Dagur - 16.01.2001, Síða 16
16- ÞRIDJUDAGUR 16. JANÚAR 2001
Ljóminnuppi
yflrskítnum
Leikfélag
Reykjavíkur:
ÖNDVEGIS-
KONUR eftir
Werner
Schwab.
Þýðing: Þor-
geir Þorgeir-
son.
Leikstjórn:
Viðar Eggerts-
son.
Leikmynd og
búningar: Snorri Freyr Hilm-
arsson.
Lýsing: Elfar Bjarnason.
Frumsýnt á Litla sviði Borg-
arleikhússins 12. janúar.
Þetta leikrit er víst ekki fyrir
þá sem penpíulegir eru, svo
mjög sem orðræða þess snýst
um þá líkamsstarfsemi sem
menn vilja helst ekki tala um,
úrgang manneskjunnar. En
komist fólk klakklaust í gegn-
um þann skítahaug sem hér
segir frá er alveg víst að það
muni hafa mikla ánægju af
sýningu Öndvegiskvenna.
Þetta verk er skarpleg mann-
lífskönnun, fullt af gráglettn-
um húmor. Úrslitum ræður að
sýningin er vönduð, heildarsýn
leikstjóra á efniviðinn glögg,
markvisst starf hans og ann-
arra sem að sýningunni koma
gerir hana að minnilegri leik-
húsreynslu.
Öndvegiskonur eru eftir
austurrískan höfund sem
skaust eins og eldflaug upp á
stjörnuhimininn 1989, skrifaði
mörg leikrit á fáum árum en
lést hálffertugur á nýársnótt
1994. Um þennan mann,
Werner Schwab, er skemmti-
leg grein í leikskránni. Ilann
átti ótrúlegan feril, frjór og
hugkvæmur listamaður sem
var haldinn megnri sjálfsfyrir-
litningu, brenndi sig upp á
besta aldri og lét letra á leg-
stein sinn: Hér er gröf ill-
mennis. Af greininni verður
ráðið að líf þessa höfundar sé
fyrirtaks efni í leikrit, sem
hann virðist raunar sjálfur
hafa samið meir og minna, og
má mikið vera ef það verður
ekki skrifað von bráðar.
Konur á jaðrí samfélagsins
Öndvegiskonurnar í leiknum
eru þrjár, Erna, Gréta og
Mæja, og leikurinn fer fram í
eldhúsi Ernu. Þetta eru konur
á jaðri samfélagsins, en allar
eiga þær vitaskuld sína
drauma. Um þá snýst orðræða
þeirra. En heimurinn sem þær
hrærast í er merktur kald-
hæðni, með einhverjum hætti
marklaus, líf þeirra blekking.
Það er undirfurðulegur for-
máli í leiklýsingunni þar sem
segir: „í þessu leikriti greinir
frá því að jörðin er flöt, að sól-
in rennur upp og sólin gengur
undir vegna þess að hún snýst
um jörðina: þar greinir frá því
að ekkert vill koma að gagni,
allt er þetta bara til gamans
gert.“ Þessi hugsun, tómlát á
yfirborði, en angistarfullt stríð
við tómið undir niðri, gefur
verkinu nærgöngult líf.Erna er
á örorkubótum og á fertugan
son sem ekki gerir annað en
hella í sig brennivíni og fæst
ekki til að „maka sig“, Ernu til
mikillar raunar. Gréta hefur
einhvern tíma verið kynbomba
og dreymir enn um íjörugt kyn-
líf, og Mæja sem er yngst vinn-
ur við að hreinsa skít úr kló-
settum fína fólksins - með ber-
um höndunum. Bæði Erna og
Mæja eru trúaðar, Gréta jarð-
bundnari. Leikurinn hefst á
sjónvarpsmessu páfans, og það
er eftirtektarvert að hinn pólski
kaupmaður sem hugur Ernu er
mjög bundinn heitir Karl
Wottilla, eins og hinn pólski
páfl sem nú nefnist Jóhannes
Páll annar.
