Dagur - 16.01.2001, Síða 11
Ðjifpu-
ÞRIÐJUDAGV R 16. JANÚAR 2001 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Svangt barn með brúðu í rústunum í þorpinu Comasagua.
Tíðir cftirskj álftar
torvelda björgim
Hörmimgarástand ríkir
nú í £1 Salvador eftir
stóra jarðskjálftaim
sem þar var á laugar-
dag.
Franscisco Flores, forseti Mið-Am-
eríkuríkisins E1 Salvador reyndi í
gær að róa þjóð sína og útskýra fyr-
ir henni að hinn öflugi jarðskjálfti
sem reið ylir landið á laugardag olli
vfir 400 dauðsföllum myndi ekki
valda keðjuverkandi náttúruham-
förum þannig að eldfjöll færu að
gjósa eða aðrar hörmungar að
dynja yfir.
Tíðir eftirskjálftar hafa hins veg-
ar valdið því að fólk á erfitt með að
halda ró sinni auk þess sem skjálft-
amir valda björgunarsveitum tals-
verðum vandræðum. Þá þýðir þessi
skjálftavirkni að menn treysta sér
ekki til að snúa aftír inn í bygging-
ar sem gætu verið í hættu hvort
sem það eru íbúðarhús eða skrif-
stofubyggingar. Það hafa orðið
meira en 500 eftirskjálftar frá því
að stóri skjálftinn reið yfir á laugar-
dag, en sem kunnugt er var hann
7,6 stig á Richterkvarða.
Ekki likur á öðruin skjálfta
I ávarpi til þjóðarinnar í gær sagði
forsetinn að nánast engar líkur
væru á því að annar stór skjálfti
myndi ríða yfir og var hann þar
með að reyna að eyða orðrómi um
að eftirskjálftarnir gætu hrundið af
stað röð hvers kyns náttúruham-
fara sem síðan enduðu í öðrum
stórum skjálfta. „Annar skjálfti af
þessari stærðargráðu mun ekki
verða,“ sagði forsetinn í gær. „Við
hvetjum því fólk til að halda ró
sinni en hafa hurðir og annað opið
á þeint hýbýlum sem þeir eru í ef
vera kynni að burðarþol þeirra hafi
laskast og húsin byrjuðu að hryn-
ja.“
Flest fórnarlömb skjálftans á
laugardag bjuggu í úthverfi höfuð-
borgarinnar San Salvador, hverfi
sem heitir Santa Tecla, en þar
gróust um 500 mann undir gríðar-
miklu aurflóði sem skall yfir hverf-
ið, sem er millistéttarhverfi. Þarna
hafa hunduð sjálfboðaliða og
björgunarstarfsmanna barist við að
moka leðju frá föllnum húsum og
reyna að greina hvað er hvað í ótrú-
legu samblandi af drullu, tijám,
húsarústum og öðru álíka. Ekki
hefur þó tekist að bjarga mörgum
mönnum úr þessum rústum, þan-
nig tókst einungis að bjarga einurn
manni á lífi allan sunnudaginn.
Það var Sergio Moreno, 22 ára,
sem var grafinn upp úr leðjugum
rústum eftir að hafa verið grafinn
þar í meira en 30 ldukkustundir.
Og vonir um að finna fleira fólk
á lífi dofna með hverjum klukku-
tímanum sem líður og i gær var
staðfest að rúmlega 400 manns
væru Iátnir, tæplega 800 eru slas-
aðir og enn er um 1200 manns
saknað.
Einangruð þorp
Enn eru nokkur þorp einangruð
vegna þess að sfmalínur og vegir
hafa farið í sundur og ckki hefur
tekist að gera við þá enn. Þegar
björgunarmenn komasl á þessa
staði til að kanna ástandið er búist
við að tala látinna muni hækka
verulega. Það segir meira cn margt
annað að Flores fórseti landsins
hefur beðið nágrannaríkið um að-
stoð, þar á meðal 3.000 líkkistur.
