Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 - 17 Ð^ur jjml WNPiNH ■mbmmm LÍFIO Ljósaverslun styrkir ljósahöimuð „Pað er ákaflega ánægjulegt að geta styrkt skapandi rann- sóknir á þessu mjög svo áhugaverða sviði,“ sagði Gísli Holgersson, forstjóri GH heildverslunar og átti þar við ljósahönnun. En hann afhenti nýlega Aðalsteini Stefánssyni ljósa- og leikmyndahönnuði styrk að upphæð 50.000 þús- und krónur til að hann geti áfram þróað ýmsar hug- myndir sínar sem tengjast umhverfislýsingu. „Ekki sak- ar að styrkþeginn skuli vera Garðbæingur í húð og hár,“ bætti Gísli við en GH heild- verslun er til húsa að Garða- torgi 7 í Garðabæ. Gísli Holgeirsson, forstjóri GH heildverslunar ásamt Aðalsteini Stefánssyni við eitt verka þess síð- arnefnda, vegglampann Blender, sem nú er í eigu Hönnunarsafns íslands. Hönnunarsafn íslands er einnig í Garðabæ og það stóð fyrir ljósahönnunarsýning- unni Lysfortœllinger í Lista- safni ASÍ í lok síðasta árs, í samvinnu við alþjóðlegan hóp hönnuða og nokkur ís- lensk fyrirtæki. Aðalsteinn Stefánsson var eini íslending- urinn sem þátt tók í sýning- unni og það var í framhaldi af henni sem GH veitti hon- um verðlaunin. Aðalsteinn starfar í Kaupmannahöfn, en ásamt samstarfsmönnum sínum í Lysfortællinger er hann einnig á ferð og flugi um meginland Evrópu. Ný íslands- og inannkynssaga Nýja bókafélagið hefur sent út seinna bindi sagnfræðirits sem ætlað er til kennslu í framhaldsskólum. Bókin sem ber heitið „íslands- og mann- kynssaga NB 11“ er 320 blað- síður, ríkulega skreytt mynd- um og kortum. Höfundarnir eru sagnfræðingarnir Mar- grót Gunnarsdóttir, sem skrifar um frönsku bylting- una og 19. öldina, og Gunnar Þór Bjarnason sem skrifar um 20. öldina. í bókinni eru um 30 kort sérunnin af Lovísu G. Asbjörnsdóttur. Myndaumsjón hafði Rakel Pálsdóttir í samráði við höf- unda. Samhliða útgáfu bókarinn- ar hefur verið unnið ýmislegt ítarefni á Söguvef NB, en hann er almennur upplýs- ingavefur um sagnfræði. Rit- stjóri hans er Jón Ingvar Kjaran, kennari. Slóðin er www. soguvefur. strik. is V____________________________> Akureyri í hópifyrstu sveitarfélaga til að sam- þykkja umhverfisvæna stefnu sem kallast Ólafsvíkuryfirlýsingin. Bæjarráð Akureyrar hefur tekið undir tillögu náttúruverndar- nefndar og lagt til við bæjar- stjórn að Akureyrarbær gerist aðili að Ólafsvíkuryfirlýsingunm með undirritun hennar. Asgeir Magnússson, formaður bæjarráðs, segir að vitaskuld hafi shkar skuldbindingar ein- hvern kostnað í för með sér en hann h'ti svo á að það fé komi margfalt tfl baka. „Þessi stuðningur á að minna okkur á að við bætum heiminn af- skaplega lítið með því að starfrækja staðar- dagskrá í aðeins eitt til tvö ár. Við erum að skuldbinda okkur til að vinna á sömu braut til frambúð- ar. Allt sem við gerum kostar peninga en það kostar líka mikla peninga að gera ekkert og það eru komandi kynslóðir sem sitja í súpunni ef ekkert er gert. Þessi hugsun mætti vera áleitnari hjá okkur," segir formaður bæjar- ráðs. í Ólafsvíkui'yfirlýsingunni seg- ir m.a. að íslensk sveitarfélög vilji leggja sitt af mörkum til sjálíbærrar þróunar og gerist því aðilar að málinu. í 1. grein segir að markmiðin séu: 1. Sjálfbær þróun sem tryggir lífsgrundvöll og h'fsgæði jafnt fyrir núverandi og komandi kyn- slóðir. 