Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 19

Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 19
LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Já, hamingjan erheiti á nýju leikriti sem frumfluttverður á litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Höfundur leikritsins er Kristján I’órður Hrafnsson. Leikstjórn er í höndum Melkorku Teklu Ólafsdóttur og með hlutverkin tvö fara Vestfirðingarnir Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson. Dramatískt gamanleikrit Baldur: „Þetta er dramatískt gamanleikrit. I því verða áhorf- endur vitni að stundarkorni í lífi tveggja bræðra.“ Pálmi: „Þeir eru báðir greind- ir, mælskir og bókhneigðir og eiga eiginlega allt sameiginlegt nema það að þeir eru ósammáia um flest - ef ekki allt." Baldur: „Það er líka tíu ára aldursmunur á þeim og eldri bróðirinn ólst upp við allt aðrar aðstæður og eiginlega er hann miklu meira en 10 árum eldri í bugsunarhætti. Samt hafa þeir ótrúlega lík áhugamál, án þess að vita af því.“ Pálmi: „Já, svo hefur pabbi þeirra greinilega verið kominn yfir miðjan aldur þegar sá yngri fæddist og aldrei náð almenni- legum tengslum við bann. Sá eldri her óskaplega mikla virð- ingu fyrir föður þeirra og öllum hans verkum - hann var sko rit- höfundur." Baldur: „Leikurinn fer fram á heimili yngri bróðurins þegar sá eldri ryðst þar inn án nokkurs f\'rirvara.“ Pálmi: „Já, þessi heimsókn verður tilefni dramatísks og jafnframt dálítið hlægilegs upp- gjörs." Baldur: „Arekstrarnir verða þó fyrst og fremst vegna missldln- ings, af því að þeir eru ekki að tala um sama hlutinn lengi vel. Sá vngri hcfur ekki hugmvnd um hver ástæðan sé fyrir því að sá eldri er kominn þarna inn á gafl hjá honum og það í því upp- námi sem hann er." Pálmi: „Hann er sko alger „stóri bróðír" og lætur ýmislegt út úr sér við hann sem er ekki beint elskulegt - án þess þó að ætla að vera vondur." Baldur: „Já, hann er ansi mik- ið að bögga," Við þekkjum þetta Vestfirðingar Pálmi: „Þrætan er að vissu leyti íþrótt hjá þeim eins og hjá mörgum bræðrum. Við þekkjum þetta vel, Vestfirðingarnir. Reyndar er ansi margt í þessum texta sem við þekkjum." Baldur: „Já, þetta er ansi magnaður texti. Dálítið óvenju- legur en þó auðskilinn. Eldri bróðirinn notar ekki beinlínis talsmáta dagsins í dag og orða- forðinn er óendanlegur." Pálmi: „Á vissan hátt er sá yngri búinn að ná lcngra í til- finningaþroska en sá eldri. Hann gerir sér betur grein fj'rir hlutunum.“ Baldur: „Það er óhætt að segja að þetta sé þrusuleikrit hjá hon- um Kristjáni. Við Pálrni höfum haft nóg að gera undanfarið að læra allan þennan texta." Pálmi: Já, við erum bara tveir á sviðinu allan tímann. Það hringir enginn, það eru engar flugeldasýningar eða dansatriði. Þetta leikrit er texti og það lifir á honurn." -GUN Staða mnhverfisniáLa rædd Umhveifisþing hefst í dag á Grand Hótel í Reykjavík, en það er tveggja daga ráðstefna þarsem farið verðuryfir ástandið á nokkrum sviðum umhverfismála og meðai ann- ars undirrituð alþjóðleg vilja- yfirlýsing um hreinnifram- leiðslu. Mcðal annars ræðir Þórir Ibsen sendifull- trúi um alþjóðlega þróun varðandi ábyrga nýtingu hafsins, þar sem Islendingar koma mjög við sögu. Einnig velta Anna Dóra Sæ- þórsdóttir landfræðingur og Karl Bene- diktsson landfræðingur því fyrir sér hvort aukinn ferðamannastraumur teljist heldur böl eða blessun fyrir náttúruvernd. Klaus Töpfer, framkvæmdastjóri Um- hverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, ávarpar þingið og verður viðstaddur undir- Siv Fridleifsdóttir: „Ég ber því miklar væntingar til þessarar ráðstefnu, ad hún þjappi okkur betur saman til þess aö takast á við