Blekkmguniun svipt burt
Orðræða leikritsins spinnst
áfram á farsakenndum nótum,
en snýst áður en lýkur upp í
trúarlegan táknleik, eins og það
er túlkað hér og virðist rökrétt,
því trúarlífið myndar umgjörð
um hugsun kvennanna, alþýðu-
trúin á Guð sem setur heimin-
um skorður. Þetta undirstrikar
leikstjórinn með næmlegum
hætti, og tónlistarvalið á sýn-
ingunni styrkir það mjög. Leik-
urinn færir sig áreynslulaust á
milli sviða, eftir því sem honum
vindur fram, úr stílfærðum nat-
úralisma óðar yfir í farsa og
loks sýmbólskan helgileik, þeg-
ar öllum blekkingum er svift
burt og sannleikurinn uppljóm-
ast með fyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Prýðis samleikur
Leikkonurnar þrjár skila sínu
verki- allar vel í samhengi sýn-
ingarinnar og samleikur þeirra
er með prýði. Hanna María
Karlsdóttir er hin stranga Erna,
sniðfastur leikur, nokkuð hrjúf-
ur. Margrét Helga Jóhannsdótt-
ur leikur kynbombuna Grétu af
miklum þrótti, ríkum blæbrigð-
um og sterkri líkamstjáningu,
en taktarnir raunar kunnugleg-
ir hjá leikkonunni.
Mest þótti mér til um Sig-
rúnu Eddu Björnsdóttur sem
Mæju. Hlutverkið er tvímæla-
LEIKLIST
Dggur
Hanna María Karísdóttir er hin stranga Erna, sniðfastur ieikur, nokkuð hrjúfur
mynd: ingó
laust nýr áfangi á ferli hennar.
Hún málaði þessa einföldu sál
upp af ótrúlegu öryggi, gerði
hana ljóslifandi fyrir augum
okkar, í heilagri einfeldni sinni
og barnslegum þokka þar sem
hún seilist á kaf í skítinn. Loka-
atriðið, sem hér verður ekki
lýst, varð sterkt í meðförum
hennar, upphafið og nær-
göngult í senn. Um sviðið eru
gefin nokkuð glögg fyrirmæli í
texta höfundar, en útfærslur í
sýningunni eru smekkvíslegar.
Hinn íslenska texta Þorgeirs
Þorgeirsonar má lesa í leik-
skránni - ásamt „þriðju mynd“
sem ekki er sviðsett hér, og
virðist raunar ekki mikils misst
við það. Þegar ég hlýddi á og
las þýðinguna leiddi ég hugann
að því hve miklu skiptir að
verulegir íþróttamenn stílsins
þýði leiktexta. Þorgeir þýðir
orðræður kvennanna á auðugt
mál, alþýðlegt og bragðmikið í
senn. Annað dæmi af snjallri
leikritsþýðingu sem nú er á fjöl-
unum er hin gamla þýðing
Thors Vilhjálmssonar á Horfðu
reiður um öxl í Þjóðleikhúsinu.
Leikhúsin verða helst alltaf að
geta notið krafta þýðenda af
þessari gráðu.
Eins og svo mörg
á landinu státar Mosfellsbær
af fjölmörgum fræknum
fþróttamönnum og náðu marg-
ir þeirra íslandsmeistaratitli í
sinni grein á síðasta ári eins
og svo oft áður. Til þess að
hvetja ungt fólk til frekari
dáða bauð bæjarstjórn Mos-
fellsbæjar ungu afreksfólki á
sviði íþrótta- og tómstunda-
starfs til sérstakrar samkomu í
Hlégarði sunnudaginn 14. jan-
úar s.l.
Þar afhenti Þröstur Karls-
son, forseti bæjarstjórnar
þessum ungu afreksmönnum
og konum bæjarins verðlauna-
bikar fyrir frækilegan árangur
á síðasta ári. Auk almennra
Þröstur Karlsson, forseti bæjarstjórnar afhendir ungum afreksmönnum og
konum bæjarins verðlaunabikar fyrir frækilegan árangur.
Fjölmenni var við afhendingu viðurkenninganna á sunnudag.
flokka s.s. í blaki, handbolta,
fótbolta o.s.frv. voru að þessu
sinni verðlaunaðir nýir flokk-
ar, en það var fyrir smábíl-
arallý og skátastarf. Salurinn
var þétt skipaður stoltum for-
eldrum og systkinum sem og
forystumönnum á sviði
íþrótta- og tómstundamála
bæjarins. Margur verðlauna-
hafinn var að fá verðlaun í
annað og jafnvel þriðja sinn og
er ekki að efa að þetta fram-
tak bæjarstjórnar hvetur ungt
fólk til frekari dáða og eflir um
leið forvarnastarf sem krakk-
arnir stuðla fyrst og fremst að
sjálf, með því að vera virk í
öflugu tómstundastarfi. Nú
bíðum við bara spennt eftir að
sjá árangur þeirra á þessu ári.
- GJONSSON