2. Að athafnir í heimabyggð okkar séu innan þeirra marka sem náttúran þohi’, jafnt hnatt- rænt sem heimafyrir. Geta sturtað áfram Island fetar að miklu leyti í fót- spor alþjóðlegra úrbótaefna en hins vegar eiga lmattrænar sam- þykktir mismunandi vel við að- stæður hérlendis. Þannig bendir Ásgeir á alþjóðlegan klósettstað- al sem kann að virka hjákátleg- ur í augum íslendinga. Úti í heimi hefur verið barist fyrir breytingu á klósettkössum þannig að minna vatn fai’i til spillis í hvert skipti sem sturtað er niður. Víðast á íslandi rennur vatn hins vegar óbeislað frá fjöll- um til sjávar og er yfirdrifið nóg til að sögn Ásgeirs, t.d. á Akur- eyri. „Auðvitað slæðast einhver svona atriði með en mér finnst þau léttvæg miðað við allar þær skuldbindingar sem vert er að vinna að á heimsvísu," segir Ás- geir. Því má vænta þess að Akur- eyringar geti haldið áfram að sturta niður jafnmiklu vatni og þeim sýnist. BÞ FKA-konur gefa tölvum annað líf íslenskarkonur í atvinnurekstri hafa sent stallsystrum sínum í Riísslandi og við Eystrasalt 13 tölvurog hafa áhuga á að halda áfram á sömu hraut. „Það er mjög gaman að þessu og okkur lang- ar til að safna enn fleiri tölvum og koma þeim til sambærilegra félaga og okkar, Fé- lags kvenna í atvinnurekstri, í þessum lönd- um,“ sagði Jónína Bjartmarz formaður FKA. Konur í félaginu hafa sent þrettán stallsystr- um sínum í Sankti Pétursborg í Rússlandi og í Eystrasaltslöndunum að gjöf jafnmargar notaðar en góðar tölvur, sem þær fengu hjá upplýsingafyrirtækinu EJS. Ilraðflutnings- fyrirtækið DHL tók síðan að sér að koma þeim ókeypis á áfangastað. Verkefni er eitt af mörgum sem urðu til í kjölfar ráðstefn- unnar Konur og lýðræði sem haldin var í Reykjavík 1999. Tilganginn segir Jóm'na einkum þann, að gefa konum f þessum lönd- um aðgang að þekkingu stallsystra sinna á Norðurlöndum. Hagsýnar húsmæður „Auk þess að vera eða hafa verið atvinnu- rekendur erum við allar hagsýnar húsmæð- ur og hugsum því sem svo, að ef þær tölvur sem hér falla til við endurnýjun fara ekki á ein- hvern svona góðan stað, hvað verður þá um þær. Okkur finnst því rniklu nær að þær nýtist einhvers staðar heldur en að þær fari kannski á haugana hérna hjá okkur,“ sagði Jónína. Þar sem við fylgj- umst vel með, séum svolítið nýungagjörn og gerum gjarn- an kröfur til þess besta hverju sinni grunar Jóm'nu, eins og fleiri, að fleiri tölvm’ fari kannski á haugana hérna hjá okkm’ en mörgum öðrum þjóðum. En tölvur sem gefnar eru úr landi verði að vera góð- ar og duga tfl þess að geta farið á Netið, sent tölvupóst og annað sem konurnar eru að gera. Leiðsögn iiui í upplýsingatæknina Upphafið var raunar það að sjö konur úr FKÁ tóku að sér að að liðsinna átta af kon- um í atvinnurekstri í framangreindum lönd- um. Liðveislan á sér einkum stað í gegnum tölvupóst, enda eitt af markmiðum verkefn- isins að efla færni kvennanna á sviði upplýs- ingatækni.Þegar í ljós kom að þessi sam- skipti liðu fyrir tölvuleysi kvennanna þar eystra eða erfiðan aðgang að tölvu hafi fé- lagskonur í FKA ákveðið að bæta úr 13 erfiðustu tilvikun- um með því að afla og senda viðkomandi konum tölvur, sem tókst með góðu hðsinni EJS og DHL, sem áður segir. Spurð um umfang þessa lið- sinnis sagði Jónína gengið út frá 10 klukkustundum á mán- uði, en það sé þó misjafnt. „Ég veit að einn lærimeistarinn er búinn að fá heimsókn frá sinni konu,“ segir Jóm'na og reiknar með að enn fleiri konur eigi eftir að taka að sér svona leið- beiningarstarf. Reynt sé að para saman konur sem eru í svipuðmn rekstri, en tungu- málið hafi torveldað samskipti í nokkrum tilvikum. Allir gætu hagnast aö lokum „Eins og ég benti konunum á þá getur þetta að minnsta kosti ekki skaðað neinn, en það gæti líka vel orðið til þess að koma á ein- hverjum viðskiptatengslum eða annað slíkt. Þannig að við göngum alveg eins út frá að báðir aðilar geti hagnast á þessu til lengri tíma litið," segir Jónína. Hún segir enga kvennanna hafa verið í neinmn samskiptum við Eystrasaltslöndin áður en þær tóku að sér liðveisluna við stallsystur sínar þar eystra. -hei

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.