Dagur - 16.01.2001, Síða 12

Dagur - 16.01.2001, Síða 12
12 -ÞRIÐJUDAGUH 16. J A NÚAR 2001 ÞRIDJUDAGUR 16. J ANÚAR 2001 - 13 r r r r f r r f > GIJÐMIJNDUR RUNAK HEIÐARS SON SKRIFAR .T>np*r Tkyptr. Létt & laggott er viöbit meö litlu fituinnihaldi og meö góöu smjörbragöi. Sérfræðingar rann- saka samnjngiim við framhaldsskólakenn- ara. Vilja lika skoða gnumskólasamning- iim. Keimarar og sveitarfélög reikna. Kynningar og atkvæði Forustumenn heildarsamtaka á almennum vinnumarkaði fund- uðu í gær með fjármálaráðherra, fulltrúum ráðuneytisins og samn- inganefnd ríkisins þar sem farið var yfir kjarasamning ríkisins við framhaldsskólakennara. Þar var ákveðið að fela sérfræðingum að fara nánar ofan í saumana á samningnum til að komast að því hvort hann sé innan þess launa- ramma sem markaðar var með samningum aðildarfélaga ASI á síðasta ári eða ekki. Fast á sínu Ríkið hcldur þó fast við fyrri full- yrðingar um að samningurinn raski ekki forsendum annarra samninga og hið sama gera sveit- arfélögin vegna samningsins við grunnskólakennara. Í báðum samningum er um að ræða launa- hækkanir uppá margra tugi pró- senta að viðbættum umtalsverð- um kjarabótum í lífeyrisréttind- um svo nokkuð sé nefnt. I grunnskólasamningum hækka t.d. grunnlaun meðal- kennara úr 130 þúsund í 200 þúsund á mánuði og byrjunar- Iaun framhaldsskólakennara úr 109 þúsund í 175 þúsund. Báðar þessar hækkanir koma til fram- kvæmda á þessu ári. Þar fyrir utan var í aðalatriðum samið um 3% árlegar launahækkanir á samningstímanum. Þess utan er í báðurn samningum ákvæði sem kennarar geta nýtt sér til frckari launahækkana ef þeir kjósa svo auk þess sem áfrant er í boði yfir- vinna. Rannsókn sérfræðinga Af hálfu ASI munu rannsaka samning framhaldsskólakennara þau Rannveig Sigurðardóttir hag- fræðingur ASI og Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASI og fyrir at- vinnurekendur þeir Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins og Hannes C. Sig- urðsson aðstoðarframkvæmda- stjóri. Þessi fj'ögur skipa jafn- framt þá nefnd aðila vinnumark- aðarins sem hefur það hlutverk í næsta mánuði að meta hvort for- sendur kjarasamninga á almenn- um vinnumarkaði haldi eður ei, þ.e. verðlags- og launaþróun. Stef’nt er að því að niðurstöður þeirra um framhaldsskólasamn- inginn muní liggja þegar formenn aðildarfélaga ASI ræða Ibrsendur kjarasamninga á sérstökum fundi sem haldinn verður í næstu viku. ir að samningurinn sé kostnaðar- auki fyrir bæjarsjóð. Hins vegar sé ekki búið að reikna út hversu mik- ið það verður í krónum og aurum. Hann telur þó ekki ólíklegt að sú staða geti komið upp í sumum sveitarfélögum sem hafa yfirborg- að sína kcnnara mikið að nýi kjarasamningurinn bæti kannski litlu sem engu við laun þeirra kennara. Þá er ekki Ioku fyTÍr það skotið að grunnskólasamningurinn geti haft áhrif á fjárhagsáætlun ein- hverra sveitarfélaga. Hann segir í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfir- standandi ár sé gert ráð fyrir 5,5% kostnaðarhækkunum vegna þró- unar verðlags og launa. Bæjar- stjórinn segir að ef í ljós kemur að launahækkun til kennara sé um- fram það sé það meira en aðrar launahækkanir. Ef svo sé þá telur hann að menn séu ekki í góðum málum nteð fjárhagsáætlunina. Verður betra að fá kennara Af þeim sökum telur hann að bæj- ary'firvöld verði að reikna út hvað launahækkanir samningsins séu miklar og hvað breytist þegar við- bótarsamningarnir við kennara falla út þann 1. ágúst n.k. Þá, eða við upphaf næsta skólaárs taka gildi þær kerfisbreytingar sem samið var um við grunnskóla- kennara. Þær miða m.a. að minni miðstýringu kjarasamninga, sveigjanlegra skólastarfi og fjölg- un skóladaga um einn tug. Halldór segist þó vera sann- færður um það að nýi samningur- inn muni auðvelda sveitarfélögum allar nýráðningar auk þess sem þeim á að halda betur á þeim kennurum sem séu fyrir vegna betri launakjara í grunnlaunum. Þar fyrir utan séu í samningnum ýmis sóknarfæri til að bæta við sig í launum með auknni ábyrgð og vinnu. Fylgja stefinu rikisins Fjárniálaráðherra hefur fundið að því við sveitarfélögin að ekkert samráð hefði verið haft við ríkið vegna þeirra lífeyrisskuldbindinga sem fálla á ríkið vegna grunn- kaupshækkana grunnskólakenn- ara. