Dagur - 16.01.2001, Page 19
Hæsta einkuim
á doktorsprófi
Uugur Akureyringiij
ver doktorsritgerd
með niikhiiii bravúr í
Montpellier í Frakk-
landi.
Akureyringurinn Sigurður lng-
ólfsson, varði nýverið doktorsrit-
gerð sína í frönskum nútímabók-
menntum \að Paul Valery há-
skólann í Montpellier í Frakk-
landi. Sigurður skrifaði um ljóð-
list Yves Bonnefoy, sem er eitt
merkasta núlifandi Ijóðskáld
þeirrar þjóðar. Sigurður fékk
eftir vörnina, einkunnina
„Mcntion trés honorable avec
Ies félicitations du jurv á un-
animité" sem er hæsta einkunn
sem gefin er í Frakklandi við
slíka viðburði og útleggst sem
ágætiseinkunn, með einróma
ham ingjuósku m dómnefndar.
Taktu, lestu,
taktu
TitiIIinn á rit-
gerðinni er LIS
LE IJVRE : La
théologie négali-
ve dans la poésie
dVves Bonnefoy.
Aðaltitillinn er
fenginn úr einu
af nýjustu Ijóð-
um Bonnefoy, en
hann fær þessi
orð að láni hjá
heilögum
Agustínusi sem
sat eitt sinn ör-
væntingarfullur í
garði og var að
velkjast í vafa
um líf sitt og til-
veru þegar hann
heyrði börn syngja út um glugga
„tolle Iege, tolle lege" sem þýðir
lauslega : „taktu og lestu, taktu
og lestu." Þetta
tók hann sem
svo að hann
ætti að fara
heim og lesa í
Biblíunni, sem
hann og gerði,
fletti í henni og
lenti á Róm-
verjabréfinu,
13:13 „Fram-
göngum sóma-
samlega eins og
á degi, ekki í of-
áti né ofdrykkju,
ekki í ólifnaði
né saurlífi, ekki
í þrætu né öf-
und, heldur
íklæðist drottni
Jesú Kristi, og
alið ekki önn
fyrir holdinu, svo það verði til að
æsa girndir." Með þetta ákvað
hann að halda sig að orði guðs
og hætta allri óráðsíu.
Móðir Sigurðar er Steinunn S.
Sigurðardóttir, læknafulltrúi á
Myndgreiningardeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, dóttir
Sigurðar Guðmundssonar,
vígslubiskups og Aðalbjargar
Halldórsdóttur. Faðir hans er
Ingólfur Steinar Ingólfsson, raf-
vélavirkjameistari, sonur Ingólfe
Benediktssonar, málarameistara
frá Dal og Hólmfríðar Björns-
dóttur. Kona Sigurðar er Olöf
Björk Bragadóttir, myndlistar-
kona, en hún Iauk meistara-
gráðu í myndlist frá Ecole des
beaux-arts í Montpellier vorið
2000 og kennir nú váð Mennta-
skólann á Egilsstöðum. Þau eiga
tvo svni, Steinar Braga, tíu ára
og Sölva Snæ, átta ára. Sigurður
starfar nú sem frönsku- og
enskukennari við Menntaskól-
ann á Egilsstöðum.
dr. Sigurður Ingólfsson: Ágætisein-
kunn með einróma hamingjuósk-
um.
íþróttamaður KA valinn
Guðjón Valur Sigurðsson, hand-
boltamaður í KA og landsliðs-
maður, var valinn íþróttamaður
KA árið 2000. Guðjón Valur
kom til IG\ 1998 Irá Gróttu en
hann hefur átt sæti í iillum yngri
landsliðunum í handbolta og i
landsliði íslands frá 1998. Guð-
jón Valur var valinn íþóttamaður
Seltjarnarness árið 1999, leik-
maður Islandsmótsins 1999 til
2000 og var fyrir skömmu valinn
handknattleiksmaður IISI fyrir
árið 2000.
í 2. sæti varð Vernharð Þor-
leifsson, júdómaður, sem er Is-
landsmeistari í -100 kg flokki.
Vernharð varð m.a. á síðasta ári
í 1. sæti á opna sænska mótinu,
í 9. sæti á Evrópumótinu og í 9.
sæti á opna ungverska mótinu.
Vernharð er í 12. sæti á af-
rekslista Evrópu.
