Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 16

Dagur - 05.01.2001, Blaðsíða 16
16- FÖSTUDAGUR S. JANÚAR 2001 Fasanamir á HaJl- ormstað í fullii fjöri I kjölfarferðaauglýsingarum fasanaveiðaríAmeríku datt Degi í hug aðgaman væri að vita hvemiggengurhjá eina fasanabóndanum sem frétst hejurafáFróni. EnSkúli Magnússon hófsinnfasana- búskap austur áHéraði með því að sækja sér 100 egg til Svíþjóðar áríð 1998. „Þetta hefur gengið alveg þokkalega, þakka þér fyrir. En ég hef ennþá ekki leyfi til að sleppa þeim, og raunar ekki beinlínis sótt um það ennþá. En það var farið í tilraunaverkefni uppi í Hallorms- stað með 4 hana sem þar var sleppt fyrir hálfu öðru ári. Ég átti allt eins von á því að refurinn og minkurinn mundu klára þessa ijóra fugla bara á einum vetri. En þeir virðast hafa lifað af. Síðast frétti ég af þeim núna rétt fyrir jólin. Rjúpnaveiðimenn sem voru þá á ferð rétt innan við Hallormsstað sögð- ust hafa séð 2 fasana koma fljúgandi úr tré og síðan setjast í annað tré lengra frá þeim - ógurlega fallegir sögðu þeir,“ segir Skúli. Geysileg ásókn í hanana - En hvenœr komast svo skotveiöimenn úfasanaveiðar hér heima? ••Ég á von á að það fréttist af umsókn- um um leyfi til sleppinga vegna veiða seinna á þessu ári.“ Skúli sagði þó eftir að sjá árangurinn af varpinu í vor. „Á meðan við erum að byggja upp stofninn setjum við allar hænurnar á. En það er geysileg ásókn í þetta, svo við höfum lát- ið hanana í jólamat, veislumat, brúð- kaup og annað slíkt." Stærð fasana seg- ir Skúli svara til svona 4 rjúpna. Stefnan væri að vera með svona 400 hænur enda ekki pláss fyrir meira. Af þeim væru kringum 150 komnar. í út- unguninni sé hlutfall hananna jafnan nokkuð hærra, eins og Skúli vill meina að einnig eigi við um rjúpuna og raunar alla hænsnfuglastofna." I náttúrunni, suður í Asíu verpi fasanahænurnar um 11-14 eggjum, en í ræktun er hægt að fá svona 20-25 egg. Útungunin fer öll f'ram í vélum. Bæði í Evrópu og Ameríku, seg- ir Skúli þessa fugla alla innflutta frá Asíu, og eingöngu ræktaða til veiða. „Ég hef ekki fundið neinn búgarð á net- inu sem ræktar beinlínis matfugla, fyrir veitingahús eða aðra, eins og við ætlum að gera svona í bland.“ Stórbisness í Bretlandi Fasanabændur sleppa síðan ungunum, sem eins og ungar rjúpunnar verða fleygir 10 daga gamlir. „í Bretlandi t.d. - þar sem þetta er stórbisness - sleppa þeir ungunum á svæðin þar sem veið- arnar eiga að fara fram. Þær byrja oft í nóvember eða desember og standa fram yfir áramótin. En sjálfsagt væri hér líka hægt að veiða þá t.d. að vori eða sumri, þegar engar aðrar fuglaveiðar eru leyfð- ar, og þá veturgamla,“ segir Skúli. Skotveiðifélagið auglýsti nýlega Am- eríkuferð fyrir félagsmenn þar sem m.a. var boðið upp á fasanaveiðar í um 4 tíma, fyrir um 20.000 kr. gjald. Að sögn Sigmars B. Haukssonar seldust öll 10 veiðileyfin upp á svipstundu og fengu færri en vildu. „Það væri gaman ef menn verða svona gráðugir þegar ég fer að sleppa", sagði Skúli. Hann segist sjá