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjórnarformaður Samtaka ís- lenskra sveitarfélaga bendir á að í samningum sínum við kennara séu sveitarfélögin aðeins að fy'lgja þeirri launaþróun sem ríkið hefur markað á undanförnum árum með tilfærslum á yfirvinnu og öðr- um greiðslum inn í grúiínlaunin. Að þvf leyti sé um samráð að ræða. Hann vekur hins vegar at- hygli á því að ríkið hafði ekkert samráð við sveitarfélögin vegna þessarar launaþróunar sem það hóf á sínum tíma við ýmsar stéttir ríkisstarfsmanna og sjá má í samningi þess við framhaldsskóla- kennara. Stjórnarformaðurinn vekur cin- nig athygli á því að þegar sveitar- félögin tóku við grunnskólanum var ákveðið að þau mundu fulln- usta allar lífeyrisskuldbindingar kennara jafnóðum. Það hafa sveit- arfélögin gert frá árinu 1996. Hann minnir einnig á að það sé ekkert í samkomulagi ríkis og sveitarfélaga vegna grunnskólans sem bannar þeim að fara sömu kjaraleið og rfkið hefur gert. Á sama hátt standa vonir til að hægt verði að leggjast yfir samn- ing sveitarfélaga við grunnskóla- kennara í sama skyni. Báðir þess- ir samningar eru sagðir mjög flóknir vegna þeirra kerfisbreyt- inga sem þeir fela í sér og því ekk- ert skrýtið að aðilar vinnumark- aðarins skuli fela það helstu sér- fræðingum sfnum á sviði kjara- samninga að rannsaka þá til hlít- ar. AJlir að reikna Það eru fleiri sem munda reikn- ingstokkinn vegna nýgerðra kjarasamninga en aðilar vinnu- markaðarins. Forystumenn sveit- arfélaga gera það einnig um þess- ar mundir vegna kjarasamnings- ins við grunnskólakennara. Sömuleiðs verða grunnskóla- kennarar að reikna það út hver fyrir sig hvað samningurinn gefur þeim í aðra hönd og svipað er uppá teningnum hjá framhalds- skólakennurum. Kynning og atkvæði Samningurinn við grunnskóla- kennara var lagður fy'rir launa- nefnd sveitarfélaga sl. föstudag og í lok vikunnar verður hann ræddur á launamálaráðstefnu sveitarfélaga. Þá hafa forystu- menn kennara verið á faraldsfæti síðustu daga til að kynna samn- ingana fyrir trúnaðarmönnum og öðrum kennurum víðs vegar um landið. Forusta Félags grunnskóla- kennara stefnir að því að ljúka þcirri kynningu 26. janúar n.k. Síðan fer samningurinn í allsherj- aratkvæðagreiðslu. Þá er kynn- ingu að Ijúka á samningi Iram- haldsskólakennara og hefst at- kvæðagreiðsla um samninginn í dag, 16. janúar og stendur yfir í þrjá daga. Urslit í þeirri atkvæða- greiðslu eiga því að geta legið fyr- ir fljótlega eftir það en atkvæði um báða samningana verða grei- dd í póstatkvæðagreiðslu. Gengux ekki upp Halldór Björnsson starfandi for- seti ASI í veikindaforföllum Grét- ars Þorsteinssonar sagði eftir fundinn nteð fjármálaráðherra í gær að hann héldi fast við þá tlfinningu sína að f samningi rík- isins við framhaldsskólakennara hefði launaramminn verið þan- inn út í ystu æsar eða jafnvel far- ið út fyrir hann. Hann segir að á lundinum hefði ekkert komið fram sem breytti þessari skoðun sinni þrátt fyrir að ríkið hefði lagt Þessi iðnaðarmaður var að störfum við Verkmenntaskólann á Akureyri i gær. Svo kann að fara að stétt hans muni taka framtíðarákvarðanir um launamál i Ijósi kennarasamninganna. Halldór Björnsson starfandi forseti ASI segist óttast að brestir séu komnir i launarammann þótt ríkið ha/di öðru fram. ins við framhaldsskólakennara. Það sé m.a. vegna þess að menn séu ekki tilbúnir til að upplifa á ný hlutina frá 1997 þegar heilbrigð- isstéttirnar „æddu fram úr öllu.