umhverfismálin." ritun alþjóðlegu yfirlýsingarinnar. Þeir sem undirrita þessa yfirlýsingu eru Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fyrir hönd umhverfisráðuneytisins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrir hönd Samtaka ís- lenskra sveitarfélaga, Finnur Geirsson lyrir hönd Samtaka atvinnulífsins, Einar Guð- mundsson fyrir hcind Islenska álfélagsins hf, Helgi Þórhallsson fyrir hönd íslenska járnblendifélagsins hf. og Tómas Már Sig- urðsson fyrir hönd Norðuráls hf. Um viljayfirlýsingu er að ræða þar sem segir m.a.: „Við viðurkennum að til að ná fram sjálfbærri þróun þarf til að koma sameiginleg ábyrgð. Aðgerðir til að vernda umhverfi jarðar kalla á að teknar séu upp hetri aðferðir varðandi sjálfbæra fram- leiðslu og neyslu." Siv Friðleifsdóttir var spurð hvort þessari yfirlýsingu verði fylgt eitthvað eftir af hálfu ríkisstjórnarinnar eða umhverfisráðuneyt- isins. u „Við munum bara fylgjast með því hvern- ig menn standa sig í samfélaginu almennt eins og við erum að gera," sagði ráðherr- ann. „Þannig að þessi yfirjýsing felur ekki í sér nýtt eftirjitskerfi eða neitt slíkt. En þetta er mikilvæg og táknræn vfirlýsing og menn auðvitað binda sig að vissu leyti samvisku sinnar vegna. Þegar menn undir- rita viljayfirlýsingu, þá cru þeir að sýna fram á mikinn vilja og ábuga og gefa mikl- ar væntingar um að þeir muni fylgja yfir- lýsingunni eftir. Eg ber mjög mikið traust til þessara aðila um að þeir muni gera það, og þeir eru þegar komnir langt á vcg í því." -GB ■UMHELGINA Frásagnarmálverkið og Sófamálverkið Tvær sýningar verða opnaðar laugardaginn 27. ntars kl. 16.00, í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarbúsi. „Frásagnar- málverkið" sýnir verk eftir hóp listamanna sem urðu mjög áberandi í Frakklandi þegar popplistin leit dagsíns ljós á sjöunda áratugnum. Þeir spruttu upp úr vinstrisinnaðri hugmyndafræði þar sem mikil áhersla var Iögð á raunsæi og skýr skilaboð. Listamennirnir eiga ]>að sammerkt, þrátt fyrir ólíkan uppruna og hugsunar- hátt, að franskir gagnrýnendur og safnstjórar spyrtu verk þeirra saman sem „fígúratífa frásagnarlist". „Sófamálverkið" skírskotar til þeirrar sterku hefðar á ís- Ienskum heimilum að gera stofuna að miðpunkti heimil- isins þar sem sófinn, með hinu hefðbundna málverki fyrir ofan, er miðpunktur hennar. Sýningarstjórar eru Anna Jóa og Olöf Oddgeirs- dóttir. Þarna getur að líta á annað hundrað ljósmyndir af heimilum landsmanna, ungra og aldinna, jafnt hefðbundin sem framúrstefnuleg. Nýtt tónverk frumflutt Nýtt tónverk eftir Jón Þór- arinsson, Te deum, f\'rir blandaðan kór og kammersveit, verður frum- flutt á tón- leikum í Grafarvogskirkju kl. 21.30 í kvöld. Auk þess vcrða llutt verk eftir Bach og Vivaldi og sungin íslensk lög eftir Siglús Einarsson, Pál Is- ólfsson og Jakob Hallgríms- son. Það eru sameinaðir k i r kj u kó ra r R e v kj avíkurpró- fastsdæmis eystra, sjö talsins, sem sjá um flutningínn ásamt einsöngvurunum Mörtu Guðrúnu Halldórs- dóttur sópran, Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur alt. Gísla Magnasyni tenór og Lofti Erlingssvni bassa. Tón- leikarnir verða endurteknir á morgun laugardag kl. 18.00. Andi niiiiii glimdi við Guð Þriðja Ijóðkvöld ársins verður á Sigurhæðum í kvöld kl. 20:30. Húsið er opið frá 20:00 til 22:00 allir velkomnir. „Andi rninn gh'mdi við Guð, og það var gasalegt puð." Svo kvað Jónas Svafár, og þeir eru fleiri sem hafa tekist á við al- rriæitið í kvcðskap í gegnum tíðina. Silthvað af því tagi mun Erlingur Sigurðarson, forstöðumaður, „Húss skálds- ins", bera í orðum fyrir gesti Ijóðakvöldsins. V_________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.