Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 5
Da^Mir
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 - 5
Passía fyrir
HallgrímsKirkju
Hörður Áskelsson stjórnar Mótettukór Hallgrímskirkju og 35 manna kammersveit á tónleikunum á morgun. Þessi mynd var
tekin á æfingu síðastliðinn miðvikudag. mynd: eól.
Óratorían Passía ópus
28 eftir Hafliða Hall-
grímsson er samin sér-
staklega með hljóm-
burð Hallgrímskirkju í
huga.
Þetta er stærsta tónverk Haf-
liða Hallgrímssonar til þessa,
en það er samið fyrir banda-
rísku mezzosópransöngkonuna
Mary Nessinger, Mótettukór
Hallgrímskirkju og 35 manna
kammersveit. Verkið verður
frumflutt í Hallgrímskirkju
klukkan 18 á morgun, sunnu-
dag.
Textana valdi Hafliði úr ljóð-
um íslenskra ljóðskálda á tutt-
ugustu öld og úr Passísálmum
Hallgríms Péturssonar. Texta-
flutningurinn skiptist á milli
einsöngsraddarinnar og kórs-
ins. Óvenjulegt má teljast að
notuð eru tvö orgel sem kallast
á í verkinu. Hlutur hljómsveit-
arinnar er auk þess mjög stór
og flestir hljóðfæraleikaranna
fá einleiksstrófur.
„Þetta er yndislegt verk,“ seg-
ir Mary Nessinger mezzos-
ópransöngkona sem kom til
landsins á miðvikudaginn. „Það
er virkilega gaman að heyra
þetta, og hljómsveitin er ótrú-
leg.“
Gaman að
búa til viðmiðin
llún er bandarísk og talar ekki
íslensku, en þarf engu að síður
að syngja ljóð íslensku góð-
skáldanna á okkar ylhýra. Hún
er spurð hvort það flækist ekki
svolítið fyrir henni.
„Jú, heilmikið. En satt að
segja er ekki mikið erfiðara að
syngja á íslensku en á mörgum
öðrum málum, fyrir utan nokk-
ur undarleg samhljóð og svo öll
þessi tilbrigði við sérhljóðin."
Mary Nessinger hefur á und-
anförnum árum hlotið mikið
lof gagnrýnenda fyrir söng sinn
heggja vegna Atlantsála, og
ekki síst fyrir flutning sinn á
nútímatónlist.
„Já, ég syng töluvert af nú-
tímatónlist. Eg er svo heppin
að margir af vinum mínum eru
mjög góð tónskáld og hafa
skrifað fyrir mig. Astæðan fyrir
því að ég syng svona mikið af
nútímatónlist er því að hluta til
fólkið sem ég þekki og um-
gengst. En það er gaman að
búa til það sem rniðað er við í
staðinn fyrir að þurfa að taka
mið af því sem aðrir hafa gert.
Ég er þarna á slóðum sem cng-
inn hefur áður komið á,“ segir
Mary Nessinger.
Mjög lagrænt verk
„Ég heyrði í Mary syngja í Ed-
inborg fyrir tvcimur árum,"
segir tónskáldið, Hafliði Hall-
grímsson, en það var hann sem
valdi hana til þess að syngja
einsöngshlutverkið í Passíunni.
„Þá söng hún mjög erfitt verk
eftir Arnold Schönberg sem
heitir Pierrot Luniere. Ég hef
heyrt þetta verk flutt mörgum
sinnum en aldrei svona vel.
Það var sláandi hvað henni
tókst að gera þetta á sannfær-
andi hátt. Þannig að mér
fannst hún upplögð fyrir þetta
verk.“
- Er þetta erfitt verk í söng?
„Það er erfitt hvað raddsvið
snertir, það fer stundum svolít-
ið hátt fyrir mezzosoprano, en
að öðru leyti er það mjög
lagrænt. Þetta er ekki eins og
mörg ný verk í dag, sem eru
mjög erfið í sambandi við tón-
bil. Þetta er frekar lagrænt og
atkvæðin f ljóðunum fá að
njóta sín. Það er nóta fyrir
hvert atkvæði, sem er mjög
gamaldags aðferð, en það þýðir
að textinn á að komast mjög vel
til skila,“ segir Hafliði.
Hallarímskirkja
sem nljóöfæri
Tónverk Hafliða var pantað af
Listvinafélagi Hallgrfmskirkju
með styrk frá Kristnihátíðar-
nefnd. Það er frumflutt nú í
tengslum við Myrka músík-
daga, sem er tónlistarhátíð ís-
lenskra tónskálda.
- Hefurðu verið lengi að
semja þelta verk?
„Já, er búinn að vera að
þessu líklega upp undir ár, en
hef þá líka haft ýmislegt annað
í takinu. En þetta er mitt
langstærsta verk, ég hef aldrei
skrifað svona langt verk áður.
Þar að auki er það ein samfella
sem gerir það svolítið erfitt að
planleggja," segir Hafliði
„Þetta verk er samið sérstak-
Iega til þess að það njóti sín í
þessari kirkju, hún verði eins
og hljómbotn hljóðfæris og
hljómsveitin og orgelið séu
innvolsið í hljóðfærinu," segir
Hafliði ennfremur. „Þess vegna
er mikið um hæga músík. Svo
reyni ég að endurspegla þenn-
an stílhreina blæ á kirkjunni
með því að hafa verkið tiltölu-
lega einfalt miðað við margt
sem ég skrifa og hljómrænt
þannig að það njóti sín í þess-
um lifandi hljómburði."
- Er erfitt að skrifa verk sem
passar i þesu kirkju?
„Já, það er svo mikill eftir-
hljómur að ílókin tónlist renn-
ur saman í graut, sérstaklega ef
hún er hröð,“ segir hann.
