Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 14
14- FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001
-Ðugur
SMflflUGLYSINGflR
Til leigu _________________
Vantar þig íbúð til leigu á stór Reykja-
vikursvæðinu, í viku eða yfir helgi.
Hef eina fullbúna húsgögnum og helstu
þægindum á mjög góðum stað, stutt í allt.
Upplýsingar i sima 464 1138 eða 898 8305
Spákonur____________________
Spái ÍTarotspil og ræð drauma.
Fastur símatími 20-24 á kvöldin.
Er við flesta daga f. eða e. hádegi.
Sími 908-6414 - Yrsa Björg
Húsgögn óskast
Oska eftir bókahillum, kommóðu og
sófaborði ódýrt eða gefins.
Uppl. í síma 461 1562 á kvöldin.
Litla Kaffistofan
Tryggvabraut 14
Sími 461 3000
Akurevri
Venjulegur
heimilismatur í
hádeginu virka daga
iÓDÝRASTA •
LIVE SEXIO
* Enginn símsvari, *
► engar tafir, bara beint <
► samband við stelpurnar <
[ og þær eru til i allt. J
9086699
► Mán-þri-mið. 22-01.199 kr/mín.<
VFÍm-fos-Íaug, 22-04.199 kr/mfruj
QRÐDAGSINS
462 1840
Notfærið
ykkur
smá-
auglýsingar
Dags, þær
eru ódýrari
en...
s
Utfararskreytingar
Býflugan og blómið i
— nu .......... *
Sími 461 5444
Glerárgata 28. Akureyri
kistuskreytingar,
krossar, kransar,
blómaskreytingar,
blómvendir,
STJÖRNUSPfl
Vatnsberinn
Þér verður boðið
út að borða á
kaffi Óperu í
kvöld. Klæddu
þig vel, því kalt er
við kórbak.
Fiskarnir
Ágreiningsefnin
þarf að leysa inn-
an fjölskyldunnar
og það flækir
bara málin að
leita til Hæsta-
réttar.
Hrúturinn
Þú lendir upp á
kant við jóga-
kennarann þinn.
Haltu niðri í þér
andanum í hálf-
tíma og þá er
málið leyst.
Nautið
Þú verður að velja
á milli söngvarans
Hreims og karla-
kórsins Hreims.
Æ, haltu þig bara
við Lúðrasveit
verkalýðsins.
Tvíburarnir
Þú hittir mann
sem á þér skuld
að gjalda. Sjaldan
deilir einn þá tveir
valda.
Krabbinn
Lífi þínu í smá-
auglýsingunum er
lokið. Bráðum
hefur þú efni á
heilsíðu litauglýs-
ingu í Mogga.
Ljónið
Skipaskoðunar-
stjóri gerir at-
hugasemdir við
skóna þína en
fótnettir eru
áfram friðhelgir.
Svona er að vera
stór í sniðum.
Meyjan
Þú verður mjög
heppinn í spilum
á næstunni og
allar grandsagnir
standa. En ásta-
málin verða áfram
upp og ofan.
Vogin
Ekki láta Samma
gríðarskell fara
svona í taugarnar
á þér. Hann er ill-
skárri en Ingólfur
Gaujakyssir.
Sporðdrekinn
Þú týnir gemsan-
um þínum. Farið
hefur fé betra, já
jafnvel forystu-
sauðir.
Bogamaðurinn
Þú átt heimtingu
á jöfnu og fyrir-
séðu greiðslu-
flæði í flatböku-
viðskiptunum. Til
hamingju með
það.
Steingeitin
Þú ferð út að
skemmta þér i
kvöld. Varaðu þig
á krókdílamönn-
um, kókaínsölum
og Kristjáni.
Með Ingólf á Hellu í nunið
„Er það merki um þroska eða hrörnun þegar
uppáhaldsbækurnar manns eru nær eingöngu
ævisögur? Þannig er ástandið orðið á náttborð-
inu mínu. Nú síðast hvílir þar Ingólfur Jónsson
á Hellu í tveimur hindum eftir Pál Líndal sem
Anders Hansen vinur minn gaf út og ætti að vera skyldulesning
fyrir þá sem ekki vilja alveg gleyma öldinni sem leið,“ segir Jón Ár-
sæll Þórðarson fréttamaður, sem nú er aftur að koma til liðs við
þáttinn Island í dag á Stöð 2. „Svo er það Sigurður A. Magnússon
en síðasta bók hans, Undir dagstjörnu, þykir mér heldur klén mið-
að við feiknarlega athyglisverðar rannsóknir hans á æsku og upp-
vaxtarárum sínum sem ég hef fylgst með af miklum áhuga og tel
vera með því merkilegra sem skrifað hefur verið hér á landi síðustu
árin. Að vísu er gaman að lesa um samband hans við hina og þessa
þekkta menn í nýjustu bókinni, til dæmis Matthías Johannessen
ritstjóra og skáld en svo missir hann niður um sig buxurnar með
reglulegu millibili. En ef þér þykir kaffið kalt, eins og segir í sálm-
inum, þá vappaðu inní Víðihlíð. Eg greip Guðsgjafaþulu ofan úr
skáp í fyrrakvöld og það munaði minnstu að ég pissaði undir um
nóttina, svo mikiö hló ég. Takk Dóri minn hvar sem þú ert."