þetta auglýst á netinu. Oft séu þá 2-4 fasanar innifaldir í gjaldinu, en greiða þurii aukalega ef fleiri séu veiddir. Ann- ars staðar sé engin kvóti. Og sums geti menn leigt veiðihunda, sem enn auki veiðimöguleikana. Fasanarækt útbreidd aukabúgrein Skúli fékk „bakteríuna“ á Spáni. „Þeg- ar við fórum að fara til Spánar upp úr 1990 þá komumst við að því að þetta er bara iðnaður. Ég veit það, að árið 1995 var veltan vegna skotveiða, innan Evrópusambandsins, um 500 milljarð- ar sænskra króna“. Til undirbúnings fasanaræktinni fór hann ásamt konu sinni á námskeið til Svíþjóðar. Svíar kalli þetta „villieldi" (ræktun villtra fugla). Með þeim á námskeiðinu hafi fyrst og fremst verið sænskt sveitafólk, sem búi með venjulegan búskap og skógrækt, en hyggi á fasanarækt til viðbótar. „Þetta er alls staðar notað til að fjölga störfum á landsbyggðinni. Bretar og Bandaríkjamenn eru þó langstærstir í þessu. í Evrópu eru veiddir í kringum 30 milljónir fugla, auk þess sem hverf- ur í rándýr og ránfugla, þannig að fleirum er sleppt. Af þeim eru um 18 milljónir veiddar í Bretlandi." „Lífeyrissjóöuxiim“ fékk vængi Spurður um kostnað svaraði Skúli: „Við hjónin erum að segja má búin að leggja aleiguna í þetta - það er ekki flóknara en það. Og maður er kominn hátt á sextugsaldur.“ Bara rannsókn- arkostnaðurinn einn og sér hafi farið í um hálfa milljón. „Við uppfylltum öll skilyrði sem okkur voru sett og það hef'ur ekkert neikvætt komið fram. Varðandi fóðurkostnaðinn sagðist Skúli farinn að fá upp í fóðrið með sölu á hönunum í matarklúbba og víðar. Hvað húsin snerti sagði hann upp- haflegu hugmyndina hafa verið að fara í samstarf við aðra og nýta þannig ónotuð á svæðinu, t.d. minka- og refa- hús. En síðan hafi það ekki gengið upp af ýmsum ástæðum. „í fyrra ákváðum við því að kaupa jörð, Tókastaði, sem er nokkurn veginn mitt á milli Egiis- staða og Eiða. Ilér var m.a. ágætis fjárhús, hlaða og fjós, sem við erum búin að rífa allt innanúr og breyta fyrir þennan búskap okkar.“ JVIá selja öðnun lifandi fugla llvort hann ætti eftir að sleppa þar fasönum sagði Skúli ekkert ákveðið að svo komnu. „Ég er með bréf upp á það, frá ráðuneytinu, að ég má selja lifandi fugla. Erlendis er það þannig, að ])að eru stórir ræktendur sem selja fugla til landeigenda, sem liafa síðan ferðaþjónustutekjurnar í kringum veið- arnar. Þetta eru alltaf pakkar; þú kemur og gistir og borðar hjá bóndan- um sem þú ert að veiða hjá. Þannig er þetta yfirleitt byggt upp.“ Skúli segir það umhleypingana sem fasanar þoli líklega einna verst í ís- lenskri veðráttu, en grimmdarfrost þoli þeir ágætlega. Mestu skipti að þeir geti leitað sér skjóls í vondum veðrum. í Svíþjóð ieiti þeir m.a. skjóls í greni- trjám og mundu eflaust gera það hér. Fasönum, eins og mörgum öðrum fuglategundum, sé eðlilegt að verjast rándýrum á nóttunni með því að sofa uppi í trjám eða öðru. í náttúrulegu umhverii koma þeir sér fyrir 1-3 metra frá jörðu á nóttunni." -HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.