Eitt þessara einangruðu þorpa er
þorpið Comasagua, sem er einung-
is 28 ldlómetra frá San Salvador,
höfuðborginni. Þetta er lítið sam-
félag um 80 manna þar sem kaffi-
rækt er aðalatvinnuvegurinn.
Fréttamaður Reuters flaug þangað
í gær með þyrlu frá hernurn og sá
þá þorp í algerri rúst. Meira að
segja var lítil þvottastöð í miðjum
bænum þar sem menn þvo kaffi-
baunimar í algerri rúst. Var það þó
ekki háreist eða mikil bygging.
Nokkrir þeirra sem komust lífs af
grátbáðu aðkomumenn um eitt-
hvað að borða. Fólkið þarna hefur
hvorki vatn né mat. Börnin skortir
mjólk, og enginn hefur borðað
neitt frá því á laugardaginn.
Astandið þarna er talið dæmigert
fyrir ástandið í þeim litlu þorpum
sem einangrast hafa eftir skjálft-
ann.
Ætla að hraða samitingiun
Leiðtogar tveggja fjölmennustu þjóða Tieims,
Kínverja og Indverja, samþykktu f gær að hraða
samningaviðræðum um landamæradeilur ríkj-
anna. Að fundi sínum loknum sögðu þeir Li
Peng, forseti kínverska þingsins, og Atal Behari
Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, að þeim
hefði þegar tekist að gera hluta af deilumálun-
um skýrari, en Kínverjar ráða yfir töluverðu
landsvæði á Himalajasvæðinu sem Indverjar
gera tilkall til og sömuleiðis eru Indverjar með
svæði á sínu valdi sem Kínverjar gera tilkall til.
Stutt landamærastríð braust út á milli ríkjanna
árið 1962.
Njósnasveit S.Þ. í Kosovo
Sameinuðu þjóðirnar hafa komið sér upp 30 manna njósnasveit sem
hefur það hlutverk að herjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi í
Kosovo. Tilkynning um þetta kom sama dag og Hans Hækkerup,
fym'erandi utanríkisráðherra Danmerkur, tók við embætti yfirmanns
Sameinuðu þjóðanna í Kosovo af Bernard Kouchner, sem gegnt hef-
ur embættinu frá byrjun. Hann segist ætla að leggja meiri áherslu á
að halda uppi lögum og reglu í héraðinu.
Leita Tommys 1 byrgi
Lögreglan í Indónesíu reyndi í gær að brjótast inn í neðanjarðarbyrgi
á fyrrverandi landareign Suhartos Indónesíuforseta þar sem grunur
lék á að sonur einræðisherrans, Tommy Suharto, léti þar fyrir berast.
Tommy hefur verið á flótta frá því í nóvember, en þá hlaut hann 18
mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik. Lögreglan taldi að úr byrginu
lægju neðanjarðargöng yfir í a.m.k. átta önnur byrgi í nágrenninu, en
lengi hafa verið á kreiki sögusagnir uni að neðanjarðartengingar séu
á milli íbúðarhúsá barna Suhartos sem öll búa þar í nágrenninu.
Dómstóll fyrir Rauða khmera
Þjóðþing Kambódíu samþykkti í gær lög um stofnun sérstaks dóm-
stóls sem á að dæma í málum Rauðu khmeranna, sem héldu landinu
í ógnargreipum sínum á seinni hluta áttunda áratugarins. Talið er að
1,7 milljónir manna hafi látist í Kambódfu á valdatíma Rauðu kh-
meranna, ýmist úr hungri eða sjúkdómum eða verið líflátnir. Lögin
voru samþykkt einróma í efri deild þingsins, og sagði ráðherra í rík-
isstjórn landsins að einskis yrði Iátið ófreistað til þess að koma leið-
togum ógnarstjórnarinnar fyrir dóm.