Heim tH mömmu
„Af músiskum fræðum hlusta ég mest þessa
dagana á feiknarlega skemmtilegan disk sem
ég fékk í jólagjöf frá Þórarni Inga syni mínum,
unglingnum á heimilinu. Diskurinn heitir:
Buena Vista Social Club og fer saman trega-
blandin gleði Kúbverja og sammannlegur hjartsláttur. Dr. Broddi
Jóhannesson spurði einhvern tímann einn nemanda sinn í Kenn-
araskólanum, sem þóttist ekki geta haldið lagi, hvort hann heyrði
ekki taktinn þegar hann riði hratt eftir hörðum vallendisbakka.
Maðurinn sem var úr sveit varð að viðurkenna það. Jú hann kann-
aðist við taktvissan hófadyn. En þannig er það einmitt með góða
tónlist. Sá dynur færir okkur heim. Heim á vallendisbakkana til
mömmu náttúru."
AUt á leið tH andskotans
„Sjónvarpsefni samtímans er að líkjast meir og
meir veggfóðri og það veldur mér áhyggjum. Ég
verð bara að segja það. Nýjustu tilraunirnar í ís-
lensku sjónvarpi þykja mér svakalega slappar. Þið
vitið hvað ég á við. Þetta sem kölluð er íslensk dagskrárgerð þar
sem fólk milli tektar og tvítugs og aldrei hefur dýft hendi í kalt
vatn, dvelur langtímum saman fyrir framan myndavélina og bullar
í beinni útsendingu og það helst alveg eins og þeir hinir sömu hafa
séð gert í útlandinu. Ef til vill er afstaða mín lituð af þeirri stað-
reynd að maður tilheyrir orðíð beisku kynslóðinni. Nei, þetta er
allt á beinni leið til andskotans. Vonandi á maður vini á háðum
stöðum sem bíða manns í röðum."
■geiuib
Gengisskráning Seðlabanka íslands
25. janúar 2001
Dollari 86,36 86,84 86,6
Sterlp. 125,51 126,17 125,84
Kan.doll. 57,07 57,43 57,25
Dönsk kr. 10,611 10,671 10,641
Norsk kr. 9,63 9,686 9,658
Sænsk kr. 8,873 8,925 8,899
Finn.mark 13,316 13,399 13,3575
Fr. franki 12,0699 12,1451 12,1075
Belg.frank 1,9627 1,9749 1,9688
Sv.franki 51,89 52,17 52,03
Holl.gyll. 35,9273 36,1511 36,0392
Þý. mark 40,4808 40,7328 40,6068
Ít.líra 0,04089 0,04115 0,04102
Aust.scfr. 5,7538 5,7896 5,77-17,
Port.esc. 0,3949 0,3973 0,3961
Sp.peseti 0,4758 0,4788 0,4773
Jap.jen 0,7369 0,7417 0,7393
írskt pund 100,5296 101,1556 100,8426
GRD 0,2323 0,2339 0,2331
XDR 111,37 112,05 111,71
EUR 79,17 79,67 79,42
Ikrossgátan
Lárétt: 1 fjöldi 5 framandi 7 bæti 9 fen
10blaöur 12 drepi 14gubbi 16smágerð
17stundar 18 svifdýr 19 fljóffærni
Lóðrétt: 1 gróp 2 nægilega 3 siður 4 sár
6 sparsöm 8 ásjóna 11 þuklar 13
mynteining 15 svelgur
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bifa 5 áköfu 7 Æsir 9 ar 10 skraf
12 ríku 14 dós 16nem 17 logni 18 puð
19 akk
Lóðrétt: 1 blæs 2 fáir 3 akrar 4 æfa 6 urð-
um 8 skjólu 11 fínna 13 keik 15soð