Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAG IIR 26. JANÚAR 2 0 0 1 SMATT OG STORT Össur Skarphédins- son. GULLKORN „Þessir krakkar fara alveg á skó- hlífunum inn að hjartastað á Sæmundur Pálsson lögregluþjónn og gangbrautarvörður í viðtali við Mbl. UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON sigurdor@ff.ls Guðni Ágústsson. Steingrímur J. Sigfússon. Augnaráð heitt Hagyrðingar eru auðvitað farnir að yrkja um yfirlið Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra í beinni útsendingu sjónvarps og aðgerðarleysis Össurar Skarphéðinssonar, viðmælenda hennar, þegar hún féll. Lcsandi blaðsins sendi okkur þcssa limru: Einatt er augnaráð heitt íslialt, sljótt eða heitt Þegar Ingibjörg datt honum Össuri datt ekki i hug að hjálp'enni neitt. Endurmiimmgamar Þær geta orðið býsna harðorðar og per- sónulegar umræðurnar á Alþingi jafnvel enn þann dag í dag. I umræðunum utan dagskrár um írskar nautalundir á dögun- um lenti þeim saman Guðna Agústssyni landbúnaðarráðherra og Steingrími J. Sigfússyni. Þegar í upphafsræðu Guðna byrjaði Steingrímur að kalla frammí fyrir ráðherra og spurði á einum stað: ___ „Hvenær koma þessar endurminningar út?“ Guðni svaraði af bragði: „Þær eru hér á ferðinni. Þessi hluti endur- minninganna verður skráður f þingsöguna í þúsund ár og verða þar til staðar.“ Vakti þetta snögga svar Guðna mikinn hlátur í þingsalnum. Þeir héldu svo áfram að kítast og vönduðu ekki hvor öðrum kveðjurnar. Stein- grímur fullyrti að ef þetta væri í Þýskalandi eða öðru Evrópulandi „væri farið að hitna undir afturendanum á Guðna Ágústssyni." Guðni minnti Steingrím á „að fylgi hans getur verið jafnvalt og ráðherrastóllinn." Ræsknistólið Það eru margir óánægðir með framkomu ríkisstjórnarinnar vegna öryrkja- dóms Hæstaréttar. Sigurður St. Pálsson segir: Ríkisstjórnin er ræsknistól ranglát hæði og grettin. Davíð hann er fatlafól og framsókn með smánarblettinn. Halldór fór að rita Ólafur Stefánsson orti þegar hann heyrði um bréfaskrift- ir Halldórs Blöndal forseta Alþingis og Garðars Gíslason- ar forseta Hæstaréttar: Til Hæstaréttar Halldór fór að rita er heiftarsverðið yfir þingi hékk. Hvort hann skildi rélt hann vildi vita og víst hann fékk. Halldór Blöndal. ■ fína og fræga fólkið Zeta Jones með áhyggjur af Dylan Ma Catherine Zeta-Jones, leikkonan góðkunna frá Wales, hefur nú lýst yfir áhyggjum sínum af því að hinn barnungi sonur hennar og Michaels Dougl- as, muni ekki fá tækifæri til að lifa venjulegu lífi vegna þess að hann á svo fræga foreldra. Zeta Jon- es og Michael Douglas eru fólk sem alla jafna baðar sig í sviðsljósi fjölmiðla og nú síðast vakti brúðkaup þeirra gríðarlega athygli um allan heim. „Eftir tvö til þrjú ár, þegar Dylan litli er orðinn 3- 4 ára vil ég geta farið með honum að leika út í al- menningsgarð án þess að þurfa að útskýra fyrir honum hvers vegna það eru 20 manns með ljós- myndavélar scm elta okkur hvert fótmál,“ sagði Zeta Jones í viðtali í vikunni. „Eg vona bara að þetta brjálæði minnki dálítið þannig að við þurf- um ekki að fórna góðu hlutunum vegna þess að ljósmvndarar vilja ná öllu á filmu. I síðustu mynd sinni, Traffic, lékZeta Jones með manni sínum og var þá í hlutverki óléttrar eiginkonu eiturlyfja- kóngs. Hún segir að þessi mynd hafi opnað augu sín fyrir því hversu mikil hætta börnum stafar af eiturlyfjum og hún hefur áhyggjur af því að það að eiga svo fræga foreldra geti aukið mjög þrýsting á Dylan og gert hann veikari fyrir því að leiðast út í neyslu. „Hugsaðu þér, hann á frægan pabba, mömmu og afa. Það er viðbúið að sjálf’smynd hans verði fyrir miklu áreiti því hann mun þurfa að leggja mikið á sig til að fólk kalli hann ekki mömmudreng eða pabbadreng og segi einfaldlega - ó hann er nú fæddur með