“ Halldór segir að menn muni ít- reka beiðni sína um sámninginn frá launanefnd sveitarfélaga. Enda telur hann að verkalýðs- hreyfingin eigi fullan rétt á því að fá samninginn til skoðunar því launafólk séu atvinnurekendur þessa fólks með sínum útsvars- greiðslum. „Glannalegar“ yfírlýsingar Starfandi forseti ASI telur einnig að einstakir félagar sínir séu farn- ir að bregðast dálítið „glannalega“ 1 við þessum samningum þegar þeir eru strax farnir að ræða urn verk- föll og jafnvel „svik“ ríkisstjórnar áður en öll kurl séu komin til graf- ar. Hann bendir á að það sé fag- fólk að störfum til að fara ofan í saumana á þessum málum. Það sé síðan verkalýðshreyfingarinnar að taka ákvörðun um framhaldið þegar niðurstöður fagfólksins liggja fyrir. Traust á ríkinu Ari Edvvald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins scgir að það muni taka ntenn meira en „einn dag“ að ky'nna sér samning framhaldsskólakennara til hlítar. Hann telur hins vegar að þessari skoðun miði í rétta átt, cnda hefði fundurinn með fjármálaráðherra og starfsliði ráðuneytisins verið góður. Það sé því ekki útilokað að þessi vinna geti klárast í þessari viku. Sömuleiðis sé ætlunin að leggjast yfir grunnskólasamning- inn. Ari bendir einnig á að ríkið hefði staðið í hörðu verkfalli við kennara til þess að standa við þau markmið sem sett voru fram á al- menna markaðnum þegar fy’rstu kjarasamningarnar v'oru gerðir sl. vor. Hann telur jafnframt að það séu yfirgnæfandi lýkur á því að fully'rðingar ríkisvaldsins séu rétt- ar um það samningurinn sé innan þeirra markmiða. Það sé byggt á trausti á framkomnum upplýsing- úm og ummælum rfkisins um samninginn. Aukiirn kostnaður Samningur grunnskólakennara er til kynningar hjá sveitarstjórnum landsins og kemur til umræðu á launamálaráðstefnu sveitarfélaga n.k. föstudag. Halldór Halldórs- son bæjarstjóri í Isafjarðarbæ seg- Ari Edwald framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins telur yfirgnæf- andi líkur á því að samningar ríkis- ins séu innan þeirra forsendna sem aðrir hafa samið um. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Isa- fjarðarbæjar segir menn í vondum málum efkostnaður vegna kjara- samninga verður meiri en gert var ráð fyrir I fjárhagsáætlun. Hann vísaði jafnframt til ábyrgð- ar ríkisstjórnar í þessu máli. Því hefði ráðherra ekki mótmælt, erida hefði farið vel á með mönn- um á fundinum. Hann undrast hins vegar að verkalýðshreyfingin skuli ekki hafa fengið neitt frá launanefnd sveitarfélaga vegna samningsins við grunnskólakennara. „Þar er bara allt í lok og lás,“ segir Hall- dór. Hann segir nauðsynlegt að fá þann samning líka í hendurnar lil skoðunar eins og samning ríkis- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjórnar- formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga segir að sveitarfélögin séu að fylgja markaðari launastefnu rík- isins fram sína útreikninga á samningi sínum við framhaldsskólakenn- ara. I það minnsta segist hann ekki sjá að það gangi upp að fram- haldsskólakennarar hefðu samið um það sem þeim var boðið í upphafi viðræðna sinna við ríkið eftir að hafa verið í verkfalli í tvo mánuði. Þótt einhverjir kunni að trúa því segist hann ekki gera það. Hann áréttar þó að þrátt fyr- ir þennan ótta sinn um brestina í launarammanum sé enn of snemmt að fullyrða nokkuð um það hvort samningurinn muni leiða til uppsagnar á launalið samninga á almennum vinnu- markaði. Það á eftir að koma í ljós þcgar sérfræðingarnar hafa lokið 'sinni rannsókn. „Allt í lok og lás“ Á fundinum sagðist Halldór hafa lýst því yfir að ef launalið samninga á almennum vinnu- markaði yrði sagt upp, þá yrði ör- ugglega erfitt að semja uppá nýtt. FRÉTTASKÝRING Launalöggan reiknar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.