Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 5

Dagur - 26.01.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 2 6. J ANÚ AR 200 1 - S FRÉTTIR Viljiun fá vetrar- M til ferðalaga Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Tómas Ingi Olrich, formaður Ferðamálaráðs kynna könnunina fyrir fjölmiðlum í gær. Yfir 80% íslendinga ferðuðust um ísland í fyrra eu bara um há- sumarið og notfærðu sér sáralítið þá að- stöðu og afþreyingu sem þarf að horga fyrir. Nær 70% landsmanna segjast munu nýta sér möguleika á \áku- löngu vetrarfríi til ferðalaga, þ.a. 2/3 til utanferða, samkvæmt nið- urstöðum ítarlegrar könnunar á ferðalögum og ferðatilhögun ís- lendinga í eigin landi, sem Gall- upp gerði fyrir Ferðamálaráð, en hugmyndir um vetrarfrí komu m.a. inn í sambandi við kennara- samningana. Ferðast aðallega í júli Segja má að forsvarsmenn ráðs- ins hafi rekið í rogastans yfir hel- stu niðurstöðum könnunarinnar. Eftir að fagna því hve vel hafi tekist að dreifa ferðamannatím- anum yfir árið og sífellt fjöl- breyttari afjrreyingarmöguleika kom nefnilega í Ijós að íslend- ingar sjálfir ferðast bara í júní, júlí og ágúst (og nokkrir um páska) og nýta afþreyingarmögu- leika sáralítið, utan hvað rúmur fjórðungur brá sér í sund. Land- inn aflar sér engra upplýsinga heldur leggur bara af stað á í sfn- um eigin fjallabíl, langoftast í júlí, gistir aðallega hjá ættingjum og vinum en annars helst í sum- arbústað eða tjaldi, fer kannski í smáspássitúr ef vel viðrar og nærist á nesti eða skyndibitum og sælgæti. A.m.k. sögðust minna en 2% ferðalanga síðasta árs hafa farið á alvöruveitinga- hús sér til yndisauka. Eyða litlu lslendingar ferðast þó heilmikið. Um 81% (76% Reykvíkinga en 87% landsbyggðarmanna) ferð- aðist innanlands í fyrra (til ferð- ar telst aðeins ef gist er a.m.k. eina nótt utan heimabyggðar), að meðaltali 5 sinnum og í meira en 80% tilfella á einkabílnum. Lengsta ferðin var að jafnaði rúmir 5 dagar og nteðaleyðsla á fjölskvldu (m.v. tvo fullorðna og eitt barn) var 35.000 kr., eða að jafnaði 2.300 kr. á mann á dag. Aðrar ferðir voru enn ódýrari. Og kannski að vonum. Rúmur fimmtungur fór í gönguferð/fjall- göngu eða skoðaði náttúruna á annan hátt sem oftast er ókeypis á Islandi. Hins vegar sóttu að- eins 6% söfn í ferðinni, bara 5% fóru á veiðar eða í bátsferðir, rúm 3% á tónleika og leikhús og enn færri í golf eða hestaferðir og 2% á bi'ó. Aðeins 1% til 1,5% fóru í jeppaferðir, á skíði, snjó- sleðaferðir eða listsýningar. Og ennþá færri í hvalaskoðun og fljótasiglingar. Ferðamálastjóra, Magnús Oddsson, grunar að landinn haldi mun þéttar utan um budduna á ferðum sínum innanlands heldur en þegar hann er kominn til annarra landa. Sallarólegir í sumar husimmn Könnunin bendir Iíka til þess að sumarbústaðalíf Islendinga sé frekar einfalt og rólegt. Að minnsta kosti hafði minna en þriðjungur þeirra sem dvöldu í sumarhúsum greitt fy'rir nokkra afþreyingu á meðan á ferðinni stóð og þá aðallega aðgangseyTÍ að sundlaug en lítið þar fyrir utan. Ferðamálastjóra fundust það líka æðidaprar niðurstöður að 42% íslenskra ferðalanga gátu ekki tekið undir þá fullyrðingu (spurningu Gallup) að fjölbreytt- ir afþeyingarmöguleikar stæðu ferðamönnum til boða og að 52% gátu ekki tekið undir það að aðbúnaður á ferðamannastöðum á landinu væri góður. Hann undraðist líka að 1 5% innlendra ferðamanna höfðu heimsótt ein- hverja þeirra 42 upplýsingamið- stöðva sem komið hefur verið upp víða um landið fyrir ærinn pening. _ - HEI Hæstiréttur dæmir lögfræðinga til að greiða eina og hálfa milljón króna skaðabætur fyrir vanrækslu þeirra í störfum. Vanræksla lögmanna Hæstiréttur hefur dæmt feðgin- in og lögfræðingana Hafstein Hafsteinsson og Hrund Haf- steinsdótttur til að greiða Pálínu M. Poulsen eina og hálfa milljón króna skaðabætur fyrir van- rækslu þeirra í störfum. Feðgin- in höfðu áður verið sýknuð í undirrétti. Krafa Pálínu var upp á tæpar fimm milljónir. Pálína veitti Hafsteini árið 1991 umboð til að gæta hags- muna sinna að því er varðaði bótarétt vegna meiðsla er hún hlaut við slys sem hún varð fyrir við vinnu hjá fýrirtæki. Haf- steinn lét af rekstri lögmanns- stofu sinnar 1993 og tók dóttir hans Hrund við málinu. 