Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 16
16- FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001
Það er ótrúlegt en satt,
aðíokkarnútíma-
samfélagi geta konur
ekki gengið að upplýs-
ingabæklingi um kosti
oggallaþess að láta
gera aðgerð á brjóstum
sínum, hvort heldur er
tilfegrunar eða upp-
bygginar.
Stofnaður hefur verið hér á
landi sjálfshjálparhópur sem er
fyrir þá sem sem liafa áhuga á
málefnum kvenna sem hafa
farið í brjóstauppbyggingu eða
hyggjast fara í slíka aðgerð.
Hópurinn kallar sig Von og er
ekki orðin til að ástæðuiausu.
Dagur hafði samband við for-
svarsmann sjálfshjálparhóps-
ins, Sigrúnu G. Sigurðardóttur
og leitaði svara við því hvers
vegna nauðsynlegt væri að
stofna sjálfshjálparhóp um
þessi málefni.
Skortur á upplýsingum
- Hvers vegna var þessi sjálfs-
hjálparhópur stofnaður?
„Hópur okkar er tilkomin
vegna þess að hér á landi hefur
skort allar upplýsingar til
handa þeim konum sem hafa
farið í brjóstauppbyggingu og
eða hyggjast fara í slíka aðgerð,
og er markmið okkar að reyna
að miðla því sem við getum,
bæði af eigin reynslu og einnig af
þeim upplýsingum sem við fáum
erlendis frá. Við erum í alþjóða-
hóp sem leggur sig fram við að
fylgjast með því sem er að gerast
í þessum efnum, og er það því
afar mikilvægt fyrir okkur að
geta fylgst með. Eins og fyrr seg-
ir er skortur á upplýsingum hér
á landi og enga bæklinga að fá
varðandi uppbyggingu á brjóst-
um. Reyndar er margt annað
sem tengist brjóstauppbyggingu,
til að mynda afleiðingar sem það
getur haft. Ekki hefur tekist að
sanna að efnin séu ekki skaðlaus
þrátt fvrir margar rannsóknir
sem gerðar hafa verið. En viða-
mikil rannsókn hefur verið í
gangi á 13.500 konum hjá FDA
(LyQ aeftirliti Bandaríkjanna) og
er niðurstöðu að vænta úr þeirri
rannsókn innan skamms.
Áhyggjuefni okkar er að ekki
hafl verið fjallað meira um þessi
mál í okkar þjóðfélagi, það þarf
meiri umræður um kvenímynd-
ina og sjálfsöryggið, sérstaklega
hjá ungu stúlkunum sem fara í
þessar aðgerðir án lítilla eða
engra upplýsinga. Petta er ekki
ein aðgerð sem endist ævilangt,
það er endingartími á silikoni
og saltvatni og samkvæmt upp-
lýsingum FDA þarf að skipta
um silikon á 10 ára fresti og
saltvatn á 5 ára fresti, þannig
að konur og stúlkur ættu að setj-
ast niður og reikna út hversu
margar aðgerðir þetta verða á
lífsleiðinni.
FDA bannaði notkun á silikoni
árið 1992 í Bandaríkjunum,
nema fyrir þær konur sem hafa
fengið krabbamein og vilja fara í
brjóstauppbyggingu. Það finnst
okkur reyndar einkennileg und-
antekning, þar sem kona sem
hefur greinst með krabbamein í
brjósti og það síðan fjarlægt,
Ðíyur
Sigrún G. Sigurðar-
dóttir er forsvarsmað-
ur sjálfshjálparhóps-
ins Vonar. Hún hvetur
alla þá sem hafa
áhuga á málefnum
kvenna sem hafa far-
ið í brjóstauppbygg-
ingu eða hyggjast
fara í slíka aðgerð að
kynna sér heimasíðu
Vonar sem er
www.von.is.
Þessi 29 ára gamla kona fór í brjóstastækkun fyrir sjö árum. Miklar bólgur og kvalir urðu til þess að fjarlægja þurfti silikonið og má sjá á hinni myndinni hvernig
brjóstin litu út á eftir.
lendir í áhættuhóp, þar sem ekki
hefur tekist að sanna að silikon
sé skaðlaust. Varðandi bann við
notkun á silikoni í Evrópu, er
það mál nú til umijöllunar í Evr-
ópuráðinu, þar liggja fyrir drög
um notkun á silikoni og saltvatni
og er niðurstöðu að vænta á
þessu ári.“
Tvö ár í vinnslu
- /Iqfu komið upp einhver áþreif-
anleg dœmi þess að silikon eða
saltpúðar geti verið skaðlegir?
„Pað hafa komið upp sýkingar
eftir brjóstauppbyggingu þar
sem hefur þurft að fjarlægja sili-
konpúða. Einnig hafa komið upp
sjúkdómar sem talið er að megi
rekja til silikonpúða sem hafa
lekið. Talið er að silikon sem hef-
ur lekið út í hkamann geti valdið
skaða á nýrum, lungum, lifur og
á ónæmiskerfinu. Pað eru til
læknar hér á landi sem líta ekki
fram hjá því að silikon geti valdið
skaða sem ekki er hægt að
bæta.“
- Er verið að vinna að upplýs-
ingabœklingi um brjóstaupp-
bgggingu á íslandi?
„Lýtalæknar hafa verið að
vinna að útgáfu bæklings um
brjóstauppbyggingar síðastliðin
tvö ár, en það hefur dregist hjá
þeim að gefa hann út. Hvað tef-
ur, er ekki vitað. En upplýsinga-
bæklingar um þessi mál liggja
fyrir í öðrum löndum Evrópu,“
segir Sigrún.
Hugsið ytókur vel um
Sjálfshjálparhópur Vonar vill
koma eftirfarandi á framfæri við
konur og ungar stúlkur sem
hyggjast fara í aðgerðir á brjóst-
um: „Að skrifa niður spurningar
og spyrja viðkomandi lýtalækni
ítarlega út í kosti og galla að-
gerðarinnar, áður en endanleg
ákvörðun er tekin. Að hugsa
málið vel og vandlega, þar sem
þessar aðgerðir geta dregið dilk
á eftir sér. Pað getur verið erfitt
að snúa tilbaka ef eitthvað fer
úrskeiðis, sem gerist alls ekki
alltaf því margar aðgerðir hafa
heppnast vel, en hin hliðin er
líka til staðar, því miður. Það eru
til dæmi um konur sem hafa
misst heilsuna eftir svona að-
gerð, sum svo slæm að viðkom-
andi kemst aldrei út á vinnu-
markaðinn framar. Eitt slíkt til-
felli er einu tilfelli of mikið.
Hugsið ykkur vel um áður en
endanleg ákvörðun er tekin.
Ræðið við foreldra, vini, vinkon-
ur eða þá sem þið treystið, þetta
er stór ákvörðun og ekki áhættu-
laus. Við vitum að þessi mál eru
oft á tíðum afar viðkvæm og
erfitt fyrir þær konur sem eiga í
hlut að ræða um þau, nema þá
kannski við eiginmenn sína. Pað
eru líka dæmi um að eiginmenn
sem hafa áhyggjur af konum sín-
um leiti til Vonar eftir ráðlegg-
ingum og eða upplýsingum og er
þeim vel tekið, sem og öðrum."
-w