Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 18

Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 18
18- FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 Leikfélag Húsavíkur sýnir Fröken Nitouche í leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar Föstudag 26. janúar kl. 20.30 Laugardag 27. janúar kl. 17.00. Miðasala í síma 4641129 símsvari allan sólarhringinn Sniglaveislan Olaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson Lýsing: Halldór Örn óskarsson Aðstoðarleikstjórn: Randver Þorláksson Leikendur: Gunnar Eyólfsson, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Samstarfssýning við Leikfélag íslands. Frumsýning: föstud. 02.02. kl. 20.00 örfá sæti laus 2. sýning laugard. 03.02. kl. 20. örfá sæti laus 3. sýning sunnud. 04.02. kl. 16.00 Takmarkaður sýningafjöldi á Akureyrí Kortasalan í fullum gangi! J. 4 J |Lil itijiuanltrl»i,^.:ii [inlninlliJLjElíádi íúUlul ISill [fctn fcl hlni:. naa LEIKFELAG AKIJREV RAR Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. FRÉTTIR ro^ir tJtvegsmenn hafna tiUögum sjómaima Útvegsmeim eru reiðu- búnir til að failast á að kauptryggiug sjó- maima hækki í sam- ræmi við þær launa- hækkanir sem Samtök atvinnulífsins og Flóa- bandalagið hafa samið um. Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur svarað hugmyndum sjómannasamtakanna um lausn á kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna og fagna útvegsmenn því að stéttarfélög sjómanna komi nú fram sameiginlega í kjaraviðræð- um við útvegsmenn. Það sé mikil- vægur áfangi í viðræðum þessara aðila og mun væntanlega greiða mjög fyrir því að samningar náist. Útvegsmenn vilja ekki semja til eins árs, heldur að gildistími kjara- samnings aðila verði ckki skemmri en jrrjú ár. Útvegsmenn eru reiðubúnir til að fallast á að kauptrygging sjó- manna hækki í samræmi við þær launahækkanir sem Samtök at- vinnulífsins og Flóabandalagið hafa samið um. Það jafngildir því að Iaun hækki um 7% frá gildis- töku kjarasamnings, um 3% frá 1. janúar 2002 og um 2,25% 1. janú- ar 2003. Þá lýsa útvegsmenn sig reiðubúna til þess að ræða við stéttarfélög sjómanna um enn frekari hækkun kauptryggingar, enda lækki hlutur samsvarandi. Útvegsmenn eru einnig reiðubún- ir til að vinna að því á samnings- tímanum að koma á launakerfi með föstum launum auk ábata, í stað núverandi hlutaskiptakerfis. LIÚ telur að þegar fallið verður frá hlutaskiptakerfi og tekið upp sambærilegt launakerfi og hjá flestum öðrum launþegum en sjó- mönnum, séu útvegsmenn tilbún- ir til að ræða lífeyrissjóðsframlög með svipuðum hætti og samið hef- ur verið um hjá sambærilegum stéttum. Við óbreytt hlutaskipta- kerfi sé ekki unnt að bera Iífeyris- sjóðsframlög annarra atvinnurek- anda saman við lífeyrissjóðsfram- lag úh'egsmanna enda hafa sjó- menn hlut úr aflaverðmæti en aðr- ir launþegar hafa ekki fastákveð- inn hluta af tekjum atvinnurek- anda.Vegna hlutaskiptakerfisins skipta sjómenn nú á milli sín um 40% af tekjum útgerðarfyrirtækja og eru útvegsmenn ekki tilbúnir til að auka frekar hlutdeild sjómanna í heildartekjum útgerðarinnar. Útvegsmenn leggja áherslu á að samið verði um þær kröfur útvegs- manna sem kynntar hafa vcrið sjó- mönnum. Sérstök áhersla sé lögð á kröfu um mönnunarmál, þannig að þegar fækkað er í áhöfn leiði það ekki til hækkunar heildar- launakostnaðar, heldur skiptist ábatinn af fækkuninni á milli að- ila. Þegar hagræðing næst fram njóti bæði sjómenn og útvegs- menn þess í hækkuðum tekjum. Útgerðarmeiui vilja ekki semja að mati sjómanna Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Islands, segir að með lögum á kjaradeildu sjó- manna árið 1998 hafi átt að stytta verðbil milli beinnar sölu og sölu á fiskmörkuðum. Samkvæmt skýrslu Þórðar Friðjónssonar, fram- kvæmdastjóra Þjóðhagsstofnunar, hafi komið fram að bilið hafi hins vegar Iengst og lögin því ekki náð tilgangi sínum. Krafa sjómanna hali verið sú að styrkja þessi lög um allan fisk á fiskmarkað eða markaðstengt verð. Sævar segir að viðbrögð LÍÚ sýni belur en allt annað að ekki standi til að scmja við sjómenn, þeir vilji verkfall 15. mars nk. — GG w w w. s h s SLOKKVILIÐSMAÐUR HJÁ SLÖKKVILIÐI HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS ERU NOKKRAR STÖÐUR LAUSAR TIL UMSÓKNAR |starfið Um er að ræða 100% starfshlutfall. í starfinu felst m.a. eftirfarandi: ■ Sjúkraflutningar úr heimahúsum, milli sjúkrahúsa o.s.frv. * Almennt slökkvistarf og reykköfun. ■ Björgun fólks og neyðarflutningar. ■ Reglulegar þrek- og starfsæfingar, starfsmenntun og -þjálfun. ■ Þrekpróf og læknisskoðun einu sinni á ári. ■ Vaktavinna. ■ Möguleiki á starfsmenntun og starfsþjálfun erlendis. ■ Umhirða tækjabúnaðar slökkviliðsins. ■ Hægt er að sækja um í björgunarköfunarhóp og landflokk eftir 2-3 ára þjónustualdur. | GRUNNKRÖFUR Umsækjendur þurfa m.a. að: ■ Vera reglusamir og háttvísir, hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða inni- lokunarkennd. ■ Hafa aukin réttindi til að stjórna: a) vörubifreið og b) leigubifreið. ■ Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. Með iðnmenntun erátt við sveinspróf eða vélstjórapróf en stúdentspróf telit sambærileg menntun. Nóg er að umsækjandi hafi aukin ökuréttindi þegar hann hefur störf ef til ráðningar kemur. Umsækjandi þarf að skila læknis- og sakavottorðum með umsókn. Umsækjendur mega búast við að vera kallaðir í próf, viðtöl og læknisskoðun trúnaðarlæknis. Ráðning er áætluð frá 19. mars og verður þá um reynsluráðningu að ræða fyrst um sinn. Laun eru samkvæmt viðkomandi kjarasamningi en nánari upplýsingar um byrjunarlaun er að finna á heimasíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, www.shs.is. Einungis karlar starfa í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hvetjum við því konur sérstaklega til að sækja um. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri í síma 570 2040 og tölvupósti, halldorh@sr.rvk.is, en umsóknareyðublöð er að finna á skrifstofu slökkviliðsins, Skógarhlíð 14,105 Reykjavík. Umsóknum ásamt afritum prófskírteina skal skila þangað í seinasta lagi 12. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur SHS er að veita fyrstu viðbrögð til að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir. Liðið annast sjúkraflutninga, bruna- og forvarnir og hefur viðbúnað vegna umhverfisóhappa á þjónustusvæði sínu. Starfsmenn SHS gegna einnig mikilvægu hlutverki í skipulagi Almannavarna ríkisins. www.leikfelag.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.