1994 fékk Hrund gjafsóknarleyfi fyrir Pálínu, en höfðaði ekki mál. Hún lýsti ekki heldur kröfu Pálínu í þrotabú viðkomandi fyrirtækis, fyrr en mánuði frá lokum kröfulýsingarfrests. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu með hliðsjón af þeirri ríku ábyrgð sem lögmenn bera gagnvart skjólstæðingum sínurn hefði aðgerðarleysi Hafsteins ekki verið nægilega réttlætt í málinu og telja yrði að Hrund hefði ekki brugðist eins skjótt við og vænta mætti af starfandi lögmanni. - FÞG Óheimilt var að yfirfæra skattatap Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð ríkisskattstjóra lrá 1997, um að Matvælaiðjunni Strýtu hafi ekki verið heimilt í skatt- framtali 1996, að nýta til frá- dráttar skattskyldum tekjum sín- um yfirfæranlegt rekstrartap Kirkjusands hf. upp á rúmar 194 milljónir króna. Hins vegar er felldur úr gildi sá hluti úrskurðar ríkisskattstjóra sem lýtur að end- urákvörðun opinberra gjalda stefnanda, Samherja hf., er varð- ar gjaldaárið 1997. Kirkjusandur og Strýta sam- einuðust á árinu 1996 undir nafni Strýtu. Hið nýstofnaða f\'r- irtæki sameinaðist síðar sama ár limm öðrum fýrirtækjum undir nafni Samherja, sem tók þá vfir skattaleg réttindi og skyldur Strýtu. Við samruna Strýtu og Kirkjusands var hluti taps Kirkju- sands nýttur á framtali til frá- dráttar skattskyldum tekjum Strýtu gjaldaárið 1996 og af- gangurinn gjaldaórið 1997 í framtali Sumherja, Ríkisskatt- stjóri felldi niður tap sem fært hefði verið til frádráttar tekjum Strýtu. Hæstiréttur féllst á að um skyldan rekstur umræddra fyrirtækja hefði verið að ræða og að hið yfirfærða tap hafi myndast í sams konar rekstri. Samruninn taldist hafa verið gerður í eðlileg- um og venjulegum rekstrartil- gangi, en ekki í þeim eina til- gangi að ná fram skattalegu hag- ræði. Ríkið á að greiða Samherja eina milljón króna í málskostn- að. - l-ÞG SparisjóðabanM borgi Hæstiréttur hefur staðfest undir- réttardóm um að Sparisjóða- banki Islands skuli greiða Einari Péturssyni liðlega 19 milljónir króna, en málið laut að samningi um framleiðslulán sem Rauðsíða ehf í Bolungarvík gerði við Spari- sjóð Bolungarvíkur og Sparisjóð Þingeyrarhrepps. Sparisjóðirnir óttu samkvæmt samningnum að fá til innheimtu allar kröfur Rauðsíðu á hendur kaupendum veðsettra afurða, nema sérstaklega yrði samið um annað. Rauðsíða seldi 4. maí 1999 um 311 tonn af frystum þorski með skilmálum sem lýst var í sfmskeyti frá Einari, 7. sarna mánaðar, en hann seldi eða hafði milligöngu um sölu fisksins til erlends kaupanda gegn hankaá- byrgð, sem Sparisjóðabankinn hafði milligöngu um að fá greid- da. Þegar greiðsla barst Spari- sjóðabankanum var henni ráð- stafað til Sparisjóðs Bolungarvík- ur í andstöðu við fyrirmæli Ein- ars, sem hafði ætlað sér þó nokkurn hluta fjárins til endur- greiðslu útlagðs kostnaðar og umboðslauna. Talið var að eftir orðanna hljóðan hefði si'mbréf Einars ekki falið í sér yfirlýsingu um að bankaábyrgðin væri fram- seld, heldur skuldbindingu Ein- ars til að framselja hana síðar þegar nánar tilgreind atvik hefðu gerst. - FÞG Ný raimsóknastofa Ný rannsóknaaðstaða Prokaria verður opnuð í húsakynnum fyrirtaekis- ins í Grafarvogi í gær. Opnunin var óvenjuleg og fólst í því að Geir H. Haarde, fjármálafáð- herra, opnaði rannsókna- stofuna með því að búa til rjúkandi efnablöndu. Prokaria er líftæknifyr- irtæki sem notar nýjustu tækni við rannsóknir á erfðavísum úr íslenskri náttúru. Markmið tyrir- tækisins er að þróa ný Iíf- efni til margvíslegra nota og skapa verðmæti og þekkingu. Prokaria virkjar hugvit og mannauð íslenskra vísindamanna og leggur áherslu á náttúruvernd og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Háskólapróf í viðskiptafræði á Bifröst Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Runólfur Agústsson, rekt- or Viðskiptaháskólans á Bifröst og Guðjón Auðunsson, formaður há- skólastjórnar, undirrituðu í dag í fyrsta skipti sérstakan samning um kennslu til fyrsta háskólaprófs á sviði viðskiptafræða við Viðskiptahá- skólann á Bifröst, ásamt yfirlýsingu um rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni við skólann. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, hefur áður staðfest santninginn fyrir hönd ríkissjóðs. Brjálaður vísindamaður? Nei, Geir Haarde að opna rannsóknarstofu Prókaria í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.