Dagur - 16.01.2001, Page 1

Dagur - 16.01.2001, Page 1
Samnmgamir raimsakaðir Launalöggan tekin til starfa. Samningar framhalds- og gninn- skólakennara. Fundað með ráðherra. Sveitar- félögin reikna. Endurskoðunarnefnd aðila vinnumarkaðarins hefur verið falið það verkefni að fara ofan í saumana á kjarasamningi ríkisins við framhaldsskólakennara. Til- gangurinn með því er að kanna hvort ríkið hafi með þeim samn- ingi farið út fyrir þann Iauna- ramma sem markaður var í samningum Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins sl. vor. Sérfræðingar Þetta var ákveðið eftir að forystu- menn heildarsamtaka launafólks á almennum vinnumarkaði fund- uðu með fjármálaráðherra og fulltrúum ráðuneytis og samn- inganefndar ríkisins í gær. I þess- ari nefnd eiga sæti þau Rannveig Sigurðardóttir hagfræðingur ASI, Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASÍ og þeir Ari Ed- wald framkvæmda- stjóri Samtaka at- vinnulífsins og Hann- es G. Sigurðsson að- stoðarframkvæmda- stjóri. Búist er við að nefndin geti jafnvel lokið rannsókn sinni á framhaldsskóla- samningnum í þessari viku. Nefndin mun einnig rannsaka kjarasamning sveitarfélaga við grunnskólakennara. Hins vegar er óvíst hvenær sú rannsókn get- ur hafist vegna erfiðleika við að fá samninginn frá launanefnd sveitarfélaga. Sklptar skoðanir Halldór Björnsson starfandi for- seti ASI segist enn vera sömu skoðunar og áður að samningur ríkisins við framhaldskólakenn- ara hefði þanið launarammann út í ystu æsar og jafnvel farið út fyrir hann. Hann segir að fund- urinn með fjármála- ráðherra hefði ekki breytt þessari skoðun sinni og jafnvel þótt ráðherrann hefði ít- rekað fyrri ummæli sfn um að samningur- inn væri innan þeirra markaða sem samið var á almenna mark- aðnum sl. vor. Hall- dór segir að þessi mál muni skýrast þegar sérfræðingarnir hafa lokið rannsókn sinni á samn- ingnum. Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tekur undir þetta með Halldóri um nefndarstarfið. Hann telur þó að yfirgnæfandi líkur séu á því að samningur ríkisins raski ekki for- sendum gerðra samninga á al- mennum vinnumarkaði og hafi því ekki áhrif á uppsagnarákvæði samninga. Styttist í úrslit Kynning á samningi framhalds- skólakennara er að ljúka og er búist við því að atkvæðagreiðsla um samninginn hefjist í dag, þriðjudag. Aætlað er að kosning- in standi yfir í þrjá daga. Gangi það eftir má búast við að niður- staða framhaldsskólakennara verði kunngerð nokkrum dögum eftir að kosningu lýkur. Hins veg- ar er ekki gert ráð fyrir því að kynningu á samningi grunn- skólakennara verði lokið fyrr en 26. janúar n.k. Reiknað og reUknað Grunnskólasamningurinn verður einnig til umræðu á launamála- ráðstefnu sveitarfélaga n.k. föstudag, en hann var lagður fram á fundi launanefndar sveit- arfélaga fyrir sl. helgi. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Isafjarð- arbæjar segir að menn séu þegar farnir að reikna út hvað samn- ingurinn felur í sér mikinn kostnaðarauka fyrir bæjarfélagið. - GRH Halldór Björnsson: Stendur við fyrri orð. Vatniðí rénim Síðdegis í gær rénaði vatn held- ur í Hraungerðishreppi á Suður- landi en þar urðu miklir vatna- vextir í kjölfar þess að klakastífla myndaðist í Hvítá. Stíflan brast í gærmorgun og urðu nokkrir bæir umflotnir vatni í kjölfarið. Ljóst er að fcöluvert tjón hefur orðið á jafnt húseignum sem girðingum. Skepnur söfnuðust saman og leituðu á örugg svæði en ekki er vitað til að þau hafi drepist eða slys orðið á fólki. Þá varð eitt- hvað um bilanir á rafmagnslín- um vegna flóðanna en íbúar í Hraungerðishreppi eru sam- mála um að betur hafi farið en á horfðist. I gær hófst hreinsun á stórum klakastykkjum af túnum og vegum enda var víða illfært. m m > Eins og sjá má afþessari ioftmynd er gríðariegt vatn að finna á svæðinu þótt það fari heldur rénandi. mynd: gva Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna: Brýnt að grípa til aðgerða. Kjötmjölið burt? Neytendasamtökin hafa sett fram ýmsar kröfur vegna um- ræðu um innflutt kjöt frá Irlandi og kúariðu. Helstu atriði eru að stjórnvöld tryggi að ekki sé flutt inn kjöt frá kúariðulöndum. Að tryggt sé að alltaf komi fram framleiðsluland vörunnar, á um- búðum vörunnar eða á áberandi skilti í verslun og að fylgt verði fast eftir að fullnægjandi vottorð fylgi með innfluttum kjötvörum. Samtökin vilja einnig að tafar- laust verði bannað hérlendis að nota kjöt- og beinamjöl í fóður allra dýra sem ætluð eru til manneldis og eigi það jafnt við um jórturdýr sem önnur dýr eins og svín og fiðurfénað. Minnt er á að nú liggur fyrir að kúariða getur borist í svín og þaðan til manna. Áhætta lágmörkuð Þá vilja samtökin að stjórnvöld sjái um að verksmiðjunni Kjöt- mjöli ehf. verði lokað. Verk- smiðjan framleiðir kjöt- og beinamjöl og vilja Neytenda- samtökin að þetta verði að minnsta kosti gert til bráða- birgða á meðan stjórvöld bæði hér á landi og í nágrannalönd- unum kanni betur smitleiðir kúariðu milli nautgripa og smit- leiðir frá nautum til annarra dýra og þaðan til manna. „Eðli- legt er að stjórnvöld aðstoði fjár- hagslega við að stöðva þessa framleiðslu ef með þarf. Ef áð- urnefnd verksmiðja starfar áfram, er lágmark að fjarlægðir verði svo kallaðir há-áhættu- hlutar (heili, mæna og hluti meltingarfæra), en þar er langoftast hægt að finna smit- vald kúariðunnar, en þetta er ekki fjarlægt við framleiðslu á kjöt- og beinamjöli sem fram- leitt er í dag,“ segja Neytenda- samtökin. - BÞ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.