í 3. sæti varð handknattleiks-
konan Asdís Sigurðardóttir, leik-
maður með unglingaflokki og
meistaraflokki KA qg á sæti í
yngri landsliðunum Islands sem
og A-landsliði Islands. Asdís
hefur verið einn besti leikmaður
liðs KA/Þórs í 1. deild kvenna í
handknattleik. - gg
■■’ r / w %
i i ' i|| ps ■*■"**'* k. L: i ;; ■ il
M^RtÍ . 1 f
t'ÁÍ
'»7 -MM k\ \'-'á 0
m 1 !'<
Halldór Ingi Kárason, sem tók við viðurkenningu unnustu sinnar, Asdísar Sigurðardóttur, Vernharð Þorleifsson, og
At/i Hilmarsson, þjálfari meistaraflokks KA í handknattieik sem tók við verðlaunabikurum Guðjóns Vals sem var
sama dag að leika fyrir ísland gegn Norðmönnum á Spáni, og Helga Steinuhn Guðmundsdóttir, formaður KA,
sem afhénti iþróttafólkinu sínar viðurkenningar. mynd:gg ».
Jón skriíi
4. bindið
Bæjarráð Akureyrar samþykkti
fyrir helgina að fela bæjarstjóra
að ganga frá samningum við Jón
Hjaltason söguritara um ritun
og útgáfu á 4. bindi af sögu Ak-
ureyrar. Jón hefur skrifað og séð
um útgáfu af fyrri bindum sög-
unnar og kom þriðja bindið út
nú fyrir jólin og var tilnefnt til
lslensku bókmenntaverðlaun-
anna í flokki fræðirita.
Ekki „form-
bert“ veður
Fuglaveðurspá
Þorsteins Þor-
steinssonar fugla-
áhugamanns var
gerð sl. laugar-
dag, á Hilaríusar-
messu. Þar segir
m.a. að líkt og í
hinni fyrri viku
spái fuglar
nokkrum umhleypingum og
njóði af fleiri en einni átt.
„Hrafnar flugu hátt og af at-
ferli þeirra mátti sjá að vindinn
getur orðið torvelt að temja fyrs-
ta kastið, en það gengur yfir og
hitatölur rokka til. En þar sem
heydoðrur eru horfnar úr bæn-
um, má vonandi trevsta því að
ekki verði neitt „formbert" veður,
en brigðular geta orðið þíðurnar
í þorrabyrjun."I fvlgigögnum
spárinnar er sagt frá þeim flæk-
ingsfuglum sem sáust á fugla-
talningardaginn 7. janúar sl.
„Hinn hviki fugl, hettusöngvari,
er algengur í Evrópu og aðliggj-
andi svæðunt í Norðvestur-Afr-
íku ogAsíu. Silkitoppan með fal-
legadillandi ogklingjandi hljóm-
inn kemur frá furuskógum Sí-
beríu. Þaðan kemur líka hinn
stóri og stéllangi gráþröstur, með
gráa gumpinn og hið kæfða
ískurhljóð. Vonandi eiga þessir
fuglar eftir að þrevja þorrann og
góuna, áður en þeir halda heim
á leið til varpsstöðvanna."
Þorsteinn
Þorsteinsson.
Tíu nemendur um hverja tölvu
Skúlanefnd Akureyrarbæjar hefur
samþykkt að ganga að kaup-
leigutilboði til þriggja ára frá Ný-
herja á 96 tölvum fyrir grunn- og
leikskóla af gerðinni IBM NET-
VISTA A20. Tilboðið frá Nýherja
var taliö það hagstæðasta sem völ
var á en það hljóðar upp á 10
milljónir króna. Bæjarráð sam-
þykkti kaupin I I. janúar sl.
Önnur tilboð voru frá Tækni-
vali, Pcnnanum - Bókvali og
Mekka. Einnig lá fyrir greinar-
gerð og samanburður af þessum
tilboðum sem unnin var af Hjör-
leifi Hjálmarssyni, fagráögjafa í
tölvu- og upplýsingamennt á
skóladeild Akureyrarbæjar. 14 af
tölvunum 96 fara í leikskólana,
og 23 fara í nýtt tölvuver sem ver-
ið er að koma upp í Giljaskóla. Að
sögn Gunnars Gíslasonar, skóla-
fulltrúa, skiptast hinar tölvurnar
nokkuð jafnt milli annarra
grunnskóla á Akureyri, þó sýnu
minnst til Oddeyrarskóla, enda
minnsti skólinn. Eftir að þessar
tölvur hafa verið teknar í gagnið
verða um 10 nemendur um hver-
ja tölvu í grunnskólum Akureyr-
arbæjar. Næsti tölvukaup verða
líklega í lok ágústmánaðar, en 3 I.
ágúst nk. rcnnur út fyrsti kaup-
leigusámningurinn sem gerður
var, en það voru 42 tölvur, og lík-
lega verður þeim tölvum skipt tit
fyrir sania fjölda í nýjum kaup-
leigusamningi þannig að tölvurn-
ar í heild sinni svari sem mest nú-
tímakröfum á hverjum tíma.
I marsmánuði nk. verður lögð
fyrir skólanefnd Akureyrarbæjaer
3ja ára áætlun um tölvuvæðingu.
- GG
Eldur kom upp i gámi í miðbæ
Akureyrar i gær. Slökkviliðið réð
niðurlögum eldsins án mikilla
vandræða.