„Þannig að þessi músík er
meira eins og breitt fljót sem
fer af stað mjög hægt en kemst
svo rólega á skrið og nær há-
punkti í lokaerindi Passíu-
sálmanna alveg undir lok
verksins. Síðan deyr verkið út
aftur og hverfur úr í huskann."
Trúarkveðskapur
- Nú er þetta trúarlegt verk,
passta. Eru trúarleg verk frá-
brugðin öðrum tónverkum að
einhverju leyti, fyrir utan sjálf-
an textann?
„Textinn er náttúrlega aðalat-
riði í þessu verki. Þegar pönt-
unin var lögð fyrir mig var tal-
að um að Passíusálmar Hall-
gríms Péturssonar yrðu notaðir
að einhverju leyti, en síðan líka
samtímaljóð og ég las gífurlega
mikið af ljóðum eftir yngri höf-
unda fyrir tveimur sumrum síð-
an. Þá var ég á Akureyri á
Amtsbókasafninu og ég fann
afskaplega lítið sem ég gat not-
að, það verður bara að segjast
eins og er. En ég fann aftur á
móti búta úr ljóðum eftir
Matthías Johannessen, Stein
Steinarr, Hannes Pétursson og
Baldur Oskarsson. Svo kemur
eitt vers úr þjóðlagasafni séra
Bjarna. Það er eftir mann að
nafni Bjarna Jónsson þannig að
ég byrja verkið á tuttugustu
aldar kveðskap en fer svo smátt
og smátt aftur í tímann í gegn-
um Hannes Pétursson, hann er
með ljóð þar sem hann gengur
að leiði Hallgríms og talar um
hvaða áhrif það hefur á hann
og ég nota það sem eins konar
hlið yfir í nokkur erindi úr
Passíusálmunum. Þá nota ég
fyrsta erindiö alveg í byrjun og
síðan sálmana sjö sem fjalla
um orð Krists á krossinum og
sfðan enda ég á síðasta versinu
í Passíusálmunum. Ég hugsaði
fyrst og fremst um að gera
kveðskapnum skil og vonast til
að eitthvað komi til skila sem
passar hér inn í kirkjuna og
getur skapað helgistemmn-
ingu,“ segir Hafliði.
Heillaður af
náttúrulögmálunum
„Eri það er mjög erfitt að
ákveða hvenær músík er trúar-
leg og hvenær ekki,“ bætir
hann við. „Venjulega er eitt-
hvað sem flutt er í kirkju talið
trúarlegt en svo hefur sum
músík sem er ekki flutt í kirkju
kannski frekar þau einkenni
sem við setjum í samband við
trúarlega músík."
- Má ég spyrja hvort þti sérl
trúaður sjálfur?
„Það er mjög erfitt að svara
þeirri spurningu nú á dögum,"
segir Hafliði. „Allt hefur tekið
svo miklum hreytingum og við
erum alltaf að læra meira um
manninn og heiminn. Ég
mundi alveg viðurkenna að mér
finnst orðið „guð“ mjög viðeig-
andi sem myndhvörf fyrir nátt-
úrulögmálin. Ég cr í rauninni
alveg heillaður af náttúrulög-
málunum alveg eins og Ein-
stein var. Og ef við tökum til
dæmis hinn mikla vísindamann
og hcimspeking Stephen
Havvking, þá hikar hann ekki
við að tala um guð sem sam-
nefnara fyrir náttúrulögmálin.
En það er náttúrlega allt annar
guð en sá sem mennirnir hafa
búið til. Þannig að ég trúi því
að lífið sé guðdómlegt, svo
lengi sem menn skynja það
þannig."
- Og reynir að birta það í tón-
listinni?
„Ja, það er mjög erfilt að átta
sig á því hvort eitthvað slíkt
kemst til skila. Það eina sem
maður getur gert er að vinna
sína vinnu daglega og leyfa eðl-
isávísuninni að vássu marki að
komast að. Auðvitað er maður í
öðruvísi hugarástandi þegar
maður er að semja svona músík
heldur en ef ég væri að semja
óperu sem fjallaði kannski um
galdra eða eitthvað svoleiðis.
Þá væri málið allt annað. En
þannig eiga tónskáld að vera,
alveg eins og málari sem er að
mála altaristöflu eða maður
sem er að smíða kirkju, þeir
þurfa svo sem ekkert að vera
trúaðir í venjulegum skilningi
svo lengi sem þeir hafa fulla
tilfinningu fyrir því sem þeir
eru að gera.“
Sáluhjálparatriði
Hafliði Hallgrímsson naut mik-
illar velgengni sem sellólcikari
framan af ævinni en sneri sér
að tónsmíðum fyrir tæpum
tveimur áratugum, þá rúmlega
fertugur, og hefur hlotið mikið
lof ivrir verk sín.
- Ertu í fullu starfi sem tón-
skáld?
„Ég hef verið að basla við það
undanfarin átján ár að halda
mér á lífi þannig," segir hann.
„Það gengur nú svona og
svona. En þetta er einhvers
konar sáluhjálparatriði."
- Gerirðu þá eitfhvað annað
með?
„Ég kenni pínulítið, en það
er ekki mikið.“
- Þií byrð í Skotlandi og hefur
gert lengi?
„Ég bý í Edinborg. Ég var á
leiðinni heim til Islands frá
London þar sem ég var í námi
en ákvað að koma við í Edin-
borg því mér var boöiö starl
þar. En svo stækkaði fjölskyld-
an og strákarnir fóru í skóla og
ég er nú ekki kominn lengra.
En alltaf drevmir mann nú um
að eiga athvarf hér heima,“
segir Hafliði Hallgrímsson að
lokum.
-GR