silfurskeiö f munni og allt er svo auðvelt hjá honum. Svona nokkuð hef- ur mikil áhrif á börn og það veldur mér áhyggj- um,“ sagði Zeta Jones í viðtalinu. Catherine Zeta-Jones sést hér á góðrl stund með manni sínum Michael Douglas. Ðagtur ÍÞRÓTTIR Sonja Nef hefur verið sigursæl í vetur. Nef try^gdi titil- init í risasvigi Þegax tveimur mótiun er enn ólokið í heims- bikarkeppni kvenna í risasvigi, hefur Sonja Nef frá Sviss þegar tryggt sér heimshik- artitilinn í greininni eftir fiinni sigra. Skíðadrottningin Sonja Nef frá Sviss tryggði sér um síðustu helgi heimsbikartitilinn í stór- svigi kvenna, þegar hún vann sinn fjórða heimsbikarsigur sinn í röð ogjafnframt þann fimmta í vetur, á heimsbikarmóti sem fram fór í Cortina á ltalíu á sunnudaginn. Nef leiddi keppn- ina eftir fyrri ferðina og tryggði sér sigurinn með besta tímanum í seinni ferðinni. I öðru sæti varð Allison Forsyth frá Kanada 48/100 úr sekúndu á ef’tir Nef og í þriðja sæti varð hcimsmeist- ari síðasta árs, Michaela Dorf- meister frá Austurrfki, 0,85 sek- úndum á eftir sigurvegaranum. Árangurinn á mótinu tryggði Nef 235 stiga forskot í stiga- keppni stórsvigsins á Dorfmeist- er, sem er í öðru sætinu og dug- ar það henni lil sigurs þar sem aðeins 200 stig eru eftir í pottin- um í tveimur síðustu keppnum vetrarins. Nef var að vonum í skýjunum með árangurinn og sagði að þetta væri vonum framar. „Að vinna fjórða sigurinn í röð og um leið heimsbikartitilinn er hreint ótrúlegt. Tímabilið hefur verið draumi líkast og ég á erfitt með að útskýra þennan góða árangur. Fyrir tímabilið hafði ég gert mér góðar vonir um að vinna eina eða tvær keppnir f vetur, þannig að þetta kemur verulega á óvart,“ sagði Nef sem lengst af á níu ára keppnisferli hefur þjáðst af slæmum hnémeiðslum og er þetta hennar fyrsti heimsbikar- titill. Um væntingarnar á heims- meistaramótinu, sem hefst á mánudaginn í St. Anton í Aust- urríki, sagði Nef að auðvitað finndi hún fyrir auknum vænt- ingum eftir þennan góða árang- ur. „Ég hef lært að takast á við aukna pressu og mun mæta til keppni á HM með sama hugar- fari og á öllum öðrum mótum til að gera mitt besta,“, sagði Nef. Nef er fyrsta konan til vinna fjórar stórsvigskeppnir í heims- bikarnum í röð, síðan ítalska skíðakonan Deborah Compagn- oni vann fórar keppnir í röð vet- urinn 1997-’98, en það gerði sú ítalska einnig veturinn 1996-’97. Þriðji sigur Cavagnoud Á sama móti í Cortina vann Reg- ine Cavagnoud sinn þriðja heimsbikarsigur í röð í risasvigi, sem lyfti henni upp f þriðja sæt- ið á stigalistanum í samanlögðu, en á risasvigslistanum hefur hún örugga 178 stiga forystu á Michaelu Dorfmeister sem er í öðru sætinu. Sætaröðin í fyrstu þremur sætum mótsins var ná- kvæmlega sú sama og á síðasta risasvigsmóti, sem fram fór í Ennstal í Austurríki og varð Mel- anie Turgeon frá Kanada í öðru sæti, 0,25 sekúndum á eftir Cavagnoud og Renate Götschl frá Austurríki í þriðja sæti 0,32 sek. á eftir sigurvegaranum. Cavagnoud er orðin vön því að sigra í Cortina, en sinn fyrsta sigur þar, vann hún fyrir tveimur árum og síðan hefur hún unnið átta heimsbikarsigra, þar af helminginn í Cortina. Næsta risasvigskeppni fer fram á heimsmeistaramótinu í St. Ant- on, en þar fær Cavagnoud tæki- færi til að bæta sér upp von- brigðin frá síðasta heimsmeist- aramóti, en þá gat hún ekki ver- ið með vegna meiðsla sem hún hlaut við æfingar í Vail. Eftir mótið i' Cortina er Renate Götschl komin í efsta sæti stigalistans í samanlögðu, en þar hefur hún þó aðeins sext- án stiga forskot á Janicu Kostelic frá Króatíu, sem náði aðeins ní- unda sætinu á mótinu og féll þar með niður í annað sætið, 62 stigum á undan Cavagnoud. Sjá stigastöðuna á næstu síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.