríki 75 Stórsvig: 1. Michael von Gríinigen, Sviss 350 2. Hermann Maier, Austurríki 286 3. Heinz Schilchegger, Austurríki 219 4. Fredrik Nyberg, Svíþjóð 200 5. Erik Schlopy, Bandar. 191 6. Andreas Schifferer, Austurríki 185 7. Marco Biichel, Liechtenstein 13íf 8. Lasse Kjus, Noregi 138 9. Bode Miller, Bandaríkjunum 126 10. Christian Mayer, Austuríki 117 Risasvig: 1. Hermann Maier, Austurríki 140 2. Fredrik Nyberg, Svíþjóð 129 3. Lasse Kju, Noregi 125 4. Cristoph Gruber, Austurríki 120 5. Josef Strobl, Austurríki 86 6. Andreas Schifferer, Austurríki 80 7. Kjetil-André Aamodt, Noregi 76 8. Stefan Eberharter, Austurríki 74 9. Kenneth Sivertsen, Noregi 60 10. Hans Knauss, Austurríki 56 Samanlagl: 1. Hcrmann Maier, Austurríki 657 2. Lasse Kjus, Noregi 441 3. Stephan Eberharter, Auslurríki 417 4. Michael von Griinigen, Sviss 412 5. Hcinz Schilchegger, Austurríki 399 6. Fredrik Nyberg, Svíþjóð 375 7. Andreas Schifferer, Austurríki 373 8. Kjetil Andre Aamodt, Noregi 290 9. Christoph Gruber, Austurríki 268 10. Josef Strobl, Austurríki 246 Kottur Brun: 1. Isolde Kostner, Ítalíu 260 2. Renate Götschl, Austum'ki 173 3. Régine Cavagnoud, Frakklandi 160 4. Carole Montillet, Frakklandi 141 5. Petra Haltmayer, Þýskalandi 125 6. Brigitte Obermoser, Austurríki 111 7. Corinne Rey-bellet, Sviss 108 8. Jonna Mendes, Bandaríkjunum 90 9. Mélanie Turgeon, Kanada 89 10. Tanja Schneider, Austurríki 86 Svig: 1. Janica Kostelic, Króatfu 500 2. Trine Bakke, Noregi 245 3. Martina Ertl, Þýskalandi 234 4. Christelle Saioni, Frakklandi 171 5. Sonja Nef, Sviss 168 6. Kristina Koznick, Bandar. 166 7. Anja Paerson, Svíþjóð 146 8. Vanessa Vidal, Frakklandi 143 9. Sarah Schleper, Bandar. 142 10. Karin Köllerer, Austum'ki 135 Stórsvig: 1. Sonja Nef, Sviss 376 2. Michaela Dorfmeister, Austurr. 281 3. Anja Pacrson, Svíþjóð 280 4. Martina Ertl, Þýskalandi 236 5. Brigitte Obermoser, Austurríki 226 6. Karen Putzer, Italíu 147 7. Corinne Rey-bellet, Sviss 143 8. Janica Kostelic, Króatíu 139 9. Andrine Flemmen, Noregi 109 10. Régine Cavagnoud, Frakklandi 108 Risasvig: 1. Régine Cavagnoud, Frakklandi 260 2. Michaela Dorfmeister, Austurr. 192 3. Renate Götschl, Austurríki 154 4. Martina Ertl, Þýskalandi 150 5. Corinne Rey-bellet, Sviss 141 6. Carole Montillet, Frakldandi 131 7. Isolde Kostner, Ítalíu 105 8. Petra Haltmayer, Þýskalandi 90 9. Daniela Ceccarelli, Italíu 73 10. Melanie Suchet, Frakklandi 72 Samanlagt: 1. Janica Kostelic, Króatíu 655 2. Martina Ertl, Þýskalandi 634 3. Michaela Dorfmeister, Austurr. 573 4. Sonja Nef, Sviss 544 5. Regine Cavagnoud, Frakklandi 538 6. Renate Goetschl, Austurríki 521 7. Brigittc Obermoscr, Austurríki 446 8. Anja Pacrson, Svíþjóð 426 9. Isolde Kostner, Italíu 419 10. Corinne Rey Bellet, Sviss 400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.