ísraelsmenu fresta enn
Eftir að lík ísraelsks landnema fannst fyrir utan
gróðurhús hans á Gazasvæðinu í gær frestuðu
ísraelsk stjórnvöld frekari samningaviðræðum
við Palestínumenn, enda var talið að Palestínu-
maður hefði myrt Israelsmanninn. Blóðug átök
hafa nú staðið milli Israelsmanna og Palestínu-
manna undanfarnar 15 vikur, og á þeim tíma
hafa 367 manns látist, þar af 315 Palestínu-
menn, 13 ísraelskir arabar, 38 aðrir Israelsmenn
og einn þýskur læknir. Ehud Barak, forsætisráð-
herra Israels, sagðist í gær engu að síður telja að
nú væri besta tækifærið sem gefist hefði í 52 ár,
og hugsanlega í 100 ár, til þess að ná friðarsam-
komulagi. Viðræður milli leiðtoga Palestínumanna og Israels áttu að
hefjast í gær, en var frestað þangað til í dag.
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR
16. dagur ársins, 349 dagar eftir.
Sólris kl. 10.52, sólarlag kl. 16.24.
Þau fæddust 16. iau.
• 1728 Niccolo Paganini, ítalskur fiðlu-
snillingur og tónskáld.
• 1838 Franz Brentano, þýskur heimspek-
ingur.
• 1853 Vladimir Sergejevitsj Solovjov,
rússneskur heimspekingur.
•1911 Eduardo Frei, sem var forseti
Chile 1964-70.
• 1932 Arni Björnsson þjóðháttafræðing-
ur.
• 1933 Susan Sontag, bandarískur rithöf-
undur.
• 1934 Marilyn Horne, bandarísk óperu-
söngkona.
• 1944 Gunnar Kvaran sellóleikari.
Þetta gerðist 16. jau-
m
•1919 tók áfengisbann gildi í Banda-
ríkjunum.
• 1947 var opnað talsímasamband
milli Islands og Bandaríkjanna.
• 1973 kom skuttogarinn Bjarni
Benediktsson til Reykjavíkur.
• 1979 flýði Mohammed Reza Phlevi
Iranskeisari úr landi af ótta við Aya-
tollah Khomeini og fylgismenn
hans.
•1991 hófst Persaflóastríðið.
Vísa dagsins
Núfymast óðum fundir, vina góð,
ífjarlægð skynjast það, sem áður var,
á meðan flughratt fennir í þá slóð,
sem feginshtigur okkur saman bar.
Sigurður Einarsson
Ekki skaltu álasa guði fyrir að hafa skapað
tígrisdýrið, heldur skaltu þaklca honum fyr-
ir að hafa ekki gefið þvf vængi.
Indverskt spakmæli
Heilahrot
Árið 1991 áttaði grískur auðmaður sig á því
að hann væri tekinn að eldast. Þá var hann
sextugur. Hann ákvað því að láta gamlan
draum sinn rætast að fara til Egiptalands
að skoða hina ævafornu píramída. Fimm
árum síðar stóð þessi gríski auðmaður á
egipskri grund og virti fyrir sér hinar fornu
byggingar. Þá var árið 1886. Hvernig má
það vera?
Lausn á síðustu gátu: Kerti.
Vefur dagsius
Glæpir eru þjóðrélagsmein sem flestir hafa
áhyggjur af. A þessum síðum er að finna
nolckuð óvenjuleg sjónarhorn á glæpi, sem
gætu vakið einhverja til umhugsunar:
www.vaguepolitix.com
V 4 4 ji .M.'U* 4 4 # A ♦ # 4 f '# 4 é '♦’tím’AÍwfcwÍl 4
Afmælisham dagsins
Fyrir réttum hundrað árum fæddist
Fulgencio Batista y Zaldivar, sem var
tvisvar einræðisherra á Kúbu, fyrst
1933-44 og síðan aftur 1952-59. Sjálf-
sagt eru þeir ekki margir sem hugsa hlý-
lega til hans á aldarafmælinu, en með
öfugsnúnum hætti gæti Fidel Castro þó
þakkað honum að hafa verið nægilega
mikið fúlmenni til þess að tryggja bvlt-
ingunni gegn honum nægilegan stuðn-
ing fyrir rúmum fjórum áratugum.